Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAG AR 6. OKTÓBER1985 HER OG NÚ IWyndlist BragiÁsgeirsson Hulda Hikonardóttir við eitt verka sinna Á einu fegursta hausti í manna minnum hafa íslenzkar listakon- ur blásið í herlúðra til að vekja athygli á tilvist sinni. Kvennaáratugur er senn á enda runninn og minnast konur þess á hinn fjölbreyttasta hátt hvort sem þær eru listum vígðar eða ekki. Hvað myndlistinni við- víkur þá eru konur með sýningar um alla borgina, jafnvel er ein i Hafnarfirði og eru þær svo sem vænta má af hinni margvísleg- ustu gerð. Hin langsamlegast viðamest þeirra er sýningin „Hér og nú“ að Kjarvalsstöðum, sem fyllir út allt rými þeirra og þótti þó ástæða til að hafna % af inn- sendum verkum. Sá framsláttur hefur oft sést í ræðu og riti, að sérstök kvenleg einkenni séu ekki til í myndlist, og er hann að öllu jafnaði kominn frá konunum sjálfum. Svo má vera, en einnig er víst að til eru einkenni í myndlist, sem nefna má kvenleg og önnur er nefna má karlmannleg. Þessi einkenni geta verið til í list kvenna sem karla og til eru karlmannlegar konur og kvenlegir karlmenn svo sem allir vita, — en bæði kynin tel ég persónulega sjálfum sér samkvæmust þegar hinn klass- íski mismunur er greinilegur og ótvíræður. — Ég álít að öll skapandi list sé sama marki brennd — hún er hvorki karlkyns né kvenkyns en verður til fyrir sérstakar gáfur, kunnáttu, fjölkynngi og kraft. Menn eiga einungis að leggja út á listbrautina fyrir þörf til að tjá sig en ekki vegna neinnar tegundar sýndarmennsku. Heim- urinn er yfirfullur af vondum listaverkum gerðum af fólki er vildi sýnast — hvers konar karl- peningi og þannig séð er það konunni til sóma, að hún hafði til að bera það fölskvaleysi og gáfur að geta setið á sér. Yfir- burðir konunnar felast í því að ruslahaugurinn í gegnum aldirn- ar, er margfalt minni hjá henni í þessu tilliti og hvað góða list áhrærir hjá karlpeningnum þá var konan iðulega í næsta ná- grenni og gat í raun átt helftina af listaverkinu ef ekki miklu meir. Fyrir þetta allt er maður frá dýpstu rótum þakklátur konunni og einnig þann töfrandi mismun, er hver og einn getur þakkað Iíf sitt og því eins gott að hann var ekki hvorugkyns né heldur tví- tóla. Mörg valkyrjan i fylkingar- brjósti hefur og fullyrt, að það væri einungis óheppilegum for- dómum og kúgun að kenna í 5000 ár, að þáttur konunnar sé jafn rýr og raun er á. En hér má mótmæla því að þáttur konunnar í öllu sköpunarverkinu er a.m.k. jafn mikill og karlmannsins. En kemur þó ekki að jafnaði fram á sama hátt. Með breyttum tímum og ólíkum hugsunarhætti sækir konan stíft fram á öllum sviðum og er það vel, en hraustlegar væri að lfta 5000 ár fram i tímann og hugsa stórt en að vera stöðugt að vitna til fortíðarinnar. Að- stæður veiðimannaþjóðfélagsins kröfðust verkskiptinga, sem hafa orðið býsna lifseigar og jafnvel fætt af sér kúgun og undirokun. En án þessarar verkskiptingar, Ráöherrastólar? Hljóölátur, lipur og félagslyndur stóll. Þessi stóll er góður fyrir byrjendur og er vinsæl- astur með gráu áklæöi Ekki lánshæfur hjá Húsnæöisstofnun því verdid er adeins kr. 8.650.- Það er nú einu sinni svo með góöa stóla að menn vilja sitja í þeim bæði fast og lengi. Góðir starfsmenn eiga iíka sannarlega skilið að sitja í bestu stólum. Þess vegna bend- um við öllum þeim, sem eru að velja sér stóla um þessar mundir, óhikað á Drabert stólana, sem þúsundir ánægðra islendinga hafa kosið sér á undanförnum árum. Jú takk.. VSKRIFSTOFU HUSGOGN f Fínlegur og vel hannadur stóll. Hefur reynst vel í skólakerfinu þrátt fyrir að hafa ekki sigrað í vin- sældakosningum medal kennara. Verd kr. 11.125,- Sterkbyggður vinnustóll, sem þolir mikiö álag og styður vel við breitt bak- iö. Líklegur til þess aö endast lengi í lífsins ólgu sjó. Verd kr. 14.165,- Einstefnustóll meö grænu áklæði. Óþarflega þægi- legur fyrir sjálfs- afneitunarsinna, en má hækka og lækka og jafn- vel breyta i barstól að fenginni umsögn áfengis- varnarnefndar. Verðkr. 16.710.- Vandaður leðurstóll, sem hægt er að stilla á ótal vegu og láta sér liða vel i. Snýst jafnt til hægri og vinstri. Upp úr þessum stól stendur enginn ótil- neyddur. Verö kr. 38.700.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.