Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 911Rn 01 Q7H LARUSp'VALDIMARSSON,framkvæmdastjori L I I UVt I 0 / V KRISTJAN KRISTJANSSON. loggiltur fasteignasau Til sýnis og sölu m.a. eigna: Ný sérhæð í litla Skerjafirði Glæsileg neðri hæð 4ra herb. 104,3 fm. Allt sér. Tvíbýli. Góður bíl- skúr. Langtímalán kr. 4,6 millj. Fráb. lóð. Á móti suðri og sól í nágrenni Árbæjarskóla steinhús ein hæð 165 fm auk bílskúrs 25 fm. Sólríkar stofur, viðarklæddar, 4 svefnherb. með innb. skápum. Giæsil. lóð 735 fm. Ejgnaskipti mögul. 40 ára húsnæðislán kr. 3,3-5,0 millj. Nokkrar 3ja herb. íbúðir mjög góðar m.a. við: Furugrund. 7. hæð. Lyfuthús. Bílgeymsla. Tilboð óskast. Dvergabakka. 3. hæð. Suöurendi. Parket. Ágæt sameign. Eiríksgötu. Jarðhæð. Innr. og tæki ný. Vinsæll staður. Súluhóla. Öll eins og ný í suðurenda. Ágæt sameign. Um kr. 2 millj. af útb. má greiða á 4 árum. Á kyrrlátum stað í Skerjafirði Mikið endurnýjað einbhús um 150 fm. Eignarlóð rúmir 800 fm. Skipti æskil. á 3ja herb. íb. í vesturborginni, Hlíðum eða Heimum. Einbýlishús - gott verð - eignaskipti Nýlega stækkað og endurnýjað steinhúsm, ein hæð 129,5 fm auk bíl- skúrs 36 fm á vinsælum stað í Hafnarfirði. Skipti möguleg á litlu sérbýli í austurborginni eða austurbænum í Kópavogi. Á Högunum - stór og góð Endurnýjuð 2ja herb. íbúð 65,5 fm. Nýtt parket. Nýtt gler. Allt sér. (b. er sólrík, lítið niðurg. í fjórbýlishúsi. í borginni eða nágrenni óskast 3ja-4ra herb. góð íbúð í skiptum fyrir mjög góða sérhæð í nýl. húsi í gamla góða vesturbænum. Hveragerði - borgin - eignaskipti Gott timburhús í Hveragerði um 120 fm auk bílsk. Skipti mögul. á minni eign í borginni eða nágrenni. Vinsaml. leitið nánari uppl. • • • Opift ídag kl. 10-14. Fjöldi eigna í skiptum. Almenna fasteignasalan sf. var stofuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 StMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGNASAIAN Eldra einbýli ca 110 fm á tveimur hæðum. Húsið er mikið endurnýjað. Gró- in lóð. Áhv. húsbréf ca 4,0 millj. Verð 7,9 millj. Eignin getur verið laus strax. Hlíðar - Reykjavík Urðarstígur 5, Hafnarfirði Góð efri hæð um 125 fm auk 40 fm bílskúrs. 3 svefnherb, stórar stofur. Ekkert áhvílandi. Möguleg skipti á góðri 2ja-3ja herb íb. með bílskúr. Verð 10,3 millj. ÞINGHOLT Suöurlandsbraut 4a Sími 680666 V OPIÐ LAUGARDAG KL. 11-14 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! FRÉTTIR Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason Sum ummæli Kristjáns eru á rökum reist Ólafur Kristján Skúlason Jóhannsson Stefán Runólfur B. Baldursson Leifsson KRISTJÁN er búinn að vera lengi í burtu og sumt af því sem hann nefnir er á rökum reist,“ segir biskup Islands, hen-a Ólaf- ur Skúlason, um ummæli Krist- jáns Jóhannssonar í nýjasta hefti Mannlífs. Kristján gagnrýnir meðal annars þá stefnu sem hann segir kirkjuna hafa tekið. „Núna eru menn famir að setja upp hálfgerðar negramessur og spila jafnvel Ása í Bæ í kirkj- unni „af því það er svo gam- an“,“ segir Kristján. Jafnframt segir hann að mannlífið eigi að fylgja kirkjunni, ekki öfugt. Biskup segist fagna þeim ummælum að þjóðfélagið