Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT A Utlendingahatur vandamál í þýsku lögreglunni Stuttgart. Morgunblaðid. ÓVILD í garð útlendinga er sem kunnugt er stórt vandamál í Þýska- landi, en sífellt berast nýjar fréttir af íkveikjum í húsum innflytjenda og ofbeldi á götum úti gegn fólki af öðru þjóðerni. Hingað til hefur almennt verið litið svo á að ofbeldi gagnvart innflytjendum væri eink- um bundið við yfírlýsta hægriöfga- sinna, en komið hefur í ljós að út- lendingahaturs gætir í auknum mæli meðal þeirra sem einmitt hafa það hlutverk að vemda innflytjend- ur fyrir árásargjörnum Þjóðveijum - þýsku lögreglunnar. I síðustu viku neyddist innanrík- isráðherra Schleswig-Holstein, Werner Hackmann, til að segja af sér, þegar í ljós kom að hann hafði látið það afskiptalaust, þótt honum hefðu fyrir alllöngu borist upplýs- ingar um vaxandi hatur í garð útlendinga og ofbeldishneigð með- al lögreglunnar í Hamborg. Nú hefur 27 lögreglumönnum þar í borg fyrirvaralaust verið sagt upp störfum, en þeir eru ásakaðir um að hafa ítrekað beitt útlendinga ofbeldi. Em þrír mannanna jafnvel taldir tengjast þýskum hægriöfga- samtökum. Mál þetta er ekkert einsdæmi eins og komið hefur í ljós, og hefur kastljósinu nú af þeim sökum verið beint að þýsku lögreglunni. Skýrsla Amnesty Fyrir skemmstu lögðu mann- réttindasamtökin Amnesty Inter- national fram skýrslu sína. Þar kemur meðal annars fram, að á síðasta ári íjölgaði verulega þeim tilvikum þar sem gæsluvarðhalds- fangar í Þýskalandi voru beittir ofbeldi af hálfu lögreglu og var oft augljóslega um kynþáttafor- dóma að ræða. Bent er á að í mörgum tilvikum treysti innflytj- endur sér ekki til að kæra líkamsá- rásir lögreglu og því sé vandamál- ið jafnvel mun stærra en skýrslan gefi til kynna. Yfirvöld í Þýskalandi virðast nú loks vera að taka við sér, en síð- ustu vikur hefur eitt „lögreglumál- ið“ af öðru komist í fréttir, þar sem sökudólgarnir hafa jafnvel verið dregnir fyrir dómstóla. í Berlín voru til dæmis níu lögreglumenn handteknir fyrir að ganga í skrokk á útlendingum og í Leipzig hefur starfsbróðir þeirra einn verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að beija á fjórum Víetnömum. Þá hefur sjö vaktstjórum lögreglunnar í Bernau verið vikið frá störfum, fyrir að taka sig saman og mis- þyrma fimmtán Asíubúum, sem hnepptir voru í gæsluvarðhald fyr- ir óleyfilega sölu á vindlingum. Ljóst er að þýsk yfirvöld verða að vera vel vakandi, enda alls ekki víst að verðir laganna láti sér segj- ast, þrátt fyrir hertar aðgerðir. Skoðanakönnun sem nýlega var gerð á meðal lögreglumanna í Gæðamerkíð » Trygging fyrir betri skemmtun. Sími 654455. Rheinland-Pfalz leiddi til dæmis í ljós, að tæplega 70% þeirra líta á innflytjendur sem hreina ógnun við þýskt þjóðfélag. Tveir þriðju að- spurðra sögðust ennfremur alls ekki geta hugsað sér að starfa innan lögreglunnar með útlendinga sér við hlið. LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 21 I’ li () i' k .1 Ö lí S J \ I. I S I L I) I S h 1.0 k k S I \ S Skjaldborg stuðningsmanna SÓLVEIGAR PÉTURSDÓTTUR alþingismanns er að Vegmúla 2, s. 881380 og 881382 Opið virka daga frá kl. 14:00 - 22:00 laugard. og sunnud. frá kl. 14:00 - 19:00. Sólveig skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við síðustu kosningar, efst kvenna á þeim lista. Hún hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum á Alþingi. M.a. er hún formaður allsherjarnefndar, á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd og er formaður íslandsdeildar Norður-Atlantshafsþingsins. S 0 m mtk w I c G Æ T í CLIO Einn allra besti bíllinn í sínum verðflokki „Ekkert er svo gott að það geti ekki orðið betra" höfðu hönnuðir Renault að leiðarljósi þegar ákveðið var að bæta enn við kosti Renault Clio, þessa margverð- launaða afbragðs bíls, sem nú er kominn á markað betri en áður, þótt hann sé að grunni til sami bíllinn. SYNING en ekki síst: betri styrkingar í hliðum og kippibelti. Aksturseiginleikar Renault Clio eru ósviknir, hann liggur afburða vel og er gangviss, öruggur og sparneytinn. Ný og fallegri afturljós, nýir hliðarlistar, breytt grill, betur mótuð framsæti með bættum og stillan- legum höfuðpúðum og endurbætt innrétting er meðal þess sem prýðir hinn nýja Clio. Og síðast Q£T JJ -ARGERÐ Það er sama hvar borið er niður, aðrar bíltegundir í þessum verðflokki hafa ekkert fram yfir Renault Clio í samspili verðs og gæða. Komdu á sýninguna um helgina og reynsluaktu þessum glæsilega og stórskemmtilega bíl. VERÐ FRÁ KR. 1.049.000,- M/ RYÐVÖRN OG SKRÁNINGU OPIO I DAG FRÁ KL. 12-16 CLIO stærri en sýnist! Krókhálsi 1 • Reykjavík • Sími 876633 RENAULT -fer á kostum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.