Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGAR 6. OKTÓBER1985 Ungir tónlistarmenn I ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson í efnisskrá er þess getið að tónleikar þessir séu „liður í undirbúningi að vali þátttakenda í tónlistarhátíð ungra einleikarar á Norðurlöndum, sem halda á í Helsinki í nóvember 1986,“ Auglýst var eftir þátttakend- um og þeir sem leituðu eftir, komu fram á tónleikum í Norr- æna húsinu að viðstöddum áheyrendum og dómnefnd. Um nytsemd slíkra samkeppna, sem hér um ræðir hefur margt verið ritað og sýnist fólki ýmist um þau mál. Hér á landi mætti að ósekju koma einhverri skikkjan á þess konar keppnir og er víst að keppni til verðlauna skerpir ýmsa þá þætti, er gætu orðið mikilvægir fyrir íslenskt tónlist- arlíf. Þær stofnanir, sem með ýmsum hætti hafa not af list- flutningi, gætu lagt þarna fé er samsvaraði t.d. náms- eða uppi- haldskostnaði í eitt ár eða svo. Hvað sem þessu líður er keppni að því leyti til ósanngjörn, að aðeins einn fagnar sigri en aðrir sitja eftir í skugganum. Fyrri tónleikar ungu tónlistarmann- anna voru haldnir sl. þriðjudag og komu þá fram Pétur Jónasson og Ásta Valdimarsdóttir en til aðstöðar Ástu var Hrefna Egg- ertsdóttir píanóleikari. Pétur Jónasson lék verk eftir Sanz, Sor, Bach, Villa-Lobos og íslensk verk eftir Eyþór Þorláksson og Hafliða Hallgrímsson. Það skyggði á efnisval Péturs, fyrir íslenska hlustendur, að hann hefur leikið sum þessara verka á tónleikum áður. Verk Hafliða, sem kallast Five studies for „Jacobs ladder", var mjög vel leikið og raun eina verkið sem Pétur virkilega beitti sér. Fyrst vakti hann athygli fyrir fágaðan og yfirvegaðan leik en nú er þessi fágun orðin stirð og líflaus, nema, eins og fyrr sagði, í verki Hafliða, sem hefur stækkað í hvert skipti sem Pétur hefur flutt það. Það sýnir að Pétur þarf aðeins að hrista af sér bönd gætninnar og láta gamminn geysa. Ásdís Valdimarsdóttir hefur undanfarið stundað nám erlendis en þó komið fram á tón- leikum hér heima. Hún lék fyrst sónötu eftir Hindemith, sem sjálfur var einn mesti vióluleik- ari samtíðar sinnar, ásamt Pri- merose skapaði hann víólunni sess sem einleikshljóðfæri. Lág- fiðlusónata Hindemiths er á köflum skemmtilegt verk og lék Ásdís verkið mjög vel. Hér er á ferðinni góður strengjaleikari. Tónninn er mjög góður og tækni hennar sömuleiðis en bæði þessi atriði er leikið með hjá Hindem- ith, t.d. eins og í næst síðasta kaflanum, þar var leikur hennar glæsilegur. Seinna verkið var „klarinett" sónatan ópus 120, nr. 2 í Es-dúr, eftir Brahms og var margt fallega gert í því verki.í heild var það of hægt leikið. Tilbrigðin í síðasta kaflanum voru fallega leikin en í þriðja þáttinn vantaði meiri skerpu. Þrátt fyrir að margt væri músik- lega fallega gert, var þetta ein- um of hægur Brahms. Ungir tónlistar- menn II Seinni tónleikar ungra einleik- ara voru haldnir á miðvikudag- inn var og komu þar fram Kol- beinn Bjarnason og Sigrún Eö- valdsdóttir. Kolbeinn flutti tónlist, sem hann að hluta til hefur flutt áður og ástæða er til að vara tón- flytjendur við, ekki aðeins ein- leikara, heldur söngvara, kóra og hljómsveitir, að hlustenda- hópurinn þolir ekki mikla endur- tekningu án þess að markað verði á aðsókninni. Besta verkið á efnisskránni var einleikssónat- an eftir Leif Þórarinsson „Són- ata per Manuela", þrátt fyrir að á stundum sé brugðið á leik með blæbrigði og stakstóna stagl, á Leifur