Dagur


Dagur - 14.11.1992, Qupperneq 24

Dagur - 14.11.1992, Qupperneq 24
Rætt um að ráðast í samanburðarrannsókn á launastöðu kynjanna Valgerður Bjarnadóttir, jafn- réttisfulltrúi Akureyrarbæjar, hefur kynnt bæjarráði Akur- eyrar hugmynd um að ráðast í gerð samanburðarrannsóknar á launastöðu kynjanna hjá Akureyrarbæ. Bæjarráð afgreiddi þetta mál ekki á fundi sl. fimmtudag, en það mun væntanlega koma til afgreiðslu á bæjarráðsfundi í næstu viku. Valgerður sagði í samtali við Dag að ekki væri hugmyndin að gera hefðbundna launakönnun, vitað væri að töluverður launa- munur væri á milli karla og kvenna, jafnt í bæjarkerfinu á Akureyri sem annars staðar í þjóðfélaginu. „En þarna er ætl- unin að taka fyrir ákveðna kvennahópa og karlahópa og ákveðin kvennastörf og karla- störf og nota starfsmatskerfi til þess að meta þessi störf upp á nýtt og finna hvað eru sambæri- leg störf. Þetta viljum við gera vegna þess að í lögum um jafna Skógræktarfélag Eyfirðinga: hafið vegna jólanna Starfsmcnn Skógræktarfé- lags Eyfirðinga hafa á síð- ustu dögum unnið að skóg- arhöggi að Miðhálsstöðum í Hörgárdal. Um er að ræða furutré sem eru mjög vinsæl sem jólatré. Aðalsteinn Svanur Sigfús- son hjá Skógræktarfélagi Ey- firðinga segir, að f ár komi úr lendum félagsins um 400 jóla- tré. Fiest trjánna eru furutré. „Rauðgrenið er vinsælast sem jólatré. Þau tré fáum við úr Vaglaskógi, Fellsskógi og Fossselsskógi í Suður-Þingeyj- arsýslu. Blágrenið er einnig nokkuð vinsælt og kemur einnig úr skógum Suður-Þing- eyjarsýslu. Auk þeirra trjáa er að framan greinir þá fáum við tré frá Danmörku. Normanns- þinurinn er visæll þá sérstak- lega fyrir það að hann fellir ekki barrnálarnar. Ráðgert er að sala jólatrjáa hefjist 10. desember á Akureyri," segir Aðalsteinn Svanur Sigfússon. ój O HELGARVEÐRIÐ Reikna má með nokkurri snjókomu eða slyddu í dag en síðan fer veður hægt hlýn- andi, þó fyrst sunnan og vest- anlands. Á sunnudag verður slydda eða rigning en á mánu- dag og þriðjudag verður suð- austan strekkingur og slydda og veður aftur kólnandi. Á loðnumiðum verða áfram 5 til 6 vindstig og slydda, en hægir síðan og verður úrkomulítið. stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir að greidd skuli jöfn laun fyrir sambærileg og jafn verðmæt störf. Þess vegna viljum við komast að því hvort stað- reyndin sé sú að allt sem konur vinni sé minna virði en það sem karlar vinna. Ef við komumst að því að það sem konur séu að gera sé jafn verðmætt og það sem karlar eru að gera, þá sitjum við uppi með að verið sé að brjóta lög,“ sagði Valgerður. Hún sagði slíka könnun auð- vitað viðamikla og því nauðsyn- legt að ráða sérstakan starfsmann til að vinna að henni. Hún sagði að sambærileg könnun hafi aldrei verið gerð hér á landi, en hún væri þekkt erlendis. Valgerður sagðist ekki gera sér fyrirfram hugmynd um hvað slík könnun myndi leiða í ljós. „Ég þykist vita að við finnum dæmi um óréttmætan launamun, en ég þykist líka vita að við finnum dæmi um að allt sé í stakasta lagi.“ Böðvar Guðmundsson er hönn- uður þess eina starfsmatskerfis sem er í notkun hér á landi. Val- gerður sagðist hafa rætt við Böðvar um þetta mál, en ekki liggi fyrir formlegt svar hans um að nota starfsmatskerfið hjá Akureyrarbæ. óþh Jólasveinar eru óvenju snemma á ferðinni að þessu sinni því einn þeirra hafði komið sér fyrir í glugga Pósts og síma í Hafnarstræti 102 í vikunni og náði að vera viðstaddur opnum söludeildar fyrirtækisins á jarðhæð hússins. Gísli J. Eyland sagði að koma jólasveinsins bæri einungis vott um hvað sam- göngur væru góðar við Akureyri en ekki fylgdi sögunni með hvaða hætti sveinki kom í bæinn. Tæplega hefur hann komið á sleða í snjóleysinu - ef til vill hefur hann komið með áætlunarfluginu að sunnan eins og ýmsir aðrir sem erindi eiga til Akureyrar. Mynd: Robyn Akureyrarbær: Fyrri umræða um fjárhags- áætlun verði 24. nóvember - áætlunin verði afgreidd á desemberfundi bæjarstjórnar Fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar, sem vera átti nk. þriðjudag, hefur verið frestað til þriðju- dagsins 24. nóvember, en þá er ætlunin að leggja fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun bæjar- ins fyrir næsta ár. Að undanförnu hefur bæjarráð komið saman daglega til að að vinna að gerð fjárhagsáætlunar. Þeirri vinnu er nú að ljúka og gerir Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs, sér vonir um að bæjarráð gangi frá áætluninni nk. mánudag. Miðað við það seg- ir Sigurður unnt að leggja hana fram á bæjarstjórnarfundi að rúmri viku liðinni og