Dagur - 14.11.1992, Side 6

Dagur - 14.11.1992, Side 6
% - HlJrlAU - SHHT IBOrnavnn 1UD6D1BDUBJ 6 - DAGUR - Laugardagur 14. nóvember 1992 Börnin okkar Hagnýt ráð til að létta Mum skólabömum dagimi í tveimur síðustu þáttum, um börnin okkar, hefur verið fjall- að um ýmis atriði tengd þeim þáttaskilum sem verða í lífi barna þegar þau hefja skólagöngu. Á þessum tímamótum, þegar börnin okkar kveðja leikskólann sinn eða þann aðila sem gætt hefur þeirra í heimahúsi, er ekki aðeins skólinn nýr og framandi heldur einnig allt það sem barninu er ætlað að takast á við utan veggja hans. Því miður sýna kannanir að fjöldi íslenskra barna verður að bjarga sér á eigin spýtur frá því skóladagur er úti þangað til löngum vinnudegi foreldra þeirra líkur. Um þau mál verður fjallað nánar í næsta þætti um börnin okkar. Engin einföld ráð koma að haldi til að færa til viðunandi veg- ar líf þeirra barna sem búa við ófullnægjandi aðstæður. Hins vegar er vert að íhuga ýmis einföld atriði sem geta Iétt börn- unum okkar lífið bæði innan og utan veggja skólans. Besta úlpa í heimi Þegar við veljum föt handa börn- unum okkar ættum við að hafa það að leiðarljósi að þau séu þægileg, mjúk, hlý, lipur og hæfi þeim aðstæðum sem þeim er ætl- að að duga í, fremur en að velja flíkur sem eru samkvæmt nýjustu tísku. Leitumst við að kenna börnunum okkar þegar frá upp- hafi að klæða sig eftir veðri. Um fram allt veljum föt sem barnið kann vel við og vill ganga í. Lit- rík föt eru lífleg auk þess sem þau eru mikilvægt öryggisatriði í umferðinni. Gleymum ekki að festa endurskinsmerki á allar yfirhafnir barnanna okkar og veljum íþrótta- og skólatöskur með endurskinsmerkjum. Gætum þess að utanyfirföt og skófatnaður sé þannig að auðvelt og fljótlegt sé að klæða sig úr og í. Ef barnið okkar er í úlpu með einum rennilás og skóm með „frönskum rennilás“ verður það síður síðast út í frímínútur í skólanum eða inn í sætið sitt að þeim loknum. Það er ekki upp- lífgandi að berjast síðastur allra við að komast í allt of þröng stíg- vél eða úr tískulegum skóm sem eru með flóknum reimabúnaði. Merkjum allar yfirhafnir, töskur, skó, íþróttaföt og handklæði vel, helst á áberandi stað með stórum stöfum. Athugum að oft eiga margir í sama bekknum eins úlpur, stígvél eða töskur. grænmeusa, ... «ÖRNFL0HKV)B Fæðuhringurinn, alltaf í fullu gildi. Það er ganian að opna nestisbox sem inniheldur næringarríka, spennandi og girnilega máltíð. Hollt fæði, nægjanleg hvíld, heppileg klæði og öruggt athvarf hjálpa barninu okkar að takast á við vanda hversdagsins. Mikilvægat af öllu er að við gefum okkur tíma í hvert einasta sinn sem barninu okkar líður illa til að krjúpa niður á hné og sétja okkur í spor þess. Hvfld og næring Þegar barnið þitt fer í skólann þarf það á allri sinni orku og ein- beitingu að halda. Þess vegna er mjög mikilvægt að það fái undan- tekningarlaust bæði reglulegan og nægilega langan nætursvefn og holla og næringarríka fæðu. Nú til dags er til fjöldi ýmiskonar bóka og rita sem fjalla um mat og mataræði. Einfaldasta leiðin til að tryggja að börnin okkar fái öll þau næringarefni sem þau þarfn- ast er að fara eftir flokkun fæðu- tegunda samkvæmt Fæðuhringn- um. Fæðuhringurinn er í flestum bókum sem fjalla um hollt matar- æði en allar fæðutegundir, sem innihalda nauðsynleg næringar- efni, er hægt að flokka í einhvern af flokkum fæðuhringsins. Það er ágæt þumalfingursregla að gæta þess að borða eitthvað úr hverj- um fæðuflokki á hverjum degi. Æskilegast er að magnið sé sam- bærilegt við vægi flokksins í fæðuhringnum. Flestir sem ein- hverja þekkingu hafa á þessu sviði eru á einu máli um að stað- góður og hollur morgunverður sé gulls ígildi. Þess vegna er mikil- vægt að bæði við og börnin okkar venjum okkur á og gefum okkur tíma til að borða vel og skynsam- lega á morgnana. Veljum hafra- graut, slátursneið, súrmjólk, korn, gróft brauð, ávexti, hrökk- brauð, ost, kæfu, grænmeti, egg, ávaxtasafa og mjólk og gleymum ekki lýsinu. Fimm daga vikunnar er nesti ein af máltíðum dagsins hjá börn- unum okkar. Það getur reynst þrautin þyngri að nesta börnin sín dag eftir dag, vetur eftir vetur, með hollu nesti sem þeim finnst girnilegt og lystugt upp úr nestisboxinu. Því fjölbreyttara sem val þitt og barnsins þíns er þegar tekið er til í nestisboxið því minni líkur eru á að nestið verði leiðigjarnt. Oft vilja börn helst sama nestið dag eftir dag, viku eftir viku. Úrval ávaxta, græn- metis, brauðtegunda, áleggs, jógúrts og drykkjarvara er hins vegar mjög fjölbreytt. Það er sjálfsagt að leitast við að bæta smátt og smátt nýjum tegundum í hóp þeirra sem börnin okkar kunna að borða og vilja borða. Athvarf og öryggi Það er hverju barni mikilvægt að eiga vissu um öryggi og athvarf eftir að erilsömum skóladegi lýkur. Það hefur tvímælalaust jákvæð áhrif á líðan barna og ein- beitingargetu í skólanum ef þau þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvert skal halda og hvað skal gera þegar skólabjallan hringir út. Á þeim heimilum, þar sem foreldrar eru enn í vinnu sinni þegar skóla barnanna lýkur, er nauðsynlegt að börnunum sé full- komlega ljóst hvert þau geta leit- að ef eitthvað ber út af. I flestum tilfellum er nauðsynlegt öryggis- atriði að barnið geti leitað til að minnsta kosti tveggja aðila. Það gefur auga leið að þá eru helm- ingi meiri líkur á að barnið fái hjálp strax, ef það hefur skorið sig við að skera epli, dottið og fengið áverka, skrúfað frá vatnskrana sem því tekst ekki að skrúfa fyrir aftur eða orðið fyrir öðrum áföllum. Athugið að víða er möguleiki á að fá gæslu fyrir börn í skólunum eftir að kennslu lýkur. Það er mikilvægt öryggis- atriði að kenna börnum að hringja á lögreglustöðina. Gefum okkur góðan tíma til að ræða við þau um hlutverk lögreglunnar þannig að þau átti sig á hvenær aðstæður eru orðnar það alvar- legar að nauðsynlegt sé að hafa samband við lögreglu. Ræðum einnig um það við þau hvað það er sem nauðsynlegt er að segja í símann við lögreglu- þjóninn, upplýsingar eins og hvar barnið er statt, hvað það heitir og hvert vandamálið er. Næsti þáttur: „Lyklabörn - Pokabörn11

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.