Dagur - 14.11.1992, Síða 9

Dagur - 14.11.1992, Síða 9
m Laugardagur 14. nóvember 1992 - DAGUR - 9 •4 Kristján Jónsson var einn af stofn- endum verksmiðjunnar fyrir 45 árum. Starfsemin hófst í skúrnum fyrir aftan Kristján (til vinstri), en í dag eru verksmiðjuhúsin samtals 8000 fermetrar og frystigeymslur 6000 rúmmetrar. Mynd: Robyn af rekstrinum hefur verið úthlut- að til annarra en fyrirtækisins sjálfs. Hér á landi hefur aldrei verið áhugi fyrir lagmetisiðnaðin- um og þessi iðngrein er í þann veginn að lognast út af. Ég tel að stærsta málið í þessu sé að menntakerfið hefur gjörsamlega brugðist. Það vantar ekki að margir eru í skólum, en það ligg- ur lítið eftir menntamennina, því þeir reka fá framleiðslufyrirtæki. Sjáðu allar þessar stofnanir. Ég sé ekki að komi nokkur skapaður hlutur út úr þeim. Við erum með allskonar rannsóknastofnanir og svokallað Útflutningsráð. Mér finnst ekkert koma út úr þessu. Helst er að menn vilji hjálpa öðrum, út um allan heim. En mér finnst lítið gagn af mönnum sem hugsa þannig. Ég tel verk þessara spekinga ekki sýna að þeir séu færir um að hjálpa öðrum. Við þurfum ekki að fara lengra en austur í Kröflu til að sjá hrikaleg mistök og sama er uppi á ten- ingnum í Blöndu,“ sagði Kristján og hann bætti við: „Ef til vill er sölumennskan stærsta vandamál- ið. Við höfum ekki getað ræktað upp neina sölumenn, hvort sem er í lagmetisiðnaðinum eða öðr- um greinum. Ef við berum okkur saman við Dani, þá er sölu- mennskan hér nánast engin. Menn eru að vakna til lífsins, þegar allt er að stöðvast og nú er sagt að menn þurfi að snúa sér að atvinnuvegunum. Auðvitað ættu að vera komin tíu DNG hér á Akureyri en ekki eitt.“ Ut úr Sölusamtökum lagmetis Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar stóð á sínum tíma að stofn- un Sölusamtaka lagmetis og var langstærsti framleiðandinn innan vébanda þeirra. Fyrirtækið sagði úrköst; lítilli nót var kastað inn í lásinn og það magn tekið sem þörf var á hverju sinni og síldin svo áfram geymd í lásnum. Kölluðust þetta nótabrúk eða úthöld og átti K. Jónsson síðasta úthaldið áður en þetta lagðist niður. Gaffalbitar fyrír Rússlandsmarkað Árið 1963 hófst framleiðsla á gaffalbitum fyrir Rússlandsmark- að. Markaðurinn var stór og varð þetta mjög snar þáttur í starfsem- inni. Samningar voru þó alltaf erfiðir og lögðust Rússlandsvið- skiptin af árið 1990. Á áttunda áratugnum jókst fjölbreytni í framleiðslu K. Jóns- sonar. Farið var að sjóða niður 45 ár grænmeti, ýmsar gerðir af síld og sömuleiðis fiskbollur. Árið 1976 hófst síðan rækju- vinnsla, sem í dag er stærsta framleiðslugrein fyrirtækisins. Rækjan var handpilluð til að byrja með, en síðar voru keyptar pillunarvélar og framleiðslan jókst stig af stigi. Þýskaland var stærsti markaðurinn fyrir niður- soðna rækju, en einnig var hún seld til annarra Evrópulanda. í kjölfar samdráttar í sölu á niður- soðinni rækju árið 1989 hófst framleiðsla á frystri rækju. Rækjufrystingin stærsta framleiðslueiningin K. Jónsson & Co hefur verið í vexti frá byrjun, en helstu vöru- sig úr samtökunum árið 1989 og tók uppsögnin gildi árið eftir. Frá þeim tima hefur fyrirtækið selt nær allar sínar afurðir beint til viðskiptavina sinna. Um þetta sagði Kristján: „Auðvitað var erfitt að brjótast úr þessum sam- tökum og uppbygging eigin sölu- skrifstofu hefur kostað mikla vinnu. Ástæðan fyrir því að við fórum úr þessum Sölusamtökum var sú að til þeirra réðust óheið- arlegir starfsmenn og við það gát- um við ekki búið. Ég sé ekki eftir því að hafa gengið úr þessum samtökum, enda var okkur ekki vært þar.