Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 33 farið á síðastliðnum sex mánuðum. Þegar ég komst á legg varð Þórð- ur hluti af mínu lífi þar sem hann bauð upp á umhverfi sem ég sóttist mjög eftir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi sem krakki að komast í sveit til Þórðar og Möggu. Þórður hafði einstakt lag á bömum og beitti því af mikilli færni og næmi. Hann hlustaði vel, sagði sögur og virtist ávallt hafa nógan tíma fyrir börnin. Gamansemin, léttleikinn og söngurinn var stór hluti af honum. Mér er minnisstætt þegar setið var við langborðið í gamla húsinu og snætt. Þórður sat fyrir endanum og stjómaði umræðum í gaman- sömum tón og passaði upp á að allir fengju að tjá sig hvort sem fullorðnir eða börn áttu í hlut. Heimilisdýrin lágu gjarnan í hrúgu við fætur Þórðar. Þegar Þórður tal- aði við þau fannst ’thér eins og þau skildu hvert orð sem hann sagði. Mér er líka minnisstætt hvað ég öfundaði börnin hans á Ölkeldu yfir því að hafa hann fyrir kennara og reyndar alla krakkana úr sveitinni yfir því að fá að dvelja í heimavist- inni á Ölkeldu þegar skólinn var á veturna. Mínir dagar á Ölkeldu hjá Möggu og Þórði vom alltaf of fáir, liðu alltaf of hratt en gáfu mér hafsjó af reynslu og ljúfar minningar sem entust mér fram á næsta sumar í | Reykjavíkinni. Ég er viss um að allur sjá fjöldi bama og unglinga sem dvalið hefur hjá Þórði og Möggu um lengri eða skemmri tíma getur tekið undir þetta hjá mér. Þegar ég sjálfur stofnaði heimili héldust okkar tengsl og styrktust. Einn drengja minna fékk jafnvel að kynnast hlýja góða andrúmsloft- inu hjá Þórði og Möggu í sveitinni. Eins og fram hefur komið er ekki hægt að ijalla um Þórð án þess að ( nefna Möggu f sömu andránni, svo nátengd vom þau. Magga yfirgaf þetta jarðlíf í vor og tekur nú á móti Þórði sínum glöð og örugglega laus við hjólastólinn. Þórður varð aðeins hálfur maður eftir fráfall Möggu og hann saknaði hennar mikið. Magga var þannig bakhjarl. En fráfall Þórðar kom mér á óvart. Fyrir hálfum niánuði sátum við í eldhúsinu og spjölluðum um lands- málin, kennslupólitíkina og tókum i saman lagið. Það var ekkert farar- snið á honum. Húmorinn á réttum stað og tilbúinn að takast á við veturinn. Hann vildi áfram að fólk stoppaði og fengi kaffi hjá sér og ókunnugir áttu áfram að stoppa og smakka á ölkelduvatninu. Það verð- ur öðmvísi að fara vestur núna en minningamar um mannvin og góð- an dreng munu lifa. Ég og fjölskylda mín sendum bömum hans, tengdabörnum og 1 öllum afabömunum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Elmar Þórðarson. Þórður Gíslason bóndi og kenn- ari á Ölkeldu í Staðarsveit er lát- inn. Hann var búfræðingur frá Hvanneyri vorið 1938. Hann hóf búskap í Hólakoti með Margréti konu sinni á fyrsta giftingarári þeirra og bjuggu ungu hjónin þar í tvö ár. Árið 1945 reistu þau ný- býli á Ölkeldu, en það ár gerðist Þórður bamakennari og síðan skólastjóri. Um 18 ára skeið ráku þau hjónin skólann í eigin hús- næði. Þórður sótti fjöldamörg nám- skeið til að búa sig betur undir kennsluna. Skógrækt var Þórði ávallt hug- leikin. Hann var formaður skóg- ræktarfélagsins í héraðinu._ Aðal- , fund Skógræktarfélags íslands sótti hann í áratugi og fór til Nor- egs í námsferð. Heiðurshjónin á Ölkeldu