Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989 Óskiptanlegt, óaf- hendanlegt ríki eftirJón Sveinsson Þann 22. júní birtist í Morgun- blaðinu grein eftir herra Arnór Sig- uijónsson sem nefnist „vamir Is- lands“. Hún er athyglisverð því að í henni birtist í fyrsta skipti álit sérstaks íslensks varnarmálafull- trúa 4 áram eftir að hann tók til starfa í því hlutverki að leggja sjálf- stætt, faglegt og hlutlægt mat á varnir landsins eins og það var orðað er embættið var stofnað. Þumalfingurreglur Eftir nokkra upptalningu á fjölda hermanna og hergagna hjá NATO og Varsjárbandalaginu slær herra Arnór Sigutjónsson fram reglu sem hann segir gilda í landhernaði nefnilega að árásaraðili þurfi að hafa hlutföllin 3:1 til að geta sótt til sigurs. Lesandanum er ætlað að álykta að þetta gildi jafnt um stór- skotalið, skriðdreka, orrustuflug- vélar og hermenn. Ekki er farið út í frekari hlutfallareikning né gerð grein fyrir hvort þessar stærðir séu hver annarri jafngildar þannig að ef vanti uppá hermenn þá megi bæta það upp með þotum og öfugt. Svo er þó ekki ef marka má það sem síðar má lesa: „flugvélar geta ekki hermunið landsvæði." Einföld er hún þó ekki því að í greininni er minnst á afvopnunarviðræður um hefðbundin vopn m.a. skrið- dreka og stórskotalið og sagt að þær geti tekið allt að 10 ár vegna þess hve „flóknar" þær séu. Ekki nema von því að hlutfallareikningur hefur bögglast fyrir mörgum öðr- um félagsfræðistúdentinum. í greininni er bent á að á Islandi séu ekki skriðdrekar eða stórskota- lið og fáir hermenn og muni þessar viðræður því ekki hafa hernaðarleg áhrif á öryggi íslands, m.ö.o. það sem ekki er getur ekki minnkað. Þá er bent á að NATO vilji tak- marka viðræðumar við landher áður en flug- og sjóherir komi á dagskrá, (ný ummæli Bush forseta Bandaríkjanna og Crowe herráðs- formanns benda þó til annars). Þá er í greininni tekið fram: „um sjó- heri má segja það sama og flug- heri. Þeir era ekki til þess fallnir að hemema landsvæði." Þar sem í greininni ekki kemur fram óánægja með stöðu mála nú á íslandi, miklu plássi er varið í upptalningu sov- éska flotans og frá varnarmála- skrifstofu hefur heyrst í sambandi við varaliðsæfingar á varnarsvæð- um að ekki þyki líklegt að innrás verði gerð á Island í stríði, virðist ætlast til að þetta sé allt dregið saman á eftirfarandi hátt: á íslandi er ekki landher en einungis með landher er hægt að hernema land. Þetta gerir þó ekki til því _að ekki stendur til að hernema ísland í stríði og því stafar fyrst og fremst hætta af flota og flugher en þeir hemema ekki lönd. Hver skyldi þá hin hemaðarlega ógn vera sem Is- land stendur frammi fyrir? Hún er ekki skilgreind í greininni en herra Arnór Siguijónsson telur samt „lágmarksviðbúnað Islendinga miðað við hina hernaðarlegu þróun á N-Atlantshafi: loftvarnir, land- yarnir, tundurduflavamir.