að óbreyttu er gert ráð fyrir að hægt verði að afgreiða áætlunina á fundi bæjar- stjórnar um miðjan desember. Sigurður segist ekki vita til að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar hafi nokkru sinni verið afgreidd fyrir áramót. Sigurður segir að vinna við gerð fjárhagsáætlunar hafi gengið vel. „Við höfum verið að reyna að koma okkur upp því vinnulagi Fiskmarkaðurinn á Skagaströnd: Lítið framboð á físki Vegna rysjóttrar tíðar að undanförnu hafa aflabrögð Skagastrandarbáta verið léleg og því hefur framboð á fiski á fiskmarkaðnum verið fremur lítið. Sl. þriðjudag voru þó seld á markaðnum 5,2 tonn, mest þorskur, af rækju- og línubát- um. Meðalverð á þorski var 92 krónur, á undirmálsþorski 62 krónur, á ýsu 90 krónur, á keilu 48 krónur og grálúðu 75 krónur. Kaupendur eru allir af Reykja- víkursvæðinu, en einn stærsti kaupandi fisks af mörkuðum á Norðurlandi vestra, Fiskiðja Sauðárkróks, hefur keypt nokk- uð af Faxamarkaði og getur keypt fisk frá Skagaströnd þaðan, því Skagastrandar- markaðurinn er beintengdur Faxamarkaði. ísfisktogarinn Arnar HU-1 landaði í vikubyrjun 40 tonnum til vinnslu hjá Hólanesi hf. en frystitogarinn Örvar HU-21 var á föstudag kominn með 120 tonn, sem gerir í aflaverðmæti um 22 milljónir króna og mun hann væntanlega landa þeim afla um helgina. GG að ljúka fjárhagsáætlun komandi árs áður en árið hefst og við von- umst enn til að það takist. Að vísu vitum við ekkert hvað gerist í þingsölum í desember. Á þessu stigi er erfitt að átta sig á því hvort verði gerðar breytingar á tekjustofnunum, til dæmis hvort menn fari að fikta við aðstöðu- gjaldið og hækki hlutfall útsvars í staðgreiðslu. En við gerð fjár- hagsáætlunarinnar höfum við gengið út frá óbreyttum tekju- stofnum,“ segir Sigurður. Sigurður segir að grunnurinn að því að hægt sé að vinna fjár- hagsáætlun mun fyrr en áður, sé að upplýsingastreymi um pen- ingalega stöðu sé mun betra en áður. „En meginatriðið er að menn setja sig inn á annan tíma- punkt í þessari vinnu og það er engin launung að mun auðveld- ara er að vinna þetta þegar nán- ast engar verðlagsbreytingar hafa orðið milli ára,“ segir Sigurður. Sigurður segir að ekki sé búið að ganga endanlega frá tekjuhlið fjárhagsáætlunarinnar, en hann komi ekki auga á rök fyrir umtalsverðum breytingum á tekj- um milli ára, þrátt fyrir spár um frekari samdrátt í þjóðfélaginu á næsta ári. „Við spáðum ekkert í samdrátt í fyrra og tekjuáætlun þessa árs virðist ætla að standast ágætlega," segir Sigurður J. Sig- urðsson. óþh Bæiarráð Akureyrar: Ahugifyrir endurviimslu- fyrirtækivið Réttarhvanun Á fundi bæjarráðs Akureyr- ar sl. fimmtudag var lagt fram erindi frá undirbún- ingshópi að stofnun Úrvinnslunnar hf. á Akur- eyri þar sem lýst er áhuga á að setja slíkt fyrirtæki á stofn við Réttarhvamm ofan Akureyrar, skammt frá Gúmmívinnslunni hf. Skipulagsdeild Akureyrar- bæjar og skipulagsnefnd vinna nú að gerð deiliskipulags að þessu svæði og er gert ráð fyrir að þar gæti m.a. orðið flokk- unarstaður fyrir sorp. Frumtil- lögur að skipulaginu voru kynntar á bæjarráðsfundi sl. fimmtudag. Akureyrarbær keypti á sín- um tíma Vinkils-húsið, þar sem Trésmiðjan Tak er nú til húsa. Trésmiðjan Tak hefur haft húsið á leigu af bænum, en á fundi bæjarráðs sl. fimmtudag var samþykkt að ef af þessu skipulagi yrði væri rétt að bærinn hefði frjáls afnot af svæðinu og því var tal- ið rétt að endurnýja ekki leigusamning við Tak. óþh Umtalsverð hækkun á leigu í KA-íþróttahúsi Bæjarráð hefur samþykkt umtalsverða hækkun gjalda fyrir afnot Akureyrarbæjar af íþróttahúsi KA vegna íþróttakennslu bama í Lund- arskóla. > Forsvarsmenn KA höfðu farið frarn á hækkun gjalda vegna skólakennslunnar og vísuðu til þess að endar næðu ekki saman miðað við núgild- andi gjaldskrá. Skólafulltrúi hafði á fundi 29. október sl. greint bæjarráði frá viðræðum sem hann og bæjarritari áttu við formann KA og forstöðu- mann KA-heimilisins um þetta mál. óþh Rættum byggingamál framhaldsskóla Byggingamál framhalds- skólanna á Akureyri voru nokkuð ítarlega rædd í bæjarráði sl. fimmtudag, en starfshópur á vegum Héraðs- ráðs Eyjafjarðar hefur að undanförnu haft þau til skoðunar. Sveitarfélögin á Eyjafjarð- arsvæðinu greiða, hluta af stofnkostnaði framhaldsskól- anna og þau munu á næstunni taka endanlega afstöðu til þess hvaða röð skuli vera á ný- byggingum annars vegar við Verkmenntaskólann og hins vegar Menntaskólann. Bæjar- ráð mun væntanlega ljúka umræðu um þetta mál á fundi nk. fimmtudag. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.