Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 Viðskipti Þetta helst... Bilun hjá Verðbréfaþingi íslands í gær.... Lítil verðbréfaviðskipti. ... Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins 19 m.kr. og gengið lækkar.... Ágæt ávöxtun skuldabréfa á árinu.... Gengið frá kaupum íslenskra aðal- verktaka á Álftárósi.... Ávöxtunarkrafa í USA hækkar enn. ... Japanir reyna að halda jeni í skefjum.... Ossur hf. á aðallista Verðbréfaþings íslands Islenska hátæknifyrirtækið Össur hf. undirritaði á föstudaginn samning við Kaupþing vegna fyrirhugaðrar skráningar fyrirtækisins á aðallista Verðbréfaþings íslands. Undirbúning- ur hefur staðið lengi yflr og nú hefur verið tekin ákvörðun um að Össur hf. fari á hlutafjármarkað á íslandi í haust. Þar með verður Össur hf. fyrsta framleiðslufyrirtækið á sínu sviði i heiminum til að fara á almenn- an hlutaflármarkað. Um 25 prósenta hlutur verður seldur í félaginu, þar af er þriðjungur hlutur Össurar Krist- inssonar en afgangurinn er fenginn með útgáfu nýrra hlutabréfa. Útboðiö verður þremur áföngum. í fyrstu verða 5 prósent boðin stofnana- flárfestum og starfsmönnum. Því næst verða 10 prósent boðin á al- mennum markaði í áskriftarformi og að lokum verða 10-12 prósent boðin á uppboði. Góð leið til áhættudreifingar Össur hf. er mjög áhugaverður flár- festingarkostur þar sem fyrirtækið verður annað tveggja á VÞÍ sem selur vörur inn á svokallaðan heilbrigðis- markað. Markaðurinn sem Össur sel- fyrsta fyrirtækið á sínu sviði á hlutafjármarkaði gengið mjög vel það sem af er árinu og gera áætlanir ráð fyrir að bæði verði um að ræða vöxt á hagnaði og veltu á þessu ári. Markaðsvirði nálægt 5 milljörðum? Viðskiptablaðið lagði í síðasta mánuði mat á markaðsvirði Össurar hf. Samkvæmt því er það nálægt 5 milljörðum króna. Miðað við 20% vöxt tekna og hagnaðar má ætla að hagnaðurinn í ár verði um 100 millj- ónir króna. Viðskiptablaðið notaði V/H aðferð sem vegur saman hagnað og markaðsverðmæti. Ef miðað er við V/H-hlutfallið 25 fæst að markaðs- verðmæti Össurar sé um 2.500 millj- ónir króna. Enn hærri V/H-gildi sjást þó, einkum hjá fyrirtækjum í örum vexti til dæmis I tölvufyrirtækjum. V/H-gildi Nýheija er til dæmis um 30, miðað við hagnað síðasta árs, og hjá Opnum kerfum er V/H-hlutfallið um 48, miðað við hagnað síðasta árs. Út frá þessu áætlar Viðskiptablaðið að efri mörkin geti legið í nálægð við V/H-gildið 50, sem í tilviki Össurar gefur markaðsverðmætið 5.000 millj- ónir króna. -BMG Frá undirritun. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, Össur Kristinsson, eigandi Össurar hf., og Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- ur á er talinn vaxta um 7-10 prósent á ári og möguleikar Össurar hf. eru miklir og hagnaðarvon góð. Fyrirtæk- ið hefúr skapað sér eftirtektarverða sérstöðu á þeim alþjóðlega markaði sem það er að keppa á. Islenskum flárfestum standa fáir kostir til boða þar sem jafn- lítillar áhættu varðandi gengi er að vænta, en þar er átt við hagsveifl- ur vegna flskveiða, aflaverð- mætis, gengis- stöðu, út- gjalda í ríkis- rekstri eða neyslu- mynsturs heimila, svo að eitt- hvað sé nefnt. Rekstur Össurar hf. hefur gengið vel á undanförum árum og var hagn- aður síðasta árs79 milljónir króna eft- ir skatta, ávöxtun heildarflármuna nam 22,2% og ávöxtun eiginflármuna 77.3%. Rekstur fyrirtækisins hefur Hækkun neysluverðsvísitölu eykur skuldir Ef verðbólgudraugurinn kemst aftur á kreik hér á landi getur það haft margvíslegar alvarlegar afleið- ingar. í maí var vísitalan 187,3 en fór í 188,8 í júní. Þetta þýðir að höf- uðstóll allra verðtryggðra flárskuld- bindinga hefur hækkað sem því nemur. Hækkunin í júní jafngildir um 10% verðbólgu á ári en hækkun- in síðastliðna þrjá mánuði jafngild- ir 7,5% hækkun. Hins vegar benda flestar verðbólguspár