Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 35
880 r ÍTftHWCTTSTTR .V HTIDAŒIXIVatM .«IOAJHMUOHOM £8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 35 ASÍ setur skilyrði fyrir frekari viðræðum: Niðurfærsla án lækkunar launa Formannafundur boðaður á mánudag Þorsteinn Pálsson, Ásmundur Stefánsson og Steingrímur Hermanns- son við upphaf fyrsta viðræðufundar ráðherranna þriggja og ASÍ. Lögþvinguð verðstöðvun með viðurlögum skásti kosturinn MIÐSTJÓRN ASÍ hefur settþað skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum við ríkisstjórnina að þær snúist ekki um lækkun launa. Jafnframt hefur verið ákveðið að boða til almenns formannafundar sambandsins á mánudaginn. Á fundi miðstjómarinnar í gær- dag var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samhljóða: „Fundur mið- stjórnar og formanna landssam- banda ASI samþykkir að setja það skilyrði fyrir áframhaldandi við- ræðum við ríkisstjómina að þær snúist ekki um lækkun launa. Áframhaldandi viðræður beinist að því að leita leiða til að lækka vexti og verðlag og tryggja af- komu útflutningsgreina. Jafnframt ítrekar miðstjóm kröfu sambandsins um að hækkun bóta elli- og örorkulífeyrisþega verði ekki frestað." Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ segir að það væri að hans áliti fráleit afstaða af hálfu ríkis- stjómarinnar ef húp hafnaði þess- um kröfum ASÍ. Einfaldlega vegna þess að skynsamlegt væri af öllum aðilum að reynt verði að leita lausna á þeim vandamálum sem við er að glíma þannig að sættir náist um þær. „Það er alveg ljóst að sættir nást ekki á þeim forsendum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram, það er 9% launalækkun og von um að verðlag lækki á einhverjum mán- uðum um 2-3%,“ segir Ásmundur. „Ef eitthvað á að gera af viti er það grundvallaratriði að niður- færslan beinist að lækkun vaxta og verðlags, jafnframt ráðstöfun- um til að tryggja hag útflutnings- greinanna þannig að við höfum hér traust atvinnulíf." Ásmundur segir hvað ályktun- ina varðar að markmiðið hafi ekki verið að búa til stórytran sam- þykkt heldur taka afstöðu til þess hvemig þeir ætluðu að vinna í þessu máli. Með þessari einföldu ályktun væri það gert. „Ef ríkisstjórnin er reiðubúin til áframhaldandi viðræðna á öðrum forsendum en þeim sem hún setti fyrst fram mun ekki standa á okkur. Áframhaldið ræðst af vilja - segir Þorsteinn Pálsson ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra segir að afstaða ASÍ, eins og hún kemur fram i ályktun sambandsins, hafi valdið sér mikl- um vonbrigðum. Svo afdráttar- laust svar sem þar komi fram geri það að verkum að niður- færsluleiðin sé ekki fær. Ein af höfuðforsendum þess að niður- færslan gat gengið upp var skiln- ingur forystumanna launafólks á því sem gera þyrfti. „Ég get ekki séð að niðurfærslu- leiðin sé fær við þær aðstæður sem nú eru komnar upp,“ segir Þor- steinn. „Það er ekki raunhæft að reyna hana eftir svo afdráttarlaust svar sem felst í ályktun ASÍ.“ Aðspurður um hvaða leiðir aðrar hann telji færar í stöðunni segir Þorsteinn að ýmsir kostir séu fyrir - segir Guðmund- ur J. Guðmundsson GUÐMUNDUR _ J. Guðmundsson formaður VMSÍ segir að honum hafi ekki dottið i hug að greiða ályktun ASÍ atkvæði sitt. Hann var á eini á miðstjórnarfundinum sem sat hjá við atkvæðagreiðsl- ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Hvort ríkisstjórnin telji það lausn vandans að lækka laun í landinu eða hvort hún er reiðubúin að skoða aðra þætti,“ segir Ásmund- ur. „Launlækkun kemur ekki til greina.“ hendi og munu þeir verða kannaðir á næstu dögum. „Til greina kemur einhvers konar blönduð leið en það er ekki til neitt eitt úrræði til lausn- arþeim vanda sem við er að glíma." Aðspurður um hvort Sjálfstæðis- flokkurinn hafi verið mótfallinn lækkun vaxta og verðlags með lögum samhliða niðurfærslu launa segir Þorsteinn svo ekki vera: „Það lá allt- af ljóst fyrir að verðlag yrði lækkað í kjölfar lækkunar launa eins og gert veit árið 1959. Þá var verðlag ákveðið með lögum. Ég vil einnig benda hér á að er bráðabirgðalögin voru sett í lok síðasta mánaðar varð veruleg lækkun nafnvaxta um mán- aðamótin. Sú lækkun hefði orðið meiri með niðurfærsluleiðinni.