Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR,26. JÚLÍ 1989 25 Að sögn Hjörleifs Kvaran fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn- sýsludeildar, hafði byggingarnefnd samþykkt uppdrætti að viðbygg- ingu við Ægisíða 121 og borgar- stjórn staðfest fundargerð nefndar- INNLENT Forsíða Dúndurs. Gallerí Madeira: ítalskur listamaður sýnir SÝNING á verkum ítalska listamannsins Giovannis Leombianchi var opnuð fyrir skömmu í Gallerí Madeira, sem er til húsa hjá ferðaskrifstofúnni Evrópuferðum að Klapparstíg 25, 3. hæð. Listamaðurinn er staddur hér á landi við laxveiðar, en hann hefur komið hingað árlega síðan 1979 til að veiða. Á sýningunni eru meðal annars myndir, sem hann hefur teiknað við Grímsá og Norð- urá í Borgarfirði. Einnig er á sýningunni mynda- röð, sem Leombianchi teiknaði á Galapagos-eyjum, auk nokkurra grafíkmynda, unna með „Releifo- grafíutækni". Listamaðurinn hefur áður sýnt hér á landi, í Listamiðstöðinni við Lækjartorg árið 1984. gefa út blað- ið Dúndur Fyrsta hefti blaðsins Dúndur er komið út. Blaðið er gefið út af Steinum hf., en því er ætlað að miðla upplýsingum um tón- list og myndbönd til viðskipta- vina Steina. Meðal efnis í þessu fyrsta hefti Dúndurs er viðtal við söngvarann Stefán Hilmarsson og frásögn af tónleikum Simply Red í Essen í ■ Þýskalandi í maí síðastliðnum. Þá er þar að finna upplýsingar um þau myndbönd sem Steinar hf. hyggjast setja á markaðinn í þess- um mánuði og plötur sem ætlunin er að þeir gefi út á næstunni. I Dúndri eru einnig stuttar fréttir af tónlistarmönnum og því sem er að gerast í popp tónlist í heiminum. Allir viðskiptavinir Steina fá ókeypis eintak af Dúndri, að því er segir í fréttatilkynningu frá þeim. Tvö hús flutt Borgarráð vill að bygg- ingaleyfi verði afturkallað _ a Fóstbræður sungu í Olafsvík Ólafsvík. KARLAKÓRINN Fóstbræður hélt söngskemmtun í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík síðastliðinn sunnudag. Voru tónleikar kórsins loka- atriði á velheppnaðri sumarhátíð sem haldin var hér um helgina. Sungu fóstbræður undir sljórn Jónasar Ingimundarsonar um tutt- ugu lög eftir íslenska og erlenda höfúnda. Um hundrað manns nutu söngs kórsins, og létu óspart í ljós ánægju sína. Hafi kórinn þakkir fyrir komuna. Það vakti athygli, að flestir þeir sem komu til að njóta þessar- ar góðu stundar var fólk komið um og yfir miðjan aldur. Virðist sem kórsöngur yfirleitt nái lítt eða ekki eyrum yngra fólks, og snerti ekki strengi í brjóstum þeirra. Viðmælendur fréttamanns úr hópi gesta höfðu skýringar á reiðum höndum og einn kvað fast að orði: „Það er verið að afmennta þjóðina hvað varðar tónlistarsmekk. Tök- um til dæmis Rás 2 hjá Ríkisút- varpinu. Á þá rás er búið að flytja svo til alla daglega umfjöllun um það sem er að ske í þjóðfélaginu hveiju sinni. Þess í milli er svo til eingöngu flutt dægurtónlist árin út. Hún er svo sem góð og blessuð, en þessi einhæfni nær engri átt. Unga fólkinu er alveg haldið frá sígildinu, og því er ekki kyn þótt keraldið leki.“ Helgi Ægissíða 121. Handbók fyrir bílaeigendur HANDBÓK um bíla er komin út hjá Vöku-Helgafelli og segir í frétt frá útgáfúnni að í bók- inni séu upplýsingar sem geri öllum bíleigendum kleyft að annast sjálfir um viðhald bíla sinna. Bókin heitir Bíllinn minn, og er þar farið yfir helstu þætti í innri byggingu bílsins, sýnt hvern- ig fylgjast má með ástandi hans, hvernig greina má bilanir og hvernig gera má við það sem af- laga fer. í frétt frá Vöku-Helgafelli seg- ir að í bókinni megi finna allt sem bíleigandi þurfi að vita um bílinn, og geti hann sparað rekstrar- kostnað og aukið endingu bílsins með því að fara eftir bókinni. Bókin er unnin 5 samvinnu við Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Jóhannes Jóhannesson tækni- fræðingur þýddi og staðfærði. Bókin er 312 blaðsíður, prentuð í Odda. Magnús Hjörleifsson tók kápumynd. í Skerjaljörð BORGARRÁÐ hefúr samþykkt flutning á tveimur húsum, Grandaveg 29 og Lindargötu 41, að Fossagötu í Skeijafirði. Að sögn Hjörleifs Kvaran fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn- sýsludeildar, eru húsin í eigu borg- arsjóðs en verða auglýst til sölu og flutnings á kostnað kaupanda. Leiðrétting í frétt um gítartónleika á Kjarv- alsstöðum í Morgunblaðinu í gær víxluðust myndir af gítarleikurun- um Símoni H. ívarssyni og Hin- riki Daníel Bjarnasyni og voru því röng nöfn undir myndunum. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. BORGARRÁÐ hefiir samþykkt að beina því til byggingarnefnd- ar, að fella úr gildi byggingar- leyfi vegna viðbyggingar við Ægisíðu 121, og að erindið verði sent í formlega grenndarkynn- ingu. Þá hafði borgarráð ekki fjallað um samþykki skipulags- nefiidar vegna viðbyggingarinn- ar, en lögum samkvæmt á borg- arráð að staðfesta hana. innar. Kom þá fram kvörtun frá nágrönnunum, sem telja að fyrir- hugaðar framkvæmdir hafi ekki verið nægilega vel kynntar og að samþykki eins þeirra hafi verið gefið á fölskum forsendum. „Þetta fór í óformlega kynningu byggjan- dans sjálfs,“ sagði Hjörleifur. „Hann kynnti þetta fyrir þeim og fékk uppáskriftir en síðan hafa borist kvörtunarbréf frá nágrönn- unum.“ Grenndarkynning tekur einn mánuð og að henni lokinni taka byggingarnefnd og borgarráð endanlega ákvörðun um hvort byggingarleyfi verði veitt. Steinar Þessir strákar sögðu að það yrði mikill munur að fá nýja æfingavöll- inn í gagnið. Selfoss: Iþróttavallarsvæðið stækk- að um 16 þúsund fermetra Selfossi. FRAMKVÆMDIR við nýjan æfingavöll á íþróttavallarsvæði Sel- foss eru komnar á lokastig. Um er að ræða 16 þúsund fermetra grasvöll þar sem tveir knattspyrnuvellir komast fyrir. Svæði þetta verður mikil búbót fyrir þá Qölmörgu knattspyrnuiðkendur og annað íþróttafólk sem býr á Selfossi og í nágrenni. Nýja æfingasvæðið leysir nú- krefjast mikils rýmis. verandi grasvöll af hólmi sem æfingavöll og að hluta sem keppnisvöll. Þá verður með til- komu þessa svæðis unnt að taka við stórmótum í knattspyrnu sem Unnið er að því að þökuleggja æfingasvæðið og það verk annast vinnuflokkur úr unglingavinnu bæjarins. - Sig. Jóns. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 25. júir. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verft verft (lestir) verð (kr.) Þorskur 51,50 42,00 46,37 99,468 4.612.029 Þorskur(smár) 36,00 29,00 35,68 5,115 182.522 Ýsa 66,00 16,00 38,26 10,038 384.054 Skötuselur 148,00 117,00 140,72 0,406 57.202 Ufsi 29,00 23,00 27,86 14,225 397.177 Ufsi(smár) 12,00 12,00 12,00 1,034 12.414 Keila 14,00 14,00 14,00 0,138 1.932 Steinbítur 44,00 38,00 40,93 3,533 144.618 Langa 28,00 28,00 28,00 1,908 53.451 Lúða 230,00 90,00 165,96 0,509 84.636 Karfi 38,00 24,00 31,16 5,954 185.561 Koli 28,00 10,00 22,14 0,961 21.280 Samtals 42,87 143,380 6.146.116 Selt var úr Víði HF. í dag verður seldur oátafiskur. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 46,00 37,00 44,42 23,630 1.049.662 Þorskur(smár) 25,00 25,00 25,00 0,230 5.750 Ýsa 83,00 50,00 63,79 1,452 92.623 Karfi 38,00 29,00 34,79 32,557 1.132.824 Ufsi 15,00 10,00 12,91 0,153 1.975 Steinbítur 20,00 15,00 17,81 0,032 570 Langa 15,00 15,00 15,00 0,301 4.515 Lúða 210,00 170,00 190,30 0,067 12.750 Hlýri 20,00 20,00 20,00 0,153 3.060 Blandað 15,00 15,00 15,00 0,087 1.305 Samtals 39,29 58,662 2.305.035 Selt var úr Sigurey BA og Jóni Baldvinssyni RE. í dag verður selt úr Gideon VE og bátafiskur FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 47,50 47,00 47,30 2,319 109.728 Ýsa 35,00 35,00 35,00 0,062 2.170 Karfi 28,00 18,00 26,97 1,353 36.658 Ufsi 30,00 15,00 24,61 4,055 99.776 Steinbítur 27,00 27,00 27,00 0,175 4.725 Langa 23,00 23,00 23,00 0,205 4.715 Lúða 200,00 190,00 190,65 0,620 118.200 Skötuselur 200,00 200,00 200,00 0,004 860 Samtals 42,83 8,794 376.658 Selt var úr bátum. f dag verður seldur bátafiskur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.