Alþýðublaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 1
hreyfing og endur gerðu atviiinureic- I nétt SAMKO^DLAG náðist á öðrum tímanum í nétt mílii rskisstjórnarinrssr, AlþýSusambands Isiands og Vinnuveitendasambands Isiands um leiðir tii a'ð stööva veröbólgu ©g ráöstafanir t'ú kjarabóta fyrir verkafólk. Mæla þessir aöilar með, aö samningar milli verkalýésfélaga cg vinnuveifenda yeröi geröir á grundveEii samkomulagsins. MeginátriÖi málsins eru, aS samið veröi til ekki minna en eins árs og grunnkaupshækkanir veröi ekkl. Hins vegar verði kaupgjald verðtryggt og relknuö út kaupgjaldsvósitala fiérum ssnn- um á ári, en miðaS veröur yið 1. maí sJ. Gerðar verða umbætur á kjörum verkafólks á viku- eða mán'aðarlaunum, og gerðar breytingar á eftirvinnutíma og eftirvinnuálagi. Gerðar verða víðtækar ráðstafanir í húsnæðismáium eg verður aflað 250 miIIJóna tll íhúðaiána næstu 12 mán- uði. Lánakerfinu verður breytt ©g atvinmsveitendur eiga að greiða 1% launaskatt I kerfið. Miklir fundir voru í gær i dag og síöðugir þegar leið á kvöldið. Fóru þeir fram í Alþingishúsinu. Þar voru ráðherrarnir Bjami Bene- diktsson og Emil Jónsson, sem leitt hafa samningana fyrir hönd stjómarinnar, fulltrúar Alþýðusambands ins, vinnuveitenda, samn- ingsaðilar af Norður- og Austurlandi og ýmsir fleiri. Er undirritað hafði ver- ið, lýsti forsætisráðherra ánægju sinni yfir sam- komulaginu, sem liann kvaðst vona, að yrði þjóð- inni til gæfu og gengis. Þakkaði hann öllum, sem unnið hafa að malinu og láusn þess. Hann kvað all- an vanda ekki vera leyst- an, .en miða vel áleiðis. Hannibal Valdimarsson þakkaði ríkisstjórninni drengilega framkomu í þessu máli, hvort sem á- nægja yrði meiri eða minni með samkomulagið. Það væri tilraunarinnar vert og þyrfti að fá að reyna sig. , Kjartan Thors þakkaði einnig ríkisstjórninni. — Hann kvað vinnuveitend- ur ekki vera fullkomnlega ánægða, en vonaðist til að samkomulagið yrði til að hetra og eðlilegra viðhorf skapaðist milli þeirra and- býlmga. Samkomulagið er í heild á hessa leið: TJndaufarnar vikur hafa farið fram viðræður miili ríkisstjórnar- , innar, Alþýöusambands íslands og Vinnuveitendasambands ís- lands. Ræddar hafa verið leiðir ti! stöðvunar verðbólgu og til kjara- bóta fyrir verkafólk. Þessar við- ræður hafa nú leitt til samkomu- lags um þau atriði, sem hér fara á eftir, og mæla aðilar með því, að samningar milli verkalýðsfé- laga og vinnuveitenda séu nú gerð- ir á þeim grundvelli. I. VERÐTRYGGING KAUP- GJALDS. 1. Ríkisstjórnin beitir sér fyrir því, að verðVryggingu kaup- gjalds sé komið á með laga- setningu. Verðtryggingin sé miðuð við vísitölu framfærslu- kostnaðar í Reykjavík. Þó nái verðtryggingin ekki til hækk- nnar þeirrar vísitölu, sem staf- ar af hækkun á vinnuliö verð- grunns landbúnaðarafurða vegna breytinga á kauptöxtum eða vcgna greiðslu verðlags- uppbótar á laun, 2. Reiknuð sé út sérstök kaup- greiðsluvísitala fjórum sinnum á ári, miðað við þann 1. febr- úar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember. Þessi vísitala sé miðuö við samá grundvallar- tíina og núverandi vísitala (marz 1959). 3. Kaup breytist samkvæmt hækkun kaupgreiðsluvísitöl- unnar frá því, sem hún var 1. maí 1964. Þessar breytingar fari fram ársf jórðungslega mánuði eftir að kaupgreiðslu- vísitalan hefur verið reiknuð út, þ. e. 1. marz, 1. júní, 1. september og 1. desember. Kaup breytist með liverri hækkun eða Iækkun vísitölunn- ar um eitt stig eða meira. 4. Aðilar samkomulagsins mæla með því við Kauplagsnefnd og Hagstofuna, að hafin sé end- urskoðun grundvallar vísitölu framfærslukostnaðar. Nýr vísi- tölugrundvöllur taki því aðeins gildi á samkpmulagstíinabil- inu, að samkomulag sé um það á milli aðila. II. VIKTT- OG MÁNAÐARKAUP VEUKAFÓLKS í SAMFELLDRI VINNU. Verkalýðsfélög og vinnuveitend- ur semji um, að verkafólki, sem unnið hcfúr sex mánaða samfellda vinnu hjá sama vinmiveitanda, verði grcitt óskert vikukaup, þann- ig að samningsbundnir frídagar, aðrir en sunnudagar, séu greiddir. Með samfelldri sex mánaða vinnu er átt við, að unnið hafl vnrið h.iá sama vinnuveiteíida full dagvinna í sex mánuði, ecda jafn- gildi fjarvistir vegna veikinda, sI>Tsa, orlofs, verkfalla eða verk- banna fnllri vinnu. Sama gildir um daga, sem falla úr, t. d. í fisk- vinnslu, vegna liráefnisskorts eða Frh. á 13. síðu. Aörar fréttir á 7. síöu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.