“ Þorsteinn segir að sér hafí fundist athyglisvert í upphafi hve margir af forystumönnum verkalýðsfélaganna hafi tekið jákvætt í að hafa samráð við ríkisstjómina. Því hafí það verið sér mikil vonbrigði að sjá ályktun ASÍ. una. í máli hans kemur fram að hans álit sé að ályktunin hafi ver- ið sett fram af vissum hópi innan miðsljórnarinnar til þess að slíta viðræðunum við ríkisstjómina. „Mér fínnst að frá upphafi hafi verið viss kjami innan miðstjómar ASÍ sem aldrei hafi viljað ræða við ríkisstjómina," segir Guðmundur. „Það hefur hinsvegar verið reglan hjá okkur að ræða við ríkisstjóminar sama' hvaða flokkslitur hefur verið á þeim. Ég hefði viljað halda áfram þeim viðræðum sem hafnar voru.“ Guðmundur segir að á fyrsta fund- inum sem haldinn var með ráðherr- unum þremur hafi umræðan aðeins verið opnuð. Eftir átti að ræða allar þær hliðarráðstafanir sem gera átti samhliða launalækkuninni eins og niðurfærslu verðlags og vaxta. Hann segir að hann sé að sjálfsögðu ósam- mála því að lækka kaup launafólks en ef það yrði bætt með samsvar- andi lækkun verðlags og vaxta og verðbólgu þannig náð niður væri slíkt af hinu góða. „Ég fæ daglega inn á skrifstofu til mín fjölskyldufólk sem er á upp- boðsleið. Það er að kikna undan vöxt- um af húsnæðislánum sínum. Ef far- in verður gengisfellingarleiðin einu sinni enn og lánskjaravfsitalan þar með skrúfuð enn frekar upp hugsa ég með hryllingi hvemig fer fyrir þessu fólki," segir Guðmundur. í máli hans kemur fram að hann hafi af þessum orsökum viljað ræða málin enn betur við ríkisstjómina og hann telur að fjöldi miðstjómar- manna sé sammála honum um þetta atriði. Hvað það atriði varðar að VMSÍ samþykkti samskonar tillögu á fundi framkvæmdastjómar eftir fund mið- stjómar ASÍ segir Guðmundur að það hafi aldrei komið til greina ann- að en að styðja afstöðu ASÍ enda fjöldi manna í framkvæmdastjóminni sem einnig ætti sæti í miðstjóm ASÍ. - reynist niður- færsluleiðin ófær, segir fjármálaráð- herra JÓN Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, segir enn vera svigrúm til að ræða niðurfærslu- leið, vilji ASÍ ræða lækkun verð- lags og vaxta með lögum, sam- hliða niðurfærslu launa. Sjálf- stæðisflokkurinn hafi þó ekki samþykkt lækkun vaxta og verð- lags með slíkurn hætti og sagðist Jón Baldvin ekki eiga von á að það breyttist. Hann sagði gengis- fellingu vera fráleitan kost og ef niðurfærsluleiðin reyndist ófær yrðu stjómarflokkarnir að ná samstöðu um lögþvingaða verð- stöðvun með viðurlögum til ára- móta eða lengur. Jafnframt yrði að ganga frá hallalausum fjárlög- um og öðrum aðhaldsaðgerðum. Fjármálaráðherra sagði að það hefði verið ljóst frá upphafi af hálfu ASÍ að ekki kæmi til greina að ræða einhliða niðurfærslu launa, með verðlækkunum sem myndu sigla í kjölfarið á því. „Á samráðsfundinum á mánudag voru lögð fram gögn, sem voru ekki annað en mat embætt- ismanna á því hvað ná mætti fram mikilli verðlækkun sem afleiðingu af 9% launalækkun án nokkurra sérstakra aðgerða. Það var ljóst að það var ekki umræðugrundvöllur." - segir Steingrím- ur Hermannsson utanríkisráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkisráðherra segir að niður- færsluleiðin sé ekki að fullu út- færð. Plaggið sem lagt hafi verið fram á fyrsta fundi ráðherranna þriggja með ASÍ hafi eingöngu verið útreikningar embættis- manna á því sem 9% launalækkun ein og sér hefði í för með sér. Það liggi enn ekki fyrir hve mik- il lækkun á til dæmis þjónustu og raforkuverði geti orðið sam- hliða en Steingrímur telur að þar geti verið um verulega lækkun að ræða. „Af hálfu ríkisstjómarinnar liggja ekki enn fyrir þær hliðarráð- stafanir sem gera átti samhliða launalækkuninni eins og lækkun Aðspurður um hversvegna