Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 41 BREF TIL BLAÐSINS Sendiráðsþjón- usta í Kaup- mannahöfn Laugarneskirkja. Kirkjudagur í Laugarnes- kirkju Frá Ólafí Jóhannssyni: Á MORGUN, sunnudaginn 16. október, er kirkjudagur í Laugar- neskirkju. Barnaguðsþjónusta verður kl. 11, að vanda með fjölbreyttu sniði. Hluta samverunnar er skipt í hópa eftir aldri svo auðvelt sé að miða við ólíkar þarfir í nálgun og fram- setningu efnis. Kl. 14 er hátiðarguðsþjónusta. Þar verður m.a. helgaður og tekinn í notkun nýr altarisdúkur sem Kvenfélag Laugarneskirkju hefur gefið kirkjunni. Að guðsþjónustu lokinni fer kaffisala Kvenfélagsins fram í safn- aðarheimili kirkjunnar og má eftir venju búast við góðum viðurgjörn- ingi þar. Laugarneskirkja er ein elsta kirkja Reykjavíkur en síðari ár hef- ur margt verið framkvæmt til við- halds og endurbóta. Nú í haust hafa t.d. útitröppur verið flísalagðar og verið er að leggja síðustu hönd á nýtt handrið þar. Kvenfélag Laugarneskirkju er elsta starfsgrein hins fjölþætta safnaðarstarfs í Laugarnessöfnuði. Það hefur ávallt lagt drjúgt af mörkum til kirkjunnar með marg- víslegu móti. Stuðningur við Kven- félagið er því í raun stuðningur við kirkjuna. Ég hvet alla Laugnesinga, núver- andi og burtflutta, unga sem eldri, til að taka þátt í kirkjudegi Laugar- neskirkju. SR. ÓLAFUR JÓHANNSSON, Laugameskirkju. Gagnasafn Morgnnblaðsins ALLT EFNI sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morg- unblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem af- henda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Frá Erlu Óskarsdóttur: UNDIRRITUÐ, sem vistuð var á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn fyrir skömmu, gekk í gegnum dulitla lífs- reynslu, sem ég tel erindi eiga við stjórnvöld heima og lesendur Morg- unblaðsins. Fyrst er frá því að segja að séra Lárus Þ. Guðmundsson tók á móti mér og öðrum landa, sem leið átti á sama sjúkrahús. Hann kom út á flugvoll ásamt konu sinni og sam- starfskonu þeirra, Hrund Vilmund- ardóttur. Reynsla mín sýnir að þetta fólk innir af hendi umfangsmikið og ómetanlegt starf í þágu íslend- inga, ekki sízt sjúkra landa, á þess- um slóðum. Og mér er ekki síður þakklæti í huga til starfsliðs við- komandi sjúkrahúss, sem ég fæ ekki nógsamlega lofað. Af einskæru þakklæti til allra hér langaði mig til að gera eitthvað á móti. Og niðurstaðan varð sú að að standa fyrir íslandskvöldi, kynn- ingu á ísiandi og Vígdísi Finnboga- dóttur, forseta lýðveldisins, sem ég met mikils, en eitt kvöld í viku er notað til að létta sjúklingum hér og aðstandendum þeirra lífið, sem oft getur verið erfitt. Ég hafði undir höndum fallega vídeó-mynd, „Island, de fire aarstiders land“, sem ég ákvað að sýna. Ég hringdi eldhress í íslenzka sendiráðið og spurði sendiráðsrit- arann, hvort hægt væri að fá lán- aða íslenzka borðafána, til að punta upp á samkomuna. Nei, eng- ir slíkir fánar voru til í elzta sendi- ráði íslendinga. Þá varð ég hissa. Ég bað einnig um stórt landakort, svona 1,5x2 m, svo ég gæti bent fólki á, hvar hinir ýmsu staðir væru, sem mig langaði til að fara nokkrum orðum um. En það var heldur ekki til, bara lítið kort, eins og fæst á benzínsölum heima. Ekki minnkaði undrun mín við það svar Frá Agli Sigurðssyni: ÓMAR Smári Armannsson að- stoðaryfírlögregluþjónn telur sig sjálfkjörinn til að túlka sjónarmið kollega í stéttinni. Hann skrifar lesendabréf í Morgunblaðið 2. októ- ber, en fer sem fyrr með rangt mál. Haldin var ráðstefna í Reykja- vík á vegum FBI með þátttöku þeirra