Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984 29 reikninga sína í Sviss og Miö- Afríkulýöveldiö eyddi 50 milljónum bandaríkjadala (jafnviröi helmings ríkisútgjalda) til aö keisaraleg krýn- ing einvaldsins Bókassa mætti veröa sem veglegust. Fleiri dæmi um óviturlega ráöstöfun fjármagns eru nefnd annars staöar á síöunni. Fyrstu árin sáu menn ekkert at- hugavert viö þaö sem var aö ger- ast, ef undan eru skildir nokkrir „sérvitringar", s.s. Harold Lever, þáverandi efnahagsráöunautur bresku ríkisstjórnarinnar, sem var- aöi viö afleiöingum lánastefnunnar þegar árið 1974, og Arthur Burns, þáverandi seölabankastjóri Banda- ríkjanna, sem hreyföi efasemdum tveimur árum síöar. Á þessa menn var, aö heita má, ekki hlustaö. Þaö var almenn skoöun, aö ríki gætu ekki komist í greiösluþrot; og ef svo ólíklega vildi til, aö slíkt geröist, mætti fara margvíslegar leiöir til björgunar. Þaö hvarflaöi ekki aö neinum aö mörg ríki gætu komist í greiösluþrot samtímis. SVO KOM SKELLURINN Á árunum 1973—1980 virtist hin léttúöuga lánastefna skila árangri. Hagvöxtur í þeim þróunarríkjum þar sem þjóöartekjur voru fremur litlar var aö meöaltali um 4,6% á ári, næstum helmingi meiri en í iönríkj- unum, þar sem hann var á þessum árum 2,5%. En svo kom skellurinn. Síöla árs 1978 ákváðu OPEC- ríkin enn verulega hækkun á olíu- veröi. Innan árs hófst Seölabanki Bandaríkjanna handa um aö draga úr veröbólgu meö því aö fækka peningum í umferö. Minni lánafyr- irgreiösla í Bandaríkjunum leiddi til þess aö vextir á alþjóölegum fjár- málamarkaöi hækkuöu upp úr öllu valdi og höföu ekki veriö hærri síö- an á dögum heimsstyrjaldarinnar. Minnkandi veröbólga í Bandaríkj- unum og mikiö framboö á erlendum gjaldeyri þar í landi styrkti mjög stööu bandaríkjadals. Það var ekki lengur hagstætt fyrir lántakendur aö skipta meö dali. Olíuhækkunin og versnandi lána- kjör banka leiddi síöan til atvinnu- leysis og efnahagskreppu í iönríkj- unum, sem haföi þaö í för meö sér aö dregið var verulega úr innflutn- ingi á varningi frá þróunarlöndun- um. Fyrir þróunarríkin var þaö um- talsvert áfall, því eins og fyrr sagöi eru iönríkin helstu útflutningsmark- aöir þeirra. Afuröir þróunarríkjanna snarféllu í veröi; hvert tonn af sykri, sem er mikilvægasta útflutnings- vara Brasilíumanna, lækkaöi úr 495 dölum í 120, svo aöeins eitt dæmi sé tekiö. Smám saman geröu menn sér grein fyrir því aö lánadæmiö gekk ekki upp. Þróunarríkin áttu ekki fyrir skuldunum. HAGFfíÆDI EDA STJÓfíNMÁL? Eftir aö Ijóst varö, að bæöi lánar- drottnar og skuldunautar þeirra voru komnir í klípu féll þaö ekki síst í hlut sérfræöinga Alþjóöagjaldeyr- issjóösins (IMF), aö reyna aö finna lausn á vandanum. Um hitt er deilt, hvernig þaö verk hefur tekist og aö undanförnu hefur stjórn sjóösins sætt æ háværari gagnrýni jafnt í þróunarríkjunum sem iönríkjunum. Þaö voru 45 ríki, sem stofnuöu IMF áriö 1944 og var tilgangur sjóösins aö vera vettvangur fyrir samstarf aöildarríkja í efnahags- og gjaldeyrismálum og greiöa fyrir al- þjóöaviöskiptum ( því skyni aö stuöla aö atvinnuöryggi og efna- hagslegum framförum. Á þeim fjór- um áratugum sem liönir eru frá stofnun IMF hefur aöildarríkjunum fjölgaö í 146 og eru þróunarlönd þar i meirihluta. Höfuöhlutverk Al- þjóöagjaldeyrissjóösins, aö veita aöildarríkjum, sem lenda í tima- bundnum greiösluerfiöleikum aö- gang aö lánsfé um stundarsakir, hefur hins vegar lítiö breyst. Til- gangur lánveitinga úr sjóönum, svonefndra gjaldeyrislána, er aö gefa ríkjum, sem lenda í