Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gunnar Birgisson ekki í prófkjör „ÉG ÆTLA ekki að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, þrátt fyrir að margt gott fólk hafi þrýst á mig að gera það. Ég kann því fólki miklar þakkir fyrir traustið sem það hefur sýnt mér,“ sagði Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs í Kópavogi. Gunnar sagði að sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og formaður bæjarráðs hefði hann í mörgu að snúast. „Að auki rek ég stórt verktakafyrirtæki. Menn geta ekki skipt sér niður enda- laust og ég vil ekki gefa kost á mér til einhvers starfs nema geta sinnt því vel,“ sagði Gunnar Birg- isson. Fjárveiting á hvern háskólanema hefur lækkað um 30% á 6 árum „Óbreytt framlög þýða hnigmm Háskólans“ STÚDENTARÁÐ telur að óbreytt framlög til Háskóla íslands leiði til hnignunar skólans. Framlög til Háskólans hafa verið óbreytt að krónutölu í þrjú ár og í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1995 er lagt til óbreytt fjárveiting. Stúdentum hefur fjölgað um 10% á þessu tíma- bili. Samkvæmt tölum frá skrifstofu rektors hefur fjárveitingu á hvern virkan nemenda í Háskóla ísland lækkað úr tæpum 600 þúsundum árið 1988 niður í um 420 þúsund í ár, eða um 30%. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að upphæðin fari niður í um 400 þúsund á næsta ári. Lakara nám en áður Að mati Stúdentaráðs hefur ríkt stöðnun í deildum Háskólans undanfarin þijú ár. Nám- skeið hafi verið felld niður, valnámskeið aflögð með öllu í sumum námsbrautum og vegna niður- skurðarins sé ókleift að halda upp fullri kennslu í einstökum deildum. „Niðurstaðan fyrir Háskól- ann og stúdenta er ekki aðeins lakara nám en áður heldur einnig að stúdentum er fyrirmunað að mæta hörðum kröfum LÍN um námsfram- vindu ef þeir eiga ekki kost á fullu námi á hveiju misseri," segir í ályktun Stúdentaráðs. í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að Háskólan- um verði veitt heimild til að takmarka fjölda stúdenta að skólanum. Stúdentaráð telur að fjöldatakmarkanir leysi ekki vandann. í þeim felist ekki neinn spamaður fýrir Háskólann á næsta ári. Ráðið telur að Háskólinn sé þjóð- skóli og það sé lögboðin skylda hans að allir, sem tilskilinn undirbúning hafa hlotið, eigi rétt á inngöngu í skólann. í yfiriýsingu frá Sveinbirni Björnssyni há- .skólarektor kemur fram að áform um takmörkun á aðgangi stúdenta að skólanum leiði ekki til spamaðar á næsta ári. Áhrifin af slíkri aðgerð verði mjög óveruleg fyrstu árin. Óskað eftir heimild til faglegrar takmörkunnar „Hingað til hefur Háskóli íslands ekki sóst eftir heimild til almennrar takmörkunar á fjölda stúdenta. Hann hefur óskað eftir lagaheimild til að gera auknar faglegar kröfur til nemenda og takmarka fjölda í einstakar námsgreinar, þegar aðstoðu skortir. Slík takmörkun mundi þó ein- ungjs beina stúdentum í aðrar námsgreinar inn- an skólans, og ekki hafa nein veruleg áhrif á kostnað," segir í yfiriýsingu rektors. í ( I < c i 1 Álftamýrarskóli 30 ára Fóru í skrúðgöngu skólanum til heiðurs ÞAÐ hefur verið mikið um að vera í Álftamýrarskóla alla þessa viku, en skólinn er 30 ára um þessar mundir. í vikunni var hefðbundin stundatafla lögð til hliðar, en skóla- tíminn lagður undir vinnu sem tengdist afmæli skólans og afmæli íslenska lýðveldisins. Afmælinu lauk í gær með skrúðgöngu nem- enda og kennara um hverfí skólans. Meðal þess sem nemendur gerðu í vikunni var að skoða sögu skólans og sögu hverfísins. Myndaðir voru 12 manna hópar þar sem böm úr öllum árgöngum unnu saman. Far- in var heimsókn á Árbæjarsafn og skoðuð þar sýning um 50 ára af- mæli lýðveldisins og einnig var lýð- veldissýning Þjóðminjasafnsins skoðuð. Þá gekk sagnfræðingur með nemendur skólans um hverfíð og sagði frá sögu þess. Steinunn Ármannsdóttir, skóla- stjóri Álftamýrarskóla, sagði að það hefði komið mörgum nemend- um á óvart að uppgötva að þegar hverfíð var í mestri uppsveiflu I kringum 1970 voru um 1.200 nem- endur í Álftamýrarskóla, en nú eru nemendur skólans 365. Þegar skól- inn var stærstur var hann þrísetinn og algengt var að í hveijum bekk væru 33-36 nemendur. Nú er skólinn tvísetinn og 18-19 nemendur í bekk. Morgunblaðið/Kristján Einarsson MEÐAL þess sem börnin gerðu á afmælinu var að búa til búninga og grímur. Síðan fóru þau í skrúðgöngu. í I í i I < i < Morgunblaðið/Kristinn Sögusýning Efnt var í gær til tveggja daga kynningar á starfsemi Borgar- skjalasafns. Tilefnið er að sögn borgarskjalavarðar, Svanhildar Bogadóttur, að 40 ár eru síðan safnið var formlega sett á laggr irnar. í safninu eru varðveitt skjöl og önnur gögn sem tengjast starf- semi borgarinnar. Sagt er frá starfsemi safnsins í máli og mynd- um á sýningunni en auk skjala frá fyrirtækjum borgarinnar tekur safnið við skjölum einkaaðila. Þar eru varðveittir rúmlega 4.000 hillumetrar af skjölum og hér má sjá borgarstjóra, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, njóta leiðsagnar borgarskjalavarðar við opnunina. Sýningin er opin I dag og á morg- unfrá 13-17. Stefnuskrá Alþýðubandalagsins Landbúnaðarráðuneyti Ákvæði um þjóð- nýtingu afnumin 1990 Dr. Björn Sigurbjörns- son ráðu- neytisstjóri FLOKKARNIR, sem gjaman hafa kallað sig verkalýðsflokka á íslandi, þ.e. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið, aðhyllast ekki lengur þjóðnýtingarstefnu. Alþýðubanda- lagið hafði víðtæka þjóðnýtingu á stefnuskrá sinni allt þar til árið 1990. Mun lengra er síðan Alþýðu- flokkurinn aflagði slíkar áherzlur. Samþykkt var á þingi brezka Verka- mannaflokksins í vikunni að halda í þjóðnýtingarákvæði í stefnuskrá flokksins. Alþýðuflokkurinn fylgdi þjóðnýt- ingarstefnu frá stofnun árið 1916 og að minnsta kosti fram undir seinni heimsstyijöld. Þannig olli þjóðnýtingarstefna flokksins árekstrum við Framsóknarflokkinn í „stjórn hinna vinnandi stétta“ sem sat árin 1934-1939. Upp úr stríði aflagði Alþýðuflokk- urinn hins vegar áherzlu sína á opin- bert eignarhald á atvinnutækjum. Í kosningastefnuskrá flokksins 1949 er þannig aðeins að fínna ákvæði um áætlunarbúskap. Sú áherzla hvarf á næstu tíu árum og var víðs fjarri þegar Alþýðuflokkurinn hóf stjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- flokkinn í Viðreisnarstjórninni 1959, sem sat til 1971. Alþýðubandalagið og forverar þess, Kommúnistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hefur ekki haft þjóðnýtingar- stefnu frá því um stríð Sameiningarflokkur alþýðu - Sós- íalistaflokkurinn, áðhylltust lengi vel marxíska stefnuskrá og víðtæka þjóðnýtingu. Marxismi og þjóðnýting í stefnuskrá Alþýðubandalagsins frá 1974, þar sem títt er vitnað í Marx og Engels, segir að í sósíal- isma, sem reyndar sé fjarlægt mark- mið fiokksins, ríki sameignarbú- skapur: „íjóðfélagið skiptist ekki lengur í andstæðar stéttir: vinnu- stéttirnar eru orðnar eignarstéttir. Framleiðslugögn eru í almannaeigu og undir beinum lýðræðislegum yfir- ráðum framleiðendanna. Eytt hefur verið mótsetningunni milli auð- magns og vinnu, og í vinnuferlinu sjálfu er ekki lengur um stéttbundna togstreitu milli yfírvalda og undirs- áta að ræða.“ Í stefnuskránni segir svo að svipta þurfí auðmenn og auðfélög aðstöðu til að hafa undirtökin í efnahagslffí þjóðarinnar. í þessu skyni vildi Al- þýðubandalagið breyta eignarform- inu í grundvallaratriðum með þjóð- nýtingu náttúruauðlinda (bændur máttu þó áfram eiga jarðir sínar), banka, tryggingafélaga og Qármála- stofnana, og stærstu fyrirtækja í sjávarútvegi, iðnaði, samgöngum og innanlandsviðskiptum. Utanríkis- verzlun vildi flokkurinn að yrði að meginhluta á höndum opinberra að- ila. Markaðsbúskapur með fyrirvara við einkavæðingu Stefnuskrá þessi var afnumin á miðstjórnarfundi Alþýðubandalags- ins 1990, er kalda stríðinu var lokið og sósíalisminn úr sögunni í Austur- Evrópu. í núgildandi stefnuskrá, sem samþykkt var á landsfundi flokksins í nóveinber 1992, segir að innan ramma róttækrar jafnaðar- stefnu beri að nýta kosti markaðsbú- skapar á margvíslegum sviðum. Þjóðnýtingarstefnan heyrir fortíð- inni til, en Alþýðubandalagið gerir, hins vegar fyrirvara við einkavæð- ingu á ákveðnum sviðum: „í kjarna heilbrigðiskerfís, menntakerfis og annarrar samfélagslegrar þjónustu." LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hef- ur lagt til við forseta íslands að dr. Bjöm Sigurbjömsson verði skipaður í embætti ráðuneytisstjóra í landbún- aðarráðuneytinu. Fimm aðrir sóttu um embættið. Bjöm Sigur- bjömsson er fædd- ur 18. nóvember árið 1931 í Reykja- vík. Hann er alinn upp í höfuðborg- inni og varð stúd- ent frá Mennta- skólanum í Reykja- vík árið 1951. Björn er doktor frá Comell-háskóla í Bandaríkjunum 1957 og aðstoðarkennari í erfða- fræði við sama skóla 1958 til 1960. Árin á eftir stundaði Björn kennslu og rannsóknarstörf og var aðstoðar- forstjóri sameiginlegrar deildar Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Al- þjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) í Vínarborg 1968 til 1974. Síðara árið varð hann forstjóri Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins og gegndi því starfi til 1983 er hann var skipaður forstjóri fyrrgreindrar deildar FAO og IAEA. Bjöm er kvæntur Helgu Pálsdótt- ur og eiga þau eina uppkomna dóttur. Dr. Bjöm Sigurbjörnsson 4 N ( i( ' M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.