Dagur - 14.11.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 14.11.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 14. nóvember 1992 Igær voru liðin 45 ár frá stofnun Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar & Co á Akureyri. í tilefni afmælisins verður verksmiðjan opin almenningi í dag, laugardag, kl. 14 til 17. Auk þess sem fólki gefst kostur á að skoða verksmiðjuna, verður því boðið að bragða á framleiðslu fyrirtækisins. Niðursuðuverksmiðjan er kennd við Kristján Jónsson, sem er einn stofnenda hennar. Þrátt fyrir að vera kominn á áttræðisaldur stendur hann enn í eldlínunni og lætur engan bilbug á sér finna. Blaðamaður hitti Kristján að máli í vik- unni og spurði hann fyrst um aðdraganda stofnunar verk- smiðjunnar fyrir 45 árum síðan. Kynntist lagmetisiðnaðinum í Danmörku og Þýskalandi Kristján sagði að Jón Kristjáns- son, faðir hans, hafi á sínum tíma verið verkstjóri við síldarsöltun hjá Ottó Tulinius, en síðar hafi hann sjálfur rekið eigin söltunar- stöð á Akureyri. Einnig hafi hann saltað á Siglufirði, á Thor- arensen-planinu og síðar í sam- vinnu við Alfons Jónsson á Alfons-planinu. „Ég byrjaði að vinna hjá föður mínum strax og ég hafði aldur til,“ sagði Kristján. „Faðir minn átti viðskipti við bæði Svía og Dani á þessum árum og um síldartímann bjuggu þeir hjá okkur, bæði á Akureyri og Siglufirði. Þessir menn ráku lagmetisverksmiðjur ytra og höfðu meðferðis mikið af dósa- mat. Okkur fannst þetta áhuga- verð atvinnugrein og það varð úr að Tryggvi, hálfbróðir minn, fór til Svíþjóðar árið 1931 og vann þar við niðurlagningu. Sex árum síðar fór ég til Kaupmannahafnar Ég hef aldrei litíb á mig sem forstjora - segir Kristján Jónsson, stjórnarformaður og einn af stofnendum K. Jónssonar & Co til starfa við verksmiðjuna VINCO, sem var í eigu íslend- inga. Eftir eitt ár þar lá leiðin til Þýskalands, þar sem ég hóf störf hjá Deutsche Seefischandes AG í Cuxhaven, almennt kallað Nord- see. Ég byrjaði þar á flökun á fiski, en fékk að færa mig milli deilda og kynnist þannig vel framleiðslunni og framleiðslu- háttum. í Cuxhaven var ég í tæpt ár, eða þar til stríðið braust út. Ég kom heim með fyrstu ferð Esj- unnar til íslands.“ Sölumennskan er stórt vandamál Kristján segir að starfsskilyrði lagmetisiðnaðarins á íslandi þeg- ar Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar & Co var stofnuð, hafi ver- ið afleit og raunar hafi aldrei ver- ið búið vel að þessum iðnaði. „Sorglegast við sögu lagmetisiðn- aðarins er að eftir því sem tæknin hefur orðið meiri, því lakari hef- ur afkoman verið. Verksmiðjan hér er vel vélvædd, en það hefur pVH hrrvH-íA til h\/í nfralrQtriniim 1 Þessar þrjár heið- urskonur, sem hér eru að flaka, beinskera og roð- fletta síld, unnu lengi hjá K. Jóns- syni. Frá vinstri: Svanborg Jónas- dóttir, Sigrún Björnsdóttir og Sigríður Kristins- dóttir. ► Þrír rússneskir síldarkaupendur (t.v.) ásamt Kristjáni Jóns- syni, Guttormi Berg, matsmanni, Gunnari Stein- dórssyni og Erlingi Davíðs- syni, fyrrverandi ritstjóra ◄ Dags. Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar & Co var stofnuð 13. nóvember 1947 og voru stofn- endur hennar Jón Kristjáns- son, þrír synir hans; Kristján, Mikael og Jón Árni og Hjalti Eymann, verkstjóri. Fyrirtæk- ið hefur frá stofnun verið undir stjórn Kristjáns Jónssonar, sem nú er stjórnarformaður, en Aðalsteinn Helgason er framkvæmdastjóri. Auk Kristjáns og barna hans eru aðaleigendur verksmiðjunnar fyrirtækin Samherji á Akur- eyri og Sæplast hf. á Dalvík. Stofnun Niðursuðuverksmiðj- unnar má rekja til þess að haustið 1947 lögðu Jón Kristjánsson og synir hans niður 1000 tunnur af ✓ kryddsíld, sem seld var til Banda- ríkjanna. Þeir leigðu fjórðung af húsi Síldareinkasölu ríkisins á Oddeyri og þar byrjuðu hjólin að snúast. Mönnum þóttu þeir feðg- ar ráðast í mikið, en þeir létu það sem vind um eyru þjóta og héldu sínu striki. Árið eftir stofnun fyrirtækisins var farið út í að sjóða niður smá- síld þó að aðstaðan væri heldur frumstæð. Reykhús var fljótlega byggt og árið 1960 var byggt við verksmiðjuna og keyptar full- komnustu vélar sem þá voru til fyrir niðursuðu, með útflutning í huga. Á þessum tíma voru smásíld- veiðar mikið stundaðar á Pollin- um. Síldin var geymd í lásum, sem kallað var og voru tekin I lagmetinu í ▲ Hér er unnið að því að hrcinsa rækju, en rækjufrystingin er stærsta fram- leiðslueiningin í dag, með um 50% hlutdeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.