Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984 43 Er hér átt við eftirlifandi ekkju hans, Jóhönnu Guðmundsdóttur, bóksala á Seyðisfirði. Þau giftust 1948. Jóhanna var manni sínum styrkur og stoð í erilsömum og erfiðum störfum, enda er hún víð- lesin og fjölfróð um menn og mál- efni. Þakklæti Jóns og viðurkenn- ing fyrir samhenta og skilnings- ríka sambúð þeirra kom fram í ræðustúf, er hann flutti á áttræð- isafmæli sínu í hófi sem sjó- mannasamtökin og ASÍ stóðu fyrir. Við hjónin erum þakklát fyrir góða kynningu á of fáum samveru- stundum og vottum aðstandend- um Jóns innilega samúð. Guðjón B. Baldvinsson Jón Sigurðsson, fyrrverandi for- seti Sjómannasambands íslands, er látinn. Hann fæddist í Hafnarfirði 12. maí 1902, sonur hjónanna Guðnýj- ar Gísladóttur og Sigurðar Jóns- sonar, fiskmatsmanns. Aðeins fárra ára gamall missti Jón móður sína og mjög ungur að árum hóf hann að vinna fyrir sér með al- mennri verkamannavinnu og sjó- sókn. Aðeins 16 ára gamall gerðist hann sjómaður á þilskipum og stundaði sjóinn þá samfellt í 14 ár, ýmist á skútum eða togurum. Á uppvaxtarárum Jóns Sigurðs- sonar á fyrstu tugum aldarinnar, sem senn kveður, voru lífskjör og umkomuleysi íslenskrar alþýðu með þeim hætti, að sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi er þess lítt umkomin að gera sér grein fyrir hversu hörð sú lífsbarátta var, sem íslenskar vinnustéttir til lands og sjávar urðu að heyja sér og sínum til framdráttar. Þessi ár einkenndust af mikilli fátækt, sem víða jaðraði við full- komna örbirgð. Stritið var mikið, en eftirtekjan rýr. Umkomuleysi aldraðra, sjúkra og annarra þeirra er leita þurftu til hins opinbera var með slíkum hætti að telja verður einn svartasta blett á ís- lensku þjóðfélagi. Þá voru engar tryggingar til stuðnings þeim sem vegna slysa, sjúkdóma, missis fyrirvinnu eða annarra óviðráðanlegra orsaka urðu fyrir áföllum á lífsleiðinni. Væri ekki hjá því komist fyrir heimilisföðurinn að leita eftir hjálp sveitarfélagsins um að veita aðstoð til að bægja frá bráðu hungri var hann brennimerktur „sveitarómagi" og sviptur sjálf- sögðum mannréttindum eins og kosningarétti. Það ætti engan að undra, ef sú mynd af lífskjörum alþýðufólks á íslandi, sem að framan er á minnst er höfð í huga, þótt að því kæmi, að konur og karlar til lands og sjávar færu að hugsa ráð sitt og hæfu baráttu fyrir bættum lífskjörum, auknu frelsi og vax- andi menningu sér til handa. Hafin var barátta fyrir hvíld- artíma togarasjómanna, fyrir lög- um um byggingu verkamannabú- staða, fyrir auknu öryggi starf- andi fólks á sjó og iandi, fyrir bættri tryggingalöggjöf, fyrir stofnun sjúkrasamlaga, fyrir orlofi verkafólks, fyrir auknum kosningarétti og fyrir afnámi hinna illræmdu sveitarflutninga og mannréttindamissis, sem fólki var hegnt með, er það leitaði í ör- birgð sinni á náðir samfélagsins, eins og áður hefur verið minnst á. Hér hafa aðeins verið nefnd nokk- ur dæmi þess um hvað verkalýðs- baráttan á Islandi hefur m.a. snú- ist, en því er þetta gert að um- ræðuefni hér, að sá maður, sem nú er kvaddur hinstu kveðju, Jón Sig- urðsson, var einn af fremstu og dugmestu baráttumönnum er helguðu líf sitt og starf þeirri hug- sjón að vinna heilshugar að bætt- um lífskjörum íslenskrar alþýðu. Jón gegndi um áratugaskeið fjölþættum trúnaðarstörfum fyrir verkalýðssamtökin. Árið 1934 var hann ráðandi erindreki Alþýðu- sambands íslands er þá var heild- arsamtök hinnar faglegu og póli- tísku félagshreyfingar