Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ + Halldór Ás- mundsson var fæddur í Reykjavík 10. júlí 1974. Hann lést af slysförum 30. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ásmundur Hall- dórsson og Sigríður Guðjónsdóttir, d. 9.7. 1984. Fóstur- móðir hans síðustu árin var Sigrún Harðardóttir sam- býliskona föður hans. Systkini hans sammæðra voru Ingólfur Arn- arson og Linda Arnardóttir. Systur hans samfeðra voru Ás- rún Ásmundsdóttir, dóttir Sig- rúnar Harðardóttur, og íris MÉR VARÐ við eins og flestum þeim sem síðar heyrðu af andláti bróðursonar míns, Halldórs, að ég trúði þessu ekki. Það gæti ekki stað- ist að það yrði lagt á bróður minn Ásmund og fjölskyldu hans að missa annan son á sama árinu. En síðan kom sorgin. Það er hörmulegt að sjá á eftir ungum manni, sem rétt var að hefja lífið. Enn erfiðara er að sætta sig við að tveir ungir menn í sömu fjölskyldu skuli hafa verið hrifnir í burtu, báðir af slysförum og það með aðeins fjögurra mánaða millibili. Dóri frændi minn var rétt að byija að ná sér eftir missi vinar síns og fósturbróður, Heimis, en hann tók fráfall hans í vor mjög nærri sér. Dóri gat virkað harður af sér, en var í raun mjög blíður og viðkvæmur. Hann var mjög vin- - margur og þykja vinum hans á Húsavík og í Reykjavík höggvin stór skörð í vinahópinn. Við áttum tvö góð og löng símtöl saman í sumar. I fyrra sinnið var hann mjög niðurdreginn og miður sín eftir lát Heimis. Hann sá ekki tilgang með láti hans og fannst hann endurlifa móðurmissinn. Ég reyndi eftir bestu getu að hvetja hann til jákvæðra gerða, taka t.d. þátt í fé- lagsstarfi. Ég var því mjög glöð við síðara símtalið þar sem hann var mun jákvæðari, fullur bjartsýni, ætl- aði að taka þátt í starfi björgunar- sveitarinnar á Húsavík og hafði fengið aukinn áhuga á skólanáminu. Því getur maður spurt um tilganginn með því að Dóri skuli hafa verið tekinn frá okkur. Ég fyllist söknuði en einnig reiði yfir því hversu mörg ungmenni missa líf eða limi í bílslys- um. Halldór missti móður sína, Siggu (Sigríði), þegar hann var tíu ára gamall. Næstu árin voru honum, systkinunum Ingó og Lindu og föður hans Ásmundi mjög erfið. það var honum mikil gæfa að faðir hans skyldi kynnast Sirru (Sigrúnu) fyrir sex árum. Þau bjuggu fyrst í Reykja- vík en síðan á Húsavík, þar sem þeir feðgar hafa unað sér vel og Dóri farinn að festa rætur. Sirra, fósturmóðir hans, hefur verið honum sem besta móðir og urðu þau mjög - góðir félagar. Það var Dóra og Heimi mikið gleðiefni þegar þeir eignuðust sameiginlega systur, Ásrúnu, fyrir þremur árum. Það er Ása og Sirru ómetanlegur styrkur að hafa þessa litlu knáu hnátu núna þegar þau hafa misst svo mikið. Guð gefi Ása, Sirru og systkinun- um styrk á þessum erfíðu stundum og gefi að þeim takist að læra að lifa með sorginni og verði opin fyrir gleði og hamingju í framtíðinni. Erna Bryndís Halldórsdóttir. Veit nokkur næsta árið hver nár mun hníga í gröf? An boða feigðarfárið oft firrir lífsins gjöf. Þó vanti ei veðrið mjúka oft vorlauf bleik sjást fjúka. En hver af oss, sem eftir þreyr, með elsku tregar þann, sem deyr. Dögg Ásmunds- dóttir. Fóstursystk- ini hans, börn Sig- rúnar fósturmóður hans, voru Guðrún Eiríksdóttir og Hörður Eiríksson auk Heimis Eiríks- sonar, sem lést af slysförum í maí á þessu ári, tuttugu og eins árs að aldri. Halldór bjó með foreldrum sínum í Reykjavík fyrri hluta ævi