Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGAR 6. OKTÓBER1985 GERVIGARPAR Ó, að það kæmi nú stríð - Soldier of Fortune heitir bandarískt tímarit fyrir málaliða, uppgjafahermenn, áhugamenn um vopnabúnað og raunar alla þá, sem láta sig dreyma um ofbeldi og dauða. Stendur tímaritið árlega fyrir nokkurs konar landsþingi, sem nú í ár var haldið á Sahara-hótelinu í Las Vegas, það fjölmennasta til þessa, um 1.200 þátttakendur. Að lýsa þessu tímariti verður best gert með þvi að segja, a það sé alger andstæða „Friðarfrétt- anna“. Þar er mönnum boðið að panta ofbeldið eftir pöntunarlista og áskrifendurnir 180.000 lifa ekki í þeirri von, að komist verði hjá annarri heimsstyrjöld. Þeir geta varla beðið eftir, að hún byrji. Viðeigandi klæðnaður á þinginu var hermannabúningur í felulitum og dagskráin var mjög fjölbreytt. Þar var haldin skotkeppni, nám- skeið í að beita hnífum og fyrir- lestrar fluttir um efni eins og t.d. „Sovéskar leyniskyttur". „Hvernig skal berjast í borg“ og „Maður gegn skriðdreka". A „Vopnasýn- ingunni ’85“ mátti svo skoða um 300 tæki og tól, sem notuð eru til að drepa fólk. Á barnum snerust umræðurnar aðallega um einhver óskemmileg atvik í Víetnam eða í einhverri stríðsmyndinni og starfsliðið á hótelinu virti gestina fyrir sér heldur mæðulega. „Það er víst betra að láta hann ekki bíða þenn- an, annars kynni hann bara að bregða upp hnífnum," sagði ein þjónustustúlkan, vafalaust í gríni. Langt í burtu, úti í brennheitri eyðimörkinni, linnti ekki kúlna- hríðinni í alls kyns skotkeppni og þar hitti ég mann, sem var að spreyta sig á að frelsa gísla úr höndum mannræningja. Hann átti sér tvö áhugamál, vopn og fín vín, en skoðanir hans og félaga hans að öðru leyti eru langt, langt úti í buskanum til hægri. óvinirnir, í réttri röð, eru Jane Fonda (það er hægt að kaupa mynd af „Hanoi Jane“ til að setja í klósettskálina), Jimmy Carter og sjónvarpsstöðv- arnar, sem sökuð eru um að hafa tapað Víetnamstyrjöldinni. Ein- hvers staðar þarna í milli er hver einasti kommúnisti í heiminum. Þeir, sem bíða óþreyjufullir eftir kjarnorkuvetrinum, voru að birgja sig upp í Las Vegas, í verslun, sem selur allt sem þarf til að lifa af, þurrkað hveiti, byssustingi og allt þar á milli. Það er eina verslunin, sem ég veit um, með skotæfingasal þar sem viðskiptavinirnir geta æft sig á Thompson-hríðskotabyssum. Bókakosturinn í búðinni er þó e.t.v. það athyglisverðasta. Þar er hægt að fá „Uppskriftabók stjórn- leysingjans" með nákvæmum leið- beiningum um sprengjugerð og fimm binda verk, sem heitir „Hvernig á að drepa?" Þótt þar segi frá því hvernig augun séu stungin úr fólki, menn reknir í gegn með ískrókum og steiktir í bensínhlaupi, skyldi enginn halda, að höfundurinn, John Minnery, sé ekki hinn vænsti maður. „Segja má, að allt sé þetta gert með vel- ferð þess, sem drepinn er, í huga því að honum er hlíft við miklum sársauka enda ónauðsynlegt að láta hann þjást mikið," segir höf- undur í mjög hjartnæmum for- mála. Fyrir átta dollara er bókin kjarakaup fyrir þá, sem þurfa á henni að halda. Þeir þátttakendanna á þinginu, sem létu ekki tilgangslaust blaður trufla sig frá skotæfingunum, gátu keypt sér skyrtuboli til að tjá með tilfinningar sínar. Áletranir eins og þessar eru mjög vinsælar: „Missum ekki stjórn á okkur, lát- um nokkrar atómsprengjur í haus- inn á helvítunum", „Drepum þá FJOLMIÐLAR Ekki þrautalaust að vera frétta- maður í Moskvu alla, guð getur svo vinsað úr þeim ef hann vill“ og „Farið til Líbanons og hjálpið Sýrlendingi á fund Allah“. Dálítið nýstárlega afstöðu til Genfarviðræðnanna má sjá á einum bolnum. Á honum eru tvær myndir, sú fyrri er kort af Sovét- ríkjunum, sú seinni sveppalagður mökkurinn af kjamorkusprengju. Áletrunin er ósköp einföld: „Hér má þau sjá, nú eru þau frá.