Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 Morgunblaðið/KGA Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra talaði á blaðamannafundi er haldinn var í Búnaðarbankan- um til kynningar á ritgerðarsamkeppninni „Ferð til friðar". Hann situr hér milli Birgis Þorgilssonar ferðamálastjóra og Stefán Hilmarssonar bankastjóra Búnaðarbankans. Lengst til hægri er Einar Sig- urðsson, blaðafulitrúi Flugleiða. VEÐURHORFUR ÍDAG, 7. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Milli íslands og Jan Mayen er 1.005 mb smálægð sem hreyfist lítið, en 1012 mb hæðarhryggur yfir landinu (fslandi). Um 1.200 km suðsuðvestur í hafi er 986 mb víðáttumikil lægð, sem þokast norðnorðaustur. Heldur mun hlýna í veðri í bili, einkum Sunnanlands. SPÁ: Norðaustlæg átt, vfðast fremur hæg. Dálftil rigning austast á landinu en annars yfirleitt þurrt, og Iftillega bjart veður vestan- lands. Hiti 9—14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg suðvestlæg átt. Bjart veð- ur víða um land, en þykknar þó Ifkiega upp vestanlands þegar líður á daginn. Hiti 8—13 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustanátt og rigning sunnanlands og vestan en þurrt að mestu norðaustanlands. Hiti 8—12 stig. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti voður Akureyri 9 hálfskýjað Reykjavfk 9 léttskýjað Bergen 14 skýjað Helsinki 18 skýjað Kaupmannah. 18 léttskýjað Narssarssuaq 6 skýjað Nuuk 5 alskýjað Osló 17 léttskýjað Stokkhólmur 18 hélfskýjað Þórshöfn vantar Algarve 30 léttskýjað Amsterdam 21 léttskýjað Barcelona 29 lóttskýjað Chicago 7 léttskýjað Feneyjar 25 þokumóða Frankfurt 21 léttskýjað Glasgow 15 rigning Hamborg 18 hálfskýjað Las Palmas 26 léttskýjað London 21 léttskýjað Los Angeles 19 heiðskfrt Lúxemborg 18 hélfskýjað Madrfd 34 léttskýjað Malaga 28 helðskfrt Mallorca 30 lóttskýjað Montreal 8 léttskýjað New York 12helðskfrt Parfs 22 skýjað Róm 26 hálfskýjað San Diego 21 helðskfrt Wlnnlpeg 5 léttskýjað „Ferð til friðar“ Ritgerðasamkeppniframhaldsskóla- nema um ferðamál FLUGLEIÐIR, Búnaðarbankinn og Ferðamálaráð standa sameig- inlega að rigerðasamkeppni í haust, sem ætluð er framhalds- skólanemum. Samkeppnin er í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um ferðamál, sem haldinn verður í Kanada dagana ‘/3. tíl 27. októ- ber. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands verður heiðurs- forseti ráðstefnunnar, sem nefnd er „Ferð tíl friðar“. Allir sem eru á aldrinum 16 til 20 ára á þessu ári geta tekið þátt í ritgerðasamkeppninni. Þátttakendur geta valið milii tveggja ritgerðar- efna. Annað er „Ferðamál — afl til friðar" en hitt er „Ferðamannalandið ísland". Tilgangur samkeppninnar er, að vekja umræður og áhuga ungs fólks á friðarumleitunum í heiminum og því hvemig ferðalög geta aukið skilning milli þjóða. Einnig er með henni verið að fá fram hugmyndir um nýja kosti í ferðaþjónustu á ís- landi, auk ábendinga um hvað beri að varast og hvaða þætti beri að efla. Gert er ráð fyrir því, að ritgerðim- ar verði 12 til 15 vélritaðar síður að lengd og miðað við að vélritað sé í aðra hveija línu. Ritgerðunum á að skila fyrir 5. október næstkomandi og ber að merkja þæn „Ferð til frið- ar“ — ritgerðasamkeppni, Búnaðar- banka íslands, skipulagsdeild, Aust- urstræti 5, 101 Reykjavík. Kynning- arefni liggur frammi á öllum af- greiðslustöðum Búnaðarbankans, Flugleiða og á skrifstofu Ferðamála- ráðs. Einnig hefur verið leitað til menntamálaráðuneytisins og sam- taka kennara um að vakin verði at- hygli á ritgerðasamkeppninni í fram- haldsskólunum. í dómnefnd samkeppninnar sitja: Indriði G. Þorsteinsson, Lúðvík Hjálmtýsson, Stefán Hilmarsson og