“ Rússaviðskiptin voru hagstæð Við ræddum um Rússlandsvið- skipti K. Jónssonar, sem hófust 1963, og sagði Kristján að þau hafi verið fyrirtækinu mjög mikil- væg og hagstæð. „Þetta var okkar traustasti markaður. Það stóðst allt sem samið hafði verið um, þangað til að kom að því að Rússarnir neituðu að uppfylla síðasta sölusamninginn og það kostaði okkur tugi milljóna króna. Ég fór í ein þrjú skipti þarna austur og þjóðfélagið kom mér fyrir sjónir svipað og ég.hafði reiknað með. Islendingar hefðu ekki sætt sig við þessi lífskjör. “ Kristján sagði að út af fyrir sig hafi hrun Rússlandsmarkaðarins ekki komið á óvart og líklega líði langur tími áður en lagmeti verði selt aftur til Rússlands. „Við höfum verið alltof Iinir“ Síldarneysla íslendinga er hverf- andi lítil. Kristján sagði að skýringin á því væri sjálfsagt sú að fólki þætti ekki nægilega fínt að borða síld. Kristján var ómyrkur í máli þegar við ræddum í framhaldi af þessu um lífsgæði íslendinga: „Fólk kaupir enda- laust og heimtar svo hærra kaup. Þetta er að drepa okkur íslend- inga. Við höfum verið alltof linir og samþykkt að úthluta því sem inn hefur komið í almenning. Nú er komið að því að taka pening- ana til baka. Ég tel að fyrirtækja- rekstur hafi aldrei verið þyngri en einmitt í dag, sem fyrst og fremst er út af alltof miklum kostnaði. Kaupgjald er almennt ailtof hátt í landinu, vextir allof háir, trygg- ingargjöldin of há og sama gildir um alla þjónustu; rafmagn, vatn, olíu o.fl. Ætli fólk sér að hafa atvinnu í framtíðinni er lífsnauð- synlegt að skera þetta allt niður. Ég veit hins vegar ekki hvort menn hafa kjark til þess, kjarkur- inn er ekki of mikill hjá ráða- mönnum, hvort sem þeir eru ráð- herrar eða framámenn í hinum ýmsu launþegasamtökum. Það verður að færa allan kostnað í þjóðfélaginu niður og það ekkert lítið. Stjórnmálamennirnir verða að finna út hvaða leið er heppi- legust í því.“ Og Kristján hélt áfram: „Menn eru endalaust að tala um hagræðingu í fyrirtækj- um. Jú, auðvitað hafa allir verið að hagræða, en menn taka það ekki með í reikninginn að hag- ræðing kostar peninga. Menn segja líka að fyrirtækjum sé illa stjórnað. Ég held að það sé ekki rétt. Flestir reyna að gera eins vel og þeir geta. Áuðvitað fara alltaf einhverjir á hausinn, en meinið er að kostnaðurinn er alltof mikill. Hann hefur aukist á sama tíma og verð fyrir vörurnar hafa stöðugt verið að fara niður á við.“ Hef haft mikla ánægju af þessu Sumir stjórnendur fyrirtækja gangast upp í því að vera for- stjórar með stóru effi. Kristján kærir sig ekkert um það og í stað þess að sitja í fínum leðurstól inn á skrifstofu vill hann fylgjast vel með gangi mála í vinnslusalnum. „Ég hef aldrei litið á mig sem for- stjóra. Ég hef lengstaf verið hér verksmiðjustjóri og tekið þátt í öllu sem hér hefur farið fram. Ég hef haft mikla ánægju af því að standa í þessu, þótt oft hafi verið mótbyr.“ Kristján sagði að þrátt fyrir að vera orðinn 73 ára gamall hafi hann enn mikla starfsorku. „Ég mæti hér á hverjum einasta morgni, að vísu yfirleitt ekki fyrr en um 9-leytið, og vinn eitthvað fram eftir degi.“ Við skiptum um umræðuefni og ég spurði Kristján hvort hann hafi verið pólitískur. Svarið var afdráttarlaust: „Nei, ég hef aldrei komið nálægt pólitík. Ég hef haft nóg að gera hér. Maður hefur i verið við þetta af lífi og sál og verksmiðjan hefur setið fyrir.