“ - SIMON HOGGART Eins og kunnugt er ráku Bret- ar fyrir skömmu burt frá Englandi 31 sovéskan njósnara og Sovétmenn svöruðu fyrir sig með því að reka frá Moskvu jafnmarga Breta. Meðal þeirra voru sex blaða- menn og þótt það muni kannski ekki mikið um þá í 300 manna hópi erlendra fréttamanna í Moskvu er brotthvarf þeirra mikil bóðtaka fyrir tiltölulega fámennan hóp vestrænna blaðamanna þar í borg. Mest af fréttunum, sem almenn- ingur á Vesturlöndum fær frá Sovétríkjunum, kemur frá fá- mennum hópi, 20 blaðamönnum, sem segja má, að séu á vakt allan sólarhringinn og fylgist með öllu, allt frá daglegum leiðurum í Pravda til blaðamannafunda hjá opinberum embættismönnum jafnt sem andófsmönnum. Frétta- stofur í Japan, Vestur-Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Svíþjóð hafa 3vo aðra 20 menn á sínum snærum. Moskva er ákaflega dýr borg fyrir erlenda blaðamenn. Kostnað- urinn við að halda úti einum fréttamanni þar er ekki minni en tæpar þrjár milljónir ísl. kr. þegar tekið hefur verið tillit til uppihalds og kostnaðar við að senda fréttir frá landinu. Eru þá laun frétta- mannsins ótalin. Venjulegir Sovétborgarar borga um 580 kr. í leigu á mánuði fyrir LÆKNINGAR Blóðsugan fær uppreisn æru Eins og fram kemur í gömlum sögum og heimildum tíðkað- ist það lengi vel að fólki væri tekið blóð við hvers kyns kvillum og til þess voru þá oft notaðar blóðsugur. Svo virðist sem þær séu nú að fá uppreisn æru, því að nýjar heim- ildir herma að þær verði trúlega notaðar til lækninga á ýmiss konar sjúkdómum í samfélagi nútímans. í Suður-Wales eru nú ræktaðar blóðsugur í þágu læknavísindanna, en ekki er vitað til þess að slíkt sé gert annars staðar í heiminum. Bandarískur dýrafræðingur og brezkur vísindamaður, Roy Sawy- er að nafni, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á blóðsugum, stofn- uðu í nóvember sl. fyrirtækið Bio- pharm. Þeir rækta einkum eina tegund af blóðsugum, Hirudo Medicinalis, en það var einmitt hún sem mest var notuð til lækn- inga í Evrópu fyrr á öldum. Hún þótti satt að segja allra meina bót og til hennar var gripið hvort sem fólk þjáðist af höfuðverk, geðklofa, gallsteinum eða þvagsýrubólgu. Dr. Sawyer og Dr. Geoff Ed- wards, ungur vísindamaður frá Cambride sem nýlega gekk til liðs við Biopharm, fullyrða að það sé „sannleikskjarni" í þeirri fornu trú að blóðsugan búi yfir lækning- armætti. „Hún var hins vegar ofnotuð og það er skýringin á því hvers vegna menn fengu vantrú á henni,“ segir dr. Edwards. Sannleikskjarninn sem þeir fé- lagar tala um felst í munnvatns- kirtlum blóðsugunnar, ef svo má að orði kveða. Þegar þær sjúga blóð úr spendýrum gefa þær frá sér ýmiss konar efni sem geta ráð- ið bót á sumum blóð- og vefjasjúk- dómum. Þegar blóðsugur bíta dofnar svæðið umhverfis bitið. Þær gefa ennfremur frá sér efni sem víkkar út æðarnar, storkuvara og efni sem auka virkni annarra lífefna, sem lækna eiga sýktan vef. Dr. Edwards vinnur nú að til- raunum með lyf úr þessum efnum og öðrum sem blóðsugan á í far- teski sínu. Hann er þess fullviss að þessi efni geti haft víðtæka þýðingu fyrir læknavísindin, sér i lagi á sviði hjarta- og æðasjúk- dóma. Storkuvarinn sem unninn er úr blóðsugum frá Evrópu er nefndur Hirudin og er nú þegar notaður við rannsóknir og stöku sinnum til lækninga á hjartasjúk- dómum. Nú er svo komið að um það bil þúsund blóðsugur eru seldar á mánuði hverjum til rannsókna á tauga- og geðsjúkdómum, einkum í Bandaríkjunum, en Bretar nota þær mest við lýtalækningar. Þær eru notaðar í síauknum mæli til að bæta blóðstreymi eftir ígræðsluaðgerðir. Fyrir hverja blóðsugu frá Evrþu eru greiddar um áttatíu krónur, en frænkur þeirra frá Amason- héruðunum eru tífalt verðmeiri. Blóðsugurnar hjá Biopharm lifa í vatni. Hitastig þess er mismun- andi eftir því hvað tegundunum TVÖ SÝNISHORN: forfeðurnir höfðu tröllatrú á þeim. hæfir og ílátin eru ýmist stór eða smá. Næringuna fá þær úr blóði úr sláturhúsum sem þeim er „gefið" á sex mánaða fresti. Stöku sinnum parast þær og eignast afkvæmi, en það ferli er ærið flókið því að blóðsugur skipta um kynferði á ýmsum skeiðum ævinnar. Að öðru leyti hafast þær lítt að, heldur húka hreyfingarlausar í vatninu, reiðubúnar til þjónustu í þágu læknavísindanna. - PETER BROWNE íbúð en útlendu blaðamennirnir, sem búa í afgirtum blokkum með lögreglumenn við hliðið, verða að borga tæpar 30.000 kr. fyrir sína íbúð og annað eins fyrir skrifstof- una. Til að fá fréttir Tass-frétta- stofunnar beint inn í skrifstofuna þarf að greiða rétt innan við 300.000 kr.