Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 29
MORGÍJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGAR 6. OKTÓBER1985 B' 29 v VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS JailLLiL Um Demetz og Grímudansleikinn Kæri Velvakandi. Sífellt skorar þú á menn, að þeir hafi við þig samband. Þess vegna sný ég mér beint til þín með mál sem liggja mér á hjarta. Þú veist kannski að þegar ég fluttist hingað til lands árið 1955, hét ég Vincenzio Maria Demetz. Þá þurftu erlendir menn að búa á Islandi í tíu ár, áður en þeir hlutu íslenskan ríkisborgararétt. Þessi fyrstu tíu ár var ég yfirleitt kallað- ur Demetz, en af nánum vinum Demmi. Þegar ég svo loks sótti um réttin eftirsótta, var mér tjáð að auk þess að hafa búið hér í tíu ár þyrfti ég að skipta um nafn. Vegna öfgaþjóðerniskenndar var útlend- ingum gert að kasta ævafornu ættarnafni sínu (ég var reyndar farinn að venjast mínu, orðinn 43 ára gamall) og taka upp íslensk heiti. Á sama hátt og íslendingum eru nöfn kær er okkur útlending- unum að sjálfsögðu annt um ætt- arnöfn okkar. En upp úr þessu var ég nefndur Sigurður Franzson. Seinna meir var mér, ítalanum, aftur gert að breyta nafni mínu vegna stafsetningarbrengls í ís- lenskri tungu og niður féll z í nafni föður míns og hann kallaður Frans. Samt sótti faðir minn aldr- ei um íslenskan ríkisborgararétt. Þar sem ættarnafn mitt hið forna Demetz, er þrátt fyrir allt notað af flestum (kannski auðveld- ast að muna það, því að mér vit- andi hefur því ekki verið breytt), tel ég rétt að hér komi fram leið- rétting til handa þeim, sen nafnið nota en nota það vitlaust, svo sem Remenz, Demenz, Demens, Dem- entz og Semenz. Síðast kom í blöð- unum, í viðtali við Pál Jóhannes- son tenórsöngvara, að hann hefði numið söng undir handleiðslu Ilemenzar. Vinur minn, Velvakandi! Sem íslendingur er ég stoltur af að bera mitt íslenska nafn, en það fer í taugarnar á mér í hvert sinn sem ég sé ættarnafn mitt misritað eins og svo oft vill verða. Hið rétta er, eins og áður segir, Demetz. Ég er Sigurður Demetz Fransson viss um að þú skiljir áhyggjur mínar Mætti ég líka gerast svo frakkur, að biðja þig, Velvakandi góður, að koma eftirfarandi línum til starfs- félaga míns, söngkonu og söng- kennara, Guðrúnar Á. Símonar? „Elsku Guðrún! Þú getur ekki ímyndað þér, hvað ég hafði nú gaman af frumsýning- unni í Þjóðleikhúsinu á óperunni „Un Balloo in Maschera". Og af- skaplega fannst mér gaman að sjá þig, Guðrún, vinkona mín, i heið- ursstúku og þér við hlið okkar elskulegu Maríu Markan. En svo, þegar liðið var á sýninguna, sé hvar þú ríst skjótt úr sæti og sendist í hendingskasti út. Það þótti mér illt, því ég þekki hve slæmar þessar pæstir eru, þegar meltingin fer úr skorðum og mag- inn gerir ekki boð á undan sér. En mér létti mikið, fyrst þú sást þér fært að mæta aftur og sömu- leiðis heimssöngvaranum okkar, Kristjáni Jóhannssyni, sem þrátt fyrir miklar áhyggjur af heilsufari þínu, okkar góðkunnu söngkonu, tókst að Ijúka aríu sinni hnökra- laust. Við þetta atvik lét ég hugann reika aftur um nokkur ár og minntist þegar við sungum saman í Tosca á þessu sama sviði árið 1957. Þá geisaði Asíuflensan, manstu, og sýningar féllu niður af þeim sökum. Ég vona að Þjóð- leikhússýningar hafi ekki þau áhrif á þig, vinkona mín kær, að sú hin gamla pest taki sig upp aftur, heldur að við fáum að sjá þig aftur á frumsýningu og þá er vonandi að þér líði betur." Að lokum, vinur minn Velvak- andi! Hafir þú enn ekki séð þessa glæsilegu óperusýningu, sem nú er færð upp í Þjóðleikhúsinu, vona ég að þú fáir tækifæri til þess bráð- lega og ég bið þig að skila hjartan- legum hamingjuóskum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn við að gera þann draum að veru- leika að sjá jafn glæsilegan óperu- flutning í okkar ástkæra