Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 45
88fir HUJIMUTTaR .V HUOAamíIVQIM .aiQAJaHUOflOM ___ ______________________________” MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 45 Henderson Dores í faðmi suðurríkjafjölskyldunnar í myndinni Breti í Bandaríkjunum. Ekkí er allt sem sýnist Kvlkmyndlr Arnaldur Indriðason Breti f Bandaríkjunum („Stars and Bars“). Sýnd í Stjörnubíói. Bandarísk. Leikstjóri: Pat O'Connor. Handrit: William Boyd eftir eigin skáldsögu. Framleið- andi: Sandy Lieberson. Kvik- myndataka: Jerzy Zielinski. Tón- list: Stanley Myers. Helstu hlut- verk: Daniel Day Lewis, Harry Dean Stanton, Joan Cusak, Clenne Headly, WiU Patton, Martha Plimton' og Maury Chaykin. Bretinn og listfræðingurinn Henderson Dores (Daniel Day Lew- is) hefur komið til Bandaríkjanna með öll sín bresku alúðlegheit, háttvísi og buktandi kurteisi af þvl hann vildi breyta til og breytast sjálfur. „Bandaríkin eru stór og til- breytingarík," segir hann við svert- ingjann sem hann sækir skylminga- tíma með. Dores elskar þetta land en stundum er ástin ekki gagn- kvæm segir svertinginn í varúðar- tón. Og kannski eru Bandaríkin aðeins of stór og tilbreytingarík fyrir hinn eilíft prúða og sakleysis- lega Henderson Dores. Þegar hópur manna hleypur að honum eitt rign- ingarkvöld þar sem hann er á gangi með vinkonu sinni, varpar hann henni í ruslabing og tekur til fót- anna en mennimir hlaupa framhjá honum og stökkva inní bfl sem bíður þeirra. Hann kemur úr gamla heiminum og lffíð og hið sérkennilega fólk sem hann kynnist í nýja heiminum gæti hréinlega riðið honum að fullu. Lið- ið í kringum hann er flest langt frá því að vera eðlilegt. Það kemur best í ljós þegar listaverkasalinn, sem Dores vinnur hjá, sendir hann til Suðurrflqanna að semja um sölu á Renoir-málverki, sem talið var löngu glatað en í ljós kemur að er í eigu sérvitringsins Loomis Gage (Harry Dean Stanton) og afar brenglaðrar suðurríkjaflölskyldu hans. Furðuferð Dores oní Suðurríkin er kjami gamanmyndarinnar Breti í Bandarflqunum („Stars and Bars"), sem sýnd er í Stjömubíói og Pat O’Connor leikstýrir kostu- lega eftir orðmörgu, óvenjulegu og oft bráðfyndnu handriti Williams Boyds. Gage-Qölskyldan gæti aldrei hafa orðið til hjá Tennessee Will- iams. Blútó ætti vel heima í henni. „Ekki er allt sem sýnist," segir dóttir Gage og ratast satt orð á munn. Hún þykist vera blind og á bróður sem þykist hafa klikkast í Víetnam. Hún á líka bróður sem þykist vera Elvis Presley. Kasólétt konan hans sleppir ekki viskípelan- um. Þau búa í gersamlega nið- umíddum húsræfli og eru öll græn- metisætur af því eldabuskan heimt- ar það. Henderson Dores á skiljanlega frekar erfítt með að eiga viðskipti við þessar furðuskepnur og fleiri til þegar hann af vanmætti reynir að fá málverkið í sínar hendur. Daniel Day Lewis leikur Dores frábærlega vel. Breti í Bandaríkjunum er þriðja myndin með honum sem hér er sýnd og hann er gersamlega óþekkj- anlegur frá einni til annarrar. Það er eins og Lewis geti leikið allt: í Herbergi með útsýni gaf hann ógleymanlega mynd af bresku yfír- stéttarmerkikerti, í Fallega þvotta- húsið mitt var hann hommi og hér leikur hann breskan herramann af fullkomnu öryggi þess sem ekkeíT' virðist þurfa að hafa fyrir hlutun- um. ímynd hins háttprúða Breta skín útur hveiju hans orði, æði og athöfn næstum í hvaða undarlegu kringumstæðum sem er. Það ec hreinasta unun að horfa á hann. Leikaravalið í mjmdina er annars mjög forvitnilegt og leikararnir allir falla mjög vel í hlutverkin, sérstak- lega Hariy Dean Stanton sem fjöl- skyldufaðirinn ljómandi af alúð og vingjamleik eins og hann sé eini maðurinn með réttu viti í kringumw Dores, Joan Cusak sem kærasta Dores, Glenne Headly sem blinda dóttirin sem ekki er blind, Maury Chaykin sem Elvis Presley-eftir- herman og Will Patton sem grað- hestarokkarinn, þriðji sonur Gage. Þá kemur Spalding Grey lítillega inn í myndina í hlutverki héraðs- prests. Hér eru persónulýsingar all- ar með eindæmum sérkennilegar og fyndnar. Leikstjórinn, Pat O’Connor, fer léttilega úr satíru í farsa í gaman- saman þriller þegar óvandaðir menn þykjast eiga vantalað við Dores um málverkið dýra. Bandaríkin eru sannarlega furðuríki í augurry óbreytts Breta. Eitt af bestu atrið- um myndarinnar er þegar Hender- son Dores skráir sig inná risastórt hótel í Atlanta og kemst að raun um að hann verður að ganga í gegn- um frumskóg, framhjá indíánaþorpi og róa yfír lítið fljót til að komast að lyftunum. „Stars and Bars“ er það sem bíóbuffin kalla stundum grundvall- armynd. INNRITUN HAFIIM SKÓLAARIÐ ’88-’89 SEPT-MAÍ KENNSLA HEFST 19. SEPT. SKAPANDI LISTGREIN MARKVISS ÞJÁLFUN Nú geta allir stundað jazz- ballett af fullum krafti. Greiða má einn mánuð i einu. Kredit- kortaþjónusta. 6-8 ára, 40 mín. Tími 1x i viku kr. 900,- per. mánuð. 9-11 ára, 60 mín. Tími 2x í viku kr. 2.000,- per. mánuð. 12 ára og eldri. Byrjendur - framhald kr. 2.400,- per. mánuð. SKEMMTILEG Hraunberg ath: VIÐBÓT VIÐ Breyttir tímar í vetur - DANSINN HJÁ nú einnig tímar í miðri BESTA viku. STEPPARA LANDSINS, ^ DRAUMEY KLASSISK TÆKNI NAUÐSYN- LEG GÓÐUM DANSARA Mæðurath. samræmingu tíma. Barnaskólinn i Suð- urveri uppi 10% fjöl- skylduafsláttur. Kennarar: Karl Barbee frá New York verður i allan vetur ásamt Báru, Önnu, Möggu, Irmu, Nadiu og Agustu. fh SKIRTEINA AFHENDING LAUGARDAGINN17. SEPT. frá kl. 13-17. Myndband i gangi allan daginn, nemendasýning ’88 og fl. NEMENDASÝNING I V0R. INNRITUN í SÍMA 83730 HRAUNBERG í SÍMA 79988 ^ MILLI KL. 10-18 ALLA DAGA. F.Í.D. Félag ísl. danskennara. STEPP BALLETT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.