grelöslu- halla, svigrúm til þess aö gera vlö- eigandi ráöstafanir til þess aö ráða bót á hallanum án þess aö þurfa aö grípa til of harkalegra samdráttar- ráöstafana, sem valdiö gætu skaöa, bæöi heima fyrir og á alþjóöavett- vangi. Um þaö er mjög deilt hve skyn- samlegar ráöleggingar sérfræöinga IMF um hagstjórn skuldugu ríkj- anna eru. Gagnrýnin er af margvís- iegum toga. Nefnt er aó sjóöurinn geri engan greinarmun á því hvort greiösluhalli ríkja stafar af efna- hagsstefnu stjórnvalda eöa ytri aö- stæðum, sem þau ráöa ekki viö. Þá er sagt, aö áhersla sjóösins á minnkun veróbólgu á kostnaö at- vinnuöryggis sé hæpin í þróunar- löndunum. Loks er bent á, aö sú stefna IMF aö draga úr neyslueft- irspurn sé órökvís og uppgjafar- kennd. Ef stefnunni væri fylgt um heim allan mundi þaó leiöa til enda- loka frjálsrar verslunar. Um þetta efni hefur Joao Camilo Penna, iðn- aöarráóherra Brasilíu, komist svo aö orði: „Ef eitt land eða tvö fylgja heilræðum IMF um samdrátt og hægari hagvöxt, sem miöa aö því aö koma þeim á lappir á ný, getur lækningin heppnast. En ef sömu heilræói eru gefin heilli heimsálfu, eöa, þaö sem verra er, þróunarríkj- unum í heild, þá mun lækningln leiöa okkur öll í gröfina." Aó því er líka fundiö, aö stjórn- endur Alþjóöagjaldeyrissjóösins geri ekki greinarmun á lýðræöisríkj- um og einræöisríkjum þegar lána- fyrirgreiósla er annars vegar, og aö þeir horfi fram hjá því aö lán og lánakjör eru ekki aöeins reiknings- dæmi í hagfræöi, heldur hafa þau víötækar afleiöingar i stjórnmálum og almennu þjóölifi. Eru mörg dæmi þess aö stjórnvöld þróunar- ríkja, sem aö ráöi IMF hafa gripiö til harkalegra samdráttaraögeröa til aó komast upp úr skuldafeni, hafa orðið aö horfast í augu viö uppþot og uppreisnartilraunir. Stjórnendur gjaldeyrissjóösins vísa þessari gagnrýni á bug. Þeir segja, sem satt er, aö sjóðurinn beri ekki ábyrgö á efnahagsvanda aöildarríkja sinna. Aftur á móti fái hann skömm í hattinn ef illa tekst aö fylgja heilræðum hans um hag- stjórn. „Þetta er eins og aö skamma lækninn fyrir veikindi sjúklingsins," er haft eftir einum af ráöamönnum IMF. AUKINN ÚTFLUTNINGUfí SKIPTIR HÖFUOMÁU Henry Kissinger heldur því fram í fyrrnefndri grein sinni í Internation- al Herald Tribune, aö þar eö Al- þjóóagjaldeyrissjóóurinn hafi verió stofnaöur til aö fást viö skammtíma viöskiptahalla einstakra aðildarríkja og skipulag hans og starfshættir miðist viö þaó verkefni, skorti sjóð- inn hvort tveggja fjárhagslega og pólitíska getu til aó glíma vió kreppu alþjóölegs fjármálakerfis. Þess sjáist merki, aö skuldunaut- arnir hyggist efna til samtaka og vegna þess aö bankar og aörar lánastofnanir iönríkjanna vilja ekki hætta á greiösluþrot skuldugu ríkj- anna, sé samningsstaöa þróunar- ríkjanna sterkari en nokkru sinni fyrr. Ríkisstjórnir Vesturlanda megi ekki lengur sitja meö hendur í skauti. Þær veröi aó koma til skjal- anna og eiga frumkvæöi aö því aö leiöa heimsbyggöina út úr ógöng- um skuidakreppunnar. I því efni ieggur Kissinger til aó stjórnvöld iönríkjanna fylgi stefnu sem leiði til þenslu í efnahagslífi og örvi þannig útflutning þróunarríkjanna. Hann hvetur einnig til þess aó fallið verói frá tollverndarstefnu og, þaö sem hann segir aö mestu skipti, aö vext- ir veröi lækkaöir í Bandaríkjunum. Fleiri en Kissinger hafa vitaskuld kvatt sér hljóös til aö ræöa erlendar skuldir þróunarríkjanna og er sam- dóma álit þeirra, sem um málið fjalla af þekkingu, aö vandinn sé umfangsmikill og mjög erfiöur viö- fangs. Öndvert við þaö sem