Dagur - 14.11.1992, Blaðsíða 21

Dagur - 14.11.1992, Blaðsíða 21
Laugardagur 14. nóvember 1992 - DAGUR - 21 □ HULD 599211167 VI 2. I.O.O.F. 15 = 17417117Va = Sp. KFUM og KFUK, 'i Sunnuhlíð. Sunnudaginn 15. nóv., söngva- og bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Akureyrarprestakall: Helgistund verður á Fjórðungssjúkrahúsinu nk. sunnudag, 15. nóv- ember, kl. 10 f.h. B.S. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju verður nk. sunnudag, kl. 11 f.h. Öll börn eru velkomin og foreldrar eru einnig hvattir til þátttöku. Hátíðarmessa verður í Akureyrar- kirkju nk. sunnudag, 15. nóvember, kl. 14. Minnst verður afmælis kirkj- unnar. Fluttir verða þættir úr þýskri messu eftir Franz Schubert við texta Sverris Pálssonar. Óskar Pétursson syngur einsöng. Kór Akureyrarkirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Nokkrir hljóðfæraleikarar koma fram í athöfninni. Sálmar: 288, 286, 586 og 26. Sóknarprestar. Kvenfélag Akureyrarkirkju hefur kaffisölu og basar í Safnaðarheimil- inu eftir messu. Aðalfundur Listvinafélags Akureyr- arkirkju verður í Kapellunni nk. sunnudag kl. 16. Æskulýðsfélagið heldur fund í Safn- aðarheimilinu (litla sal) nk. sunnu- dag kl. 17. Nýir félagar velkomnir. Mætið vel. Glerárkirkja. Biblíulestur og bænastund verður í kirkjunni laugardag kl. 13.00. Fjölskylduguðsþjónusta verður nk. sunnudag kl. 11.00 árdegis. Foreldr- ar eru hvattir til að mæta með börn- in sín. Æskulýðsfélag kirkjunnar er með fundi alla sunnudaga kl. 17.30. Kvenfélagið Baldursbrá verður með basar í kirkjunni laugardaginn 14. nóvember kl. 15.00. Sóknarprestur. Möðruvallaklausturskirkja. Guðsþjónusta verður á sunnudag- inn kl. 14.00. Hulda Hrönn M. Helgadóttir. Grundarkirkja. Messa á Grund sunnudaginn 15. nóvember kl. 13.30 og í Kristnes- spítala kl. 15.00 Sóknarprestur. Gjafir: Kr. 1000 til Akureyrarkirkju frá N.N. og kr. 1000 til Strandarkirkju frá A.S. Bestu þakkir. Birgir Snæbjörnsson. tÚtfararþjónustan á Akureyri, Kambagerði 7. Opið kl. 13-17, sími 12357 og símsvari þess utan. Boðin er alhliða útfararþjónusta. V . Frá Sálarrannsóknarfé- lagi Akureyrar. '/' Þórunn Maggý miðill, starfar hjá félaginu dag- ana 24.11.-29.11. Tímapantanir á einkafundi verða laugard. 14.11 frá kl. 14-16 í símum 12147 og 27677. Ath! Þeir sem hug hafa á að komast að hjá Hrefnu Birgittu, læknamiðli, í vetur geta haft samband á sama tíma. Munið gíróseðlana. Stjórnin. Já, . -1 ifiT:3fi ■ SJÓNARHÆÐ M HAFNARSTRÆTI 63 Laugardagur 14. nóv.: Laugardags- fundur fyrir 6-12 ára kl. 13.30. As- tirningar og aðrir krakkar, verið dugleg að mæta! Unglingafundur kl. 20. Allir unglingar velkomnir. Sunnudagur 15. nóv.: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30. Allir krakkar velkomnir. Samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Allir eru hjartan- lega velkomnir. HMASunnumKJAn v/smwshlíð Laugardagur 14. nóv. kl. 10.30-14.00 bíblíukennsla með Helgu Zider- manis, sama dag kl. 20 vakningar- samkoma með Helgu Zidermanis. Sunnudagur 15. nóv. kl. 11 barna- kirkjan, krakkar ath. breyttan tíma, sama dag kl. 15.30 vakningarsam- koma með Helgu Zidermanis, skírnarathöfn, samskot tekin til kristniboðsins. Barnagæsla verður á sama tíma fyrir krakkana. Allir eru hjartanlega velkomnir. ► Hjálpræðisherinn. Sunnud. 