eigi frekar að fylgja kirkjunni í stað þess að hún fylgi tískustraum- um en bætir við. „Kirkjan er að leitast við að vera sönn boð- skap sínum og við viljum að fólki líði ve! í messunni. Við leggjum áherslu á að hún er ekki einungis samkoma. Það er þetta dularfulla í sambandi við helgihaldið sem við megum ekki glata. En eftir því erlíka kallað að kirkjan bjóði upp á fleiri möguleika en hina hefðbundnu messu og þá hafa ýmsir söfnuðir boðið upp á léttari tónlist á kvöldsamkomum, en það eru ekki messur. Þær hafa ekki breyst," segir herra Ólafur Skúlason. Kristján víkur orðum einnig að Sinfóníuhljómsveitinni í viðtalinu og segist framkvæmdastjóri henn- ar, Runólfur B. Leifsson, ekki skilja ummælin. En Kristján leggur til að fyrirkomulagi við val á hljóðfæra- leikurum í hljómsveitina verði breytt. Þar koma fram hugmyndir um að segja öllum hljómsveitarmeð- limum upp með þriggja mánaða fyrirvara, endurráða þá bestu og að fá óviðkomandi aðila til að vega og meta hæfni umsækjenda. Einnig er lagt til að laun þeirra verði hækk- uð svo þeir geti sinnt hljómsveit- inni óskiptir í stað þess að sinna kennslu í tveimur til þremur skólum að auki. í gífurlegri framför „Ég skil ekki þessi ummæli hans því hljómsveitin hefur ver- ið að taka gríðarlegum framför- um síðastliðin ár. Við höfum verið að fá mjög góða dóma fyrir plöturnar sem við höfum gefið út á alþjóðlegum markaði, til dæmis í tímaritinu Gramop- hone. Einn geisladiskurinn okk- ar var meira að segja valinn ein af tíu bestu plötum mánaðarins á sínum tíma. Auðvitað má allt- af segja að hægt sé að gera enn betur, en ég held að sinfónían hafi staðið sig mjög vel og eng- in ástæða sé til svo harkalegra aðgerða." Loks segir Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri að frásögn Kristjáns i Mannlífi af móttök- um og andrúmslofti í Þjóðleikhúsinu beri merki þess hvenær viðtalið er tekið. „Þetta var töluvert fyrir frumsýningu, spenna í lofti og verk- fall hljóðfæraleikara yfirvofandi vegna kjaradeilu. En það hefur ver- ið mjög góður vinnuandi á æfingum og sýningum. Kristján er sjarma- tröll og fólk hefur samglaðst yfir því hvað sýningin gengur vel. Þetta er ekkert sem við sem vinnum við sýninguna verðum vör við.“ Yfirlýsing frá fyrrum aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra Enn um nefndir og störf í heilbrigðisráðuneytinu MORGUNBLAÐINU barst í gær yfirlýsing frá Þorkeli Helgasyni, fyrrverandi aðstoðarmanni heil- brigðisráðherra: „Mér reyndari embættismaður hefur sagt að hann andmælti aldrei staðhæfíngum um störf sín og kjör, enda þótt þar væri hallað réttu máli. Slíkt leiddi einungis til enda- lauss málþófs um titlingaskít, sem engum skemmti nema skrattanum. Á blaðamannafundi, sem Guð- mundur Árni Stefánsson félags- málaráðherra hélt hinn 26. septem- ber sl., bar nafn mitt á góma í sam- bandi við störf eftirmanns mins, Jóns H. Karlssonar, sem aðstoðar- manns heilbrigðisráðherra. Fyrir- spyrjandi sagði Jón hafa setið í tólf stjórnum, ráðum og nefndum. Mátti skilja svar ráðherra á þann veg að eftirmaðurinn hefði erft þessi störf eftir mig. Þar sem ég vissi að hér var um