vom viðmótsþýð og glöð og það geislaði af þeim á mannamótum. I meira en þijá áratugi sinnti Þórður kennslu og skólastjórn með sæmd. Varla er til það ábyrgðarstarf í Staðarsveit sem Þórður hafði ekki gegnt um lengri eða skemmri tíma sv.o sem sveitarstjórnar- og sýslu- ( nefndarstörfum. Hann var gerður að heiðursfélaga í Ungmennasam- bandi Snæfells- og Hnappadals- sýslu árið 1972 og heiðursfélagi Kennarasambands Vesturlands varð hann við starfslok 1976. Hér er stiklað á stóm um fjöl- breytt félagsmálastörf í heima- sveitinni fögm, sem hann unni og lagði sitt af mörkum til að hún mætti verða ennþá búsældarlegri. Þórður var í sóknamefnd í ára- tugi, hann söng í kirkjunni sinni, hann hafði fagra söngrödd og hlýja sem hann beitti af tilfínningu, átti hinn hreina tón. Mér finnst að gömlu ungmennafélagamir hafi borið með sér innri gleði og tryggð. Þeim var kappsmál að láta gott eitt af sínum störfum leiða. Það var óskráð takmark. Hjónin á Ölkeldu eignuðust sex börn. Það var þeirra mesta gæfa. Það em ekki margar vikur síðan Margrét húsmóðir á Ölkeldu var kvödd hinstu kveðju og nú er Þórð- ur Gíslason til moldar borinn. Kynni okkar Þórðar vörðu ekki um langt árabil, en þau vom traust. Ég er þakklát honum fyrir velvildina í minn garð. Góð hjón hafa lokið lífs- göngu sinni, þau vora samvalin og eitt. prýði sveitar sinnar og héraðs. Á saknaðarstund sendi ég að- standendum öllum blessunaróskir. Ingibjörg Pálmadóttir. Fyrir rúmum tveimur áratugum flutti ég ásamt fjölskyldu minni vestur á Staðastað. Mér þótti þá heldur lítið til koma, prestsseturs- húsið lélegt og flest í niðurníðslu, veður drangalegt og sveitin ljót í haustrigningunni. En á móti okkur tók formaður sóknamefndar, Þórð- ur Gíslason bóndi á Ölkeldu, og yfir honum var engin deyfð né dmngi og aldrei efaðist hann um að við væmm að flytjast í landsins bestu sveit. Það breytist margt á skemmri tíma en 20 ámm og í Staðarsveit- inni hefur mörgu þokað fram á við, m.a. á prestssetrinu. En fólkið sem fagnaði okkur forðum er nú að tínast burt, hjónin á Ölkeldu, okkar næstu grannar, em bæði horfín af heimi með stuttu milli- bili. Og þannig hefðu þau eflaust kosið það sjálf. Það var aldrei langt á milli þeirra þau ár sem þau bjuggu saman í hjónabandi, ekki meðan þau fengu nokkra um það ráðið. Börn Ölkelduhjónanna urðu sjö. Öll hafa þau haldið nánum tengsl- um við æskuheimilið og bamaböm- in hafa notið þess að fá að koma í sveitina á sumrin, þau sem búsett em utan hennar, en fjórir af sonun- um eiga nú heima í Staðarsveit. Þórður á Ölkeldu var bjartsýnn hugsjónamaður og vildi ávallt leggja góðum málefnum lið. Hann var félagshyggjumaður og að eðlis- fari mjög félagslyndur maður, starfaði af áhuga í ungmennafélagi sveitarinnar og í Skógræktarfélagi íslands, átti sem fyrr segir lengi sæti í sóknarnefnd kirkju sinnar og þau hjón sungu bæði í kirkju- kórnum, en söngur var hans líf og yndi. Þórður var búfræðingur frá Hvanneyri og bjó góðu búi á Öl- keldu II, þar sem hann byggði sér íbúðarhús 1949 og síðan annað nýtt tuttugu ámm síðar. En auk alls þessa var hann kennari og skólastjóri í sveitinni í rúm 30 ár eða frá 1945 til 1976. Fyrstu árin var skólinn enn farskóli, en um 1950 er komin föst skipan á skóla- hald Staðarsveitar, börnunum