15. nóv. kl. 11.00 helgunarsamkoma. Kl. 13.30 sunnudagaskóli. Kl. 17.30 her- mannasamkoma. Kl. 19.30 bæn. Kl. 20.00 almenn samkoma. Mánud. 16. nóv. kl. 16.00 heimila- samband. Miðvikud. 18. nóv. kl. 17.00 fundur fyrir 7-12 ára. Fimmtud. 19. nóv. kl. 20.30 biblía og bæn. Allir eru hjartanlega velkomnir. Séra Þórhallur Höskuldsson, sókn- arprestur, verður fimmtugur nk. mánudag, 16. nóvember. Hann tekur á móti gestum í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju þann dag kl. 20-23. Brúðhjón: Hinn 11. nóvember voru gefin sam- an í hjónaband í Akureyrarkirkju Friðný Björg Sigurðardóttir sjúkra- liði og Benedikt Barðason kennari við V.M.A. Heimili þeirra verður að Skólastíg 1, Akureyri. Minningarkort Hjálparsveitar skáta Akureyri, fást í Bókvali, Bókabúð Jónasar og Blómabúðinni Akri, Kaupangi. Minningarspjöld Náttúrulækninga- félagsins á Akureyri fást í Bókvali, Amaró og Blómabúðinni Akri í Kaupangi. Minningarspjöld Kvenfélagsins Framtíðar fást í: Bókabúð Jónasar, Blómabúðinni Akri, Dvalarheimil- inu Hlíð, Dvalarheimilinu Skjaldar- vík og hjá Margréti Kröyer Helga- magrastræti 9. Efst íhuga Þórður Ingimarsson Samvinnustarfíð hefur gildi Segja má aö kaflaskipti hafi orðið í viðskiptasögu íslands þegar atvinnu- rekstri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga var skipt í sérstök fyrir- tæki fyrir nokkru. Með því var atvinnu- rekstri Sambandsins sem stórrar rekstrareiningar með blönduðum rekstri hætt, en við tóku sjálfstæð fyrirtæki er hvert um sig sinntu afmörkuðum rekstrarþáttum. Sam- bandið sem slíkt varð eignarhalds- félag er átti mismunandi stóra hluti í hinum nýju fyrirtækjum og ætlun for- ráðamanna samvinnuhreyfingarinn- ar var að dreifa eignaraðild að þess- um rekstri og efla hann þannig í takt við nýja tíma. Ekki verður annað sagt en þessar aðgerðir hafi heppn- ast þótt deila megi um hvort fyrr hefði átt að hefjast handa um ákveðnar skipulagsbreytingar innan Sambandsins. Nú hefur Sambandið aftur verið í sviðsljósinu vegna uppgjörs á skuld- um þess við Landsbanka íslands. Uppgjörið er í sjálfu sér ekkert ann- að en lokaaðgerð þeirra breytinga er hrundið var af stað með stofnun sjálfstæðra fyrirtækja um rekstrar- þætti þess. Upþgjörið mun að öllum líkindum flýta því að fleiri aðilar taki höndum saman um þann atvinnu- rekstur sem í hlut á, því mikið er í húfi í erfiðu atvinnuástandi að fram- leiðslu- og atvinnutækifæri glatist ekki. Þegar svo viðamikill rekstraraðili, sem Samband íslenskra samvinnu- félaga var í íslensku efnahagslífi, er bútaður í sundur er von að eftir því sé tekið á meðal þegna þjóðfélags- ins. Og menn spyrja eðlilega ákveð- inna spurninga og hafa skiptar skoðanir á orsökum og afleiðingum þeirra breytinga sem orðnar eru. Samvinnustarfið varð til er dreifð og fátæk þjóð reyndi að