Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 26. JÚLÍ 1989 17 Unnið við Kolbeins- ey í kapp við veðrið VARÐSKIPIÐ Óðinn var komið með sinn annan farm af stein- steypu að Kolbeinsey í gær en þar var unnið í kapp við veðrið fram eftir kvöidi, þar sem spáð var norð-austanátt með 6 til 8 vindstigam. Að sögn Sigurðar Steinars Ketilssonar skipherra á Óðni, miðar verkinu vel og með nokkurri bjartsýni má búast við að því yúki um helgina. „Þetta verkefni hefur gengið vonum framar," sagði Sigurður. „Hér eru erfiðar aðstæður og lítið undirlendi á þessu skeri þannig að ég held að menn geti verið mjög ánægðir með árangurinn. Búnaðurinn í skipinu og skipið hefur reynst vel og svo er náttúru- lega hörku duglegt fólk hérna. Það er númer eitt, tvö og þijú. Við erum að keppast við að klára því hann spáir norð- austan átt með 6 til 8 vindstigum og þá get- um við lítið aðhafst. Við stefnum því á að vera búnir að þessu fyrir miðnætti og ef allt gengur upp, þá höldum við inn á Akureyri." Sigurður sagði að fara þyrfti þijár ferðir með efni og er það ein ferð umfram áætlun er gerð var en þegar unnið hafði verið úr fyrsta farminum, sem var um 30 rúmmetrar af steypu, var ein- ungis búið að „holufylla". Sagði Sigurður að miklar gjótur væru í eynni og engu líkara en hún væri að springa í sundur. Steypusíló hafa þrisvar farið í sjóinn og þurfti að senda kafara eftir þeim til að ná þeim upp. „Okkur dreymir um að hægt verði að fara síðustu ferðina á fimmtudaginn þrátt fyrir slæma veðurspá og ljúka þá við að steypa en slá síðan utan af mótunum og ganga frá pallinum á.föstudag," sagði Sig- urður. „Það þýðir ekki annað en að vera bjartsýnn, bjartsýnin keyrir allt áfram. Veðrið er ágætt núna austan kaldi og suddi. Hafís- inn sjáum við ekki en rækjukarl- arnir eru svo spenntir að fylgjast með verkinu þeir eru farnir að toga hérna upp undir okkur. Þeir Þyrla Landhelgisgæslunnar með steypusíló yfir Kolbeinsey en vonir stand til að lokið verði við þyrlupallinn í eynni fyrir næstu helgi. eru að ljúka við rækjukvótan fyr- ir Norðurlandi og nú er svo lítið að hafa að þeir hafa meira gaman af að fylgjast með okkur.“ - Er þetta skemmtilegt verk ? „Jú þetta er bæði gaman og spennandi og svo er þetta svo sérstakt verkefni og öll verkefni sem ganga vel skila jnanni ein- hveiju,“ sagði Sigurður. „Steypyþyrlan" á ferð við „steypustöðina" um borð í Óðni. Valaskjálfti 89 á Egilsstöðum VALASKJALFTI 89 er yfirskrift tónleika- og dansleikjahátíðar sem verður í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum um verslunar- mannahelgina. Á hátíðinni koma fram hljóm- sveitirnar Stjórnin, Langi Seli og skuggarnir, Heitar pylsur, Engin okkar hinna, Hálfur undir sæng, Pete Suffa and the disaster, söng- konumar Sigríður Beinteinsdóttir og Ellen Kristjánsdóttir og blúsar- inn Guðgeir Björnsson. Þá sýnir eldgleypir listir sínar og ýmis önnur skemmtiatriði verða á boðstólum. Dansleikir verða á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld frá klukkan 22-03. Rokktónleikar verða á laugardaginn klukkan 17. í fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu hefur borist frá aðstandend- um hátíðarinnar, segir að góð tjald- og hreinlætisaðstaða sé á Egilsstöð- um. Þá segir, að í Atlavík verði tjaldstæði leyfð, en Skógrækt ríkis- ins hafi ekki talið unnt að leyfa dansleikjahald þar. Rútuferðir verða alla dagana milli Atlavíkur og Egilsstaða. Sæstrengur til Vestmannaeyja: Heildarkostnaður við viðgerð imi VIÐGERÐ og prófun á aðalsæ- streng til Vestmannaeyja lauk á mánudag, en hann bilaði í árs- byijun. Heildarkostnaður við við- gerðina er áætlaður um 80 millj- ónir króna. Strengurinn getur flutt 26 MW til Vestmannaeyja og á að duga vel fram yfir alda- mót. Aðalstrengurinn, sem lagður var 1978, bilaði 14. janúar síðastliðinn. Ekki var unht að gera strax við hann þar sem viðgerðin er afar Veitinga- húsið Hall- argarður- inn stækkað VEITIN G AHÚ SIÐ Hallar- garðurinn í Húsi verzlunar- innar verður lokað til 25. ágúst n.k. þar sem unnið er að því að stækka staðinn og breyta honum. Að sögn Jóhannesar Stefáns- sonar veitingamanns verður aðal breytingin sú að staðurinn fær sérinngang, en áður var gengið inn í hann úr Veitinga- höllinni. Byggð verður brú inn í nýtt anddyri á suðurhlið, setu- stofa stækkuð og innréttingum breytt í sjálfum veitingasaln- um. Jóhannes sagðist vona að fastagestir Hallargarðsins sýndu þessum breytingum skilning og kvaðst þess fullviss að breytingarnar myndu falla þeim vel í geð. 80 milljomr vandasöm, að því er segir í fréttatil- kynningu frá Rafmagnsveitum ríkisins, og mjög háð veðri. Tekinn var í notkun varasæstrengur frá 1962 sem einungis annar almennu álagi í Vestmannaeyjum svo að skerða varð sölu ótryggðrar orku. Hafist var handa um að staðsetja bilunina þegar aðstæður leyfðu með mælingum frá Landeyjarsandi og Vestmannaeyjum. Hún reyndist vera á 45 metra dýpi um 4 kíló- metra frá Vestmannaeyjum. Þar torvelda miklir straumar köfun og vegna veðurs voru skemmdir ekki kannaðar nánar fyrr en um mán- aðamótin febrúar - mars. Streng- urinn reyndist mun verr farinn en ætlað var í fyrstu, skemmdir fund- ust á tveim stöðum auk bilunarstað- ar. Hafrót og straumar höfðu til dæmis stórskemmt strenginn á 2.000 - 3.000 metra kafla út frá Eiðinu í Vestmannaeyjum. Ýmsar leiðir til úrbóta voru at- hugaðar og ákveðið að skipta út hluta af strengnum og taka á land við Skansinn. Danska fyrirtækið MKT átti lægsta tilboð í 6 kíló- metra af 33 kV streng og viðgerðar- skip. Þegar eftir að skipið H.P. Lading kom til Vestmannaeyja um miðjan júlí hófst undirbúningur við- gerðarinnar. Jafnframt var byijað á að leggja og tengja 650 metra streng frá Skansinum í aðalveitu- stöð og lauk því verki fyrir rúmri viku. Sæstrengurinn náðist að bilunar- stað fyrir viku en vegna veðurs hófst viðgerð degi síðar. Sólarhring tók að tengja nýja strenginn við þann gamla og enn tafði veður framkvæmdir. Strengurinn var lagður á land síðastliðinn sunnudag, tengdur og prófaður á mánudag. KAFFITILBOÐ YININAR VERD mmmmm rosíiHii* INGAPJÖNUSTAN / SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.