kennt alfarið á Ölkeldu og fer kennslan fram á Ölkeldu I en heimavist og mötuneyti er í umsjá Margrétar húsfreyju á Ölkeldu II. Þessi skipan hélst að mestu óbreytt þangað til skólinn var fluttur í nýbyggt félagsheimili á Lýsuhóli í ársbyijun 1969. Þó mun daglegur akstur með nemendur hafa verið tekinn upp nokkrum ámm áður en skólinn flutti frá Ölkeldu. Má nærri geta að mörgu hefur þurft að sinna í sambandi við börnin og skólann og þá ekki síður mætt á húsfreyju en bónda. Það voru því fleiri böm en þeirra eigin sem nutu uppeldis og ástúðar Ölkelduhjónanna. Og í mörg ár MINNINGAR eftir að skólinn var fluttur að Lýsu- hóli vom þau Þórður og Margrét jafnan með aðkomuböm á heimili sínu, börn sem komið var í skóla í sveitinni og þurfti þá um leið að útvega skjól á góðu heimili. Þessi börn önnuðust þau hjón af ástríki og alúð og mörg þeirra hafa haldið sambandi við Ölkelduheimilið ámm saman eftir að þau fóm þaðan. Oft var gestkvæmt hjá Þórði og Mar- gréti og voru þau samhent í því sem öðm að taka vel á móti öllum sem til þeirra komu. Eins og ég gat um í upphafi hófust kynni okkar Þórðar strax og við ókum í hlað á Staðastað, það var í september 1973. Hann var þá og allt til æviloka formaður sóknarnefndar og átti af þeirri ástæðu oft erindi á heimili prests- ins. En samstarf okkar varð á fleiri sviðum. Hann var kennari flestra Staðastaðarkrakkanna og þau minnast hans nú með þakklæti. Strax fyrsta vetur okkar á Staða- stað kenndi ég svolítið við Lýsu- hólsskóla og kynntist þeim góða anda sem þar ríkti milli Þórðar og samkennara hans sem báðir vom gamlir nemendur hans. Og veturinn 1975-76 kenndum við Þórður sam- an á Lýsuhóli við fremur erfiðar aðstæður, en við vomm bjartsýn á að skólinn ætti sér framtíð og þær vonir okkar hafa ekki bragðist. Bjartsýni var raunar mjög einkenn- andi í fari Þórðar, hann trúði því ávallt að öll mál snemst til betri vegar. í átta ár áttum við saman sæti í hreppsnefnd Staðarsveitar, þar sem hann hafði líka setið áður en ég kom við sögu. Einnig þar var bjartsýni hans og létt lund uppörvun fyrir okkur sem með hon- um unnu. Fimmtudag í 23. viku sumars var að vanda réttað í Ölkeldurétt. Þar bar fundum okkar Þórðar síð- ast saman. Hann var þá sem svo oft áður veitandi, bauð í kaffí heim á Ölkeldu og gladdist yfír að geta tekið á móti gestum, „þó ekkert geti orðið eins og áður,“ sagði hann við mig og minntist þá Margrétar sinnar. Og fyrir mér rifjuðust upp svo margar fyrri heimsóknir að Ölkeldu. Eftir réttina vorum við t.d. alltaf vön að fara þangað og þá var húsfyllir í bænum, allir þágu veitingar og vom glaðir. Þórður hafði yndi af taka á móti gestum og margir áttu við hann erindi. Á síðari áram hafa ferðamenn á sumrin flykkst að ölkeldunni sem bærinn dregur nafn af, og taldi Þórður aldrei eftir sér að fræða komumenn um ágæti vatnsins og hollustu. Helst hefði hann líklega kosið að geta boðið öllum inn í kaffi sem í hlaðið komu til að bergja á ölinu. Eftir lát Margrétar var Þórður oft einmana þótt bömin og bama- börnin væm aldrei langt undan og vildu allt fyrir hann gera. Ég held að hann hafí verið 'áttur við lífið og lánsamur að fá aö hverfa héðan á þann hátt að hann gat til síðasta dags sinnt hugðarefnum sínum, hann mun einmitt hafa ætlað á söngæfingu