Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, JMIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 Bann við fjölda- fundum í mið- borg Santiago Santiago. Reuter. BORGARSTJÓRINN í Santiago lagði á mánudag bann við pólitískum fjöldafundum í miðborginni eftir að upp úr sauð milli mótmælafólks og lögreglu í lqölfar umfangsmestu andófsaðgerða í borginni í 15 ára sögu herstjómarinnar. „Fjöldafundir verða framvegis haldnir utan miðborgarinnar og utan íbúðarhverfa," sagði borgar- stjórinn, Sergio Badiola hershöfð- ingi. Embættismenn sögðu, að 304 hefðu verið handteknir og 17 særst, þar af tveir lögreglumenn, þegar tugþúsundir manna söfnuðust sam- an við forsetahöllina á sunnudag til þess að mótmæla ráðagerð Aug- ustos Pinochets forseta um að leita eftir kosningu fyrir næsta átta ára Dubcek máfara tilítalíu Vín. Reuter. ALEXANDER Dubcek, fyrr- um leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins, hefur fengið vegabréfsáritun og leyfi til að fara til Ítalíu síðar á árinu. Talsmaður stjómar- innar í Prag skýrði frá þessu í gær. Dubcek beitti sér fyrir „Vor- inu í Prag“ eða sósíalisma með mannlegu yfirbragði en Sov- étríkin og önnur Varsjárbanda- lagsríki bundu enda á þær umbætur með innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968. 12. nóv- ember nk. verður Dubcek gerð- ur að héiðursdoktor við háskól- ann í Bologna á Ítalíu en hann hefur ekki farið úr landi síðan 1970 þegar hann var sendi- herra í Tyrklandi um skamman tíma. Var hann síðan gerður að starfsmanni skógræktarinn- ar í Bratislava og var þá hljótt um hann í mörg ár. A þessu ári hefur hann þó aftur látið í sér heyra og fordæmt innrás- ina 1968 í viðtölum við vest- ræna fréttamenn. kjörtímabil. Óeirðalögi-egla dreifði fundarmönnum með táragasi og háþrýstivatni. Pinochet aflétti neyðarástandi fyrir tíu dögum, en það hefur verið í gildi allt frá valdaráni hans árið 1973. Yfirvöld áskilja sér samt rétt til að ákveða, hvar fjöldafundir eru haldnir. Skipuleggjendur fundarins á sunnudag segja, að um 300 þúsund manns hafi sótt hann. Samfylking 16 stjómarandstöðuflokka í Chile ætla að efna til kröfugöngu í lok september, þremur dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, og á göngunni að ljúka með útifundi í miðborg Santiago. Pinochet sagði á sunnudag, að hann væri öruggur um sigur í kosn- ingunum, en þetta em fyrstu for- setakosningar í Chile, frá því að Salvador Allende-var kjörinn forseti í almennum kosningum árið 1970. Allende féll í valdaráni hersins þremur áram síðar. V* . '■., ' ,, ■ Reuter Olíuskip rifnaði ísundur Starfsmaður skipasmíðastöðvar í Aþenu mælir rifu, sem kom á skrokk 42 þúsunda tonna olíuskips í gífurlega öflugri spreng- ingu í gær. Viðgerð stóð yfir á skipinu þegar sprengingin varð. Talið er að neisti frá logsuðutækjum hafi komist í eldfimar gufur í tönkum og pípuleiðslum skipsins. Skipið lá við festar um 100 metra undan skipasmíðastöð. Rifnaði það i sundur í sprengingunni og lagðist á botninn. Að minnsta kosti 10 verka- menn biðu bana og óttast var að allt að 20 hefðu lokast neðan þilja. íran: Forsætis- ráðherra fékk ekki að segja af sér Nikósíu. Reuter. AYATOLLAH