“ Kristján nefndi að fyrstu árin sem Niðursuðuverksmiðjan var starfrækt hafi hann einnig rekið þrjár verslanir, sem hann kallaði Kjöt og fiskur. „Þessar verslanir voru við Lundargötu og uppi á tegundir sem þar eru framleiddar til útflutnings eru fryst og niður- soðin rækja, kavíar, síld og loðna. Útflutningurinn er um 95% af veitu fyrirtækisins og er stærsti hluti þess í umbúðum undir erlendum vörumerkjum. Fyrir innanlandsmarkað eru framleiðslutegundirnar fiskbúð- ingur, fiskbollur, sardínur, græn- meti og síld. Rækjufrysting er stærsta fram- leiðslueiningin í dag, með um 50% hlutdeild. Unnið er úr 4- 5000 tonnum af rækju ári. Lang- mest er selt til Englands, en einn- ig til annarra Evrópulanda. Kavíar er næststærsta fram- leiðslueiningin með 33% hlut- deild. Framleidd eru 400 tonn af kavíar eða um 6 milljón glös. ▲ Að sögn Kristjáns Jónssonar er þetta eini fundurinn sem haldinn hefur verið með bæjarstjórn Akureyrar i fyrirtæk- inu. Þessi fundur var í bæjarstjóratíð Magnúsar E. Guðjónssonar. Fyrir borðsendanum eru þeir bræður Kristján og Mikael Jónssynir. Texti: Óskar Þór Halldórsson Brekku. í versluninni við Lund- argötu rak ég líka lítinn veitinga- stað um tíma. Mér fannst gaman að fást við þetta og þótt ég segi sjálfur frá, þá held ég að Akur- eyringar hafi aldrei haft aðgang að jafngóðum fiski og þegar ég rak þessar verslanir.“ „Menn eru að gera sömu mistökin enn“ Þegar Kristján var beðinn að horfa til baka til ársins 1947, sagðist hann vera ágætlega sáttur við uppbyggingu Niðursuðuverk- smiðjunnar. „En auðvitað hefur þetta fyrirtæki orðið fyrir áföll- um, en ég hef harðnað við hverja raun. Við þær aðstæður sem iðn- aðurinn býr við, þá hefði ég ekki áhuga á hefja verksmiðjurekstur í dag. Mér sýnist lítið bóla á breytingum til batnaðar. Menn eru að gera sömu mistökin enn. Flotinn er stækkaður í staðinn fyrir að minnka hann og atvinnan er flutt út á sjó í stað þess að vinna fiskinn í landi. Hér væri ekkert atvinnuleysi ef þau fisk- kvikindi sem veiðast enn yrðu unnin í landi,“ sagði Kristján og lagði áherslu á orð sín. Sáttur viö ævistarfið Eins og áður segir hefur Kristján haft mikla ánægju af því að vinna í öll þessi ár við lagmetisiðnað- inn. Hann segist vera mjög sáttur við ævistarfið. Eiginkona Kristjáns var Sig- þrúður Helgadóttir, en hún lést árið 1985. Börn þeirra eru Kristín, búsett á Akureyri og vinnur hjá K. Jónssyni & Co, Anna María, búsett í Reykjavík, Jón Kristján, verksmiðjustjóri hjá K. Jónssyni og Helga, hús- móðir á Akureyri. Kristján sagðist hafa fá áhuga- mál fyrir utan vinnuna. Helst hafi hann áhuga á veiðiskap og ekkert sumar léti hann líða án þess að kasta agni fyrir fisk. Kavíarinn er helst seldur til Mið- og Suður-Evrópu. Niðursoðin rækja kemur næst með um 2 milljónir dósa á ári, en sala hennar hefur farið minnk- andi á undanförnum árum. Mest er selt til Þýskalands, en einnig til annarra Evrópulanda. Síldarvinnsla fyrirtækisins hef- ur frá byrjun verið drjúgur hluti starfsemi K. Jónssonar. Nú fer mest af framleiðslunni til Skandi- navíu, u.þ.b. 600 þúsund dósir af gaffalbitum og 700 þúsund dósir af síldarflökum (Matjes). Á þessu ári var fjárfest í full- kominni framleiðslulínu og fram- leiðsla hafin á síld í glösum, bæði í sölusamning til Finnlands og fyrir innanlandsmarkað. Um er að ræða síld með 7 mismunandi bragðtegundum af sósu, sem þessa dagana er verið að mark- aðssetja undir nafninu „7 daga síld.“ Stefnt er að því að fram- leiða um 2 milljónir glasa á ári. Hráefni er að mestu keypt af íslenskum vinnslustöðvum og rækjuskipum, en auk þess er eitthvað af rækju keypt erlendis frá. Húsakostur Niðursuðuverk- smiðjunnar er samtals um 8000 fermetrar og frystigeymslur um 6200 rúmmetrar. Síðustu tvö ár hefur fyrirtækið eigin söluskrif- stofu. Þá er þess að geta að árið 1988 var rannsóknarstofa sett á stofn, en starfsmenn hennar hafa með höndum öflugt gæðaeftirlit og þróun nýrra afurða. Vélbún- aður verksmiðjunnar er mjög fullkominn, með því besta sem gerist í heiminum. Síðustu 15 ár hefur fyrirtækið skapað um 85 störf að jafnaði á ári og hefur haft allt að 150 manns í vinnu á sama tíma.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.