“ Sleppt og haldið Frá varnarmálaskrifstofu hefur heyrst að hlutverk varaliðs sem hér hefur æft sé að veija hernaðar- mannvirki fámennum hópum skemmdarverkamanna. Umrædd grein eftir herra Arnór Siguijóns- son birstist í Morgunblaðið 22. júní en þann sama dag sagði hann í sjónvarpsviðtali að það væri for- senda varna að það lið sem ætlað væri að koma hingað í upphafi átaka fengi að æfa utan varnar- svæða um land allt við þéttbýli og mikilvæga staði. Þá á það að vera mat íslendinga hvaða staðir skuli varðir. Grein, fyrri umsögn varnarmála- skrifstofu annarsvegar og viðtali hinsvegar ber því ekki saman um hlutverk landhers í „vörnum ís- lands“ þar sem í viðtalinu virðist ekki bara gert ráð fyrir skemmdar- verkamönnum heldur eiginlegum hernaðarátökum. Forsendur hinnar tæknilegu hliðar hervarna eru því á reiki sem er skiljanlegt þar sem hér hefur aldrei farið fram þjóð- legt, faglegt ógnarmat er byggi á ríkjandi hernaðartækni í heiminum en ekki einhveijum fyrirfram ákveðnum fjandmanni. Ákveðin óvinarímynd ætti ekki að vera for- senda hervama. Slíkt eykur stríðshættu og dregur úr sveigjan- leika og hæfni hervarna til stríðs í síbreytilegum heimi. íslenskar forsendur ekkitil? i Ákvörðun um hingaðkomu liðs- ins er sögð íslenskra stjórnvalda en þau geta vel að merkja aðeins óskað eftir því, ekki skipað því fyr- ir og telji Bandaríkjamenn sig hafa meiri þörf fyrir það annarsstaðar þá er ekkert sem hindrar þá í því að ráðstafa því. Þá eru forsendur hingaðkomu liðsins háðar banda- rísku mati á ástandi heimsmála og hefur ótryggt ástand í Mið-Austurl- öndum verið nefnt sem dæmi, skýrt þannig að þar eigi Bandaríkin hagsmuna að gæta (olíu) og þau hafi takmörkuð ítök í stjórnum ríkja svæðisins. Sem sagt, íslend- ingum er ætlað að hafa það „fram- kvæði“ að óska eftir bandarísku liði hingað þegar Bandaríkjamenn telja að hætta sé á því að þeir (Bandaríkjamenn) glati hagsmun- um á svæðum þar sem Bandaríkja- menn hafa lítil ítök í ríkisstjórnum. Betri einn fugl í hendi en tveir í skógi. Hernaðarlegt vægi í greininni segir: „Hernaðarlegt mikilvægi íslands byggist á þessari staðsetningu landsins í Atlants- hafinu. Frá íslandi er einnig hægt að hindra ferðir þessara farartækja (skipa, flugvéla og kafbáta) um- hverfis landið eða stöðva þær alveg með því að granda þeim. Það er þessi staðreynd sem gerir landið hernaðarlega mikilvægt. Varnar- liðið eða varnarviðbúnaður í landinu eykur hvorki né dregur úr hemaðarlegu mikilvægi íslands, þó að sumir vilji halda öðra fram. Hinsvegar er varnarliðið og sú eft- irlitsstarfsemi sem fram fer á veg- um þess afgerandi fyrir varnir og öryggi landsins.“ Dýrðlegt fyrir okkur íslendinga ef rétt væri. Herra Siguijónsson skilgreinir hvorki hernað né vægi í sambandi við hann. Sjálft hugtak- ið vægi vísar til viðmiðunar og breytileika ekki fastrar stærðar en í því tilfelli væri gildi heppilegra orðaval. Geram ráð fyrir að hernað- ur sé að ná svæði með vopnum og halda og að þættir með vægi í því sambandi auðveldi það. Svæðið sjálft getur því ekki talist forsenda þess að hægt sé að ná því heldur þeir þættir sem gera það aðgengi- legt s.s. samgöngumannvirki. Keflavíkurflugvöllur var hannaður og byggður sem hernaðarmann- virki og hann er forsenda þess að frá íslandi megi granda kafbátum. Til að granda