Khomeini, trúar- leiðtogi írana, gagnrýndi í gær Mir-Hossein Mousavi, forsætis- ráðherra írans, fyrir að bjóðast til þess að segja af sér. Sagði Khomeini að Mousavi ætti að hætta að kvabba og halda áfram að sinna starfi sínu. Mousavi, forsætisráðherra, skilaði inn afsögn sinni á mánudag og sagði hana stafa af ágreiningi við Ali Khameini, íransforseta, um skipan í ráðherrastöður. Stjórnmálaský- rendur telja hana þó frekar stafa af grandvallar ágreiningi meðal for- ystumanna þjóðarinnar um stefnuna í efnahagsmálum. Mousavi var einn helsti talsmaður harðrar stjómar ríkisins af efna- hagslífinu, á meðan á stríðinu við íraka stóð, og hefur opinberlega verið ósammála Khamenei hvemig standa eigi að stjómun efnahagslífs- ins nú þegar stríðinu er lokið. Mousavi er andvígur því að al- þjóðleg fyrirtæki fái að taka þátt í uppbyggingunni en Khamenei segir einkageirann vera nauðsynlegan fyr- ir efnahagslega þróun landsins og að erlenda sérfræðiþekkingu eigi að nýta þar sem þess sé þörf. íranska fréttastofan IRNA sagði í gær að Khameini hefði hafnað af- sagnarbeiðni Mousavis. Bilanir valda sovézkum geimförum erfiðleikum: Tvær tilraunir til að stýra Soyuz-fari til iarðar mistókust Moskvu. Reuter. TVÆR tilraunir til að stýra sovézka geimfarinu Soyuz TM-5 til jarðar í gær mistókust vegna bilana í sjálfvirkum lendingarbún- aði þess. Þriðja tilraunin var fyrir- huguð klukkan eitt í nótt að íslenzkum tíma. Að sögn Izvestíu, málgagns sovézka kommúnistaflokksins, hafa geimfaramir ekki mat og aðrar vist- ir nema til morgundagsins og hafi lending ekki tekizt fyrir _þann tíma blasi dauðinn við þeim. „Astandið er mjög alvarlegt en sérfræðingar geimvísindastofnunarinnar gera sér vonir um að geimförunum takist að lenda fari sínu með eðlilegum hætti á morgun," sagði blaðið í gær. Geimfaramir héldu frá MIR- geimstöðinni klukkan 22:55 að íslenzkum tíma í fyrrakvöld og áttu að lenda þremur tímum síðar í Kaz- akhstan. Skömmu eftir að þe:r af- tengdu Soyuz TM-5 frá MIR stöðvað- ist sjálfvirkur lendingarbúnaður geimfarsins fyrirvaralaust. Síðdegis í gær höfðu tvær tilraunir þeirra til að stýra farinu sjálfir til jarðar mis- tekizt. Að sögn TASS-fréttastofunnar misheppnaðist fyrri tilraunin þegar geislar sólarinnar gerðu infrarauða skynjara í áttavita geimfarsins óvirka. Af þeim sökum kom stjóm- tölva geimfarsins í veg fyrir að geim- faramir gætu hægt á því og svifið til jarðar. Þegar skynjaramir hins vegar tóku við sér að nýju var of seint að reyna lendingu því þá hefði geimfarið að öllum líkindum lent ein- hvers staðar í Kína. Seinni tilraunin mistókst vegna bilunar í lendingar- hreyflum. Um borð í Soyuz-geimfarinu er fyrsti afganski geimfarinn, Abdul Ahad Mohmand, og Sovétmaðurinn Vladimír Ljakhov. Kýpur: Samtök óháðra ríkja í til- vistarkreppu á ráðstefnu Reuter Nikósíu, Reuter. SAMTÖK óháðra rikja eiga nú við tilvistarkreppu að etja, að því er heimildarmenn innan þeirra segja. Um 400 fulltrúar aðildarríkja sam- takanna sitja nú ráðstefnu í Nikósíu á Kýpur og leggja nótt við nýtan dag til þess að semja lokaályktun utanríkisráðherrafundar samtak- anna, sem hefst á Kýpur i