Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989 43 KNATTSPYRNA / ENGLAND Sigurður til Arsenal „EG tók ákvörðun í morgun. George Graham, fram- kvæmdastjóri Arsenal, hringdi í mig frá Noregi og við ákváðum að ganga frá samningnum, þegar liðið kemur þaðan úr keppnisferð. Ég skrifa væntanlega undir þriggja ára samning á fimmtudag,“ sagði Sigurður Jóns- son, landsliðsmaður í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær. Sigurður hefur verið í viðræðum við Arsenal, Chelsea og Nott- ingham Forest að undanfömu og fékk lokatilboð frá tveimur fyrst nefndu félögunum fyrir helgi, en beið með að taka ákvörðun, þar til hann heyrði hvað Forest hafði upp á að bjóða. Þegar til kom var áhugi félagsins ekki lengur fyrir hendi og tilkynnti aðstoðarframkvæmda- stjóri Nottingham Forest Sigurði í gærmorgun að félagið hefði hætt við kaupin. „Ég vil ekki ræða fram- komu Forest gagnvart mér,“ sagði Sigurður í gær, en áður hafði hann sagt að hann hefði mestan áhuga á að fara til félagsins. „Eitt af stóru félögunum“ Landsliðsmaðurinn sagðist hafa verið í sambandi við Graham dag- lega og það væri ánægjulegt að þeir hefðu komist að samkomulagi. „ Arsenal er eitt af fimm stóru félög- unum í Englandi og það er stórt skref upp á við að fara til Englands- meistaranna," sagði Sigurður. Sigurður sagðist ekki vita, hvert kaupverðið yrði. Hann taldi víst að Sheffield Wednesday færi fram á 750 til 800 þúsund pund (um 71 til 76 milljónir ísl. kr.), en Arsenal biði 250 til 300 þúsund pund og dómstóllinn færi sennilega milliveg- inn. „Kaupverðið skiptir mig engu, því það rennur óskipt til Sheffield, en ég er ánægður með samninginn, sem Arsenal bauð mér,“ sagði Sig- urður. Atvinnuleyfi Sigurðar í Englandi var bundið við að leika með Sheffi- eld Wednesday, en um leið og samn- ingurinn hefur verið undirritaður verður hafist handa við að fá áfram- haldandi atvinnuleyfi. Án þess má Sigurður ekki leika. George Graham sagði fyrir skömmu að hann vildi byggja upp framtíðarlið hjá Arsenal og kaup á Sigurði væri góð fjárfesting með framtíðina í huga, en Sigurður, sem hefur verið atvinnumaður hjá Sheffield Wednesday í tæplega fimm ár, er aðeins 22 ára gamall. Fetar í fótspor Alberts Arsenal hefur ekki haft marga erlenda leikmenn í sínum röðum. Albert Guðmundsson, sendiherra íslands í Frakklandi, var fyrsti út- lendingurinn, sem lék með félaginu. Hann lék með liðinu 1946 til 1948 og vakti mikla at- hygli, en fékk aldrei atvinnuleyfi, var áhugamaður og lék því færri leiki en skyldi. Erkifjendur \ London Sigurður á eftir að selja húsnæði sitt í Sheffield, en óskaði eftir að Arsenal útvegaði leiguhúsnæði í London til að bytja með og er verið að vinna í því. „Ætli ég komi ekki til með að vera í 10 mínútna fjar- lægð frá Guðna Bergssyni. En Arsenal og Tottenham eru erkifj- endur, þannig að sennilega verðum við að hittast á laun — og hann að hringja í mig fyrst." - „Stórtskref uppá við að fara til Englands- meistaranna," sagði SigurðurJónsson SigurðurJónsson klæðsit Arsenal- búningnum ívet- ur og leikurá Highbury í N-London. Arsenal býður um 190 milljónir í tvo menn George Graham vill fá David Seaman, markvörð, og Mart- in Allen, miðvallarleikmann, til liðs við Arsenal og hefur boðið QPR 2.000.000 pund (um 190 milijónir ísl. kr.) fyrir þá báða. Leikmennirnir Frá Bob Hennessy I Englandi hafa verið óánægðir hjá QPR og óskað eftir að fara frá félaginu. „Tilboðið er mjög áhugavert, en Graham sættir sig ekki við að fá annan — hann vill fá báða,“ var haft eftir Trevor