Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 37
DV ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1999 45 Jón Leifs tónskáld. 200 ára minn- ingarsýning í Þjóðarbókhlöðunni stendur nú yfir sýning á verkum rúss- nesks alþýðuskálds að nafni Aleksandr Púshkín. Þetta er 200 ára minningarsýning og hún stendur til loka júní. Aleksandr Sergejevítsj Púshkín, sem fæddist 1799, er eitt þjóðskáld Rússa og eitt merkasta skáld samtíðar sinn- ar. Hann var fyrst og fremst ljóð- skáld en fékkst einnig við önnur bókmenntaform, samdi sagnfræði- rit, ritstýrði bókmenntatímariti og skrifaði gagnrýni. Höfuðverk hans er Jevgení Onegín, skáld- saga í ljóöaformi, en eftir hann liggja auk þess sögur, leikrit og ævintýri, fjöldi bréfa og um 500 ljóð. Hann var ágætur teiknari og til er fjöldi teikninga sem hann skreytti handrit sín með, auk ann- arra mynda. Meðal rithöfunda og tónskálda sem hann hefur haft áhrif á eru Tolstoj, Dostojevskí, Tsjekhov og Tsjajkovskí. Sýningar Sýning um Jón Leifs er í forsal þjóðdeildar Þjóðarbókhlöðu og stendur hún einnig út júnímánuð. Þar má líta á handrit og bréf úr fórum Jóns sem varðveitt eru í handritadeild Bókhlöðunnar. Loks má nefna að í Safni Árna Magnússonar í Ámagarði við Suð- urgötu er handritasýning opin daglega frá 13-17 til loka ágúst- mánaðar. Hægt er að panta sýn- ingu utan reglulegs sýningartíma með dags fyrirvara. Leikföng af loftinu Nú stendur yfir sýning hollenska listamannsins Karel Appel á Kjar- valsstöðum. Sýning hans ber yfir- skriftina Leikfóng af loftinu en á sýningunni eru höggmyndir og mál- verk eftir listamanninn. Hann varð þekktur um miðja öldina í tengslum við listahópinn Cobra. Sýningar Á Kjarvalsstöðum stendur einnig yfir sýning á úrvali verka úr eigu Listasafns Reykjavíkur. Öll verkin eru eftir íslenska listamenn eh sýn- ingunni er ætlað að gefa sýningar- gestum, innlendum jafnt og erlend- um, tækifæri til að skoða nokkur dæmi úr íslenskri listasögu og veita þeim innsýn i það með hvaða hætti ólíkir listamenn hafa nálgast við- fangsefni sín í gegnum tíðina. Að þessu sinni er viðfangsefnið landið og náttúran og sú umgjörð sem hún skapar manninum. Báðar sýning- arnar standa til 29. ágúst en opið er á Kjarvalsstöðum frá 10-18 alla daga og verslun og kaffitería safnsins eru opin samtímis. Boðið er upp á leið- sögn um sýningamar alla sunnu- daga kl. 16. Barn dagsins I dálkinum Bam dagsins eru birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjórn DV, Þverholti 11, merkta Barn dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir era endur- sendar ef óskað er. Rómverskt fönk á Kaffi Thomsen Á morgun, miðvikudag, verður rómverskt fönk alls- ráðandi á Kaffi Thomsen. Þá spilar ítalskur plötusnúð- ur, að nafni Leo Young, tónlist að sínum hætti. Young er einnig nefndur „The Cosmic Man“ en það nafn vísar í tónlistarstefnu sem hann er upphafsmaður að ásamt öðrum. Hún byggist á þeirri hugmynd að tónlist sé án landamæra, allt gangi og ýmsum stefnum og straumum í tónlist er hrært saman. Young er frægur fyrir að spila blöndu af afrískri ættbálkatónlist, diskótónlist, raf- magnaðri danstónlist, hipp-hopp-tónlist og fleiru, jafnvel djassi og óperum þegar svo ber undir. Leo Young lætur sVo ljós sitt skína á Rex á fimmtudaginn kemur. Honum til stuðnings verða Páll Óskar Hjálmtýsson og fleiri. Skemmtanir Nýr íþróttabar í Hafnarfirði Nýr skemmtistaður opnar að Dalshrauni 13 í Hafnar- firði annað kvöld. Staðurinn ber nafnið Café Hafnar- fjörður og markhópur hans er ungt fólk á aldrinum 20-40 ára. Baldvin Bemdsen, annar framkvæmdastjóra staðcuins, segir að þarna eigi að vera bar, diskótek fyr- ir ungt fólk í Hafnarfiröi og nágrenni og íþróttasýning- ar í sjónvarpi. Staðurinn hefur yfir að ráða tveimur risaskjám og 8 minni skermum á barnum og í sal og hef- ur einnig aðgang að 80 sjónvarpsstöðvum og fjórum íþróttastöðvum. Hann verður opinn mánudaga til Leo Young, „the Cosmic Man“. fimmtudaga kl. 16-01, fóstudaga 16-03 og um helgar frá 23-03. Veðrið í dag Rigning norð- vestanlands Veðurstofan varar við allhvöss- um vindi, eða