þeim þarf að finna þá og fylgjast með þeim (eftirlit), komast í færi og skjóta á þá. Hafi ætlunin verið að telja fólki trú um að hemaðarlegt vægi geti yfirhöfuð verið einungis landfræði- legt sem kæmi ekki einu sinni nær því að standast þó að hér væri ein- ungis ósnortið land, án menningar, efnahags eða samgangna, — þá hefði verið heppilegra að sleppa orðunum: frá Islandi er hægt að hindra og granda. Hernaðarhug- takið felur í sér hreyfingu og tæki maður það bókstaflega að hernað- arlegt vægi íslands sé einungis landfræðilegt þá fæli það í sér að hafa ísland hernaðarlega á valdi sínu að viðkomandi aðili gæti notað það til að ná yfirráðum yfir svæði öðru en íslandi og því væri sérhver her á íslandi ekki einvörðungu fyr- ir „vamir og öryggi landsins“ (tæknilega getur enginn her verið það), hann mætti alltaf nota til hernaðar út frá því svæði sem hann héldi í mismunandi mæli þó. Enn segir í greininni: „Hin hern- aðarlega þróun á N-Atlantshafi síðustu tuttugu árin og til dagsins í dag er þess eðlis að hernaðarlegt mikilvægi íslands er nú meira en áður.“ Hér hættir hemaðarlegt vægi allt í einu að vera landfræði- legt hjá greinarhöfundi og er nú orðið háð ytri aðstæðum. Það er bandaríski _ sjóherinn sem hefur aðstöðu á íslandi til gagnkafbáta- hernaðar, hann þurfti hana ekki þegar einungis voru til árásarkaf- bátar ætlaðir til að granda skipum, en starfsemi hans hér beinist aðal- lega að eldflaugakafbátum sem bera langdrægar kjarnaflaugar. Sovétflotinn varð til á síðasta aldar- fjórðungi kringum kjamavopn. Brezinski, fyrram fulltrúi í ör- yggismálaráði Bandaríkjanna og Helmut Schmidt fyrrum kanslari V-Þýskalands era meðal þeirra sem dregið hafa í efa að Bandaríkin séu ómissandi fyrir hervamir V-Evr- ópu. Þeir hafa hvor í sínu lagi bo- rið saman efnahag og fólksfjölda og þar með litið á úthald til stríðsreksturs og fundist það fárán- legt að V-Evrópu standi jafnmikil ógn af Sovétríkjunum og Banda- ríkjamenn hafa haldið fram. Bandaríkjamönnum er hinsvegar mikið í mun að fá aðrar þjóðir til að leggja þeim til aðstöðu í kjarna- kapphlaupinu. Hvorki þeim né öðr- um hefur þó tekist að gera mót- sagnalausa áætlun um beitingu kjarnavopna. Hvorki frumlegt né raunhæft Enn segir í greininni: „Ef veija á fiskimið, siglingaleiðir og hafnir umhverfis landið gegn tundurdufl- um sem leggja má með flugvélum eða kafbátum verður að huga að tundurduflavömum. Framkvæmd tundurduflavarna innan NATO er fyrst og fremst á ábyrgð einstakra bandalagsríkja. Framkvæðið í þessum mikilvæga málaflokki ætti að vera í höndum Landhelgisgæslu ríkisins sem samkvæmt íslenskum lögum ber að fjarlægja tundurdufl. Það er brýnt að Landhelgisgæslan ráði yfir þekkingu og tækjum og hafi á hendi þá stjórnun sem nauð- synlega má telja til að sinna þessu þýðingarmikla verkefni." Það er að lofa uppí ermina á sér að halda því fram að tæknilega sé kleift að veija víðfeðm fiskimið gegn dufl- um. Það eru ekki bara tundurdufla- vamir sem eru á ábyrgð einstakra aðildarríkja heldur hervarnir yfir- leitt, NATO er ekki ætlað að bera ábyrgð á