Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989 Innlend lánsfjáröflun; Sala ríkisvíxla langt umfhun áætiun á árinu MUN meiri sala hefur verið á ríkisvíxlum það sem af er árinu heldur en áætlanir Qármálaráðu- Vatnsveita Suðumesja: Heildarkostn- aður á fjórða hundrað millj. Heildarkostnaður við smíði nýrrar vatnsveitu á Suðurnesjum er áætlaður á flórða hundrað millj- ónir króna, samkvæmt frumhönn- un verksins. í frétt Morgunblaðsins í gær um vatnsveituna var villandi orðalag um kostnað veitunnar. Sagði þar að frumhönnun verksins hefði kostað á fjórða hundrað milljóna króna. Hið rétta er, að frumhönnunin gerir ráð fyrir þeirri upphæð sem héildar- kostnaði. Er beðist velvirðinar á þess- um mistökum. neytisins gerðu ráð fyrir. Gefiir það góðar vonir um að takast megi að afla þess innlenda lánsfjár sem ríkissjóður þarf á árinu án þess að vextir hækki, að sögn efna- hagsráðgjafa Qármálaráðherra. I fjárlögum var gert ráð fyrir að selja spariskírteini og önnur verðbréf fyrir 5,3 milljarða króna. A móti var gert ráð fyrir innlausn eldri spariskír- teina að upphæð 3,1 milljarð, þannig að innlend lánsfjáröflun yrði 2,2 milljarðar nettó. Nýjar áætlanir gera ráð fyrir að afla 8,3 milljarða á innlendum láns- fjármarkaði, en innleysa eldri spari- skírteini fyrir 3,8 milljarða. Ríkis- sjóður afli því 4,5 milljarða nettó. Már Guðmundsson, efnahagsráð- gjafi fjármálaráðherra, sagði við Morgunblaðið, að í lok júní hefðu verið seld spariskírteini fyrir 2,8 milljarða en innleyst á móti fyrir 1,3 milljarða. Þannig hefðu aflast 1,5 milljarðar nettó. Til viðbótar hefði, þann 21. júlí, verið búið að selja ríkisvíxla fyrir 2,4 milljarða nettó, en í áætlunum hefði ekki verið gert ráð fyrir að ríkis- víxlar skiluðu neinu fé á árinu. Samtals hefði ríkissjóður því aflað 3,9 milljarða nettó á innlendum lána- markaði. Þar að auki hefðu selst áskriftir að 400 milljónum króna í spariskírteinum, þannig að heildarút- koman væri 4,3 mijljarðar króna. Aðeins vantaði 200 milljónir upp á að markmiðið næðist. „Það er hins vegar á það að líta, að bankar hafa keypt mikið af þess- um ríkisvíxlum og lausaijárstaða þeirra er betri fyrri hluta árs en seinni hlutann. Við reiknum því fast- lega með því að þeir innleysi eitthvað af víxlunum, en hversu > mikið veit enginn, og ólíklegt er að þetta gangi allt til baka,“ sagði Már. Bjargaði lífi tveggja ára systur sinnar TÍU ÁRA gömul stúlka, Kristjana Sigríður Helgadóttir, bjargaði lífi tveggja ára gamallar systur sinnar, Helgu Dísar Helgadóttur, um síðustu helgi. Þetta gerðist við sumarbústað í Landbroti við Kirkjubæjarklaustur, en þar dvöldu þær systur ásamt foreldr- um sínum. Um kvöldmatarleytið á sunnudag var Helga Dís að stússa úti við ásamt frænda sínum á svipuðu reki úr aug- sýn frá bústaðnum. Faðir stúlknanna bað Kristjönu að ná í krakkana í kvöldmat. Hún hljóp að læk í nokkur hundruð metra fjarlægð frá bústaðn- um, þar sem krakkarnir höfðu verið að leik. Er Kristjana kom að læknum sá hún systur sína fljóta á grúfu í hon- um. Hún dró Helgu Dís strax á land og var þá ekkert lífsmark með henni. Kristjana hóf þegar lífgunartilraunir og hélt þeim áfram þar til Helga Dís fór að hósta og sýna lífsmark. Þá héit hún af stað með hana í átt að bústaðnum. Miðja leið að bústaðnum tókst henni að gera vart við sig og hljóp faðir þeirra í átt til þeirra. Hann bar Helgu Dís í bústaðinn og hélt áfram lífgunartilraunum ásamt konu sinni. Þeim tókst síðan að útvega