með kirkjukómum kvöldið sem hann lést. Það er langt síðan ég sannfærð ist, eins og Þórður, um að Staðar- sveit sé best sveita. Ég veit að vísu að tuttugu ára búseta veitir ekki þegnrétt á Snæfellsnesi, en ég vil þó gerast svo djörf að þakka Þórði á Ölkeldu í nafni sveitarinnar „okk- ar“ fyrir störf í hennar þágu. En fyrst og fremst vil ég þakka honum og Margréti konu hans fyrir trausta vináttu við fjölskylduna á Staða- stað, fyrir margar glaðværar ánægjustundir sem við höfum átt saman, og ég flyt bömum hans, tengdabörnum og barnabörnum samúðarkveðjur frá okkur Rögn- valdi og bömunum okkar. Kristín R. Thorlacius, Staðastað. Fleiri minningargreinar um Þórð Gíslason og Margréti Jónasdóttur bíða birtingar og munu birtast hér í blað- inu næstu daga. EÐVALD HALLDORS- SON OG SESILÍA GUÐMUNDSDÓTTIR + Eðvald Halldórsson var fæddur á Hrís- um í Víðidal í V-Húna- vatnssýslu 15. janúar 1903. Hann lést á Hvammstanga 24. sept- ember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hall- dór Ólafsson frá Litlu- fellsöxl í Borgarfirði og Sigríður Jóhannsdóttir í Hrísum. Hann Iærði bæði söðlasmíði og bátasmíði. Sesilía Guð- mundsdóttir var fædd á Gnýstöðum á Vatnsnesi í V-Húnavatnssýslu 31. desember 1905. Hún lést á Hvammstanga 21. janúar 1994. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Jónsson bóndi og síðari kona hans Marsibil Árnadóttir frá Stöpum. Eðvald og Sesilía gengu í hjónaband 2. janúar 1930 og eignuðustþau sex böm: Guðmund, Maríu Erlu, Marsibil Sigríði, Ársæl, d. 18. nóvember 1953, Sólborgu Dóru og Sigur- línu, d. 13. ágúst 1965. Barna- bömin era 14 og afkomendur em alls 60. Útför Eðvalds fer fram frá Hvammstangakirkj u í dag. ÞAÐ er erfítt að minnast annars þeirra hjóna, Eðvalds og Sesilíu, án þess að minnast hins, því svo sam- rýnd og samhent vom þau alla tíð. Ég minnist þeirra beggja þegar ég'var á bamsaldri. Eðvald dvaldi um tíma á heimili foreldra minna. Hann var að breyta og borðhækka skektu sem keypt var frá Noregi og þótti of veigalítil til að róa á henni til fiskjar. Sesilía var einnig um tíma á heimilinu og man ég sérstaklega eftir því er hún var í kaupavinnu að hálfu og að hálfu heima hjá sér á Gnýstöðum og það kom í minn hlut að flytja hana í vikulokin. Ég var þá einn til baka og aldrei fyrr hafði ég þurft að vera einn á ferð svo langt frá heimili mínu. Eðvald og Sesilía bjuggu fyrst á Hvammstanga. Alla tíð var heimili þeirra hlýlegt og notalegt. Mjög gestrisin bæði tvö og gott að sækja þau heim. Eðvald var verkhagur maður. Mátti segja að það skipti ekki máli hvaða verk hann vann. Hann var afburða góður sjómaður og varð formaður á árabát aðeins 16 ára gamall. Síðar stjórnaði hann stærri bátum. Eðvald var mjög góður smiður. Hann vann við söðlasmíði um tíma en einkum þó við bátasmíði og smíð- aði hann um 60 árabáta og trillur um dagana. Þetta vom þó ekki aðal- störf, því hann stundaði sjómennsku og búskap. Eðvald gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var í hreppsnefnd Kirkjuhvammshrepps og oddviti 1936-37 og Hvamms- tangahrepps 1937-42, eftir að það sveitarfélag var stofnað. Síðar, eftir að hjónin fluttu að Stöpum, var hann í hreppsnefnd Kirkjuhvamms- hrepps. Þá var hann formaður skóla- nefndar, safnaðarfulltrúi, í stjórn kaupfélgsins