Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 47 var gengið enn lengra en í Sov- étríkjunum og afleiðingamar létu ekki á sér standa í réttu hlutfalli. Maó formaður ákvað að árið 1958 skyldi „Stóra stökkið framávið" heflast, en við það urðu allir bænd- ur að einföldum verkamönnum í víngarði Maós. Fram til þess tíma hafði árleg komframleiðsla Kínveija numið 270 milljónum m2.Ári eftir að Stóra stökkið hófst er talið að hún hafi verið um 150 milljónir m2. Talið er að 30 milljónir Kínveija hafl dáið úr hungri á tveimur árum, en það dugði til þess að koma Maó formanni í heimsmetabók Guinness sem mesta ijöldamorðingja mann- kynssögunnar. Samanborið við þá Maó og Stalín er Hitler bara smá- peð, ef svo ósmekklega má að orði komast. Til þess að menn átti sig á því um hvers konar tölu er verið að ræða, jafngildir hungursneyðin í Kína því, að í hverri viku í tvö ár hafi íslenska þjóðin dáið og íbúar Hafnarfjarðar, Kópavogs og Akur- eyrar tvisvar í viku. Tengsl hungurs og alræðis Það sem e.t.v. er athyglisverðast nú við hungursneyðina í Kína er sú staðreynd að ekki eru nema nokkur ár síðan fréttist af henni á Vesturlöndum, en meðan hún stóð sem hæst ræddu vestrænir mennta- menn um það í fúlli alvöru hvemig Kína hefði efnt þau loforð um fyrir- myndarríkið, sem Sovétríkin hefðu svikið (með innrásinni í Ungveija- land 1956). Það eitt, að 30 milljón- ir manns geti farist í hungursneyð, er hiyllilegt tilhugsunarefni, en að alræðissljóminni, sem kom henni af stað, takist að halda henni leyndri fyrir umheiminum í tuttugu ár er jafnvel enn hryllilegra og hef- ur pólitíska þýðingu eins og ind- verski fræðimaðurinn Amartya Sen gerði grein fyrir í The New York Review of Books: „Á Indlandi myndi brot af þessari dánaitölu þegar valda ramakveinum í plmiðlum, upp- þoti á þingi og ríkisstjómin þyrfti nær ör- ugglega að segja af sér. Ríkisstjóm sem vill vera við stjómvölinn þyrfti að hafa forð- ast slíkan hungurdauða þegna sinna í lengstu lög. Þess vegna eru málefni fæðu og hungurs ekki óskyld mannréttindaum- ræðu, frelsi flölmiðla og þegar til kastanna kemur, lýðræðinu sjálfu." Þegar haft er í huga hversu blindir menn hafa verið á hungurs- neyðir í alræðisríkjum eins og Kína, Eþíópíu og Sovétríkjunum, er þess vart að vænta að menn komi auga á hungurpólitík, sem smærri er í sniðum. í fjölmörgum þróunarríkj- um er stjómarfar, sem leiðir ósjálfr- átt til hungurs. Ekki vegna þess að þar sé um ákveðna stjómar- stefnu að ræða, heldur vegna þess að ranghugmyndir um hagstjóm og persónufrelsi almennt hindra eðlilegan vöxt Slíkt á sér íjöldamörg dæmi — sérstaklega í Afríku þar sem sósíal- ískar ríkisstjómir ráða ríkjum, yfir- leitt án umboðs frá þjóðinni. Nægir að nefna ríki eins og Mozambique, Tanzaníu, Zambíu, Súdan og Ug- anda. Hins vegar er hægt að nefna ríki á borð við Kenýu og Botswana um hið gagnstæða, en þar em ríkis- afskipti af matvælaframleiðslu í lágmarki enda hefur áhrifa þurrka ekki gætt þar í sama mæla og í nágrannaríkjunum. Sérstaklega er fróðlegt að bera saman Kenýu og Tanzaníu í þessu viðfangi, en ef eitthvað er er Tanzanfa auðugra af náttúmgæðum. Landbúnaðurinn þar hefur átt við æ meiri erfiðleika að etja meðan Kenýa hefur flutt út matvæli um margra ára skeið. Því fyrr sem menn