misskilning að ræða, og óminnugur ráða ofangreinds emb- ættismanns, birti ég leiðréttingu í Morgunblaðinu þann, 28. september sl. Einkum fannst mér brýnt að fram kæmi að ég hefði ekki setið í hirini mikilvægu stjórn Ríkisspitalanna, en þar var eftimaður minn stjórnar- formaður um hríð. Jafnframt að það væri sjálfstæð ákvörðun ráðherra í hvert skipti hvaða störf væru falin aðstoðarmönnum ráðherra. Þau gengu ekki í erfðir við manna- skipti. Skýrði ég frá því að ég hefði setið í fjórum launuðum nefndum á vegum heilbrigðisráðuneytisins auk tímabundinnar formennsku í stjórn Heilsuvemdarstöðvarinnar. Nú hefur Jón H. Karlsson birt greinargerð um störf sín (t.d. í Morgunblaðinu þann 6. október) og er þar enn vikið að nefndarstörfum mínum í heilbrigðisráðuneytinu. Upptalning Jóns á hans störfum staðfestir að þar er lítið um erfða- góss frá minni tíð, nefnilega fyrr- greinda formennsku í stjórn Heilsu- vemdarstöðvarinnar auk einnar nefndarsetu. í greinargerð sinni vísáði Jón til minnisblaðs frá mér þar sem fram komi að ég hafi setið í gott fleiri nefndum en ég hafi tíundað í leið- réttingu minni. Jón hefur misskilið minnisblaðið. Þar er ég að gera nýjum ráðherra og eftirmanni mín- um grein fyrir verkefnum sem ég hafi sinnt og vom i miðjum klíðum. í minnisblaðinu er upptalning á störfum í formlegum nefndum og stjórnum, en auk þess em tilgreind verkefni sem ég ýmist sinnti einn eða í ólaunuðum vinnuhópum ráðu- neytisins auk eins starfshóps sem var ekki á verksviði heilbrigðismála. En Jóni er vorkunn þar sem ætla mátti af fyrirsögn minnisblaðsins að þar væri einungis um upptaln- ingu á nefndum og stjórnum að ræða, en ekki öðru. Á hinn bóginn verð ég að gera smávægilega leiðréttingu á nefnd- arupptalningu í fyrrnefndri Morg- unblaðsgrein minni: Óveruleg greiðsla fyrir eitt nefndarstarf í heilbrigðisráðuneytinu barst ekki fyrr enn á þessu ári, löngu eftir að ég hafði hætt þar störfum. Þegar ég leitaði upplýsinga um nefndalaun mín frá heilbrigðisráðuneytinu, áður en ég skrifaði Ieiðréttingu mína, hugkvæmdist mér ekki að spyija um greiðslur á árinu 1994 í því sambandi. Að öðru leyti stendur fyrri grein- argerð mín um nefndarstörf á veg- um heilbrigðisráðuneytisins óbreytt, nema hvað þessa einu nefnd varðar. Með vísan ti! þess sem segir í upphafi þessarar athugasemdar er umfjöllun minni um þetta mál hér með lokið.“ \ Til sölu í Hafnarfirði Álfaskeið 30. Falleg 4ra herb. efri sérhæð í tvíbhúsi. Geymsluris og stórt herb. í kj. Laus strax. Verð 7,8 millj. Suðurgata 39b. Vandað steinhús. 4ra herb. íb. á efri hæð og 2ja herb. íb. á neðri hæð. Bílsk. Laust strax. Norðurbraut 3. Góð 3ja-4ra herb. íb. ítimbh. V. 4,3 m. Austurgata 9. 5-6 herb. 170 fm íb. á tveimur hæðum í timburhúsi á góðum stað í miðbænum. Allt sér. Álfaskeið 49. 3ja herb. 62 fm efri hæð með geymslu- risi og stóru herb. í kj. Bílsk. Verð 5,9 millj. Öldutún 4. Gott stálklætt steinhús með tveimur 3ja herb. íbúðum, 71 fm og 73 fm. Stór bílsk. Verð 10,3 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Opiðídag Austurgötu 10, sfmi 50764. kl. 12-17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.