lögreglumanna úr ýmsum löndum, sem höfðu verið í læri hjá FBI í Bandaríkjunum. Hið hneyksl- anlega var sú yfírlýsing næstæðsta — eða hið næsta. Það var sum sé heldur engin mynd til af Vigdísi forseta, sem hægt var að fá lánaða eina kvöldstund. Jæja, sagði ég loks, sendið mér þá það sem þig eigið, og hentar tilefninu. En þar fór í vera; bílstjóri sendiráðsins var á Jótlandi. Þegar ég orðaði leigu- bíl var ég upplýst um, að sendiráð- ið hefði ekki fjárráð fyrir leigubíl, 10-15 mínútna akstur, til „sjúkl- ings“, sem kynna vildi land sitt á sjúkrahúsi í þakklætisskyni fyrir góða umönnun. Af mínum siglf- irzku merkilegheitum kvaðst ég myndu borga bílinn, þegar hann kæmi, það væri hið minnsta mál (69 d.kr.)! Sú sveitamennska og það áhuga- leysi á þjónustu við landa, sem leit- ar með lítilræði til sendiráðsins, vakti mér furðu. Ekki sízt þegar ýjað var að því að áðurnefnd Hrund, sem hefur nægum hnöppum að hneppa, sækti framlag sendiráðsins á hjóli sínu. Hún færði mér reyndar íslenzkar tjómapönnukökur og tók þátt í kynningarkvöldinu. Væri nú ekki ráð fyrir utanríkis- ráðherrann, Jón Baldvin Hannibals- son, að hrista pínulítið upp í þessum málum hér? Vera má að ekki sé á bætandi ærinn kostnað utanríkis- þjónustunnar og utanferðir opin- berra aðila, en trúlega er þó fremur þörf á að stíga á útgjaldabremsur á öðrum eyðsluþáttum en þeim örsmáa, sem ég bað um. Það var svo að sjá að sendiráðið kysi hina léttgengu leiðina, að hafa sem minnst fyrir hlutunum, vísa á aðra, prestinn og Hrund (þau eru jú ekki á launum hjá sendiráðinu og hún hefur engin laun á veraldarvísu). En hið. góða starf prestsins og Hrundar er máski efni í annað bréf. ERLA ÓSKARSDÓTTIR, Rigshospitalet V/Blegdamssvej, 2100 Kaupmannahöfn. manns FBI í fjölmiðlaviðtali, að ísland væri hentugt fyrir afbrota- menn til umskipunar á vopnum og eiturlyfjum. Hversu ágæt stofnun sem FBI kann að vera, verður ekki séð, að Ómar Smári hafí lært nokkuð þar. Hins vegar hefí ég engan áhuga á að karpa við lögregluþjóna og allra sízt þá, sem ekki eru sendibréfsfærir. EGILL SIGURÐSSON, fv. forstjóri, Mávahlíð 29. Svar til lögregluþjóns ^tii^KripalujógaíHafnarfirði Kynning á kripalujóga verður sunnudaginn 9. okt. nk. kl. 17.00 að Bæjarhrauni 22, rishæð, Hafnarfírði. Kripalujóga er öflug leið til betri heilsu og innri kyrrðar. Byrjendanámskeið hefjast 11. okt. Yoga studio, Bæjarhrauni 22, Halnartirði, s. 651441 ki. 17-19 w FRYSTI GEYMSLUR -KÆLI GEYMSLUR Samsettar úr stööluðum einingum. Allar stæröir. ALHLIÐA KÆLIPJONUSTA KÆLITÆKNI Skógarhlíð 6,101 Reykjavík.Sími 91-614580. Fax. 91-614582. er eitthvaö bogiö viö nviu ísskápalínuna frá Whirlpool Bogadregin línan í hurdunuin á nýju ískapaimunni frá Whirpool gefur nútímalegt vfirbragð. Um leið er það afturhvarf til fortíðar og því má segja að gamli og nýi tíminn mætist í nýju Soft Look línunni frá Whirlpool. KOMDU OO Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO Umboðsmenn um land allt. TAKMARKAÐ MAGN NJOSNARAR AISLANDI íslendingar í þjónustu þriðja ríkisins Gagnnjósnari Breta á íslandi 2 bækur í pakka kr. 995.- Fullt verð Tilboð SKRIÐUFÖLIOG SNJÓFLÓÐ 1.-3. bindi kr. 12.955.- kr. 6.995.- PELLE SIGURSÆL11.-4. bindi kr. 11.860.- kr. 4.995.- ÁST OG SPENNA 3 bækur í pakka • kr. 750.- SPENNUBÓKAPAKKI3 bækur ipakka é kr.695.- að’rM«^ooo-^oOB E, vers/að er fýnr«S* bókum sem er MIKIÐ URVAL LÍTIÐ ÚTLITSGALLAÐRA BÓKA Á MJÖG LÁGU VERÐI Opið: Laugardagakl. Sunnudagakl. Madagakl. LAdEftlNIN Skjaldborgarhúsinu Ármúla 23 ® 91-88 24 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.