Francis hjá QPR í enskum blöðum í gær og þess jafnframt getið að ákvörðun yrði tekin fljótlega. FRJALSAR Sigurður vann alla nema Korjus SIGURÐUR Einarsson spjót- kastari tók þátt í móti í Finn- landi á sunnudag þar sem allir bestu spjótkastarar Finna voru samankomnir og varð í öðru sæti. Sigurður kastaði spjótinu 78,16 metra sem er hans þriðji besti árangur í ár, en legnst hefur Sigurður kastað 82,10, sem er 11. besti árangur- inn í heiminum í ár, samkvæmt rannsóknum Morgunblaðsins. Tapio Koijus, ólympíumeistar- inn frá í Seoul, var sá eini sem vann Sigurð en hann kastaði 80,68. Sigurður Einarsson ■ ÍSRAEL, sem varð sigurveg- ari í Eyjiiálfunni í heimsmeistara- keppnininni í knattspyrnu, mun leika fyrri leikinn gegn sigurvegar- anum í riðli tvö í S-Ameríku (Kól- umbía, Ekvador og Paraguay). Leikurinn fer fram í írsael 29. október, en útileikurinn verður 12. nóvember. Sigurvegarinn tryggir sér rétt til að leika í HM á Ítalíu. ■ KJARTAN Einarsson, ÍBK, hefur gert sjö mörk í 1. deildinni í sumar en ekki sex eins og sagt var í blaðinu í gær. Hann er því marka- hæstur ásamt Guðmundi Steins- syni, Fram, og Pétri Péturssyni, KR. ■ PÉTUR Pétursson er ekki enn orðinn góður af meiðslum sínum. KR-ingar eru ekki bjartsýn- ir að hann leiki með þeim gegn Víkingi á morgun, en vonast eftir að hann verði orðin góður fyrir leik- inn gegn Fylki í næstu viku. KNATTSPYRNA Bjami glímir við bestu mark- verði Evrópu Mikill áhugi fyrir markvarðakeppninni í Bröndby í Kaupmannahöfn DÖNSK blöð hafa sagt frá því að mikill áhugi sé fyrir Evrópu- keppni markvarða í knatt- spyrnu, sem fari f ram f Kaup- mannahöfn í nóvember. Flestir bestu markverðir Evrópu mæti til leiks, en Danir hafa boðið landsliðsmarkvörðum frá 35 löndum að mæta til keppni. Keppt verður um að veija sem flest skot, en sérstök skotvél „Cannonball" mun skjóta á mark- verðina. Eins og Morgunblaðið hef- ur sagt frá, þá mun Bjarni Sigurðs- son, landsliðsmarkvörður úr Val, keppa fyrir hönd Islands í Brönd- byhöllinni, þar sem keppnin fer fram. Fyrirkomulagið verður þannig að í fyrstu umferðinni falla nítján markverðir úr keppni - þannig að eftir verða sextán. Þá hefst út- sláttakeppni þar til að tveir þeir sem varið hafa best keppa til úrslita. Sá markvörður sem stendur uppi sem sigurvegari fær um 860 þús. ísl. kr. í verðlaun. Keppninni verður sjónvarpað um Evrópu. Bjarni Sigurðsson Ikvöld Einn leikur verður í 1. deildarkeppn- inni í knattspyrnu í kvöld: Fram - KA. Stjarnan og KR leika í 1. deild kvenna. Þá verða íjórir leikir í 2. deild karla: Selfoss - Völsungur, Tindastóll - Stjaman, Leiftur - UBK, IBV - Viðir. í 3. deild leika Huginn - Þróttur N. og í 4. deild Hafnir - Ármann. Allir leikirnir heQast kl. 20. ípRÓm FOLK ■ LUCA Kostic, leikmaður Þór í knattspyrnu, er liðtækur körfu- knattleiksmaður. Hann er tilbúinn að vara áfram á Akureyri næsta vetur og leika með Þór í körfu- knattleik, ef Þórsarar næla sér ekki í Bandaríkjamann, eins og þeir eru að reyna. ■ ÞAÐ eru nú liðin tvö ár síðan Fram tapaði síðast heimaleik í 1. deildarkeppninni. Framarar töp- uðu þá fyrir KA á Laugardalsvell- inum, 15. júní 1987, en Framarar leika einmitt gegn KA í Laugardalnum í kvöld. ■ BREIÐABLIK hefur enn ekki ná samningum við Sovétmenn um að handknattleiksþjálfarinn Boris Abkaschev komi til þeirra. Blik- amir eru orðnir óþolinmóðir, enda fer að styttast í að keppnistímabilið hefjist. Þeir eru þó með nokkur jám í eldinum, ef ekki náist samningar við Sovétmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.