hervörnum, vera stofnun ofar ríkisstjórnum aðildarríkja. Þetta sést best í því að ríki hafa fyrirvaralaust dregið sig út úr sam- eiginlegum herstyrkjum t.d. hættu Kanadamenn þátttöku í æfingum í N-Noregi. Mikil samvinna fer Jón Sveinsson „Hervarnir eru sú stoftiun sem veitir þegnum sjálfstæðs ríkis tækifæri til að gegna þeirri skyldu og njóta þess réttar að bera vopn í þágu sjálfstæðis ríkisins og verndar þeirra gilda sem þegn- arnir telja að búi í sam- félagi þeirra og verja verði með lífíð sjálft að vopni.“ fram á sviði tundurduflavarna með- al Evrópuþjóða og má þar nefna Standing Naval Force Channes (Stanavforchan) sem myndaður er úr tundurduflaslæðuram nokkurra NATO-landa og æfir reglulega. Lög um Landhelgisgæslu gefa ekki til kynna að hún skuli taka að sér tundurduflavarnir en þeir sem sömdu lögin munu hafa haft í huga aðskotahluti í reka og veiðarfæram sem valdið gætu skaða og æskilegt væri að einhveijir meðhöndluðu af þekkingu ekki fullbúinn flota tund- urduflaslæðara. Ekki einu sinni þetta er frá fulltrúanum sjálfum heldur er hér um ósk frá NATO að ræða þess efnis að Islendingar taki þetta að sér. „Mat mitt“ Enn segir í greininni: „Ábyrgð á íslenskum öryggis- og varnarmál- um er í höndum íslenskra stjórn- valda og það er þeirra að meta á hveijum tíma hemaðarlegt mikil- vægi landsins og hernaðarlega þró- un á N-Atlarítshafi.“ Þetta skýtur skökku við það að herra Siguijóns- son sem varnarmálafulltrúi í íslenska utanríkisráðuneytinu skuli gera mat NATO með áherslum Bandaríkjamanna og að sínu eigin undir fyrirsögninni: „öryggishags- munir Islands". Þá bætir hann við: „við hugsanleg hefðbundin styij- aldarátök er það mat mitt að því aðeins geti sovéski Norðurflotinn framfylgt hernaðarlegum mark- miðum sínum á N-Atlantshafi að hann hafi yfirráð yfir GIN-hliðinu eða hindri slík yfirráð Atlantshafs- bandalagsins." I Noregi framkvæma menn „trussel vurdering“, í Bandaríkjun- um „threat assessment" en á ís- landi fá menn eitthvað lánað ut- anfrá og kalla það mat sitt. Megi frá íslandi granda eldflaugakaf- bátum þá er hernaðarlegt vægi íslands annað og meira en landa- fræði. Spurningin er þá bara hvort íslendingar meti auknar líkur á miklum sprengjuárásum þess virði að hætta á þær kjarnavopnakerfis Bandaríkjanna vegna fremur en axla þá byrði að koma sér upp þjóð- legum innrásarvörnum með hjálp Evrópuþjóða NATO, hervörnum sem hefðu takmarkaðan sóknar- kraft út fyrir íslenskt yfirráða- svæði. Þrátt fyrir opinberar yfirlýs- ingar stjórnvalda þá er forgangsröð ákvarðana ekki íslenskum hervörn- um í hag. Það væri nóg að við værum augu og eyru NATO (rat- sjár og hlustunardufl) en hér væri ekki aðstaða til framsóknar. Slíkt myndi draga úr hernaðarlegu vægi landsins svo framarlega sem hér væru þjóðlegar innrásarvarnir í við- bót við stöðvar til hernaðrlegra upplýsingaöflunar og við gætum neitað innrásarliði afnot af sam- göngumannvirkjum með því að vera reiðubúnir að sprengja þau sjálfir. Ruglast á þjóðfánum Ekki er um að ræða neinn íslenskan viðbúnað þar sem íslend- ingar hafa ekki undir neinum kringumstæðum