Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 1
48 SIÐURB 167. tbl. 77. árg.__________________________________MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989_______________________________Prentsmiðja Morgnnblaðsins Sovétríkin: Námamenn 1 Donar- dal snúa til vinnu eftir kjarabætur Moskva. Daily Telegraph og Reuter. TUGÞÚSUNDIR sovéskra námamanna í Donar-dal sneru aftur til vinnu í gær og virðist sem endi verði senn bundinn á alvarleg- ustu vinnudeilur í Sovétríkjunum frá því skömmu eftir valdarán kommúnista á öðrum áratugi aldarinnar. Þrátt fyrir það geta Kremlverjar ekki enn varpað öndinni léttar, því enn er óvíst hvernig greiða á fyrir kjarabætur námámanna og síst virðist ætla að draga úr þjóðernisróstum í suðurhluta Sovétríkjanna. námamanna, sem gengið var að, en þær fela í sér gífurlegar kaup- hækkanir, umbætur í vinnuað- búnaði og almennar lífskjarabæt- ur. Sérfræðingar í málefnum Sov- étríkjanna segja það vart gert með öðrum hætti en niðurskurði ann- ars staðar, sem aftur geti leyst úr læðingi verkföll annarra stétta,. sem nú hafi fordæmi fyrir því að stjórnvöld láti undan slíkum að- gerðum. Pólland: Fréttaskýr- endur telja að Míkhaíl Gorb- atsjov Sovét- forséti hafi tek- ið mikla áhættu með því að láta undan kostnað- arsömum kröf- um námamanna Og líta á þær Gorbatsjov. sem stuðning við umbótaáætlun sína í efnahags- málum. Flóð á Indlandi Reuter Mikil flóð hafa verið í nágrenni Bombay á Indl- andi frá því á mánudag, en gífurlegar rigningar hafa verið á þeim slóðum að undanfömu. A myndinni sjást nokkrir íbúar borgarinnar ösla vatnselginn á jámbrautarstöð, en flóðin hafa valdið aurskriðum og nánast Iamað allar sam- göngur. Að minnsta kosti níutíu manns hafa lát- ist af völdum rigninganna. Líkur á ríkisstjórnarmynd- un Samstöðu taldar dvína LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, hvatti Wojciech Jamzelski Póllands- forseta til þess í gær að taka „einu viturlegu ákvörðunina“ og leyfa Samstöðu að mynda ríkisstjórn. I yfirlýsingu, sem hann afhenti Jaraz- elski, sagði að samsteypustjórn kommúnistaflokksins og stuðnings- flokka hans virtist ekki enn reiðubúin til þess að sætta sig við stjórn annarra flokka og væri að undirbúa myndun nýrrar ríkisstjórnar. Talið er að Iíkur á að Samstaða myndi ríkisstjórn i Póllandi fari nú mjög dvínandi. Verkamenn í þungaiðnaði hafa löngum verið í hávegum hafðir í Sovétríkjunum og telja sumir það skýringuna á viðbrögðum Gorb- atsjovs. Hann hafi gert sér grein fyrir því að hann gæti hvorki brot- ið verkföllin aftur með valdi né látið sem ekkert væri, þar sem vart væri hægt að bendla „hetjur Sovétríkjanna" við „andsósíal- isma“ eða „þjóðernisofstæki“. Því hafi hann túlkað verkföllin sem réttmæt mótmæli verkalýðsins gegn helstu andstæðingum sínum í sovéska valdakerfinu: skrifker- um og afturhaldsöflum. Á hinn bóginn geti afturhaldsmennirnir ekki ráðist á Gorbatsjov fyrir að vilja bæta hag verkalýðsins. Hvorki Gorbatsjov né nánustu aðstoðarmenn hans hafa útskýrt með hvaða hætti eigi að afla íjár til að koma til móts við kröfur Til þessara viðræðna var stofnað að frumkvæði Jagques Delors, for- seta framkvæmdastjórnar EB, en í ræðu sem hann flutti í Strassborg í janúar sl. hvatti hann til þess að nýjar leiðir yrðu kannaðar í sam- skiptum EFTA og EB. Leiðtogar EFTA tóku undir hugmyndir hans á fundi sínum í Osló og viðræðunum var hleypt af stokkunum á sameigin- legum ráðherrafundi EFTA og EB í mars. Síðan hafa fjórir starfshópar skipaðir háttsettum embættismönn- um fjallað um fjögur svið, atvinnu- og búsetufrelsi fólks, fijálsa vöru- flutnínga og hugsanlegt tollabanda- Walesa segir að Samstaða hygg- ist mynda skuggaráðuneyti ef af stjórnarmyndun kommúnista verð- ur og yrði það reiðubúið til þess að taka við völdum hvenær sem er, en það segir Walesa óhjákvæmilegt lag, fijálsa flutninga ijármagns og þjónustu og samstarfs á sviði um- hverfismála, mennta- og menningar- mála. Allir þessir hópar hafa lokið störfum og fimmti hópurinn sem fjallar um fyrirkomulag og rekstur samstarfsins, nauðsynlegar stofnanir og áhrif á löggjöf mun skila áliti í október í haust. Yfirnefnd eða stýrihópurinn sem hélt fund í Brussel í gær mun koma saman 29. september til