verkalýðs- ins. Nokkrum árum síðar var hann ráðinn framkvæmdastjóri ASÍ og gegndi hann því starfi alls um 10 ára skeið. Á starfstima sfnum fyrir ASI stofnaði Jón fjöldamörg verkalýðs- og sjómannafélög. Jafnframt því að vinna að stofnun nýrra félaga, heimsótti hann hin eldri félög, leiðbeindi og hvatti til dugmikilla starfa. Eitt af stærri verkum Jóns á þessu sviði var for- usta hans fyrir stofnun Sjó- mannasambands íslands 1957 en forseti þess var hann frá stofnun til 1976. Auk þessa gegndi Jón fjölda trúnaðarstarfa fyrir sjó- menn, m.a. sem formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Við Jón áttum sæti saman í stjórn ASÍ 1948—1954. Á því tímabili kynntist ég honum náið. Það sem mér fannst sérstaklega einkenna störf Jóns Sigurðssonar var áhuginn til að láta gott af sér leiða fyrir verkalýðssamtökin og það fólk sem naut starfa þeirra. Erfiðleikar og andstaða hleyptu honum kapp í kinn, og dugnaður hans og þrautseigja voru óbilandi, enda átti hann þvi láni að fagna að njóta í starfi sínu riks skilnings og mikils stuðnings eftirlifandi eiginkonu sinnar, Jóhönnu Guð- mundsdóttur, sem jafnan var þess albúin að veita lið þeim málum sem hann vann að. Við orðin vegaskil vil ég þakka Jóni Sigurðssyni af alhug ánægju- legt samstarf innan verkalýðs- samtakanna. Eftirlifandi eiginkonu Jóns, Jó- hönnu Guðmundsdóttur, og dóttur þeirra svo og öðrum ættingjum og vinum sendi ég hugheilar samúð- arkveðjur. Helgi Hannesson fyrrverandi forseti ASÍ. Með Jóni Sigurðssyni er fallinn i valinn einn þeirra manna sem helguðu mestan hluta starfsævi sinnar baráttunni fyrir bættum kjörum launamanna, ekki síst sjó- manna. Samtök erfiðismanna á ís- landi sjá því á bak einum sinna ötulustu baráttumanna. Jón Sigurðsson fæddist 12. maí 1902 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, kallaður lóðs, og Guðrún Ágústa Gísladótt- ir. Hann byrjaði ungur að vinna, eins og þá tíðkaðist. Gætti kúa að Setbergi níu ára að aldri og var siðan í sveit austur í Holtum fjög- ur sumur. Þegar hann var 14 ára byrjaði hann í fiskvinnu og var ári síðar orðinn yfirmaður í saltfisk- þurrkunarhúsi. En sjómennskan var draumur- inn og 16 ára byrjaði hann á sjó. Fyrsta skipið var 20 tonna mót- orbátur sem hét Freyja, gerður út frá Hafnarfirði á línu. Jón var ráðinn kokkur um borð og sagði sjálfur svo frá síðar, að hann hafi reyndar ósköp litið kunnað fyrir sér í matargerðarlist, en allt hafi þetta slampast einhvern veginn, enda algengt á þessum árum að unglingsstrákar væru ráðnir sem kokkar. Á sjó var Jón til ársins 1931, á mótorbátum, skútum og togurum. Þá kom hann alfarinn f land og vann í fyrstu við fiskaðgerð. Þetta var á kreppuárunum og hann varð að vinna frá 6—7 á morgnana til miðnættis fyrir liðlega 300 krónur á mánuði, án tillits til lengdar vinnutíma. Það var árið 1924 að Jón gekk í Sjómannafélag íslands, er hann réð sig í fyrsta sinn á togara. Hann varð snemma trúnaðarmað- ur félagsins á þeim skipum sem hann starfaði á. Það starf var einkum fólgið í að innheimta fé- lagsgjöld um borð og sjá til þess að menn gengju í félagið. Veturinn eftir að hann kom f land var hann síðan kjörinn ritari Sjómannafé- lags Reykjavfkur. Það voru, að hans eigin sögn, fyrstu kynnin af verkalýðsmálum. Þau fyrstu kynni hafa augljós- lega leitt til frekari áhuga, þvi ár- ið 1934 er Jón ráöinn erindreki Al- þýðusambands íslands og gegndi því starfi til ársins 1940, þegar skilið var milli Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins. Sfðan