svæðisstjórn hvað þá vettvangsstjórn yfir banda- rískum hermönnum og íslendingar eiga ekkiá nokkru stigi seturétt í herráðum NATO. Bandaríkjaþing getur lýst yfir stríði á hendur þjóð og Bandaríkjaforseti hefur tak- markað vald til að hefja hernaðar- aðgerðir án samþykkis þess. Þetta þýðir að við slíka yfirlýsingu eru allir bandarískir hermenn í stríði hvar sem þeir era í heiminum. ís- lenskir borgarar hafa ekki sömu réttindi og skyldur og bandarískir og „íslensk varnarstefna" hlýtur að líta nokkuð öðruvisi út en hin bandaríska þó að meginmarkmið varnarstefnu sjálfstæðra þjóða séu hin sömu. Herra Arnór Siguijóns- son telur markmið íslenskrar varn- arstefnu eiga að vera: að sjálf- stæði og fullveldi íslenska lýðveld- isins á landi og sjó sé tryggt“. Hemaðarlega er ísland hvorki sjálfstætt né fullvalda og því er þetta einungis markmið sem á 45 árum ekkert hefur verið gert til að ná af hálfu íslendinga. Enn seg- ir hann: „að varnir landsins gegn hugsanlegum árásum séu tryggðar á þann veg að enginn freistist til að beita valdi gegn landi og þjóð.“ Valdbeitingin gegn þjóðinni hefur þegar farið fram og sýnir sig í ára- tuga setu erlends hers í landinu. Ríkið á skvldu til sjálfsviðhalds þegnanna vegna. Lýðveldið var stofnað í almennri atkvæðagreiðslu þeirra og sjálfstæði og fullveldi þess má því ekki skerða á nokkurn hátt nema með samþykki þeirra í almennri atkvæðagreiðslu. I stjórn- arskrána vantar ákvæði um að ís- land sé óskiptanlegt, óafhendanlegt ríki. Þá er ekki hægt að tryggja gegn því að einhver freistist til að gera hugsanlega árás því ef það væri hægt þá væri árás óhugs- andi. Enn segir í greininni: að stjórnkerfi og stofnanir verði hluti af þessum vörnum er geri þeim kleift að standa af sér ófrið og hættuástand án þess að riðlast og lamast“. Eigi að fella íslenskt stjórnkerfi og stofnanir inn í „þess- ar varnir", en ekki verður betur séð en þar sé átt við bandarísk hernað- aryfirvöld, væri eðlilegt að íslensk- ir borgarar færa að krefjast jafn- réttis á við Bandaríkjamenn hvað varðar réttarkerfi, skólagöngu, bú- setu og atvinnutækifæri, fijálsar ferðir og réttar til inngöngu í bandaríska herinn. Það að stjóm- kerfi og stofnanir NATO-ríkja falli inn í munstur hervarna þeirra er eðlilegt og sjálfsagt en að íslenskt stjórnkerfi falli inn í erlendan her er óeðlilegt. Hervarnir eru sú stofnun sem veitir þegnum sjálfstæðs ríkis tæki- færi til að gegna þeirri skyldu og njóta þess réttar að bera vopn í þágu sjálfstæðis ríkisins og verndar þeirra gilda sem þegnarnir telja að búi í samfélagi þeirra og veija verði með lífið sjálft að vopni. Það felur engin ríkisstjórn með sómatilfinningu og siðun öðrum þjóðum „að sjá um varnir landsins" ekkert frekar en eiginmaður myndi fela öðrum að sjá um samlíf við eiginkonu sína. íslenskar hervarnir ættu ekki að byggjast á vilja íslenskra stjórnvalda til að óska eins eða annars af útlendingum, réttur og skylda þegnanna verða ekki seld úr landi. Höíundur er sjóliðsforingi að mennt. i i / í í i i i i I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.