Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 36
44 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 T>V nn Ummæli ■ / • í1* • j 9 ýju íotm keisarans „Þetta er eins og að bjóða fólki í neyð upp á lestur upp úr ævintýrunum, nánar tiltekið „Nýju fotum keis- arans“. Og þenn- an lestur vilja menn kalla ábyrga efnahags- stefnu og vitnis- burð um mikinn stöðugleika. Um þetta ástand ímyndar ríkisstjómin sér að ríkt geti þjóðarsátt og spókar sig mn í „nýju fotunum". Margrét Frímannsdóttir á vefnum samfylking.is um viðbrögð stjórnarinnar við atvinnuástandinu í Vest- mannaeyjum. Kyrkingarástand RÚV „Á meðan RÚV er haldið í núverandi kyrkingarástandi er staða Stöðvar 2 trygg. Þessu til viðbótar kemur RÚV í veg fyrir að upp rísi annað einka- fyrirtæki sem veitt gæti Stöð 2 samkeppni. Ef eitthvað gengur upp hjá RÚV þá býður Stöð 2 bara örlítið betur. Þannig get- ur Stöð 2 notað RÚV sem könnunarfyrirtæki, látið þætt- ina byrja þar og hrifsað þá til sín ef þeir líka vel.“ VefÞjóðviljinn um slæma samkeppnisstöðu RÚV Eins og búta- saumsteppi Það er afskaplega lítið, ef nokkuð hægt að byggja á þeim tillögum sem Samfylkingin lagði fram í kosn- ingabaráttunni. Þær minna helst á búta- saumsteppi. Það eitt að einhver kæmi með hugmynd nægði til að hún var sett í stefnuskrá Samfylkingarinn- ar sem var fyrir vikið full af mótsögnum.“ Árni M. Mathiesen ráð- herra, um sjávarútvegs- stefnu Samfylkingarinnar, í Degi. Og svo kunna þeir ekki að dansa Og þegar andfúlir, fullir sjóarar eru famir að reyna að kyssa mann og fá mann til að dansa spyr maður sig: „Hvað er ég að gera héma?“ Og svo kunna þeir ekki einu sinni að dansa." Jón Gnarr um hvers vegna hann er að hætta í skemmt- anabransanum, í DV. Yalur Freyr Einarsson, leikari: „Er ekki lítill Baldur í okkur öllum?" Valur Freyr Einarsson leikur um þessar mundir í Litlu hryllingsbúðinni sem var fmmsýnd 4. júní sl. við góðar undir- tektir áhorf- enda. Þar er um að ræða léttan gam- anleik sem er nú sett- ur upp á ný en hann var sýndur við mikla aðsókn fyrir nokkrum ámm síðan. Litla hryllingsbúðin fjallar um undarlega plöntu sem nær- ist ekki á koltvísýr- ingi og vatni eins og flestar plöntur gera, heldur mannablóði. Valur Freyr Maður dagsins leikur Bald- ur, plöntu- sérfræðing sem lítur til með plöntunni, en hún er ekki öll þar sem hún er séð. Baldur er mjög ein- læg persóna og einfold. Hann er ekki heimskur heldur frekar hrekklaus og sérvitur eins og tölvunördamir. Hann hefur sitt sérsvið sem hann veit allt um en veit kannski ekki margt utan þess.“ En er eitthvað líkt með þeim tveimur? „Jaaaá, ég held það, er ekki lítill Baldtn- í okkur öllum?“ Valur Freyr segist ekki vera stressaður á sviðinu þegar hann er að leika. „Bald- ur er í mjög mörg- um atriðum í leikritinu, ég held að það séu bara tvær litlar senur þar sem hann er ekki og þegar maður er svona mikið inni á sviðinu hefur maður einfald- lega ekki tíma til að vera stressað- ur. Ég verð aðallega stressaður fyr- ir frumsýningu, fæ léttan fiðring í magann en ekkert alvarlegt. Svo þegar ég er byrjaður að leika er cdlt í lagi.