til magnaðan rithátt í samfelldu tónferli eins og í miðþáttum verksins. Riding the Wind, eftir Sollberger er í raun leikaraskapur líkt og leik- tilburðir í innihaldslausu leik- verki, eitthvað í líkingu við að „taka sig út“. Einleikssónatan eftir C.Ph. Bach, var leikin á þann hátt að varla getur talist „réttmætt" og reyndar í þeim stíl „að taka sig út“, en gera um leið lítið úr því, sem er forskrift Carls Philipps. Þetta er ekki frumlegt og þarf að vera miklum mun betur gert, ef það á ekki að særa tilfinningu manna fyrir hljóðfalli og hendingaskipan, sem skiptir svo miklu máli í tón- list fyrri tíma. Tónleikunum lauk með einleik Sigrúnar Eð- valdsdóttur og var fyrsta verkið þriðja einsleikssónatan eftir Ysaye og þar var aldeilis leikið á fiðluna. Sigrún sem enn er barnung, leikur nú þegar af fá- gætri snilld og margar hending- ar í Ballöðu sónötunni glömpuðu eins og hjá sönnum „virtuós". í A-dúr sónötunni eftir Franck, átti hún efni í átök sem mjög fáum er gefið að rísa undir, en þessi Sigrún átti af svo miklu að taka, að vel má sjá fyrir sér frægð hennar og frama, þar sem þeir einir fá áheyrn er snillingar heita. Jón Ásgeirsson. reglulega af ölmm 5 fjöldanum! Gefum þeim mikið af mjólk!* Nœstum allt það kalk sem líkaminn þarfnast í uppvextinum fer til uppbyggingar tanna og beina. Skorti bamið kalk getur það komið niður á þvf sfðar sem alvarlegir sjúkdómar f beinum og baki, auk þess sem hœtta á tannskemmdum eykst. Foreldrar œttu að hafa í huga að nœr vonlaust er að fullnœgja kalkþórf Ifkamans án þess að bamið neyti nœgs mjólkurmatar. Tvö mjólkurglös á dag innihalda lágmarksskammt af kalki svo bamið vaxi og þroskist eðlilega. Ónóg kalkneysla getur stuðlað að beinþynningu síðar á œvinni. Mjólk í hvert mál * Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna. Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur af kalkiímg Samsvarandi kalk- skammtur f mjólkur- glösum (2,5 dl glös)* Lágmarks- skammtur t mjólkurglösum (2,5 dl glös)** Bóm l-10ára 800 3 2 Unglingar 11-18 ára 1200 4 3 Ungt fólk og fullorðið Ófrískarkonurog 800*“ 3 2 brjóstmœður 1200”“ 4 3 * Hér ©r gert rúð fyrir oð allur dogskammturlnn af kalki komi úr mjólk. - Að sjótfsógðu ©r mógulegt oð fá altt kalk sem likamlnn þarf úr öðfum matvœlum en mjólkurmat en slíkt krefst nákvcemrar þekWngar á nœrtngarfrœði. Hér ©r mlðað vlð neysluvenjur ©Ins og þaar tíðkast I dag hér á landi. *** Margir sérfrœðlngar telja nú að kalkþórf kvonna ©ftlr tíðahvörf sé mun melrl ©ða 1200-1600 mg á dag. **** Nýjustu staðlar fyrlr RDS í Bandarfkjunum gora ráð fyrir 1200 tll 1600 mg á dag fyrlr þennan hóp. Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar faeðutegundir og auk þess B-vítamín, A-vítamín, kalíum, magníum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar líkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst í líkamsvókvum, holdvefjum og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrátt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvötum. Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vftamfn, sem hann fœr m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðuteaundum, t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmafar gefur sjaldnast meira en 300-400 mg ó dag, en það er langt undir róðlógðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.þ. þremur glósum af mjólk. MJÓLKURDAGSNEFND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.