að fylgjast með störfum fimmta hópsins og skila áliti til framkvæmdastjórnar EB og ríkisstjórnar aðildarríkja EFTA þann 20. október. Þá lýkur þessum könn- „fyrr eða síðar“. Walesa sagði að Samstaða myndi ekki banna þingmönnum sínum að taka þátt í ríkisstjórn með kommún- istum, en tók skýrt fram að það gerðu þeir á eigin ábyrgð án þess unarviðræðum og síðan verður það á valdi stjórnmálamanna hvert fram- haldið verður. Niðurstöðurnar verða kynntar framkvæmdastjórn EB og ráðherrum aðildarríkja bæði EFTA og EB. Búist er við því að formlegar viðræður á grundvelli þeirra tillagna sem liggja fyrir eftir sameiginlegan ráðherrafund 19. desember hefjist í byijun næsta árs. Hlutvérk fimmtu nefndarinnar verður m.a. að setja fram hugmyndir um sameiginlegar stofnanir og hvernig megi koma fyr- ir eftirliti með framkvæmd Jieirra samninga sem gerðir verða. íslend- ingar gegna formennsku í yfirnefnd- inni á móti fulltrúum framkvæmda- stjórnar EB. Fyrir hönd EFTA-ríkj- anna stýrir Hannes Hafstein, ráðu- neytisstjóri, störfum nefndarinnar en af hálfu EB Horst Krenzler, yfirmað- ur stjórnardeildar 1, sem fer með utanríkismál innan EB. að Samstaða kæmi þar á nokkurn hátt nærri. Að sögn Waiesa fór fundur þeirra Jaruzelskis fram í fullri vináttu og kvaðst hann hafa sagt forsetanum, að efnahagsástand landsins krefðist skjótrar ríkisstjórnarmyndunar í kjölfar kosningasigurs Samstöðu í síðasta mánuði. Aðeins ríkisstjórn, sem Samstaða myndaði, gæti sann- fært þjóðina um að þær breytingar í lýðræðisátt, sem átt hafa sér stað í Póllandi að undanförnu, væru var- anlegar og nauðsyn harkalegra efnahagsumbóta. „En það lítur allt út fýrir það, að samsteypustjórnin sé enn ekki reiðubúin til þess að fallast á þá lausn. í stöðunni virðist hún hafa tekið ríkisstjórnarmyndunina á herðar sér,“ sagði Walesa. Stjórnmálaskýrendur telja þetta benda til þess að Jaruzelski hyggist fela einhveijum flokksbróður sínum umboð til stjórnarmyndunar. Taiið er að Wladyslaw Baka, efnahags- sérfræðingur stjórnarinnar, sé líklegstur til þess, fái núverandi forsætisráðherra, Mieczyslaw Rakowski, umboðið ekki. Að sögn Walesa lét Jaruzelski ekki sérstaklega í ljós andstöðu sína við ríkisstjórn Samstöðu, en vildi frekar ræða um þjóðstjórn komm- únista og Samstöðumanna undir forystu Kommúnistaflokksins. „Forsetinn sagði ekkert ákveðið um tillögu okkar. Hann leitar enn bestu lausnarinnar," sagði Walesa, en bætti við: „Hugmyndir okkar og afstaða til nýrrar ríkisstjórnar eru mjög ólíkar.“ Þetta er í fyrsta skipti frá valda- töku kommúnista árið 1944, sem formaður Kommúnistaflokksins ráðfærir sig við stjórnarandstöðuna um stjórnarmyndun. Talið er að stjórnarmyndunin skýrist í dag eða á morgun, en Rakowski hefur látið í ljós efasemdir um hvernig til tekst og kvaðst hann óttast að í hönd færi tími „ólæknandi stjórnar- kreppu". Kambódía: Friðarvið- ræður út um þúfur París. Reuter. VIÐRÆÐUR hinna Qögurra stríðandi fylkinga Kambódiu rannu út í sandinn í gær, en franskir stjórnarerindrekar sögðu að þrátt fyrir það myndi friðarráðsteftia 20 þjóða fara fram um næstu helgi. Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, kenndi Rauðu khmer- unum um hvemig farið hefði og sagði að viðræðurnar hefðu verið skref í ranga átt. Khmerarnir eru öflugasta stjórnarandstöðuhreyf- ingin í Kambódíu, en á tíma ógn- arstjórnar þeirra, 1975-1979, er talið að þeir hafi myrt a.m.k. 1 milljón manns, um '/<; þjóðarinn- ar. Um næstu helgi verður haldin friðarráðstefna um málefni Kambódíu í París og munu full- trúar 20 ríkja sækja hana, þar á meðal utanríkisráðherrar Kína, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Samskipti EB og EFTA: Fyrsta áfanga viðræðna lokið Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morjrunblaðsins. FYRSTA áfanga í viðræðum aðiidarríkja Fríverslunarsambands Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) lauk í Brassel í gær. Þessi áfangi snerist um hugsanleg efnisatriði í fyrirhuguðum formlegum viðræðum EFTA og EB. Samkvæmt heimildum í Brassel gengu viðræðurnar vel fyrir sig og enginn óyfirstíganlegur ágreiningur hefúr verið. Næsta áfanga sem snýst um fyrirkomulag samvinnunnar mun Ijúka 20. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.