meira en 15 metmm á sekúndu á suðausturmiðum. Austur af Langanesi er 987 mb lægð sem þokast norður á bóginn. Um 200 km suðvestur af Reykjanesi er lítil lægö sem hreyfist austur og grynnist. í dag verður norðanátt, 5-8 metrar á sekúndu á Vestfjörðum og rigning norðvestanlands en annars suðvest- anátt, 5-8 metrar á sekúndu. Skúrir verða sunnanlands og á annesjum norðanlands en skýjað með köflum og úrkomulaust í innsveitum á Norður- og Austurlandi. Hitinn verður á bilinu 2-12 stig, svalast á Vestfjörðum en hlýjast á Austur- landi. Á höfuðborgarsvæðinu lítur út fyrir að verði fremur hæg, breyti- leg átt en norðvestanátt, 8-10 metr- ar á sekúndu, í nótt. Þessu fylgja svolitlar skúrir og hitinn liggur á bilinu 6-10 stig. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Bergsstaðir Bolungarvík Egilsstaóir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg skýjaö 6 skýjaö 3 slydda 2 8 skýjaö 6 skýjaó 7 alskýjaö 6 skúr á síö.kls. 6 skýjaö 7 skýjaö 12 léttskýjaö 22 léttskýjað 16 léttskýjaö 15 17 skúr á síö.kls. 9 rigning 12 heiöskírt 22 léttskýjaö 16 léttskýjaó 16 skýjaö 13 skýjaó 10 þoka 16 léttskýjaö 16 léttskýjaö 12 rigning 5 léttskýjaö 14 heiöskírt 16 skýjaö 19 léttskýjaö 2 skýjaö 23 skýjaö 24 léttskýjaö 15 þokumóöa 20 skýjaó 16 alskýjaö 22 alskýjaö 8 Kristín og Börkur eignast son Þann áttunda júní, kl. 4.46, leit þessi litli dreng- ur dagsins ljós í fyrsta sinn á kvennadeild Land- Barn dagsins spítalans. Hann var þá 3735 g og 53 sm á hæð. Hann er værðarlegur á myndinni, enda jafnast fátt á við lítinn fegurðar- blund. Foreldrar hans heita Kristín Ágústsdóttir og Börkur Árnason. Flestir þjóðvegir greiðfærir Helstu þjóðvegir landsins eru færir en nokkrar heiðar em illa eða ekki færar. Þar má nefna Lóns- heiði sem er ófær vegna aurbleytu. Tveggja tonna öxulþungatakmarkanir em á umferð um Þorska- fjaröarheiði og er hún því aðeins fær minni bílum og jeppum. Fært er í Eldgjá og Skaftártungu og sömu sögu er að segja um Lónsöræfi og Hólasand. Færð á vegum Kjalvegur er fær norður til Hveravalla en aðrir há- lendisvegir eru enn lokaðir vegna snjóa og aur- bleytu. Grafningsvegur nr. 360 er lokaöur milli Jórugils og Kattargils milli kl. 7.30 og 21 vegna vegagerðar. Að öðru leyti er greiðfært um þjóðvegi landsins. Ástand vega b- Skafrenningur E3 Steinkast El Hálka 0 Vegavinna-aBgát 0 Óxulþungatakmarkanir Qfært Œl Þungfært ® Fært fjallabílum Amy hvetur Virgil til að fara í að- gerð. Við fyrstu sýn Laugarásbíó sýnir nú kvik- myndina At first sight, eða Við fyrstu sýn. Hún fjallar um mann að nafni Virgil Adamson (Val Kil- mer) sem missti sjónina í æsku en fær hana aftur mörgum árum seinna með skurðaðgerð. Þetta breytir öllu fyrir hann og gerir það að verkum að hann verður að læra að lifa upp á nýtt og greina veröldina sem hann býr í út frá alveg nýjum //////// Kvikmyndir forsendum. Virgil reynir að skilja þann heim sem hefur lokist upp fyrir honum en missir sjónar á því hvaö það var sem hann ætlaði sér. Þegar hann loks byrjar aö hlusta á sjálfan sig getur hann nýtt sér þau tækifæri sem sjónin gefur honum. Með aðalhlutverk fara Val Kil- mer, Mira Sorvino, Kelly McGill- is, Steven Weber, Allison Smith og Bruce Davison. Leikstjóri er Irwin Wrinkler og myndin er byggð á sögu eftir Oliver Sacks. Gengið Almennt gengi Ll 15. 06. 1999 kl. 9.15 Einina Kaup Sala Tallnenai Dollar 74,200 74,580 74,600 Pund 119,060 119,660 119,680 Kan. dollar 50,710 51,030 50,560 Dönsk kr. 10,3710 10,4280 10,5400 Norsk kr 9,4140 9,4660 9,5030 Sænsk kr. 8,7010 8,7490 8,7080 Fi. mark 12,9587 13,0366 13,1796 Fra. franki 11,7460 11,8166 11,9463 Belg. franki 1,9100 1,9215 1,9425 Sviss. franki 48,4100 48,6800 49,1600 Holl. gyllini 34,9633 35,1734 35,5593 Þýskt mark 39,3945 39,6312 40,0661 ít. lira 0,039790 0,04003 0,040480 Aust. sch. 5,5994 5,6330 5,6948 Port. escudo 0,3843 0,3866 0,3909 Spá. peseti 0,4631 0,4659 0,4710 Jap. yen 0,616200 0,61990 0,617300 Irskt pund 97,831 98,419 99,499 SDR 99,540000 100,14000 100,380000 ECU 77,0500 77,5100 78,3600 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.