Þjóðleik- húsi. Sigurður Demetz Franzson Lítil gullin saga — um „Goldie“ Katrín Guðmundsdóttir skrifar: Ástæðan fyrir því að ég sendi þetta bréfkorn er verslunin „Goldie". Búllan eins og ég vil frekar nefna hana stendur við Laugaveginn í Reykjavík, þótt hið útlenda nafn bendi til annars uppruna. Það var nú í sumar að ég — illu heilli — keypti buxur einar í áður- nefndri verslun. Brækur þessar þóttu mér nokkuð álitlegar, úr ljósbláu, fallegu efni. En þegar heim kom varð ég þess fljótt áskynja að efnið var gallað, líkast því að lykkjurnar væru að losna hver frá annarri, en efnið var prjónkennt. Fór ég því með þær daginn eftir, og voru mér afhentar aðrar í staðinn fyrir þær gölluðu með þeim orðum að slíkur galli leyndist því miður stundum í flík- um. Ekki reyndust seinni buxurnar hótinu skárri en hinar fyrri, svo lítið annað var að gera en skila þeim. Því miður stóð svo illa á hjá mér að ég komst ekki sjálf að skila flíkinni. Bað ég því vin minn, sem er einstakt prúðmenni, að fara með hana í „Goldie" og fá hana endurgreidda, því ég hafði fengið nóg af buxnakaupunum. Af- greiðslumaðurinn neitaði að end- urgreiða brækurnar þrátt fyrir nokkuð þjark þeirra á milli, heldur bauðst hann til að senda þær í viðgerð, sem að sjálfsögðu var frá- leitt, þar eð efnið sjálft var ónýtt. Vinur minn yfirgaf svo verslunina við svo búið, til að forðast illindi. Hann vissi ekki alveg um hvað málið snerist en sagði afgreiðsiu- manninum þó eins og satt var að ég væri á förum til útlanda og gæti ekki komið í búðina næstu vikurnar. Þegar heim kom eftir utanlands- ferðina fór ég með inneignarnótu þá, sem vinur minn hafði fengið afhenta og æskti þess að fá þessar 1250 krónur mínar endurgreiddar. Eigandi „Goldie“ brást hinn versti við og þverneitaði að borga. Þó var ég ekki einu sinni búin að útskýra málavöxtu. Annað var ekki hægt að fá upp úr henni, nema hvað að hún hefði selt margar sams konar buxur (mér hafði enn ekki gefist tóm til að lýsa buxunum) og enginn hefði kvartað. Einnig sagði hún að „svonalagað" væri aldrei endur- greitt. Mér er spurn, bera verslanir eða kaupmenn enga ábyrgð á vöru þeirri sem þeir selja? Sem betur fer veit ég þó, að ekki eru allir kaupmenn dónalegir prangarar líkt og áðurnefnd kona. Oftar en einu sinni hef ég orðið vitni að því að viðskiptavini sé endurgreidd gölluð vara, óski hann þess ekki að kaupa annað í staðinn. Reyndar var það í búðum þar sem aðallega fullorðið fólk verslar.„Goldie“ er hins vegar ein af þeim verslunum sem selur svokallaðan tískufatnað og höfðar því frekar til unglinga. Er skýringin á þessari smánarlegu framkomu ef til vill sú að kaup- menn eða þessi eini kaupmaður — því ekki er ætlunin að setja alla kaupmenn undir sama hatt — telji sig geta komist upp með þvílíkt gagnvart unglingum sem ekki mega sín jafn mikils og hinir full- orðnu. Ég vona bara að kaupmenn, verslunarstjórar og afgreiðslufólk taki þessa framkomu ekki sér til fyrirmyndar og sé vandara að virðingu sinni og vandi valið á vöru þeirri er það hefur á boðstól- um. Framhalds- námskeið Námskeið fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiði í tölvunotkun og vilja fá meiri æfingu í almennri tölvunotkun. Að loknu námskeiði eru þátttakendur færir um að vinna sjálfstætt við lausn algengra verkefna á einka- tölvur. Dagskrá • Tölvur ogjaðartæki • Notendahugbúnaður • Grundvallaratriði við kerfisgreiningu • Ritvinnsla, æfingar • Töflureiknar, æfingar • Gagnasafnkerfi, æfingar • Fjarskipti með tölvum • Notkun tölvuprentara Leiðbeinandi Halldór Kristjánsson verkfræðingur. Tími 14., 16., 21. og 23. október kl. 20—23. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavík._ r SPORTFATNAÐUR í REGNI OG VINDI SJÓBÚÐIN CRANDAGARÐI 7 - REYKJAVlK SIMI 1(114 - HEIMASIMI 14714 i _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.