mynda verslun í eigin landi. Þær hugsjónir frum- kvöðla kaupfélaganna og samvinnu- hreyfingarinnar urðu að veruleika og ollu óumdeilanlega straumhvörfum í atvinnuháttum og efnahag víða um land. Þótt tímar hafi breyst og nýjar áherslur myndast í viðskipta- og efnahagslífi hefur samvinnustarfið ákveðið gildi og er í raun nauðsyn- legt í því samfélagi, þar sem eignar- aðild og völd í atvinnulífi hafa til- hneigingu til að safnast á fáar hendur. Menntaskólinn á Akureyri: Um 50 nemendur tóku þátt í módelnámskeiði - efna til tískusýningar í Sjallanum í kvöld BORGARBÍÓ Salur A Laugardagur Kl. 9.00 Veröld Waynes Kl. 11.00 Far and away Sunnudagur Kl. 3.00 Prinsessan og durtarnir Kl. 9.00 Veröld Waynes Kl. 11.00 Far and away Mánudagur Kl. 9.00 Far and away Þriðjudagur Kl. 9.00 Far and away HVlTIR SANDAR Salur B Laugardagur Kl. 9.00 Hvítir sandar Kl. 11.00 Hvítir sandar Sunnudagur Kl. 3.00 Pétur Pan (kr. 300) Kl. 9.00 Hvítir sandar Kl. 11.00 Hvftir sandar Mánudagur Kl. 9.00 Hvítir sandar Þriðjudagur Kl. 9.00 Hvítir sandar BORGARBÍÓ S 23500 Á vegum Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, hefur undanfarna daga farið fram módelnámskeið. Um fimmtíu nemendur skólans tóku þátt í því. Námskeiðið var byggt upp á kennslu í módelstörfum, snyrt- ingu, siðum, venjum og almennri kurteisi. Leiðbeinendur voru frá Módelsamtökunum og þar fremst í flokki frú Unnur Arngrímsdótt- ir, einn virtasti leiðbeinandi á sínu sviði á landinu. Afrakstur þessa námskeiðs mun birtast bæjarbúum og öðr- Ungmennafélögin þrjú Eyjafjarðarsveit, Árroðinn, Framtíðin og Vorboðinn efna til þriggja kvölda spilavistar. Fyrsta spilakvöldið er á morg- un kl. 20.30 í Freyvangi. Mjög glæsileg verðlaun eru í boði. Heildarverðlaun fyrir hæsta skor öll þrjú kvöldin er utan- landsferð að verðmæti 100.000 krónur, önnur verðlaun vöru- úttekt hjá KEA að verðmæti 40.000 krónur og 3. verðlaun vöruúttekt hjá KEA að verðmæti 15.000 krónur. um gestum á fjölum Sjallans í kvöld, laugardaginn 14. nóvem- ber, með tískusýningu frá Herra- búðinni, Tískuverslun Steinunn- ar, Parinu, Levi’s búðinni og Sporthúsinu. Áætlað er að sýn- ingin hefjist laust eftir miðnætti, nánar tiltekið um kl. 00.30. „Þarna er ungt og glæsilegt fólk að sýna föt frá nokkrum helstu tískuverslunum bæjarins og við hvetjum sem flesta til að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara,“ segir í frétt Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Þrenn verðlaun verða veitt fyr- ir hæstu skor hvert kvöld. Eru það vöruúttektir hjá KEA að verðmæti 10.000, 7.500 og 5.000 krónur. Sem fyrr segir verður fyrst spil- að annað kvöld í Freyvangi. Sunnudaginn 22. nóvember nk. verður spilað í Laugarborg og þriðja og síðasta spilakvöldið verður í Sólgarði laugardaginn 28. nóvember. Þar verður efnt til dansleiks eftir að félagsvistinni lýkur. Aðgangseyrir að hverju spila- kvöldi er 600 krónur. Eyjaíjarðarsveit: Þriggja kvölda félagsvist að hefjast - fyrsta spilakvöldið á morgun í Freyvangi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.