Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 15 Flugvöllinn úr Vatnsmýrinni Kjallarinn Friðrik Hansen Guðmundsson verkfræðingur Flugvelli má víða finna stað þannig að hann verði áfram i nán- um tengslum við miðbæinn, t.d. í Skerjafírði eða við Engey. Aðal- málið er að losa miðbæ Reykjavík- ur við flugvöllinn og styrkja miðbæ- inn með nýrri byggð í Vatns- mýrinni. Það er lykilatriði fyrir atvinnuþróunina á höfuðborgar- svæðinu og reyndar á landinu öllu að til verði stór, nýtískuleg og glæsileg miðborg á næstu ára- tugum. Miðborg vinnustaður Erlendis er litið á það sem for- réttindi að fá að starfa og búa i miðborgum enda fasteignaverð í samræmi við það. í miðborgunum vilja allir vera, þar eru kaffihúsin, veitingahúsin, verslanimar, menningarstarfsemin og mannlíf- ið. í Reykjavík ætti þetta einnig að vera þannig. Vissulega er miðbær Reykjavíkur glæsilegur á góðum degi. Miðborgir eru og verða þó alltaf fyrst og fremst vinnustaðir og það er ekki síst í þessum mið- borgarkjörnum þar sem pening- arnir í dag verða til. Ef við ætlum að vera þátttak- endur í þessari þróum þá verðum við að bjóða upp á eitthvað sam- bærilegt við það sem er að fmna í miðborgum Evrópu og Bandaríkj- anna. Við eigum alla möguleika á því, við þurfum einfaldlega að gefa miðbæ Reykjavíkur tækifæri til að stækka og vaxa. Miðbærinn á að stækka út í Vatnsmýrina og „Að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og byggja þar miðborgarbyggð í staðinn er eitt stærsta framfaraspor sem Reykjavíkurborg getur stigið“, segir m.a. í grein Friðriks. það ætti að leyfa að ein- hver hluti yrði tekinn undir háhýsi sem rúma myndu stærstu fyrirtæki landsins. Glæsileg nýtísku miðborgarbyggð Margir íslendingar þekkja það að standa niðri á Lækjartorgi með erlenda gesti sér við hlið og baða út hendinni og segja: „this is IT“, og við blasir Bakarabrekkan og gömlu timburhúsin sem Danir byggðu hér á síð- ustu öld. Miðbærinn rúmar ekki þau stóru fyr- irtæki og þá atvinnustarf- semi sem gjarnan ætti að vera i miðbænum. Nefna má fyrirtæki eins og Fjár- festingarbanka atvinnulífsins og Landssímann sem bæði eru að leita sér að lóðum undir höfuð- stöðvar sínar um þessar mundir. Þá má nefna að Fosshótel vilja byggja stórt hótel í miðbænum svo fátt eitt sé nefnt af þeirri miðbæj- arsæknu starfsemi sem látlaust óskar eftir aðstöðu í eða við mið- bæ Reykjavíkur. Eðlilegt er að skapa í miðbænum aðstöðu fyrir fjármálastofnanir, tryggingafélög, höfuðstöðvar stærstu fyrirtækja landsins og helsta vaxtarbroddinn, hátækni- og tölvufyrirtæki. Spurningin sem verður að svara í dag er hvort við ætlum á komandi árum og áratug- um að vísa starfsemi, sem vill vera og á að vera í miðbænum, eitthvað annað eða hvort við ætlum að visa flugvellinum eitthvað annað. Stærsta framfarasporið Að flytja flugvöllinn úr Vatns- mýrinni og byggja þar miðborgar- byggð í staðinn er eitt stærsta framfaraspor sem Reykjavíkurborg getur stigið. Við eigum að gefa fleiri kost á því að því að búa og starfa í miðbæ Reykjavíkur og njóta þeirra gæða sem fylgja því að vera í miðbæn- um. Flugvöllur- inn getur verið næstum hvar sem er en við getum bara byggt mið- borg á einum stað. Friðrik Hansen Guðmundsson „Spurningin sem verður að svara í dag er hvort við ætlum á kom- andi árum og áratugum að vísa starfsemi sem vill vera og á að vera i miðbænum eitthvað annað, eða hvort við ætlum að vísa fiug- vellinum eitthvað annað.