sinnar en fluttist með föður sínum til Húsavíkur fyrir fimm árum og stundaði þar nám í Framhaldsskólanum á Húsavík. Útförin fer fram frá Húsavík- urkirkju í dag. Sá andast einn með gleði, sem iðkar sanna dyggð; hans gröf er gerð að beði, af guðs vemd'yfirskyggð; þá hérvist endað hefur. I helgri kyrrð hann sefur, uns ungur vaknar aftur hann við ársól dýrðar guðs í rann. (Þýð. Steingrímur Thorsteinsson) Undanfarnar vikur hefur hér á landi orðið hvert umferðarslysið á fætur öðru, þar sem ungmenni hafa látið lífið. Margir eiga um sárt að binda. Bróðursonur minn og vinur, Hall- dór Ásmundsson (Dóri), er einn þeirra sem snögglega hverfa af sjón- arsviðinu. Hann fórst í bílslysi 30. september sl., aðeins tvítugur að aldri. Fjölskyldan stendur eftir orð- laus og máttvana frammi fyrir hin- um kalda raunveruleika. Fyrr á þessu ári fórst fósturbróðir Dóra, Heimir Eiríksson, af slysförum, en þeir voru miklir mátar. Það sækja á marga hugrenningar við slíkar aðstæður, eins og hver sé tilgangurinn með þessu lífi yfirleitt og undrun yfir hve tilveran getur verið grá og jafnvel ósanngjörn. Framan af aldri dvaldi Dóri oft hjá okkur Guðmundi á Flúðum á sumrin og tengdist börnum okkar sterkum vináttuböndum. Eftir að hann fluttist á Húsavík voru sam- verustundirnir færri enda fjarlægðin á milli heimila meiri. En ævinlega voru það fagnaðarfundir þegar við hittumst, og margt skemmtilegt rifj- að upp. Dóri ferðaðist tölvuvert um landið með okkur og það er ekki langt síðan hann tjáði mér, að það hefði komið honum vel í seinni tíð sú árátta okkar að segja honum frá nöfnum á fjöllum og öðru í landslag- inu eins og þetta hefði nú verið þreytandi þrugl á sínum tíma. Dóri var snaggaralegur strákur, stundum ör, en hlýr og hress í sam- skiptum við fólk, enda vinmargur. Það er óhætt að segja að það hafi aldrei verið lognmoila í kringum hann. Ingólfur bróðir hans hafði orð á því að hann væri eins og hann kallaði „útihátíðaróheppinn" eftir að í tvígang hafði birst mynd af honum á forsíðu í miðjum hópi líflegra ungl- inga. Það var eftirtektarvert í fari Dóra hve vel hann náði til allra ald- urshópa. Hann virtist eiga jafn gott með að blanda geði við sér yngra fólk og þá sem eldri voru, laus við feimni. Með Dóra upplifðum við margar gleðistundir en einnig sorgina. Þegar hann var 10 ára gamall missti hann móður sína úr hvítblæði og það kom í minn hlut að segja honum frá því. Það var mikil lífsreynsla fyrir mig að reyna að útskýra fyrir drengnum hvers vegna móðir hans væri ekki lengur þessa heims og að nú væri hún í guðsríki og þyrfti ekki að þola meiri kvalir. Fullorðið fólk sér ekki alltaf til- gang með hlutunum, hvað þá börn. Dóri var lengi að jafna sig eftir móðurmissinn og ég hygg að sú reynsla hafi sett mark á skapgerð hans alla tíð. Það var mikil gæfa fyrir Dóra, IVIIIMNINGAR þegar faðir hans Ásmundur hóf sam- búð með Sigrúnu Harðardóttur, og þau fluttu úr Reykjavík til Húsavík- ur og komu sér upp fallegu heimili, þar sem Heimir heitinn sonur Sirru bjó ásamt þeim þremur og svo bætt- ist við lítil systir fyrir þremur árum, Ásrún, en hún er nú eins og ljós- geisli í myrkrinu. Fyrst í stað fannst Dóra Húsavík hafa fátt fram yfir höfuðborgina en síðar kunni hann mjög vel við sig fyrir norðan. Sirra mágkona mín reyndist Dóra fádæma vel og á hún miklar þakkir skildar. Með þessum orðum vil ég þakka Dóra frænda mínum samfylgdina og vona að