Alþýðublaðið - 05.06.1964, Page 16

Alþýðublaðið - 05.06.1964, Page 16
vt%w MUUMMMMtMMMiVMMUM Enn kvarn- ast úr SF EINN AF þingmönnum dauska Alþýðubandalagsins, (SF), Ilerluf Rasmussen hef ur nú sagt sig úr því, — en hyggst sitja áfram á þingi, óflokksbundinn til 22. sept- ■ ember, en þá fara kosningar fram í Danmörku. Rasmussen byggir úrsögn sína úr Alþýðubandalaginu á því, að minnililuta hópur inn- an þess, noti óheiðarlegar aðferðir til að koma fyrirætl- unum sínum í frámkvæmd, og að auki sé um að ræða klíkustarfsemi, sem miði að því að brjóta niöur. Mun hann þar eiga við kommún- ista sem eru að sprengja bándalagið. Skanunt er um liðið síðan Alþýðublaðiý skýrði frá því, að danska Al- þýðubandalagið . væri að gliðna í sundur, en þá sögðu sig úr því tveir þingmenn, báðir fyrrverandi jafnaðar- menn frá Esbjerg. rWMMMWwnwawvwmM Erlendir blaða- menn I heimsókn Reykjavík, 4. júní. — GG. Sextán blaðamcnn frá ýmsum Evrópulöndum koma liingað til lands á laugardagskvöld á vegum Evrópudeildar Alþjóðabankans til þess að kynna sér þróun undan- farinna ára í efnaliagsmálum ís- lendinga. Dveljast blaðamennirnir hér í þrjá daga og búa á Hótel Sögu. Blaðamennirnir eru frá: Ítalíu, Svíss, Vestur-Þýzlcalandí, Frakk- landi, HoIIandi, Belgíu og Eng- landi og eru sérfræðingar blaða sinna í efnahagsmálum. Hér munu þeir ræða við Gylfa Þ. Gíslason, viðskiptamálaráöherra, banka- stjóra Seðlabankans og fleiri aðila. Ennfremur munu þcir skoða fisk- (Framhald á 14. síSu). Blönduósi, 4. júr.í. GH-HKG. MIKLAR framkvæmdir eru hér á Blönduósi í sumar. Mörg hús eru í byggingu bæði á vegum ein- staklinga og fyrirtækja. Kaupfé- er að byggja nýtt verzlun- arhús fyrir utan á. Verið er að ljúka við landgang- inn að sunnarverðu á nýju Blöndu brúnni en gamla brúin er komin fram á móts við bæinn Steiná í Svarlárdal, — þar sem hún er mikil samgöngubót fyrir þá, sem húa á bökkum Svartár. Mikil veðurblíða er hér nyrðrá þessa dagana sem og undanfarið, og bændur cru farnir að minnast á heyskap. soiumðiinu Reykiavík 4. júní — KG. Á fundi borgarstjórnar í kvöld fór fram fyrri mnræða um bráða- birgðabreytingu á samþykktinui um afgreiðslutíma verzlana í Reykjavík. Fclur bráöabirgðaá- kvæðið það í sér, að verzlunum með úrval helztu nauðsynjavara verður leyft að hafa opið til kl. 22. Einnig var samþykkt að óska áli'.s heilbrigðisnefndar um það, hvaða vörutegundum hún telur rétt að bætt verði við vöruskrá þá, sem. samkvæmt reglugerðinni mega hafa opið til klukkan 23.30. Seinni umræða um þessar tillög- ur fer fram á næsta borgarstjórn- arfundi ef'lir liálfan ntánuð og verða þær þá væntanlega endan- lega afgreiddar. Tillögur þessar eru bornar fram, þar sem ekki hefur náðst samkomulag milli verzlunareig-. enda og verzlunarfólks um fram kvæmd samþykktarinnar, senr gerð var í vetur um afgreiðslu'-i tíma verzlanna og fól meðal ann- ars í sér hverfaskiptingu og fleiraí Verði þessi nýju bráðabirgðará- kvæði samþykkt munu væútan- ( lega þeir kaupmenn, sem hafa aði stöðu til, geta haft opið hjá sér til klukkan 22.00 og söluturnarn- ir fá aukið vöruval. Reykjavík 0. júní — IIKG. Ungmey norður á Siglufirði vann það afrek í -vor að ljúka landsprófi með liæjitu einkunn, sem náðst hefur hér á landi. Þessi efnilega stúlka heitir Alda Mödler, 16 ára, dóttir Jóhanns Möllers, bæjarfulltrúa og frét a- ritara Alþýðublaðsins á Siglufirði og konu hans, Helenar Sigtrj-ggs- dóttur, Alda hlaut eiukunina 9,73 