áári. Sovétmenn segja, að lögreglu- mennirnir við hliðið séu þar til að gæta öryggis fréttamannanna og vera má, að svo sé. Þeir koma þó ekki í veg fyrir, að stundum sé brotist inn í íbúðirnar svo ekki sé talað um reglulegan þjófnað á alls konar tegundarmerkjum af bílum, loftnetum og þurrkum. Eru bilarn- ir þó geymdir innan girðingarinn- ar. En sovéska lögreglan hefur líka augljóslega öðru hlutverki að gegna. I síðasta mánuði hringdi til mín rússneskur vinur minn klukkan átta að morgni og við ákváðum að hittast eftir hálftlma á götunni úti fyrir svo ég gæti fylgt honum inn. Þegar þar að kom hafði lögreglumaðurinn, sem vafa- laust hefur verið fjarskyggn, yfir- gefið varðskýlið og var að snuðra við útidyrnar. Þegar við ætluðum að ganga inn var hann ekki seinn á sér að handtaka vin minn og fara með hann á lögreglustöðina. er ekki beinlínis bannað að kynn- ast sovéskum borgurum, það er miklu heldur, að slík sambönd séu þrælskipulögð. Sovéskir embættis- menn, blaðamenn og starfsmenn utanríkisráðuneytisins mega um- gangast okkur nokkurn veginn að vild og það á líka við um suma leikara, listamenn og rithöfunda. Þegar þessum mönnum sleppir fer málið að vandast og þess vegna erum við vanir að hitta þá menn, sem ekki hafa til þess blessun yfirvalda, á götum úti eða förum heim til þeirra með neðanjarðar- lestinni heldur en að skilja vel auðkennda bílana okkar eftir of nálægt heimilum þeirra. Að reyna að fylgjast með réttar- höldum yfir andófsmanni eða gyðingi, sem vill komast úr landi, er eftirminnileg lífsreynsla. Svo vill jafnan til, að gatan úti fyrir dómshúsinu er yfirfull af krafta- legum „borgurum", sem á einhvern hátt hafa lag á að hindra vestræna fréttamenn í að komast of nálægt eða að ræða við ættingja sak- . borningsins. Það er á þessum stundum, sem erlendu fréttamenn- irnir koma að bílunum síhum og uppgötva, að hjólbarðarnir hafa verið skornir í tætlur. Það er ekkert spaug því að nýja hjólbarða verður að flytja inn frá Finnlandi með 100% innflutningstolli. í EFTIR HILDARLEIKINN Hálfur þriðji milljarð- ur kann að týna lífinu H ætta er á, að allt að hálfur þriðji milljarður manna dæi úr hungri í kjölfar kjarnorkustyrj- aldar og hlutskipti þeirra þjóða, sem reyndu að standa utan ófrið- arins, yrði ekkert betra en hinna. Kemur þetta fram í skýrslu, sem 300 vísindamenn víðs vegar að úr heiminum hafa unnið að í tvð ár og var birt í síðasta mánuði. í skýrslunni staðfesta vísinda- mennimir fyrri rannsóknir á af- leiðingum kjarnorkustyrjaldar en niðurstöður þeirra eru í stuttu máli þær, að í allsherjarstríði milli stórveldanna myndu allt að 100 milljón tonn af sóti þyrlast upp í gufuhvolfið. Ljós og hiti sólar yrðu byrgð úti og „kjarnorkuvetur" gengi í garð með ægilegum afleið- ingum fyrir jarðargróðurinn. „Ef til stríðs kæmi milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna gætu fleiri látið lífið á Indlandi en í sjálfum styrjaldarlöndunum," sagði Mark Harwell, prófessor við Cornell-háskólann og einn af höf- undum skýrslunnar. Vegna hung- ursneyðarinnar gætu fleiri dáið í Afríku en í Evrópu. Kjarnorkuvetur myndi koma í veg fyrir monsúnrigningar á Ind- landi og alls staðar í hitabeltinu í einhvern tíma og vegna allsherjar- uppskerubrests myndi mannlíf á Indlandi að mestu þurrkast út segir í skýrslunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.