átta sig á pólitískum rótum hungursneyða og beita viðkomandi ríkisstjómir þrýst- ingi vegna þess, því betra. Svo mik- ið er víst, að fólkið, sem hungrið má þola, bíður ekki lengi. Heimildir: grein Karl Zinsmeister í júníhefti Reason-, grein Michael Johns I sumarhefti Policy Review, The Modem World, ritstj.: Esmond Wright; A History of The Modem World eftir Paul Johnson; The World in 1988, sérútgáfa TheEc- onomist. Miklar byggingafram- kvæmdir á Höfn í sumar Höfn, Homafirði. MIKLAR byggingaf ramkvæmdir hafa verið á Höfn í sumar og haust. Helstar eru íbúðarhús- næði en 10—15 íbúðir eru nú í byggingu hér. Einnig er byggt verslunarhúsnæði, iðnaðarhús- næði og leikskóli. Það eru Smíðastofa Sveins Sig- hvatssonar, Trévirki, Höfðaverk og ótaldir iðnaðarmeistarar sem að þessu vinna. Þessum framkvæmd- um fylgir svo skortur á iðnaðar- mönnum og verkamönnum. Mikið er um að verið sé að klæða íbúðarhús og önnur að utan og eru viðhafðar ýmsar aðferðir. Öll húsin verða sem ný en höfðu áður haft misljót andlit. - JGG Á Júllatúni á Höfn í Hornafirði er verið að byggja 8 íbúðir og af þeim eru 6 þegar seldar. Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson VAXTARSJÓÐURINN VERÐBRÉFASJÓÐUR ÚTVEGSBANKANS Vaxtarsjóðurinn er verðbréfasjóður Útvegsbankans ætlaður ein- staklingum sem vilja ávaxta fé sitt á einfaldan og öruggan hátt með aðstoð Útvegsbankans. 12% ÁVÖXTUN UMFRAM VERÐBÓLGU Markmið Vaxtarsjóðsins er að gefa einstaklingum kost á að nýta sér ávöxtunarmöguleika hins almenna verðbréfamarkaðar án þess að þeir j)urfi að taka mikla áhættu. Að undanförnu hafa Vaxtarbréf Útvegsbankans gefið um 12% ávöxtun umfram verðbólgu. HLUTDEILD ÞÍN í VAXTARSJÓÐNUM Með kaupum á Vaxtarbréfum, sérstökum verðbréfum sem Vaxtarsjóðurinn gefur út, gerist þú þátttakandi í fjárfestingar- samtökum. Þú eignast hlutdeild í Vaxtarsjóðnum, sem stýrt er af sérfræðingum Verðbréfamarkaðar Útvegsbankans. Þeir kappkosta að ná sem mestri áhættudreifingu og sem bestum vöxtum. VAXTARBRÉF í FIMM VERÐFLOKKUM Vaxtarbréfin eru gefin út í fimm verðflokkum. Það ódýrasta kostar 1.000 krónur en það dýrasta 500.000 krónur. Bréfin henta þeim best sem vilja leggja smærri fjárhæðir eða stærri til hliðar, en vita ekki nákvæmlega hvenær þeir þurfa að grípa til pening- anna. EKKERT INNLAUSNARGJALD Vaxtarsjóðurinn er uppsöfnunarsjóður. Vaxtarbréfin safna vöxt- um og verðbótum sem greiðast ásamt höfuðstól þegar þú lætur Verðbréfamarkað Útvegsbankans innleysa bréfin þín. Útvegs- bankinn tekur ekkert innlausnargjald annan og þriðja afgreiðslu- dag hvers mánaðar. SÉRÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR V AXTARBRÉFA Þeir sem kaupa Vaxtarbréf hjá Verðbréfamarkaði Útvegsbank- ans geta lagt bréf sín inn á Fjárfestingareikning og fengið þannig fjárvörslu sér að kostnaðarlausu. VERTU MEÐ í ÖRUGGUM FJÁRFESTINGARSAMTÖKUM Fáðu upplýsingar um fjárfestingarstefnu Vaxtarsjóðsins hjá Verðbréfamarkaði Útvegsbankans og Útvegsbankanum um land allt. Með því að kaupa Vaxtarbréf færðu tækifæri til að ávaxta sparifé þitt á hagstæðan hátt. Þekking okkar og þjónusta tryggja þér góðan arð. óe> VERDBRÉFAMARKADUR UTVEGSBANKANS SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 80 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.