varð hann framkvæmdastjóri ASÍ á ár- unum 1941 til 1944 og átti sæti í miöstjórn þess um áratugaskeið. Stofnun Sjómannasambands ís- lands er sú skuld sem sjómenn eiga mesta að gjalda Jóni Sigurðs- syni. Hann beitti sér mjög fyrir stofnun þess árið 1957 og átti þar við ramman reip að draga. Má sem dæmi um það nefna, að þegar stofnþing SSÍ var haldið sfðari hluta októbermánaðar það ár, hafði Alþýðusamband Islands sent ekki færri en þrjú bréf til þeirra félaga sem aðild gátu átt að Sjómannasambandinu, þar sem þau voru hvött til að gerast ekki félagar i SSl. En stofnun Sjómannasambands Islands varð að veruleika þrátt fyrir þessa erfiðleika, og það hefur sannast í timanna rás að full þörf var fyrir heildarsamtök islenskra sjómanna. Sameinuðum innan þeirra hefur sjómönnum tekist að vinna sigra sem þeir hefðu ekki unnið tvistraðir og þar hefur þeim einnig tekist að verjast betur en ella hefði verið unnt þeim árásum sem gerðar hafa verið á kjör þeirra. Jón var kjörinn fyrsti formaður Sjómannasambands íslands á stofnþinginu í október 1957. Þvi starfi gegndi hann til ársins 1976, þegar hann dró sig f hlé frá öllum félagsstörfum. Hann gat þvf eytt ævikvöldi sínu í kyrrð og ró eftir annasama starfsævi og virt fyrir sér vöxt og eflingu þeirra samtaka sem hann átti svo ríkan þátt í að stofna. Sjómannasamband Islands vill að lokum þakka Jóni Sigurðssyni þann mikla þátt sem hann átti í eflingu samtakanna. Eftirlifandi eiginkonu hans og börnum sendir sambandið innilegar hluttekn- ingarkveðjur. F.h. Sjómannasambands íslands Óskar Vigfússon. Jón Sigurðsson, fyrsti forseti Sjómannasambands Islands, er látinn. Hann lést í Landspítalan- um aðfaranótt 6. júlí sl. Jón var fæddur 12. maí 1902 f Hafnarfirði og þar ólst hann upp. Hann var sonur hjónanna Sigurð- ar Jónssonar, fiskmatsmanns, og konu hans, Guðnýjar Ágústu Gísladóttur, er þar bjuggu. Ungur hóf Jón sjómennsku á vélbátum og togurum, einnig kynntist hann ungur lífinu á skút- unum. Snemma fékk Jón áhuga á að vinna að bættum kjörum verka- fólks og sjómanna, og gekk hann ungur í samtök þeirra, og naut þar fljótt álits og trausts. Hann var ritari Sjómannafélags Reykjavíkur 1932—34 og 1951—61, og formaður þess 1967 til 1971. Jón var frumkvöðull að stofnun Sjómannasambands Islands 1957 og varð fyrsti forseti þess. Þvf starfi gegndi hann til 1976, er hann farinn að heilsu lét af störf- um. Auk þessara starfa í verka- lýðshreyfingunni hlóðust á hann fjölmörg nefndarstörf, einkum þau, er voru tengd verkalýðshreyf- ingunni. Hann var formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavfk og nágrennis 1959—1963. I stjórn Al- þýðusambands Islands 1938— 1944, 1948-1954 og 1966-67. Hann sat i verðlagsráði sjávarút- vegsins frá stofnun þess 1961 til 1977, þar af formaður 1966 til 1968. I húsráði Norræna hússins frá opnun þess 1968 til 1979, f Hafnarstjórn Reykjavíkur frá 1958 til ársloka 1963, í stjórn Al- þýðuflokksins 1936 til 1976, þar af í framkvæmdastjórn flokksins í 25 ár og formaður verkalýðsmála- nefndar flokksins í 20 ár. Hann átti auk þess sæti i mörgum stjómskipuðum nefndum. Flest þessi nefndarstörf voru ólaunuð og unnin utan venjulegs vinnu- tfma. Jón var heiðursfélagi í Verka- lýðsfélagi Hólmavíkur, Bifreiða- stjórafélaginu Frama og í Alþýðu- flokknum. Hann var sæmdur gull- merki Sjómannadagsráðs 1976 og Fálkaorðunni 1973. Jón var ritstjóri „Neista*, blaðs jafnaðarmanna á Siglufirði, 1935—37. Jón mun hafa stofnað um 30 verkalýðs- og Alþýðu- flokksfélög. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Emilia Jóna Einarsdótt- ir, Jónssonar, ökumanns f Reykja- vfk. Þau skildu. Sfðari kona hans er Jóhanna Guðmundsdóttir Bjarnasonar, bóksala á Seyðis- firði. Hún lifir mann sinn. Dóttir þeirra er Guðbjörg Snót. Eins og sjá má af þvf, sem hér hefur verið sagt frá æviatriðum Jóns Sigurðssonar, þá hneigðist hugur hans snemma að félags- málastörfum. Á unglingsárum hans bárust þær hreyfingar hingað til landsins, sem vöktu menn til umhugsunar um réttlát- ara og betra lff í þessu landi. Þess- ar félagshreyfingar voru ung- mennafélags- og verkalýðshreyf- ingarnar. Þessar hreyfingar tóku hugi ungra manna og þrýstu þeim til starfa. Jón gekk snemma verkalýðs- hreyfingunni á hönd og 1932 er hann orðinn ritari Sjómannafé- lags Reykjavíkur og 1934 er hann starfsmaður Alþýðusambands ís- lands og erindreki þess. Hann ferðast þá um landið og stofnar verkalýðsfélögin, hvert af öðru. Félag okkar, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, var stofnað 1932, á því ári, sem fengið hefur nafnið „Baráttuárið mikla“ í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Þótt Jón hafi ekki komið þar við sögu, þegar félagið var stofnað, þá leið ekki langur tími þar til leitað var til hans um ýmsar leiðbein- ingar, sem fúslega voru veittar, þótt félagið væri þá utan Alþýðu- sambandsins, sem það var þar til árið 1936. Á þessum árum og ætíð síðar var Jón alltaf jafn fús til aðstoðar. Kom hann oft á fundi félagsins, þar sem hann fræddi okkur og leiðbeindi í þeim málum, er fyrir lágu hverju sinni. Fyrir þessi störf öll og góð kynni fyrr og síðar vil ég nú fyrir hönd okkar gömlu félaga þakka af hjarta og flytja eftirlifandi konu og dóttur hjartanlega hluttekningu. Ragnar Guðleifsson t Sonur minn og bróöir okkar, JÓN VILBERG JÓNSSON, Barmahlíö 52, lést í Borgarspítalanum flmmtudaginn 12. þ.m. Jónlna Margrét Jónadóttir og ayatur hina létna. t Útför móöur okkar og systur, MATTHEU HALLDÓRSDÓTTUR fré Siglufiröi, veröur gerö frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. júli kl. 15.00. Kriatin Jörgenaen, Halldór Jónaaaon, Hafliöi Halldóraaon. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, GUÐNI KRISTINN GUNNARSSON, verkfraaöingur, sem lést á heimili sínu Ridge-Road, Salisbury, Maryland, Banda- ríkjunum, veröur jarösunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, þriöjudaginn 17. júlí kl. 14.00. Emalía Eygló Jónadóttír, Anna Jóna Guónadóttir, Leonard Paeitter, Gunnar Kriatinn Guönaaon. t Útför mannsins míns, JÓNS SIGURÐSSONAR, fyrrverandi formanna Sjómannaaambanda falanda, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. júlí nk. kl. 13.30. Blóm afþökkuö. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á iíknarféiög. Jóhanna Guömundadóttir. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Kambaaeli 65, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. júlí kl. 15.00. Áamundur Halldóraaon, Ingólfur Arnaraon, Linda Arnardóttir, Halldór Áamundaaon. t Þökkum innilega öllum þelm er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför bróöur okkar, mágs og frænda, GUDMUNDAR VIGFÚSAR ÁSMUNDSSONAR, bifreiöaatjóra, Búlandi 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum viö starfsmönnum Hitaveitu Reykjavíkur og félögum i Knattspyrnufélaginu Val. ■ngibjörg Áamundadóttir, Richard Hanneaaon, Ragnhildur Áamundadóttir, Eyjóifur Guömundason. Úlfar Áamundsaon, Bima E. Þórðardóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.