Alþýðublaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 14
 íð.iuleysingi er sá, sem frestar því til morguns, sem hann lát bíða þar til í dag. 1 Þann 29. maí opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Áslaug Pálsdóttir, Litlu-Heiði í Mýrdal og Brynjólf- ur Gíslason, stud tlieol, Bólstaðar Idíð 66, Reykjavík. Ameríska bókasafnið — í Bændahöllinni við Haga- torg opið alla virka daga nema laugardaga frá kl. 10-12 og 13-18. Strætisvagnaleiðir nr. 24, 1, 16, og 17. Frá skrifstofu borgarlæknis: Farsóttir í Reykjavík vikuna 17. -23. maí 1964 samkvæmt skýrslum 20 (24) lækna. Hálsbólga .............. 63 (86) Kvefsótt ............. 108 (108) Lungnakvef ............. 17 (26) Heimkoma ............... 1 (1) Iðrakvef ............... 8 (19) Influenza .............. 10 (34) Hvotsótt ................ 1 (0) Kveflungnabólga ...... 11 (10) Rauðir hundar........... 1 (3) Hlaupabóla ............. 10 (4) TIL HAMiNGJU MEÐ DAGINN Nýlega voru gefin saman í hjóna band af séra Sváfni Sveinbjörns- syni í Hlíðarendakirkju, ungfrú Brynja Ágústsdóttir og Eggert Snorri Símonsen, iðnnemi. Heim- ili þeirra er að Lokastíg 25, R. (Ljósm. Studio Gests). Laugardaginn 30. maí voru gef- in saman í hjónaband í Hallgríms- kirkju af séra Jakobi Jónssyni ung frú Sesselja Berndsen og Frans Kristinn Jezowsky. Heimili þeirra er að Háaleitisbraut 44. (Studio Guðmundar, Garðastræti). Formaður (Framhald af 7. síðu). sagt af sér. Var kosið í tvcnnu lagi og Elinbcrgur Sveinsson (sem gekk úr stjórniuni) felldur í bæði skiptin, e^n kosnir tryggir fram- sóknarmenn. Þelta er ekki sízt athyglisvert, af því að Elinbergur hefur um skeið verið formaður verkalýðsfé- lagsins í Ólafsvík og staðið með ágætum í þeirri stöðu með víðtæk um stuðningi félagsmanna. Hann er og heilsteyptur samvinnumaður, sem hefur starfað í kaupfélaginu og stutt það. Ragnar Guðleifsson, sem hrakinn var úr stjórn í Kefla- vík, er raunar einnig formaður verkalýðsfélagsins þar og liefur verið aðalforingi þcss um langt árabil. Framsóknarmenn þykjast um þcssar mundir sérstakir vinir verkalýðsins og tala um samstarf verkalýðshreyfingar og samvinnu- félaga. Þeir sýndu hug sinn í verki í Ólafsvík og Keflavík, þar sem, slíkt samstarf liefur verið auðfengið. Ætli þeir hefðu fellt formenn þessara verkalýðsfélaga úr st.iórn kaupfélaganna, ef þeir hefðu verið kommúnistar? Ottó Árnason er einn elzti brautryðjandi alþýðuhreyfingar- innar í Ólafsvík, verkalýðshreyf- ingar, samvinnuhreyfingar og jafnaðarstefnu. Hann hefur lengi vcrið endurskoðandi Dagsbrúnar og gegnt því starfi af mikilli al- úð, enda þótt það hafi ekki allt- af verið létt síðustu ár. Atvikin í Keflavík, Ólafsvík og öðrum stöðum, þar sem hið sama hafði nýlega gerzt, sýna glögglega, hvernig framsóknarmenn ætla sér að útiloka pólitíska andstæðinga sína frá trúnaðarstörfum í kaup- félögunum til að.ráða þar einir lögum og lofum. Þeir eru ekki að hugsa um félögin sjálf. Þeir kæra sig ekki um samstöðu félagsfólks- 7.00 12.00 13.15 13.25 15.00 18.30 18.50 19.30 20.00 20.30 Föstudagur 5. júní Morgunútvarp — Veðurfregnir — Tónleikar — 7.50 Morgunleikfimi — 8.00 Bæn — Tón- leikar. — 9.00 Útdráttur úr forustugreinum dagblaðanna. Hádegisútvarp Lesin dagskrá næstu viku. „Við vinnuna': Tónleikar. Síðdegisútvarp. Harmonikulög. Tilkynningar. — 19.30 Veðurfregnir. Fréttir. Efst á baugi. Bjögvin Guðmundsson og Tóm as Karlsson sjá um þáttinn. Einsöngur í útvarpssal: Lone Koppel óperu- söngkona fré Kaupmannahöfn syngur. Við hljóðfærið: Herman D. Doppel prófessor. 