“ Valur Freyr er þó ekki bara að ___________________ leika í Hryll- ingsbúðinni. „Ég er líka að leika í Hatti og Fatti, bamaleikritinu. Þar leik ég Óla litla, annan af tveimur krökkum sem hitta Hatt og Fatt og lenda í ýmsum ævintýrum." Valur hefur verið fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu í tvö ár og hefur leikið í ýmsum öðrum sýningum, svo sem Fiðlaramum á þakinu, einu verki eftir Ibsen og tveimur barnaleikritum auk þessara tveggja sem hann stendur í um þessar mundir. Hattur og Fattur fara þó i sumarfrí í júlí þannig að þá hægist um hjá honum. Valur Freyr segir að hópurinn sem hann vinnur með að Litlu hryllingsbúð- inni sé mjög góður og skemmtilegt sé að vinna með honum. „Svo er leikstjórinn okkar alveg frábær og ég vona að þessi góði andi í hópn- um skili sér í til áhorfenda." Valur segir að áhugamál sín séu tónlist, skíði, fótbolti, ferðalög, úti- vist, ófrískar konur og Atli Rafn vinur sinn. „Þetta er svona bland í poka, eins og hjá fegurðardrottn- ingunum." Valur Freyr er giftur Ilmi Maríu Stefánsdóttur og þau eiga tvö böm, Sölku, þriggja ára og ísak, tveggja ára. -HG Magga Stína verður í Kaffi- leikhúsinu annað kvöld. Opnunartón- leikar Kaffi- leikhússins Undanfarið hafa staðiö , yfir umfangsmiklar endur- bætur á húsnæði Kaffileikhússins í Hlaðvarpanum og því hefur það verið lokað um hríð. Nú er umbót- um að ljúka og Kaffi- leikhúsið verður opn- að á morgun, miðviku- dag, með opnunar- Tónleikar dansleik sem hefst kl. 22 um kvöldið. Á dans- leiknum koma fram Magga Stína og sýrupolka- sveitin Hringir en hann stendur fram á rauða nótt. Miðasala er í síma 551-9030 og miðaverð kr. 1200. Á döf- inni er svo frumsýning á nýstárlegu barnaleikriti eft- ir Þorvald Þorsteinsson og tónleikar af ýmsu tagi í sumar. Stökk skíði Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Fjórir leikir verða í kvennaboltan- um í kvöld. Stórleik- ur Vals og f B V í kvölaverða fjórir leikir í úr- valsdeild kvenna og hefjast allir leikimir kl. 20. ÍA og Fjölnir mæt- ast á Akranesi, KR sækir Grinda- vík heim, Valur fær ÍBV í heim- sókn og Stjaman og Breiðablik mætast á Stjömuvelli. Allt bendir til þess að ÍA vinni Fjölni öragg- lega og úrslitin í leik KR og íþróttir Grindavík verða að öllum líkind- um KR í vil, enda er KR með mun sterkara lið en Grindavík. Leikur Stjömunnar og Breiðabliks er tví- sýnni og gæti fariö á hvom veg- inn sem er. Loks má nefna stór- leik umferðarinnar sem er senni- lega leikur Vals og ÍBV þar sem verður öragglega hart barist. Bridge Verðlaunahafar í sumarbridge BSÍ í Þönglabakka geta valið á milli þess að fá frítt á næsta spilakvöldi eða draga um verðlaun úr sérstök- um verðlaunapotti. Að vonum hafa flestir vinningshafamir valið síðari kostinn, enda margir glæsileg- ir vinningar í verðlaunapottin- um. Sunnudags- kvöldið 13. júní vora það Þor- steinn Karlsson og Guðmundur Karlsson sem vora efstir í n-s og þeir voru svo heppnir að draga ferðavinning hjá Samvinnuferðum- Landsýn. Ekki amaleg verölaun þaö! Guðrún Jóhcmnesdóttir og Har- aldur Ingason nældu sér í topp í þessu spili á hendur n-s síðastliðið sunnudagskvöld. Guðrún sat í norð- ur og hóf sagnir á einum spaða. Norður gjafari og a-v á hættu: * Á9875 *ÁD * D64 * 1063 * K * 8752 * 95 * ÁD9742 4 102 9* K643 * ÁK8732 * 5 Norður Austur Suður Vestur 14 pass 2 ♦ pass 2 grönd pass 3 grönd p/h Haraldur ákvað að krefja í game á hönd suðurs og sögnum lauk fljótt í þremur gröndum. Það var næstum ómögulegt fyrir austur aö finna laufútspilið, í reynd varð hjartagos- inn fyrir valinu. Guðrún tók sína upplögðu 10 slagi og fékk að sjálf- sögðu topp fyrir. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.