góður guð styrki Ása, Sirru og systkini Dóra á þessari sorgarstundu og hjálpi þeim að læra að lifa með sorginni, vinna úr henni og njóta þess í framtíðinni sem lífið hefur upp á að bjóða. Helga G. Halldórsdóttir. í dag kveðjum við Dóra frænda eins og við frændurnir kölluðum hann. Síðastliðinn föstudag fengum við þær sorglegu fréttir að Dóri frændi h'efði hitist af slysförum og höfðu þærfréttir afar sláandi áhrif og upprifjuðust þá allar þær góðu stundir sem við áttum með honum. Við slitum allir barns- og íþrótta- skónum saman í Breiðholtinu og vorum mjög samrýndir innan vallar sem utan. Knattspyrna var okkar sameiginlega áhugamál og var takt- íkin hans Dóra baráttugleði og ber annar undirritaðra þess varanleg merki. Ein af okkar bestu stórhug- uðu minningum saman, var í Kambaselinu þegar byggja átti risa- kofa með öllu, sem varð aldrei annað en íjórar spýtur upp og fjórar langs- um. Einnig er alltaf gaman að minn- ast sumarsins ’82 á Siglufirði þegar metist var um það hver gat borðað flesta hamborgarana á hótelinu þeirra Jónu og Viðars, þar sem Dóri stóð alltaf uppi sem sigurvegari og át okkur frændurna hvað eftir annað undir boðið. Áramótaskaupið ’81 var okkar líf og yndi, mikið var á það horft og kunnum við það bókstaflega utan að. við gætum endalaust talað um góðar stundir sem voru svo margar. Við lítum á það sem mikinn heiður að hafa fengið að kynnast jafn blíð- um og ljúfum dreng, sem Dóri var. En árin liðu og er Dóri fluttist til Húsavíkur skildu leiðir okkar að miklu leyti. En hann var þó alltaf hjá okkur í Reykjavíkinni. Dóri var aðeins tíu ára þegar hann missti móður sína og hafði það mikil áhrif á líf hans, þó var hann ótrúlega sterkur og sjálfstæður ungur maður. Með andláti Dóra langt fyrir aldur fram, dó stór partur af samrýndum frændum. Hans verður ávallt minnst sem trausts og ljúfs frænda. Elsku Ási, Sirra, Ingó, Linda, íris og Ásrún, megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Guðjón Kr. og Bjarni. Ég vildi ekki trúa því sem ég heyrði, þegar ég frétti að Halldór frændi væri dáinn. Á stundu sem þessari á maður erfitt með að trúa að eitthvað gott sé yfirleitt til í þess- um heimi, og að sætta sig við hversu ranglátur hann getur verið. Dóri var árinu eldri en ég og bæði stærri og sterkari. Hann var oft hjá okkur á sumrin og stundum þótti mér erfitt að vera bæði minni og aumari, en Dóri hafði stórt hjarta og alltaf urðum við jafngóðir vinir á ný. Dóri þur-fti að lifa við aðrar að- stæður en flestir aðrir. Þegar hann var tíu ára gamall dó mamma hans, en hann lét ekki bugast og var allt- af sami hressi og góði drengurinn, og finnst mér það sýna það hversu kjarkmikill og sterkur persónuleiki hann var. Ég gleymi aldrei þegar ég fékk að fara í bæinn í heimsókn til hans. Þessar ferðir voru mér sem ævintýri þar sem hann sýndi mér allt það sem borgin bauð upp á. Að lokum vil ég þakka þessum góða dreng þær ánægjulegu stundir og það hlýja viðmót sem maður fékk frá honum og vona að minning hans eigi eftir að búa í bijóstum sem flestra um ókomna tíð. Einn við bárum hauk á hendi, hann var öðrum fuglum betri, dauði, grimmur bogann bendi beinskeyttur á köldum vetri. Ein er huggun, ei fær grandað ólpsjór, né fær á skeri dauðans hann í dimmu strandað; Drottinn sjálfur stýrir kneri. (Grimur Thomsen) Stefán Ari Guðmundsson. Mig langar að minnast elsku Dóra okkar með nokkrum orðum. Oft finnst manni