Alþýðublaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 9
orðið að lenda aftur á flugvell inum í Lux vegna sandroks, — sem sagt undursamiegt! Helzt segist hún alltaf vilja vera í loftinu. Arne hefur ráðið sig hér í eitc ár en segist búast við að verða lengur. Hér sé svo indælt að vera. Aðspurð um það, hvernig vinum' henn ar og kunningjum heima í Þýzkalandi hafi geðjazt að þeirri hugmynd, að hún væri að fara til íslands segir hún, að allir hafi talið það h.na mestu ævintýrferð. Hún gruni vinkonur sínar um að hafa öfundað sig ofur’.ítið af því að fá að sjá sæta ísbirni og Eski- móa á hverjum degi. Arne sendi inn umsókn, þeg . ar Loftleiðir auglýscu eftir flugfreyjum í Þýzkalandi. 500 stúlkur sóttu, að því er hún segir, 50 voru vaídar úr til við- ræðu, og 15 voru loks valdar af þessum 50 til þess að fara á flugfreyjunámskeið hér í Reykjavík. Aðspurð um það, hvernig henni geðjist að íslendingum segir Arne, að sér geðjist ágæt lega að þjóðinni í heild, — en íslenzkir karlmenn drekka of mikið, grípur sú danska fram í,— já allíof mikið, taka hinar undir. Og svo, þegar þeir eru orðnir fullir fara þeir að tala ensku, bæta þær við og fitja upp á sín fögru nef. Barbara er dökk á bfún og brá, — alin upp í Hamborg, — en hefur víða farið. Hún bjó um tíma í Englandi, þrjú ár í Sví- þjóð og hálft ár í Frakklandi, — nú er hún sem sagt komin til ísiands og er að hvíla sig eftir sína fyrsm ferð til New York. Hún segist hafa farið í verzl anir í New York og skemmt sér konunglega, þótt ennþá betra liefði verið, af hún hefði kom- izt eitthvað út að skemmta sér, en nú var stuttur stanz og veúti' ekki af tímanum til hvíldar, þegar búðarápinu var lokið. Stúlkurnar eru á einu máli um það, að þeim líki ágætlega við land og þjóð hér nyrðra, — nema þeita, — að karlmenn irnir drekka og mikið, — og kannski þess vegna eða af ein hverjum öðrum orsökum segj- ast þær ekki vi’du setjast hér að fyrir fullt og ailt, — Við erum ekki gerðar fyrir ísland, ssgir Barbara. Hún segir, að sér finnist íslendingar suð- rænni, — líkari Spánverjum, — en Svíar, — þeir virðist lifa mjög heilbrigðu og góðu lífi, — en þeir vinni of mikið. — Já, — þeir vinna of mikið, berg máluðu hinar tvær. — Þegar þær voru komnar að þeirri nið urstöðu ,að Reykjavík væri eins og Jítið spánskt þorp fór- um við út í aðra sálma . En fyrr en varði barst talið að Reykjavík og skemmtanalífinu þar. Þessum erlendu gestum kom öllum saman um það, að þær hefðu lítið kynnzt skemmt analífinu hér, því að þær gætu ekki hugsað sér að fara út ein- ar síns liðs, slíkt tíðkaðisc ekki í Þýzkalandi. — Eg finn, að ég er hrædd við þetta frjálsa iíf, segir Arne, — og hún bætir því við, að hún sé alin upp við strangar siðareglur. — Hinar taka í sama streng. — Varaðu þig, — gættu þín, -— segja þær að h.afi jafnan verið viðkvæðið í föðurhúsum. Og hér, þar sem dyrnar standa opnar upp á gáct út á dansleik lífsins, — segjast þær hika við að kasta sér út i hringiðuna. Barbara hefur verið gift, — en er nú fráskilin. Hún segir, að fráskildar konur búi við ýmiss konar erfiðieika í Þýzka landi. Þær geti ekki fengið, hvaðá störf sem er, og almenn ingur líti þær að nokkru leyti hornauga. Okkur kemur saman um, að þetca muni eiga rætur sínar að rekja til trúarbragð- anna, — jafnvel þótt Arne og Barbara séu báðar mótmælend ur og því ekki háðar lögum og lofum katólsku kirkjunnar. Svo fáum við okkur aftur í bollana, og Barbara hættir við að fara aftur að sofa. Það er komið sólskin og Sundlaug Vest urbæjar á næsta leiti. . ☆ = Anna Marie, Arne og Barbara (mynd: J. V.) § >iiiiiii>iiiiiiiiiiiiiiiiiii(tiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiii(iil(ii«iiiivlii«iiiiiiiiiiiiiiiiit(iaiiiiIBiiiiii,atii,(kt,iViii,li,,liiaiaiiii,iiiiiiii,iiliiBiiitliiaiil(, , •miiniiiiiiiiii,,,,uiiiii, ENSKAR og HOLLENZKAR Vor- og sumarkápur SVAMPFÓÐRAÐAR Kápur og dragtir . Kápu- og Dömubúðín. Laugavegi 46. VERKAFÓLK SÍLDARVINNA Síldarstúlkur og karlmenn vantar á nýja söltunarstöð á RAUFARHÖFN. Nytízku íbúðir og mötuneyti á staðnum. Upplýsingar í síma í 36, Raufarhöfn, og 50165, Hafnarfirði. Viljum ráða síldarstúlkur til Siglufjarðar. — Einnig getur verið um söltunarpláss að ræða fyrir austan, eftir að sölt- un lýkur á Siglufirði. FRÍAR FERÐIR OG HÚSNÆÐI. — KAUTRYGGING. Uppiýsing-ar gefnar að Hvammsgerði 6, Reykjavík. Sími 32186. HaraSdur Bö’övarsson & Co. AÐVÖRUN Að gefnu ti'lefni skal einstaklingum og fyrir- tækðjum bent á, að óheimilt er að láta senda til land-sins sýnishorn af vörum þeim, er vér höfum lögum sambvæmt einkaleyíi til inn- flutnings á, án samráðs við oss. ★ ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS Tilkynning frá landlækni Þar sem ekki virðist enn lát á sóttinni i Aberdeen, ér mönnum, sem ætla að hafa viðdvöl í Skotlandi, ráðlagt að láta bólusetja sig gegn taugaveikí, áður en þcir fara þangað. Jafnframt er mönnum eindregið ráðið frá að fara til Aberdeen eða nágrennis og að minnsta kosti alls ekki án þess að láta bólusetja sig. Auglýsingasíml ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14906 ALÞYÐUBLAÐiÐ — 5. júní 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.