“ Þrælahald Ríkissjónvarpsins Mestan part eru ættingjar mín- ir, vinir og kunningjar ágætisfólk sem alltaf greiðir afnotagjöldin. Ekkert þeirra skilur samt þá of- uráherslu sem sjónvarpið leggur á að sýna frá íþróttaviðburðum ým- iss konar. Svo rammt kveður að kappleikjadýrkuninni að öðru efni er miskunnarlaust ýtt til hliðar eða jafnvel sleppt ef því er að skipta. Þetta mælist misvel fyrir. Barnaefnið þarf oft að víkja. Erfitt getur reynst, þar sem börnin eru orðin spillt af eftirlæti, að út- skýra fyrir þeim að þann daginn sé enginn Bangsím- on, sem þó var auglýstur, heldur karlar í boltaleik. Svo ekki sé talað um að tjónka við þá forpokuðu öld- unga sem vanir eru því að fá fréttatímann sinn á sama tíma dag eftir dag. - En ekki þarf ég að vera að segja frá þessu. Þetta vita allir sem eru þrælar Ríkissjónvarpsins. Snókerinn í Angmassalik íþróttaviðburðir sem sýnt er frá í íslenska Ríkissjónvarpinu ein- skorðast heldur ekki við að íslend- ingar séu að láta niðurlægja sig í heimsmeistara- eða Evrópukeppn- um. Það er enski boltinn, sá ítalski, þýski, japanski. kappakst- ur í Mónakó, frjálsar íþróttir allra sem koma nálægt þeim og þurrpumpulegir Bretar í golfl, svo aðeins fátt sé nefnt. í stuttu máli sagt: Hver stauli sem nennir að glenna sig í stökk- um, eltast við bolta eða handleika snókerkjuða allt frá Ástralíu til Angmassalik. Og þrælunum er tal- in trú um að allt sé þetta yfirmáta merkilegt og ómissandi. íþróttabullurnar eru nefnilega eina fólkið sem sýnd er tilfínn- ingasemi í sjónvarpinu. Það birtist ekki bara í vali á efni, heldur má einnig sjá það af hverjum einasta ellefufréttatíma, þar sem við- kvæmir eru ekki lengur varaðir við sundurskotnum líkum, heldur íþróttaúrslitum ... „Þeir sem ekki vilja heyra úrslitin ættu þá að lækka í tækjunum núna“... og svo er beðið nokkra stund meðan bullan er að stimpast við að koma sér að sjónvarpstæk- inu. - íþróttamennina má ekki styggja... Bitið í nef og eyru Og hvað skyldu nú bömin og gamlingjarn- ir sjá ef þau tækju áskorun Ríkissjón- varpsins og slepptu fréttunum og barnaefn- inu fyrir kappleikina? Hvað má til dæmis læra af hegðun íþrótta- manna? Jú, að sigra skiptir öllu. Það hefúr margoft komið fram. Og leikgleðin? Helst ber að vara sig á að ganga ekki of langt í henni, því ef það gerist þá fær einhver högg á lúðurinn. Það er nefnilega ekki hægt að ráða svo glatt við þau systkin testósterón og adrena- lín. Eða kannski er bara sparkað í afturenda eða bitið í nef og eyru. Þetta þykir eðlilegur fylgifiskur íþróttanna, enda sérstökum nefnd- um og ráðum iðulega falið að fjalla um slik mál. Nú ber svo við að ég hef engan áhuga á íþróttum. Hreyfing er manneskjunni nauðsynleg, en þvert á móti fmnst mér dýrkun á kappleikjum, sem fyrir löngu hef- ur keyrt um þverbak, til vitnis um úrkynjun samfélagsins. Förum ekki nánar út i það. Það sem ég er að kveina yfir hér er að ég vil ekki vera neydd til að greiða áskrift að sjón- varpsstöð sem gerir ekki annað en að þjóna þessari vit- leysu. Hinn þögli meirihluti Ættingjar, kunn- ingjar og vinir sem ekki kannast við að vera í hópi þeirra sem horfa á íþróttir kvarta samt ekki. í huga flestra er Rik- issjónvarpið nefni- lega orðið slíkt bákn að þeir sem borga fyrir ósköpin leggja ekki í að láta óá- nægju sína í ljós. Ríkissjónvarp- inu stjórnar ósýnileg hönd og það- an liggja engar lífæðar út í samfé- lagið. Þegar barnið fer enn einu sinni að vola vegna margra tíma kappleikja sem valta yfir stundina þeirra grípur mann bara magn- leysis- og reiðitilfinning enn einu sinni. En ég neita að samþykkja hug- myndina um báknið lengur. Ég vil fá að vita hver ber ábyrgð á þessu. Ég vil að þessi stríðaldi, tillitslausi íþróttaidjót sé dreginn fram í dags- ljósið og látinn svara til saka. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir „íþróttabullurnar eru nefnilega eina fólkið sem sýnd er tilfinn- ingasemi í sjónvarpinu. Það birt- ist ekki bara í vali á efni, heldur má einnig sjá það af hverjum ein- asta ellefufréttatíma, þar sem viðkvæmir eru ekki lengur varaðir við sundurskotnum líkum, heldur íþróttaúrslitum..... “ Kjallarinn Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir blaðamaður Með og á móti Smartkort Ný greiöslukort, svokölluð smartkort, eru aö koma á markaðinn hér á íslandi. Þessi kort eru að því leyti ólík venjuleg- um greiðslukortum að þau eru með litl- um örgjörva sem getur geymt margvís- legar upplýsingar sem híngað til hafa verið geymdar á mörgum stöðum. Hægt verður að nota þetta kort sem greiðslu- kort, rafbuddu, vildarkort, símakort, miöakort, aðgangskort o.fl. Þvi' kann að vakna sú spurning hvort gömlu segul- randagreiðslukortin séu að verða úrelt. Gömlu kortin út „Það er enginn vafi að gömlu greiðslukortin eiga eftir að detta út. Smartkortin eiga eftir að taka alveg við. Gamla segul- röndin hefur þjónað vel sínu hlutverki en gagnageymsla hennar er miklu, miklu minni heldur en örgjörvinn sigmjón péturs- sem geymir son, stjórnarfor- upplýsingamar mað,,, Korts hf- sem settar era inn á smartkortið. Öryggi í viðskiptum á eftir að aukast og þetta mun bæta um- gengni fólks um upplýsingar sem verður ekki mokað til þvers og krass um allt. Þetta nýja kort sem við komum með fyrstir til Islands á eftir að taka algerlega við innan fimm ára. Ný tækni í fjölmiðlun og fjarskiptum þróast sífellt hrað- ar og hraðar og það er augljóst að mörg tæki, svo sem tölva, farsím ar og kortanotkun, á eftir að renna algerlega saman. Eftir flmm ár verður fólk ekki aö nota farsíma heldur eitthvað allt annað og hraðinn á gagnaflutningunum mun aukast til mikilla muna. Sið- ast en ekki síst hafa alþjóðlegar greiðslukortakeðjur lýst því yfir að posar fyrir segulrandakort verði ekki framleiddir eftir árið 2004 heldur aðeins posar ætlaðir örgjörvunum, þannig að það verð- ur ekki hægt að halda áfram með gömlu segulrandakortin." Verðum leiðandi „Það er ljóst að kortin eiga eftir að þróast verulega og við verðum mjög framarlega hér hjá Visa. Við höfum sendingu af kortum með örgjörvum á leiðinni til landsins og ger- um ráð fyrir að hún verði kom- in hingað innan örfárra mánaða. Fyrirtækin hafa rúman tíma og það er hægt að reka segul- randakort og örgjörvakort allt fram til 2005 en við hjá Visa höf- um áætlun um það að öll kort hjá okkur verði örgjörvakort strax árið 2002 þannig að þaö er ekki eins og þeir hjá Korti hf. veröi einir meö þessi kort. Visa ísland og Visa Intemational ætla sér ekki að fylgja bara þróuninni, heldur ætlum við að vera leiðandi þessari tegund kortaviðskipta þannig að viðskiptavinir okkar geta fengið snjallkort eins og við nefnum þau innan örfárra mán- aða.“ -HG. Einar S. Einarsson, forstjóri Visa Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.