og formaður þess um skeið. Eðvald var mjög greiðvikinn og hjálpfús og naut hann almennrar virðingar og trausts sinnar samtíð- ar. Öll störf sín leysti hann af stakri trúmennsku. Hann hafði glöggt auga fyrir sögulegum verðmætum og fróðleik og hélt til haga og safn- aði saman ýmsum skjölum til varð- veislu. Þau hjónin vom um margt lík. Sesilía var vel verki farin. Hún vann fatnað á íjölskylduna og hugs- aði um heimilið af stakri prýði. Vel var gengið um alla hluti, bæði úti og inni. Heimilið var stórt, svo það var nóg að starfa, enda má segja að sjaldan félli verk úr hendi. Se- silía var mjög orðvör og ekki féllu styggðaryrði um samferðamenn. Hjónin byggðu bæinn Mörk rétt utan við Hvammstanga og höfðu þar landnytjar. Bæði unnu þau gróðrinum og gátu ekki án hans verið. Árið 1945 fluttu þau að Stöp- um á Vatnsnesi. Bærinn og fleiri húsakynni vom byggð upp og rækt- un aukin. í Stöpum bjuggu þau til ársins 1972 að þau fluttu aftur til Hvammstanga og byggðu þá húsið Framnes, þar sem þau áttu heimili síðan. Áður byggði faðir Eðvalds bæ með sama nafni á þeim stað og bjó þar. Staðurinn var því kær. Þar var líka hægt að hafa bátinn í fjör- unni fyrir neðan, en ég minnist þess ekki að Eðvald hafi nokkm sinni verið án þess að eiga bát, því að hann vildi geta, komist á sjó þegar svo horfði við. Hjónin vom mjög bamgóð og var stóri afkomendahóp- urinn þeim til gleði og hamingju,’**' enda naut hann ástríkis þeirra og umhyggju. Fjölskyldur okkar vom tengdar sterkum vináttu- og fjölskyldubönd- um. Við minnumst látinna hjóna, góðra og traustra vina, sem á langri og farsælli ævi hafa reist þá veg- vísa á lífsleið sinni sem eftirsóknar- vert verður að fylgja af hveijum þeim sem metur góðar dyggðir og vill vera öðrum til fyrirmyndar. Við þökkum samfylgdina og biðjum að blessun fylgi hinum látnu heiðurs- hjónum. Þeirra verður lengi minnst af ættingjum og vinum þegar góðra manna er getið. Eðvald verður nú lagður við hlið konu sinnar í heima- grafreit á Stöpum. Aðstandendum flytjum við innilegar samúðarkveðj- ur' Páll V. Daníelsson. Nú er Eðvald farinn, sá góði maður, eftir mikið og gott lífsstarf á öllum sviðum. Að minnast Eðvalds er einnig að minnast Sesilíu og sjá þá miklu hjálp, sem hún veitti manni sínum seinustu árin þannig að hann, í veikindum sínum, gat verið á heim- ili sínu þar til hún lést snemma á þessu ári. Þessi góðu hjón vom óijúfanleg heild og að hitta þau var bæði ljúft og mannbætandi, því þar var kær- leikurinn í fyrirrúmi. Eðvald og Sesilía bjuggu síðustu árin, eftir að þau hættu búskap, á höfuðbólinu Stöpum á Vatnsnesi, I litlu húsi sem Eðvald og Guðmundur sonur þeirra byggðu saman á Fram- nesi við Hvammstanga. Þar hélt hann áfram bátasmíði, því hann var góður bátasmiður. Bátar sem hann smíðaði bára því fallega handbragði vitni, en það átti einnig við um allt sem hann gerði. Við hjónin eignuðumst bát frá honum og má segja að gerð hans væri verk beggja hjónanna, því Eðvald smíðaði en Sesilía málaði bátinn og var í þessu sambandi einn- ig gaman að sjá samheldni þeirra á öllum sviðum og kærleika í hug og verki. Nú biðjum við Drottin að blessa Eðvald og Sesilíu þar serh þau hvíla saman í heimagrafreit á Stöpum. Reynir Karlsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.