Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 48
NÆRMYND Hann gjörnýtir tímann. Gott dæmi er þegar Sigurjón var við annan mann í biðröð utan við kvikmyndahús í New York. Hann lét kunningja sinn standa í röðinni en fór sjálfur í símklefa á meðan til að viðhalda sambandi við þá sem hann átti í viðskiptum við. Síminn er stanslaust að hringja eða þá að hann er að hringja í einhvern. Maðurinn hættir hreinlega aldrei að vinna. festa. Þrátt fyrir „hið ljúfa líf“ hljóm- sveitabransans, sem hann fór sosum ekki varhluta af frekar en aðrir popp- arar þess tíma, missti hann ekki sjón- ar á takmarki sínu, að afla sér mennt- unar og koma undir sig fótunum fjár- hagslega. Hann lagði fyrir af tekjum sínum úr spilamennskunni og áður en hann varð tvítugur hafði hann komið sér upp íbúð. Dugnaður og ráðdeild- arsemi voru og eru tvö af aðalsmerkj- um Sigurjóns Sighvatssonar. „Þótt Jonni væri að spila þá gætti hann sín alltaf mjög vel í peningamál- um, hafði sitt á þurru. Hann tók tak- markaðan þátt í „ljúfa lífinu“ og ein- setti sér að standa sig í skólanum," segir samferðamaður Sigurjóns frá hlj óms veitarárunum. Sigurjóni gekk alltaf vel í skóla og sýndi góðan árangur þrátt fyrir mikla vinnu. Samhliða spilamennskunni og rekstri Hljóðrita í Hafnarfírði stundaði Sigurjón nám í Verzlunarskóla íslands og varð stúdent þaðan árið 1973. Hann lét ekki þar við sitja og hélt áfram námi í Háskóla íslands. Útskrif- aðist hann þaðan 1977 með BA-gráðu í bókmenntum og ensku. „Sigurjón einsetti sér snemma að ná langt í lífinu og reri að því öllum árum. í dag, þegar velgengni hans er orðin staðreynd, er hann ekkert að slá af, öðru nær. Sigurjón setur vel- gengni ofar öllu og gerir allt til að ná settu markmiði. Sumum leiðast þess konar menn en það eru einmitt slíkir menn sem ná árangri," segir gamall skólafélagi Sigurjóns úr Verzlunar- skólanum. Eftir að Sigurjón útskrifaðist úr Há- skólanum hélt hann til Bandaríkjanna. Hann stundaði nám í kvikmyndagerð við Háskólann í Suður-Kalifomíu á ár- unum 1978-1980. A þeim árum samdi hann handrit að og leikstýrði kvik- myndinni The Story of L. Sharkey, sem vann Focus-verðlaunin 1979. Næstu tvö ár nam Sigurjón leikstjóm hjá American Film Institute og vann síðan við framleiðslu kvikmynda og tónlistarmyndbanda í Los Angeles eftir það. 1986 stofnaði hann síðan Propaganda Films ásamt Steve Gol- in. Seinna keypti stórfyrirtækið Poly- gram 49 prósenta hlut í fyrirtækinu og eignaðist það síðan allt. Síðustu misserin vann Sigurjón sem fram- kvæmdastjóri hjá fyrirtækinu og framleiðandi kvikmynda en hætti ný- lega eins og greint var frá hér að framan. Þó að Sigurjón hafi nær eingöngu starfað í Bandaríkjunum hefur leið hans einnig legið heim á Frón. Haust- ið 1983 leikstýrði hann og setti upp söngleikinn Litlu Hryllingsbúðina í ís- lensku Óperunni ásamt Páli Baldvini Baldvinssyni, leikstjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þá var Sigurjón fram- leiðandi kvikmyndarinnar Ryð sem Lárus Ýmir Öskarsson leikstýrði 1990. Sigurjón er kvæntur Sigríði Jónu Þórisdóttur, sérkennara fyrir heym- arskerta. Saman eiga þau Þóri Snæ sem nú er 21 árs gamall og hefur mestmegnis alið manninn hér á Fróni undanfarin ár. Sigurjón og Sigríður stækkuðu fjölskylduna á dögunum þegar þau ættleiddu ungabarn, stúlku. ELSKAR AÐ VINNA En hvemig maður er Sigurjón Sig- hvatsson og hvaða eiginleikar eru það sem hafa komið honum jafn langt og raun ber vitni? Ef draga á svör við- mælenda Frjálsrar verslunar saman í örfá orð verður niðurstaðan vinna, vinna og aftur vinna eða eins og einn samstarfsmanna hans segir: „Sigur- 1. P»if ofbMiruwithihclvmg 2. Tranivcrw bcam for longside huidiíng 3. Poit guardi 4. H»lf-p»ll« itipporun GALVANISERAÐIR BRETTARE KKAR BQ Electrolux COHSTKUCTOK I mismunandi hœðum. Einfaldir í uppsetningu. Margir aukahlutir s.s. venjulegar hillur, sld fyrir tromlur o.fl. (IJJI PTmucfX Borgartúni 26, Reykjavík. jjg Sími 91-622262. Símbréf 91-622203, 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.