að þegar fólk hefur yfirstigið erfiðleika og sálar- kvöl, sem fylgir ýmsum æviskeiðum, gerist eitthvað skelfilegt, eins og hjá Dóra, tvítugur drengur sem loks hafði náð jafnvægi á götu lífsins deyr í hörmulegu bílslysi. Það er fátt sem hægt er að hugga sig við og læðist að manni efi um tilgang lífsins, ekki síst vegna þess að sjö manna fjölskylda er orðin að fimma manna fjölskyldu á tæpum fimm mánuðum. í maí síðastliðnum misstu Dóri og fjölskylda hans Heimi, sem líka var aðeins tvítugur. Það hlýtur að vera að þessum ungu drengjum sé ætlað æðra verkefni hinum megin. Þeir deyja ungir sem Guðirnir elska. Við urðum þeirrar ánægju aðnjót- andi að hafa Dóra hjá okkur í nokkra mánuði í fyrra og eru þeir okkur nú ómetanlegir. Ég þekki fáa sem eru eins ófeimn- ir við að segja manni hve mikið þeim þótti vænt um mann og varð það til þess að maður opnaði sig, að minnsta kosti við hann. Alltaf vara Dóri fínn, hann var svo myndarlegur að fötin skiptu ekki máli. Hvar sem hann kom var hann hrókur alls fagnaðar, hann hræddist ekkert. í eitt af síðustu skiptunum sem við sáumst bauð ég honum á hest- bak. Hann var puttabrotinn en lét það ekki aftra sér, hann var með einn til reiðar og klárarnir ruku með hann töluverðan spotta. Puttabrot- inn náði hann að róa klárana og kom hinn ánægðasti til baka. Þá hafði hann ekki komið á bak j nokkur ár. Dóri og sonur minn, Óttar, sjö ára gamall, náðu mjög vel saman, Dóri var mikil áhugamaður um fótbolta og spiluðu þeir mikið saman. Ég undraðist þolinmæðina sem hann sýndi litla frænda, svo ungur sem hann sjálfur var, og óttar ieit á hann sem stóra bróður sem gat allt. Alltaf hefur verið mjög gott sam- band milli Dóra og hálfsystkina hans, Lindu og Ingólfs, sérstaklega mikil umhyggja og ástúð var á milli þeirra. Þau ólust upp saman og gengu sameiginlega í gegn um mikla sorg er þau misstu móður sína fyrir tíu árum, það styrkti systkinatengsl- in enn frekar og efumst við ekki um að nú gengur hann við hlið hennar í Paradís. Þó lífið sé ekki allt dans á rósum eiga þau og við hin sem þekktum Dóra ógrynni yndislegra minninga um þennan lífsglaða og hlýja dreng. Ég vil biðja góðan Guð og allar góða vættir að styrkja alla syrgjend- ur Dóra í sinni sorg. Elsku Ási, Sirra og fjölskylda, Guð geymi ykkur. Erna Rós mágkona. Guð minn góður, ekki Halldór ég trúi þessu ekki, hvað er hægt að leggja mikið á hann Ása og fjöl- skyldu hans. Þetta voru mín fyrstu viðbrögð þegar ég fékk fregnir af þessu hræðilega slysi. Það eru aðeins lið- lega fjórir mánuðir síðan annar ung- ur drengur í blóma lífsins, Heimir Eiríksson, var hrifinn burt af þessu heimili. Og nú Halldór, sonur þeirra Siggu og Ása. Halldór var heldur ekki gamall þegar mamma hans var tekin frá honum, hann átti aðeins eftir einn dag í tíu ára afmælisdag- inn sinn. Mér er svo minnisstætt þegar við kvöddum hana Siggu okk- ar blessaða í eldhúsinu heima á Torfastöðum. Hún var að fara út til lækninga, .ekkert okkar vildi hugsa þá hugsun til enda að hún kæmi ekki aftur, hugurinn leitaði stöðugt til hennar þarna úti og þeirra sem studdu hana í veikindunum. Við báðum örugglega fyrir henni hvert HALLDOR ÁSMUNDSSON í sínu horni þó - enginn talaði um það. Blessuð sé minning hennar. Ási minn og fjölskylda, það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þetta dugmikla fólk er kallað svo fljótt frá fjölskyldu sinni og vinum. Við verðum að trúa því