Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐÍÐ, SÚNNUDÁGUR 15. JÚLÍ1984 46 Heimsókn til Madciralandtlag ar ákaflega fjölbreytt. Innan um paradísarblóm og Bach og rabbað við ráðherra sem er skáld og forseta sem er kallaður „enfant terribleu Enginn staður í Portúgal hefur myndað hjá mér viðlíka þörf að sækja heim og Madeira. Þegar ég kem til Madeira fæ ég jafnvel áhuga á trjám og tónlist. Það hlýtur að liggja eittbvað alveg sérstakt í loftinu á þessari hálfhitabeltiseyju, þar sem landslagið er tilkomumeira og fallegra en á flestum stöðum og fólkið glaðlegt og viðmótsþýtt. Ég hef sagt það áður og endurtek að það má vera dauður maður sem verður ekki snortinn af fegurð Madeira. Mér finnst vera sálarbætandi að koma þangað. Þar skiptast á djúpir, mjúkir dalir, hrikaleg fjöll, grónar klettasnasir ganga í sjó fram. Blóm upp um öil fjöll. Blóm Madeira eru þekkt um víða veröld; meðal þeirra þekktustu eru sennilega orkideurnar og paradísarblómin, en ég treysti mér að öðru leyti ekki til að kasta tölu á Madeirablómin. Og svo þegar hæst er komið á eyna er landslagið hrjóstrugra og meira að segja snjóar stundum á hæstu tindum. Á Madeira er engin ástæða til að flatmaga bara við sundlaugina: inni í Funchal er ævintýri að reika um á björtum degi, fara um gamla markaðinn, þar sem grænmeti, ávextir, fiskur, kjöt og hvaðeina er selt með tilheyrandi ærslum. Koma svo aftur út í sólskinið og fá sér kaldan drykk á litlum útiveit- ingastaö við höfnina og horfa á bátamergðina. Ég fór líka að skoða hannyrðir Madeira sem eru eftirsóttar rétt eins og blómin. Þó sögðu ýmsir nú, að þeir óttuðust að hannyrðirnar myndu ekki halda velli í nútíma- hraða og gauragangi. Verðið er hátt, sé í krónum talið. En vinnan er mikil sem liggur að baki og hver smádúkur sjálfstætt og ein- stakt listaverk. íslendingar sem koma til Mad- eira eiga hauk í horni þar sem Willy Sousa er. Hann var áður viðskiptafulltrúi í Noregi og kom margoft til íslands. Nú er hann forstjóri stærstu ferðaskrifstof- unnar, Windsor, og hefur mikil umsvif. Við fórum eitt kvöld á A Seta — Örina. Ég hafði farið þangað í fyrsta skiptið sem ég kom hingað með danskri stúlku sem bjó þá á Madeira. Og var í minni, hversu gómsætur mér hafði þótt einn af sérréttum Mad- eira, espedada, steikt kjöt á teini, síðan er teinninn festur á krók yf- ir diskinum og svo tosar maður bitann niður hvern fyrir sig. Með er borið salat og kartöflur. A Seta hefur verið stækkaður síðan ég kom hér síðast, en kjötið var jafn- gott og þá. Það kemur þægilega á óvart, þegar endurminningin bregzt manni ekki. Nú er verið að lengja flugbraut- ina á Madeira, sem hefur verið talin í stytzta lagi. Hótel eru að því er mér sýnist af öllum gerðum. Þjóðverjar og Bretar hafa löngum verið fjölmennastir ferðamanna. Ég sá að svo er enn. Carlos Al- berto da Silva frá Ríkisferða- skrifstofunni, sem var mér hinn elskulegasti, lét mig fá plögg yfir fjölda ferðamanna. Þar sé ég að á árinu 1983 komu til dæmis 38 þús- und Bretar í heimsókn, næstir eru Þjóðverjar með 21 þúsund og 18 þúsund komu frá Suður-Afríku. Öll Norðurlöndin, að íslandi frá- töldu, komust á blað, þar eru Dan- ir fjölmennastir, voru rösklega 11 þúsund. Af þeim sem voru á þess- ari skrá voru fæstir frá Lúxem- borg, 23 talsins. Einn daginn bauð Willy Sousa mér og íslenzkri fjölskyldu, sem einnig bjó á Casino Park, Gunnari J. Möller með konu, dóttur og dótturdóttur, í skoðunarferð. Við fórum meðal annars til Camacha, þar sem er miðstöð bast- og tága- vinnu, en af þeirri framleiðslu hafa Madeirabúar töluverðar út- flutningstekjur. Körfustólagerð og ýmis annar bast- og tágavarning- ur frá Madeira þykir ljómandi vandaður. Ég brá mér í heimsókn í vín- kjallara Madeira Wine Associat- ion. Það er til húsa í gömlu ríkis- mannssetri og klaustri skammt frá. Mér var sýnd kvikmynd um berjaræktunina og síðan vinnsl- una. Madeiravín er flutt út, þótt ekki sé það í jafnríkum mæli og púrtvínið. Þó hefur það ekki ósvip- aða eiginleika, en léttara. Sætt madeiravín fer til að mynda ekki síður vel með ostarétttum en sætt púrtvín. Einn morguninn eftir að hafa verið í skoðunarferð fyrir milli- göngu Ríkisferðaskrifstofunnar fór ég að heimsækja skrifstofuna, svona til að þakka fyrir mig. Og hitti þá Joao Carlos Abreu, ferða- málaráðherra heimastjórnar Madeira. „Ég hef heyrt að þið íslendingar eigið mikið af skáldum ... “ Þann- ig heilsaði Abreu mér. Ég hafði búizt við að við ætluðum að ræða um ferðamál, eða svo hafði mér skilizt af þeim væna Carlos Al- berto da Silva. En hann hafði meiri áhuga á að heyra um skáldskap, enda yrkir maðurinn sjálfur og hefur gefið út eina ljóðabók, sem hann náttúrlega skenkti mér áritaða. Hann sagðist hafa aðra í smíðum. „Þessi er dá- lítið ungæðisleg. Ljóðin í henni rista ekki djúpt. Ég held að mér hafi tekizt betur upp í þeirri sem bráðum kemur út,“ sagði hann. „En ég er ekki merkilegt skáld, nei, það gutlar svona á mér þegar bezt lætur," sagði þessi hressi ráð- herra og lyfti augabrúnum, sem eru svo miklar, að mér datt í hug, að hann hlyti að þurfa að bursta þær frá augunum á morgnana. Þessa daga stóð yfir tónlistar- hátíð á Madeira. Hún hefur unnið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.