20.45 Erindi: Útvarpstækin í þjónustu kirkjunnar. Ólafur Ólafsson kristniboði. 21.10 Píanótónleikar: Stephen Bishop leikur són- ötu nr. 8 í c-moll „Patþétique" op. 13 eftir Beethoven. 21.30 Útvarpssagan: „Málsvari myrkrahöfðingjans" eftir Morris West; XIII. Hjörtur Pálsson blaðamaður les. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Geðvernd og geðsjúkdómar: Um geðlækn- ingar; síðari hluti. Jakob Jónasson læknir. 22.35 Næturhljómleikar. 23.30 Dagskrárlok. Ó! VINSÆLDIR VORAR! ísland er afar vinsælt um alla heimsins byggð. Norrænu hjálparheilurnar allar . halda við okkur tryggð. Nú eru blessaðir Bretarnir líka bræður okkar í neyð. Svo seljum við suður til Afríku sérlega vinsæla skreið. í Asíulöndum kynntist hann Kiljan kærieik við íslenzka Og frændsemi okkar við Eskimóa er innileg og góð. Kananna stríðsmenn styrk oss veita og standa við okkar hlið. Þeir elska landið svo afar heitt, en einkum þó kvenfólkið. Hoilustu, vinsemd cg hjálp við okkur er hreint engin takmörk sett- — Það er furða, hvað alheimur elskar og dáir einmitt þennan blett! þjóð. Kankvís. ins eða pólitískan friff í sam- vinnustarfinu. Hin pólitísku sjón- armið ráða öllu. Þaff gerðist ennfremur á affal- fundi Dagsbrúnar, að stungiff var upp á núverandi kaupfélagsstjóra sein fulitrúa á affalfund SÍS, eins og algengt er. Var þá einnig stmig- ið upp á fyrrverandi kaupfélags- stjóra, Alexander Stefánssyni, og var liann kosinn! SLÁTTUR (Framhald al 7. síðu). í Reykjavík 3,3 stig, á Akureyri 1,7 stig. Maí; Reykjavík 6,9 stig, og á Akureyri 6,3 stig. Hjá Búnaðarfélagi íslands feng- ust þær upplýsingar, að í sveitum væri allt fyrr á ferðinni en venju- lega. Spretta væri víða orðin góð. Bóndi einn í Húnavatnssýslu hafði sagt nú eftir fjörtíu ára bú- skap, að aðeins einu sinni myndi hann til þess, að hann héfði bor- ið niður 8. júní, — en það mun hafa verið vorið 1929. Guðinundur Jósafatsson, sem fyrir svörum varð hjá Búnaðarfélaginu, sagði að mjög víða væri sá háttur orðinn á, að beita túnin á vorin. Þeir, sem ekki hefðu beitt tún sín, mundu margir hverjir geta hafið slátt' hvað úr hverju. Aðspurður um það, livprt bænd ur ættu ekki miklar fyrningar eft ir svo góðan vetur, sagði Guð- mundur, — að það væri ekki víst. Ef til vill mætti nú sem oftar taka undir með Páli Ó.afssyni, er hann sagði: „Vitlaust settu allir á — und ir þennan vetur.“ Menn væru farn ir að treysta á milda vetur. Erlendir Frh. af 16 síffu. iffjuver, fara til Þingvalla, skoða mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, skoffa borholurnar í Hveragerði, og loks veröur fariff meff þá á skak út í flóa. Mun verffa stefnt aff því aff þeir fái sem gleggsta mynd af efnahagsþróuninnl á undanförnum árum og þeim framtíffarmöguleik- um, sem fyrir hendi eru í land- inu. ★ Minnlngarsjóffur Landsspltala tslands. Minningarspjöld fást á eftirtöldum stöðum: Landssíma tslands, Verzluninnl Vík, Lauga- vegi 52, Verzluninni Oculus, Aust- urstræti og á skrifstofu forstöðu- konu Landsspítalans. R I VEÐURHORFUR: Hægviðri og léttskýjaff. I gær var hægviffri um allt land, víffast skýjaff og þurrviöri, en á Vcsturlandi var þó léttskýjaff. í Reykjavík var gola og 11 stiga hiti. Kallinn er búinn aff gera þá uppgötvun, aff gamal- skvísurnar prjóni til þess aff Iiafa eitthvaff aff liugsa um, meffan þær tala . . . 14 5. júní 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.