hjúkrun- arkonu og sjúkrabíl að bústaðnum og var keyrt með Helgu Dís til Reykjavíkur. Hún var þá með góðu lífsmarki. Helga Dís var flutt til skoðunar á Landakotsspítala. Hún hefur nú náð sér eftir þetta óhapp og virðist ekki hafa orðið meint af því. Margeir og Helgi unnu MARGEIR Pétursson vann sinn 5. sigur í röð á Norðurlandamót- inu í skák í gær, nú á Svíanum Tom Wedberg, og er kominn í efsta sætið ásamt Finnanum Jo- uni Yijöla með 3A vinning eftir 7 umferðir. Helgi Olafsson vann Norðmann- inn Jonathan Tisdall og er í 3.-4. sæti ásamt Simen Agdestein með 5 vinninga. Jón L. Ámason tapaði fyrir Curt Hansen frá Danmörku og er með 2 vinnmga. Morgunblaðið/Einar Falur. Krían í hólmanum færir unga sínum hádegisverð. Reykj avíkurlj örn: Besta kríuvarpið í 20 ár ALLS 50 kríuungar hafa komist á legg úr 80 hreiðrum í hólmum Reykjavíkuríjamar og er það besta útkoman hjá kríunni í Reykjavík í 20 ár að sögn Olafs K. Nielsens líffræðings sem er gæslumaður Tjamarinnar. Til samanburðar komust aðeins milli 5 ojg 10 ungar á legg í fyrra. Olafur sagði að líklegasta skýr- verið leiðindatíð og kríuungarnir ingin á þessari velgengni kríunnar em viðkvæmir, en fæðuframboðið væri gott ástand í sjónum, því hefur vegið vel upp á móti,“ sagði kríuforeldramir sæktu sandsíli út Ólafur. á Faxaflóa. „Það hefur að vísu Íslandsbankí hf. tekur til starfa um næstu áramót Hluthafar Verzlunarbanka samþykkja ráðahaginn — búizt við samþykki hinna í dag ÍSLANDSBANKI hf. er nafiiið, sem formenn bankaráða Verzl- unarbanka, Iðnaðarbanka og Al- þýðubanka komu sér í gær saman um að gefa nýja einkabankanum, sem verður til við sammna þess- ara þriggja banka og Útvegs- bankans. I samningi bankanna við viðskiptaráðherra um kaupin á hlut ríkissjóðs í Útvegsbankan- um var kveðið á um að þeir myndu renna inn í hann fyrir mitt næsta ár. Gísli V. Einarsson, formaður bankaráðs Verzlunar- bankans, sagði hins vegar á hlut- hafafiindi bankans í gær að stefnt væri að því að bankamir yrðu sameinaðir um áramót. Hluthafa- fiindurinn samþykkti samrunann með þorra atkvæða. Búizt er við að hluthafafúndir Iðnaðarbanka og Alþýðubanka, sem fram fara í dag, samþykki einnig sammn- ann. Hluthafafundur í Útvegsbankan- um verður haldinn 1. ágúst. í gær lögðu fulltrúar einkabankanna fram tillögur til breytinga á samþykktum bankans í samræmi við sameining- una, þar á meðal um nafnbreyting- una og fjölda manna í bankaráðinu. Lagt er til að bankaráð nýja bank- ans verði skipað sjö aðalmönnum. Samningar EFTA og EB: Fundi Jóns Baldvins og Johns Majors frestað að ósk bresku sljórnarinnar FYRIRHUGUÐUM fúndi þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar ut- anríkisráðherra og utanríkisráðherra Bretlands um málefhi Fríversl- unarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB), sem halda átti í dag, miðvikudag, hefiir verið frestað að ósk bresku sljómarinn- ar. Mikil uppstokkun var gerð í bresku stjóminni á mánudag; m.a. tekur John Major við ráðuneyti utanríkismála af Sir Geoflfrey Howe. Er Morgunblaðið hafði samband blaðið í gær að ekki hefði verið sleg- við Ólaf Egilsson, sendiherra ls- lands í Bretlandi, kom fram að breska þingið heldur síðasta fund sinn fyrir sumarleyfi á morgun. John Major mun þá þurfa að svara spumingum þingmanna um stefnu sína. Nýir menn taka einnig við ýmsum öðrum, mikilvægum emb- ættum í utanríkisráðuneytinu og ljóst að þeir þurfa nokkurn tíma til að setja sig inn í málin. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra, sem staddur er í London, sagði í samtali við Morgun- ið föstu hvenær af viðræðum ráð- herranna yrði. Utanríkisráðherra barst í gærkvöldi bréf frá Major þar sem hann harmaði mjög að ekki skyldi geta orðið af fundinum og bar ráðherrann því við að hann hefði aðeins setið sólarhring í emb- ætti. Breska stjómin legði mikla áherslu á viðræður EFTA og EB og vænti áframhalds á góðum sam: skiptum bandalaganna tveggja. í bréfínu sagðist Major vona að fund- ur ráðherranna gæti orðið við fyrsta tækifæri síðar á árinu. Á mánudag var utanríkisráð- herra í París þar sem hann ræddi við Edith Cresson sem fer með málefni EB í frönsku stjórninni. „Markverðasta niðurstaðan af fundinum var sú að Cresson stað- festi að Frakkar litu á viðræður EFTA og EB sem eitt af þremur forgangsverkefnum EB meðan þeir eru í forsvari fyrir bandalagið síðari hluta þessa árs,“ sagði Jón Baldvin. „Hin tvö eru annars vegar það að hrinda í framkvæmd ákvörðun ráð- herrafundarins í Madrid um áfanga að sameiginlegu efnahags- og pen- ingakerfi og hins vegar að gætt verði hagsmuna fyrrum samveld- isríkja Evrópustórveldanna í sam- ræmi við Lomé-sáttmálann.“ Ut- anríkisráðherra sagðist hafa lagt á það áherslu í viðræðunum við Frakka að önnur ríki EB tækju sem mestan þátt í undirbúningi að samningum milli bandalaganna en stefnt hefur verið að því að slíkar viðræður geti hafist á næsta ári. Ráðherra var spurður um þróun mála í samskiptum EB og EFTA en í gær lauk fyrsta áfanga í könn- unarviðræðum bandalaganna. „Niðurstöður starfshópa liggja nu fyrir og stjórnarnefndin hefur hald- , ið sinn fyrsta fund, þ.e. nefnd beggja aðila. Það er sameiginlegt mat viðræðuaðila að niðurstöður starfshópanna séu ótvírætt jákvæð- ari en jafnvel bjartsýnismenn höfðu gert sér vonir um.“ Utanríkisráð- herra lagði þó áherslu á að raun- verulegar samningaviðræður væru enn ekki hafnar en þessar fyrstu viðræður lofuðu góðu. Auk þeirra verða skipaðir sjö vara- menn. í ráðinu munu þá sitja tveir aðalmenn frá hverjum bankanna, sem keyptu hlutabréf ríkisins í Út- vegsbanka og einn frá Fiskveiða- sjóði. Ekki er ákveðið hvaða menn muni skipa ráðið. Þá er lagt til að gefin verði út jöfnunarhlutabréf upp á 380 millj- ónir króna og síðan verði hlutafé íslandsbanka aukið um 1.500 millj- ónir króna. Að því loknu verður hlutafé íslandsbanka 2.860 milljón- ir króna. Hver kaupendanna mun þá eiga 833 milljónir eða 29%, Fisk- veiðasjóður mun eiga 276 milljónir eða um 10%. Aðrir eiga þá 85 millj- ónir, eða 3%. Hluthafafundur Út- vegsbankans hefur vald til að gera breytingar á þessum tillögum. Nú þegar funda forsvarsmenn bankanna daglega. Eftir hluthafa- fund Útvegsbankans fer sameining- arvinnan í fullan gang. Tíu starfs- hópar, skipaðir einum fulltrúa frá hveijum bankanna fjögurra, munu vinna að samræmingu ýmissa at- riða og skipulagi starfsemi íslands- banka. Nefnd þriggja bankastjóra og þriggja endurskoðenda hefur það verkefni með höndum að meta eign- ir og skuldir bankanna. Hinn nýi íslandsbanki er með óbeinum hætti arftaki banka með sama nafni, sem var stofnaður árið 1903 og var um skeið umsvifa- mesti banki landsins. íslandsbanka var lokað 1930 vegna mikilla erfið- leika. Útvegsbankinn var stofnaður á rústum hans sama ár, yfírtók eignir hans og skuldir og hefur síðan starfað í gamla Islandsbanka- húsinu við Austurstræti, sem reynd- ar hefur verið byggt mikið við síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.