ekki hefðu verið lagðar fram tillögur um samhliða lækkun verðlags og vaxta sagði Jón Baldvin: „Af hálfu forsæt- isráðherra hefur aldrei fengist skuld- bindandi afstaða til þess að unnt væri að knýja fram þessa verðlækk- un með lögum, eða að beita lögum til lækkunar raunvaxta." Þingflokk- ur Sjálfstæðisflokksins hefði ekki fallist á að hægt væri að knýja fram meiri verðlækkanir heldur en þær sem hlytust af lækkun launa og í þeirri afstöðu hefði höfnun Alþýðu- sambandsins falist. Fjármálaráðherra sagði ekki hægt að framkvæma niðurfærslu án kjaraskerðingar, en sú kjaraskerðing yrði minni og léttbærari fyrir þá verst settu en kjaraskerðing sem hlytist af gengisfellingu. „Það er mikið talað nú um milli- leið sem er í því fólgin að fram- lengja verðstöðvun og frystingu launa fram að áramótum og jafnvel lengur. Það er ekki hægt að fram- fylgja verðstöðvun svo lengi nema með lögþvingunum, sem yrði fram- fylgt með viðurlögum. Vandi út- flutningsgreinanna, sem þýðir fjár- vöntun upp á 1,5-2 milljarða, myndi kalla á millifærslu, sem er vond leið í sjálfu sér, en stundum brýtur nauð- syn lög. Það er spuming hvort mönn- um yrði eitthvað ágengt í framhaldi af þessu og það fer eftir því hvort mönnum verði eitthvað ágengt í að slá á orsakir þenslunar. Því svara stjómarflokkamir þegar þeir taka afstöðu til fjárlagafmmvarosins.“ raunvaxta eða afnám lánskjaravísi- tölunnar,“ segir Steingrímur. Steingrímur vill taka það fram að í þessum hugmyndum felist ekki afturhvarf til haftastefnu eins og sumir hafa haldið fram. Þessar að- gerðir þyrftu ekki að standa nema í sex mánuði meðan verið væri að ná tökum á efnahagsvandanum. „Það er því langt í frá að búið sé að útfæra niðurfærsluleiðina að fullu,“ segir hann. Aðspurður um ályktun ASÍ segir Steingrímur að aldrei hefði verið hægt að búast við öðru frá sam- bandinu enda skammt síðan kjara- samningar voru gerðir. Því hafí ályktunin ekki komið á óvart. „Það var ljóst frá upphafi að nið- urfærslan var erfið leið en hún var það sem ráðgjafarnefndin mælti eindregið með. Við framsóknar- menn vildum og viljum að hún sé útfærð af fullum þunga og réttlæti yfir alla línuna," segir hann. FiskverA á uppboAsmörkuAum 6. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 53,00 43,00 45,23 50,783 2.297.181 Undirmál 26,00 25,00 25,73 9,009 231.851 Ýsa 75,00 42,00 49,50 13,815 683.909 Ufsi 26,00 23,00 25,39 20,095 510.174 Karfi 32,00 25,00 30,84 9,024 278.301 Steinbítur 30,00 28,00 28,27 0,296 8.367 Koli 38,00 38,00 38,00 0,483 18.354 Langa 18,00 18,00 18,00 0,045 819 Lúöa 185,00 50,00 132,44 0,674 89.324 Samtals 39,51 104,227 4.118.280 Selt var aöallega úr Vföi HF og Fróöa SH. ( dag verða m.a. seld 5 tonn af ýsu og 5 tonn af karfa úr Tjaldi SH. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 47,00 40,00 40,85 3,157 128.978 Undirmál 24,00 24,00 24,00 0,033 792 Ýsa 82,00 54,00 72,17 5,288 381.627 Lúða 125,00 125,00 125,00 0,024 3.000 Ufsi 25,00 25,00 25,00 0,331 8.275 Steinbítur 23,00 23,00 23,00 0,066 1.518 Skarkoli 43,00 43,00 43,00 0,104 4.472 Langa 15,00 15,00 15,00 0,345 5.175 Samtals 57,11 9,348 533.837 Á morgun veröa seld 15 tonn af þorski, 30 tonn af ýsu, 1,5 tonn af skötusel og 0,4 tonn af stórlúöu. FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA hf. Þorskur 45,00 45,00 45,00 1,112 50.040 Karfi 16,00 16,00 16,00 0,184 2.944 Ufsi 26,50 22,90 23,56 12,651 298.002 Langa 20,00 20,00 20,00 0,258 5.160 Skata 50,00 50,00 50,00 0,019 950 Samtals 25,11 14,224 357.096 Selt var úr Gandí VE og Glófaxa VE. FÉLAG ÍSLENSKRA FISKMJÖLSFRAMLEIÐENDA Cif-verð fyrir prótíneininguna af loönumjöli er nú um 9,20 Banda- ríkjadalir, eöa 30.050 krónur fyrir tonnið, en meöalverö fyrir tonnið af loðnulýsi er um 390 Bandaríkjadalir (18.200 krónur). Af staða ASÍ veldur mér miklum vonbrígðum Ályktun ASÍ: Mér datt ekki í hug að greiða ályktuninm atkvæði Niðurfærslan ekki að fullu útfærð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.