til þess að hækkunin á ársgrundvelli verði minni eða um 4%. Það er því áhuga- vert að skoða hvaða áhrif þetta hef- ur á skuldir heimilanna. Meðalskuld heimila er í dag met- in á um 4,3 milljónir króna. Um 80 prósent af útlánum banka eru verð- tryggð og ef við gerum ráð fyrir að skuldasamsetning heimila sé að meðaltali sú sama hækka skuldir heimilanna um 172 þúsund ein- göngu vegna neyslu- verðshækkana. Þá er miðað við að hækkun- in verði 4 prósent á ári. Ef neysluverð hækkar enn frekar hækka skuldir að sjálf- sögðu í samræmi við það. Þessi hækkun kem- ur misjafnlega niður á ólíkum hópum. Til dæmis bitnar þetta harðar á einstæðum foreldrum því þeir skulda að jafnaði meira en hjón. Líka áhrif á óverðtryggð lán Það má alls ekki gleyma því að við Áhrif neysluverðshækkana á skuldir 4% verðbólga 4.500 4.400 4.300 4.200 4.100 4.000 3.900 4% verðbólga 4X verðbólga 433 þ. þessar aðstæður eru það ekki að- eins skuldir sem hækka. Eigna- skattsstofn hækkar líka og því er ekki um að ræða nettóhækkun skulda. Hins vegar er eignahækk- un töluvert minni en skulda- hækkunin. Þrátt fyrir að þessi umræða miðist eingöngu viö verðtryggðar skuldir þá hefur hækkun neyslu- verðsvísitölu líka áhrif á óverð- tryggðar skuldir. Þegar verðbólga eykst verða lánastofnanir að hækka óverðtryggða vexti til að vega upp á móti verðbólgu. Þetta hefur verið að gerast að undan- fömu og sem dæmi má nefna að óverðtryggðir vextir á bílalánum hækkuðu í síðustu viku úr 10,65 % í 11,3%. Sú hækkun eykur ekki á skuldastöðuna en greiðslubyrði óverðtryggðra lána þyngist.-BMG viðskipta- molqr Óbreyttir vextir Seðlabankinn hækkaði ekki stýri- vexti sína á föstudaginn og eru þeir nú 7,9%. Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði fyrir skömmu að sennilega yrðu vextir hækkaðir. Það er mat Fjáfestingar- banka atvinnulífsins að Seðlabank- inn muni hækka vexti sina fljótlega til að viðhalda raunvaxtastigi stýri- vaxtanna. Dekkjaframleiðendur í samstarf Bandaríski dekkjaframleiðandinn Goodyear og japanski gúmmírisinn Sumitomo ætla að hefla viðtækt samstarf um framleiðslu á dekkjum. Samstarfinu eru ætlað að auka hagnað um 350 milljónir dollara á næstu þremur árum. Talið er að þessi samningur muni auka forskot- ið Goodyear á aðalkeppinautinn, Brigdestone. Val-Mart til Bretlands Bandaríska verslunarkeðjan Val- Mart hefur gert 11 milljarða dollara tilboð í þriðju stærstu verslunar- keðju Bret- lands, Asda. Ef samning- ar nást er þetta fyrsta innkoma Val-Mart til Evrópu utan Þýskalands. Val-Mart er stærsta verslunarkeðja í Bandaríkjunum. Óvænt í Japan Hagvöxtur í Japan var 1,9% fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Skýrt var frá þessu fyrir helgi. Þetta er töluvert hærra en gert hafði verið ráð fyrir og styrkti jenið sig nokkuð við þessar fregnir. Nikkei-hluta- bréfavísitalan í Japan tók líka veru- legan kipp og hefur hækkað nokkuð síðan. í gær lækkaði vísitalan hins vegar en mjög litið. Þrátt fyrir þetta er talið að efnahagurinn nái sér ekki verulega á strik fyrr en neyt- endur og fyrirtæki taka að auka neyslu sína. HÞ kaupir 40% Silfurstjörnunni Hraðfrystistöð m m Þórshafnar hf. I (HÞ) hefur keypt 40% hlut i fiskeld-__________________ isfyrirtækinu Silfurstjöriiunni hf. i Oxarfirði. Kaupin gerðust í fram- haldi af endurskipulagningu hjá Silfurstjömunni. Að mati HÞ býr Silfurstjaman við ákjósanlegar að- stæður og að fyrirhuguð sé stækkun stöðvarinnar sem tryggja á enn frekar afkomu hennar. IBM PC einmenningstölvurnar eru kraitmiklar, öruggar og á góðu varði. Þær eru einstaklega meðfærilegar sem útstöðvar á neti □ g sérhannaðar með lágmarks rekstrarkostnað _____ _ í huga. Þair sam gera ~ ZZZ._____ samanburð valja IBM. NÝHERJI Skaftahlið 24 • Sími 569 7700 http://www.nyherji.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.