stig. Metið átti áður Þórarinn Hjal'.a- | son frá Reykjavík. Hann tók landspróf í fyrra og hlaut einkun ina 9,67. Ekki hefur enn verið gengið frá landsprófsskjölum í Reykja- vík, en um 400 nemendur þreyttu landspróf hér að þessu sinni. Prófunum lauk 29. maí síðastlið- inn. Framkvæmdir á BJöndósi Félagarnir úr Fóstbræðr- um, sem vöktu mikla at- hygli fyrir léttan og skemmtilegan söng í út- varpsþættinum „Sunnu- dagskvöld með Svavari Gests” í velur hafa nú sung- ið átta lagasyrpur úr þátt- unum inn á hljómplötu, sem nú er komin á markaðinn. Á plötunni eru fjörutíu lög, mörg eftir innlcnda höfunda, og hafa sum þeirra ekki komið út á hljómplötu áður. Meðfylgjandi mynd tók Kristján Magnússon, þegar Fjórtán Fóstbræður voru á æfingu í útvarpssal fyrir síð- asta þáttinn. LANDSMET Á LANDSPRÓFI FJOLBREYT HATIÐA- HÖLD A SJÓMANNADAG Reykjavík, 4. júní — IIP. SJÓMANNADAGURINN verður hátíðlegur haldinn í 27. sinn n.k. sunnudag með veglegri dagskrá að venju. Verður liún með líku sniði og verið liefur að undan- förnu. Sjómannadagsráð hefur liaft með höndmn allan undirbún ing, en stjórn þess er jafnframt heimilisstjórn Hrafnistu ásamt framkvæmdasijióranum, Sigur- jóni Einarssyni. Ennfremur hefur hún með höndum stjórn Laugar- ásbíós og Ilappdrættis DAS, en þessar stofnanir eru allar ná- tengdar sem kunnugt er. Nokkrir scjórnarmenn Sjó- mannadagsráðs boðuðu blaðamenn á sinn fund í dag og skýrðu þeim frá tilhögun sjómannadagsins og ýmsu í sambandi við starfsemi ráðsins. Auk þess, sem að ofan er getið, rak það í fyrra sumar- dvalarheimili fyrir börn sjó- manna úr Reykjavík og nágrenni að Laugalandi í Holtum, og verð ur svo einnig í sumar. í ár eru lið in 10 ár síðan hornsteinn Hrafn- istu var lagður og 7 ár siðan það var opnað vistmönnum. Enn er unnið þar af kappi að viðbygging um, og mun ekki skorta verkefni á næstu árum. Nú er fokheld álma fyrir 64 vistmenn, en siðar verð- ur byggð önnur fyrir 62. I fok- heldu álmunni verður aukið hús- rými fyrir vinnandi vistmenn, og batnar aðstaðan til þeirrar starf- ÍFramliald á 4. síöu). AlþýðublaÖið kost- ar aðelus kr. 80.00 á mánuðh Gerizt á- skrifendur. Þota Reykjavík, 4. júní — GO. í MORGUN vaktj það athygli borgarbúa, að stór farþegaþota sveimaði hér yfir og reyndi nokkrum sinnmn aðflug á Reykjavíkurflugvelli, en livarf síðan til vesturs í á:t til Kefla- víkur. togans í Reykjav Samkvæmt upplýsingum Bri ans Holt blaðafulltrúa brezka sendiráðsins var hér um að ræða eina vélina úr þeirri deild brezka flugliersins sem sér um fíu'ninga á meðlimum konungsfjölskyldunnar (Que- ens Flight). Með vélinni var næstæðsti yfirmaður deildar- innar, Group captain Vaughn — Fowl, scm er þekktur orustu flugmaður úr siðustu heims- styrjöld. Erindi flugvélarinai- ar hingað til lands var að reyna og athuga aðflug að Keflavíkurflugvelli og einnig var athugað hvor'. unnt reynd- ist að lenda vélinni í Reykja- vík. Er þetta gcrt meö tilliti til heimsóknar hertogans af Edinborg liingað seinna í þess- um mánuði, en hann fer með þessari flugvél aftur til Bre'.- lands. Ákveðið var í dag, eftir að allar aðstæður höfðu verið skoðaðar, að lenda vélinni hér á flugvcllinum klukkan 9.30 í fyrramálið (fösludag) og ef sú lending gengur að óskum mun hcrtoginn verða sóttur beint Framhald á síðu 10, . tWWVWWWWWVWWTOWWWWWtWVWWWWMtWmWWWMWMMWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWMMWWMMMWWWmtWl

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.