dag. Aðaldeilan stendur um Kambódíu og Afganistan. „Málið snýst um það hvort að samtökin ætla að taka á málunum eða vera áfram samtök áhugamanna um almenningstengsl," sagði einn fulltrúanna frá Suðaust- ur-Asíu. Júgóslavneskur fulltrúi tók undir þessi orð og sagði ágreininginn hafa komið fram á fyrsta degi viðræðn- anna. Hann kvað þó meira liggja að baki og sagði framtíð samtakanna vera hið raunverulega ágreinings- mál. „Margir okkar aðhyllast ferskar hugmyndir," sagði hann. „Við viljum ekki bara hafa yfir gömul slagorð og grundvallarstefnumið." í gær ræddi nefnd, sem skipuð er fulltrúum sex ríkja, friðarhorfur í Kambódíu. Þegar munu menn hafa skipst í flokka, en Indveijar og Zimbabwe-menn fóru fyrir sitt hvorri fylkingunni. Fulltrúi Zimbabwe lagði áherslu á að hlutverk nefndarinnar væri einungis að stunda þreifingar. Fulltrúar Indlands, Víetnam, Kúbu og Frelsissamtaka Palestínu vilja hins vegar að nefndin verði gerð að fastastofnun, sem fari með æðsta vald í friðarviðræðum Kampútseu og nágrennis. Víetnamar gerðu innrás í Kambódíu árið 1978 og steyptu ógn- arstjóm Rauðu khmerana af stóli. Síðan hafa þeir hersetið landið, en í Phnom Penh situr leppstjóm þeirra. Kommúnistastjómin í Hanoi hefur sagt að herir hennar verði á brott úr Kambódíu í lok 1990. Ekki stendur minni styrr um Afg- anistan, en opinber afstaða samtak- anna er sú að það vandamál sé úr sögunni eftir friðarsamninga Pakist- ans og Afganistans, sem undirritaðir voru í Genf í vor. Mörg Asíuríkjanna hafa hins vegar miklar efasemdir um ágæti samningsins. Margir fulltrúar sögðu tíðinda- mönnum Reuters í Nikósíu að málið snerist í raun um framtíð samtak- anna. „Hér eru þrjú raunveruleg málefni til umfjöllunar: framtíðarfor- ysta samtakanna, Kambódía og Afg- anistan," sagði einn háttsettur emb- ættismaður á fundinum. „Þau snúast á hinn bóginn aðeins um eina spurn- ingu. Viljum við að samtökin séu aðeins áróðursvél eða viljum við njóta einhvers trúverðugleika?" Muammar Gaddafi, Líbýuleiðtogi, sýnir Zine Al-Abidine Ben Ali, forseta Túnis, olíuturna á Bouri-olíuvinnslusvæðinu við Líbýu. Gaddafi með veislu á Miðjarðarhafi í bílfeijunni Granata. Reuter. MOAMMAR Gaddafi Líbýuleið- togi hélt mikla veislu sl. sunnudag til heiðurs Zine al-Abidine Ben Ali Túnisforseta og fór hún fram í bílfeiju á Miðjarðarhafi. Var til- efnið það, að 19 ár eru liðin síðan Gaddafi hrifsaði til sín völdin í Líbýu. Siglingin stóð í sólarhring og í ferðinni skýrði Gaddafi frá stofnun túnísks-líbýsks olíuleitarfélags og vígði jafnframt Bouri-olíusvæðið, það stærsta, sem fundist hefur í Miðjarð- arhafi. Líbýustjóm og Túnisstjóm tóku upp stjómmálasamband á síðasta ári eftir tveggja ára hlé og eru nú engir fáleikar lengur með formönnunum. Hefur Ben Ali meðal annars tekið vel í síðustu hugmyndir Gaddafis um aukið samstarf og sam- einingu ríkjanna í Norður-Afríku. Feijan sótti Ben Ali til borgarinn- ar Zarzis á sunnudagsmorgni og var haft mikið við þegar hann gekk um borð. Að lokinni dýrlegri veislu héldu þeir foringjamir blaðamannafund og síðan vora þeim fluttar drápur og lofaðir á alla kanta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.