menn héldu í fyrstu er engin skjót og ein- föld lausn í augsýn, en aö öllum líkindum er þaö hárrétt hjá banda- ríska utanríkisráöherranum fyrrver- andi, aö höfuömáli skiptir aö auka útflutning þróunarlandanna. Þaö veröur hins vegar ekki gert i ein- angrun; iönríki veröa aö greiöa fyrir þvi og þaö kostar aó þau þurfa aö falla frá verndarstefnu, sem þau hafa taliö sér hag í aö fylgja. Höfuð- verkefni alþjóöastjórnmála um þessar mundir er aö brjótast út úr þessari sjálfheldu. GM. Helatu heimildir: Financial Timaa, Inlernahonal Harald Tribuna, Timaog Fré Cartagena-fundinum: Þaö er Belieiario Betancur, forseti Kólombíu, sem er i ræöustóli. rhe Waii str—t Journai. Vatnsorkuveriö í Itaipu, sem enga orku framleiöir. Háum upphæðum lánsfjár sóað: Vanhugsaöar framkvæmd- ir og arölaus rekstur Lánin sem þróunarríkjunum buöust á Vesturlöndum á sl. áratug voru ekki alltaf notuö á skynsamlegan hátt. Gífurlegum fjárhæöum var sóaö i vanhugsaöar fram- kvæmdir og rekstur, sem skilar ekki aröi. Sum lánin hurfu hreinlega, „gufuöu upp“ á dularfullan hátt; sennilega var þeim stoliö og peningunum komiö fyrir á leynireikningum í vestrænum bönkum. Mörg framkvæmdalán uröu aö engu vegna skipu- lagsleysis og vankunnáttu í stjórnun. Vatnsorku- veriö í Chingaza í Kól- ombíu átti aö kosta 300 milljónir bandaríkjadala, en reyndin varö sú aö kostnaðurinn nam einum milljaröi dala. Orkuveriö var tekió í notkun áriö 1983 en áöur en fjórir mánuöir voru liðnir höföu jarögöngin hrunið saman og framleiðsla stöövast. Stjórnvöld í Brasilíu og Paraguay höföu sam- vinnu um aö reisa vatns- orkuver í Itaipu, hiö stærsta sinnar tegundar í heiminum. Nú eru liöin níu ár frá því fram- kvæmdir hófust og kostn- aöur hefur numið 18 millj- öröum bandaríkjadala, en Brasilíumenn hafa enn ekki fengiö þaöan eitt einasta kílówatt af raf- magni og Paraguaymenn aöeins örlítið. Oft var lánsfé sett í framkvæmdir af lítilli fyrirhyggju. í Perú var sett á fót verksmiöja, sem framleiöa átti blaóapappír meö tækni sem ekki haföi áöur veriö prófuö. Kostnaöurinn nam 130 milljónum bandaríkjadala, og tapiö fram aö þessu hefur numið 100 milljónum dala. Fjögur hund- ruö starfsmenn voru ráönir til starfa og þeir fá enn laun greidd þótt verksmiðjunni hafi verið lokaö fyrir tveimur árum. i Rómönsku-Ameríku var háum upp hæöum lánsfjár eytt til hergagnakaupa. Fimmtungur af þeim 12,2 milljöröum dala, sem Perúmenn skulda, var notaöur til vopnakaupa, þ.á m. frá Sovétríkjunum. Argentínumenn eyddu 13,9 milljöröum dala í innflutt hergögn á árun- um 1981 og 1982, en sú upphæö samsvarar 11% af vergri þjóðarfram- leiöslu landsins. Enn meiri fjárhæöum var eytt í hió afdrifaríka stríð viö Breta út af yfirráöum á Falklandseyjum. Lán sem Alþjóöagjaldeyris- sjóöurinn (IMF) veitti stjórnvöldum á Haiti áriö 1981 og nam 20 milljón- um bandaríkjadala, hvarf og hefur ekkert til þess spurst síðan. Lániö var lagt inn á reikning stjórn- valda i Banque Nationale de la République d’Haiti og heimildir eru fyrir því _________________________________________________ aö samtímis var tekin út Falklandseyjastriö Argentínumanna var að mestu ÍL^ankanu^1.*.a’n^á fj?r" rekið fyrir elent lánsfé. hæö og send til hallar Du- valier-fjölskyldunnar, sem hefur farið meö völd á eynni síóan 1957. IMF hótaöi aö stööva frekari lán til stjórnvalda, ef atburóur af þessu tagi endurtæki sig. Vió þaó situr meö því engar sannanir um þjófnaö eru fyrir hendi. Einkum eftir vikuritinu Time.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.