Sveinn Sæmundsson. Sex þátttak- endum verða veitt verðlaun. Þrír hljóta fyrstu verðlaun, sem eru ferð á ráðstefnuna „Ferð til friðar" í Vancouver í Kanada, auk 50.000 kr. upphæðar á gullbók í Búnaðarbank- anum. Þeir þrír, sem hljóta önnur verðlaun munu hins vegar fá flugfar til London og 20.000 krónur á gull- bók í sinn hlut. Efni ritgerðanna verður kynnt á ráðstefnunni í Vancouver en mark- mið hennar er, að aðilar í ferðaþjón- ustu leggi sitt lóð á vogarskálar frið- samlegrar þróunar í heiminum. For- seti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir verður heiðursforseti ráðstefn- unnar og setningarathöfninni verður sjónvarpað hér á landi. Viðskiptaviðræður við Sovétmenn: Fór frarn á að staðið yrði við ullarvönikaupin Samningaviðræður um saltsíldar- kaup í þessum mánuði „ÉG ræddi við formann sendi- nefndar þeirra og vakti athygli á þvi að við lágmarkskaup á ullar- vörum hefur ekki verið staðið. Ég fór mjög ákveðið fram á að það yrði gert,“ segir Steingrímur Her- mannsson utanrikisráðherra í samtali við Morgunblaðið um við- skiptaviðræður þær sem fram fóru við Sovétmenn í síðustu viku.. „Ég vakti athygli á því að með endurskipulagningu ullariðnaðar- ins hér hefur nyög ákveðið verið byggt á því að við þessi lágmarks- kaup yrði staðið." Steingrímur sagði, að hann hefði einnig vakið athygli á þeirri stað- reynd að í viðskiptum landanna tveggja hefur hallað mjög á íslend- inga undanfarin ár. Islendingar hefðu keypt mun meira af Sovét- mönnum en þeir af okkur. „Það er eitt af undirstöðuatriðum í gildandi viðskiptasamning að jöfn- uður sé í viðskiptum landanna" sagði Steingrímur. í máli Steingríms kom fram að fyrir utan ullina stæði allt annað vel og virtist jákvætt. Sovétmenn bentu á að það sem ylli þeim vandræðum varðandi ullarkaupin væri almenn stefnumörkun yfirvalda þar um að dreifa innkaupum meira, það er draga úr miðstýringunni á þeim. Einnig munu þeir hafa haft þau al- mennu fyrirmæli að leggja áherslu á kaup á matvælum. Steingrímur bendir á sem dæmi um hið síðar- nefnda að Sovétmenn hafi aukið kaup á freðfiski héðan. Hvað saltsíldarkaup Sovétmanna af okkur varðar segir Steingrímur að þvi hafi verið lofað að samningar um þau kaup hæfust fyrr en venju- lega og verða viðræðurnar í þessum mánuði. Núgildandi viðskiptasamningur okkar við Sovétmenn var undirritað- ur 25. júní 1985 og gildir sem fyrr segir til 1990. Samkvæmt honum kaupa Sovétmenn af okkur freðfisk, saltsíld, ullarvörur og lagmeti. A móti kaupa íslendingar olíu, bifreiðar og timbur. Sem fyrr segir hallar ngcg á íslendinga í þessum viðskipt- um. í fyrra fluttu íslendingar inn vörur fyrir 2,6 milljarða króna en seldu Sovétmönnum á móti vörur fyrir 1,9 milljarð króna. Hafrannsókna- stofnun: Þriggja, vikna leiðangur BJARNI Sæmundsson, skip Haf- rannsóknastofnunar, fór í gær, þriðjudag, í þriggja vikna rann- sóknarleiðangur þar sem meðal annars verður kannað ástand sjávar í íslandshafi sem er á milli íslands, Grænlands og Jan Mayen. í leiðangrinum verða 9 íslenskir vísindamenn og 5 danskir, að sögn Svend Aage Malmberg haffræðings og leiðangursstjóra. „Við könnum ástand sjávar á jaðarsvæði íshafs- ins," sagði Svend Aage í samtali við Morgunblaðið. „Við rannsökum til dæmis straum, hita, seltu, geisla- virkni, þörunga, átu, fuglalíf og fisk frá Jan Mayen suður í Grænlands- sund á milli íslands og Grænlands. Leiðangurinn er greiddur til helm- inga af íslendingum og Dönum og er hluti af alþjóðlegum hafrannsókn- um sem flestar þjóðir, vestan hafs og austan, taka þátt í,“ sagði Svend Aage. Skipstjóri í leiðangrinum verður Sigurður Ámason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.