að kraftar þeirra komi sér betur annars staðar en það er mikið á fjölskylduna lagt til að aðrir fái notið þeirra. Halldór minn, við sem þekktum þig þurfum ekki að lesa það á prenti hvernig þú varst. Minningin um glettinn og fjörmikinn strák mun lifa í hjörtum okkar, strák sem var full- ur af orku og ætlaði sér svo margt. Ég segi „strák“ því þú varst bara lítinn skemmtilegur strákur þegar ég bjó hjá ykkur í Vesturberginu, þú taldi á fingrum þínum hvenær pabbi þinn kæmi heim af sjónum og þú varst örugglega ekki síðastur í skóna þegar átti að leggja af stað að sækja hann niður á bryggju. Þá var alltaf tilhlökkunarglampi í aug- unum. Pabbi var að koma heim. Þú varst líka bara stáklingur þegar þu varst hjá okkur í sveitinni. Þar sast þú ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn. Ég minnist þess líka hvað þér þótti gaman að fá að fara ríðandi í réttirnar og á hestbak yfir- leitt. Ekki man ég nú hvort þér þótti jafn gaman að sækja kýrnar á morgnana, þú hugsaðir örugglega oft: „Druslurnar mínar, gátuð þið ekki komið ykkur heim sjálfar?" en gast þó örugglega samt brosað framan í þær nývaknaður með stír- urnar í augunum. Þannig varst þú, brosmildur og alltaf pínulítið stutt í prakkarann. Eftir að þið fluttuð norður hefur fundum milli þessara heimila heldur betur fækkað, kannski má segja svona eins og gerist og gengur. Okkur mannfólkinu finnst yið alltaf hafa nægan tíma, en það er kannski ekki eitthvað sem við getum gefið okkur, tíminn er svo afstætt hugtak. Við vitum aldrei hver er næstur, hver er næstur tekinn frá okkur og jafnvel í blóma lífsins eir.s og nú hefur gerst. Nei, við fáum ekki að velja um það og eru það oft þeir sem síst skyldi. Við ættum kannski að vinna örlítið minna og njóta hvert annars á meðan tími er til. Við ætt- um öll að minnast þess í framtiðinni að „vanræktur vinur er okkur kannski meira virði en vinnan, en við sjáum það oft ekki fyrr en tíminn er útrunninn". Við trúum því Hall- dór minn að þú fáir nú að hvíla í faðmi móður þinnar, faðminum sem þú fékkst að njóta svo stutt hérna. Hvíl þú í friði, elsku vinur. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykk- ar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp i mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Ók. höf.) Elsku Ási; Sigrún, Ingó, Linda, íris Dögg, Ásrún litla, Haíldór og Sigrún, við vottum ykkur og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu stundum. Gæfan fylgi ykkur í framtíðinni. Með kveðju frá Torfastaðafjöl- skyldunum, Jensína Sæunn Steingrímsdóttir. Hann kom í skólann um síðustu áramót eftir að hafa hvílt sig á skóla- göngu frá því að hann lauk grunn- skólanum fyrir nokkrum árum. Þessi ár hafði hann unnið hörðum höndum og um leið menntað sig og þroskast vel af kynnum sínum við atvinnulíf- ið. Ég hafði tækifæri til að sjá til hans í sumar þegar hann var byrjað- ur að vinna á námssamningi í vél- smíði. Ég gladdist yfir áhuga hans á starfinu og sá það í augnatillitinu að hér fór þroskaður ungur maður sem var sáttur við sjálfan sig og samferðamenn sína og vissi vel hvað hann vildi. í einn mánuð var hann með okkur í skólanum og var þá búinn að sýna að hann þekkti vel markmiðin sem að var keppt og ætlaði sér stóran hlut. Allt benti t.il þess að skólagangan yrði honum greið og ánægjuleg. Það fór ekki framhjá neinum að Halldór Ás-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.