Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 46
NÆRMYND Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi í nærmynd: UR HUOMSVEITAHARKI IHOLLYWOODHÆÐIR Þótt Sigurjónbúi íHollywood er hann einn af umtöluðustu mönnum íslensks viðskiptalífs. I kvikmyndaborginni hefur hann verið eftirsóttur að undanförnu igurjón Sighvatsson, kvik- myndaframleiðandi í Holl- ywood, var enn einu sinni í fréttunum á dögunum. Ekki vegna nýrrar kvikmyndar eða hlutabréfa- kaupa hér heima heldur vegna þess að stórir aðilar í kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood slást nú um að fá hann til sín í vinnu. Nokkuð er um liðið síðan Sigurjón og skólabróðir hans úr kvikmynda- skóla vestra, Steve Golin, seldu hlut sinn í Propaganda en þeir stofnuðu fyrirtækið 1986. Sigurjón vann reynd- ar áfram hjá fyritækinu við kvik- myndaframleiðslu við góðan orðstír en hætti störfum rétt eftir áramót. Eftir að Sigurjón hætti hefur atvinnu- tilboðunum rignt yfir hann. Fyrst bár- ust þau tíðindi með erlendum frétta- skeytum að forráðamenn nýs kvik- myndarisa í Hollywood, Lakeshore Entertainment, vildu fá hann sem framkvæmdastjóra. Síðar kom í ljós að Lakeshore Entertainment var ekki eini aðilinn á höttunum eftir starfs- kröftum Sigurjóns. Hinir þekktu bræður Ridley og Tony Scott, einir eftirsóttustu leikstjórar í Hollywood í dag, voru einnig á höttunum eftir Sig- urjóni til framleiðslu kvikmynda. Þegar þetta er skrifað, er ekki vitað til að Sigurjón hafi gengið til samninga við neinn þeirra sem til hans hafa leit- að vestra, en nokkuð víst þykir að hvaða tilboði sem hann tekur muni ekki væsa um hann næstu árin. Nú þegar er hann í hópi ríkustu núlifandi íslendinga. Þessi tíðindi segja, svo ekki verður um villst, að fáir íslendingar fagna jafn mikilli velgengni á erlendri grundu og Sigurjón Sighvatsson. En það er ekki aðeins erlendis sem Sigurjón er að- sópsmikill í viðskiptum. í fyrrasumar komst Sigurjón heldur betur í frétt- irnar hér heima þegar hann keypti hlutabréf í íslenska Útvarpsfélaginu fyrir um 150 milljónir króna og varð þar með stærsti hluthafinn í Stöð 2. Sigurjón keypti 43 milljóna króna hlut í íslenska Útvarpsfélaginu sumarið 1992 og átti þar með 9 prósenta hlut í félaginu. í fyrrasumar var haft eftir Siguijóni að hann væri allt annað en ánægður með rekstur Stöðvar 2 og hefði áhuga á að selja sinn hlut í félag- inu. Síðan gerist það að stórfelld kaup á hlutabréfum í félaginu áttu sér stað. Sigurjón og erlendir aðilar, tengdir honum, voru orðaðir við kaupin. I fyrstu fékkst ekkert staðfest en þegar upp var staðið kom í ljós að Siguijón hafði keypt hlutabréf fyrir um 50 milljónir króna að nafnvirði eða 150 milljónir króna að söluvirði. Þar með var hann orðinn langstærsti hlut- hafi íslenska Útvarpsfélagsins, með 18 prósenta hlut. „Sigurjón vildi selja hlut sinn í Stöð 2 vegna þess að honum líkaði ekki hvernig stöðin var rekin og þau við- horf sem ríktu um reksturinn. Þarna réðu hrein og klár viðskiptasjónarmið en það var skoðun Sigurjóns að fæstir í stjóm félagsins vissu almennilega hvernig reka ætti sjónvarpsstöð," sagði samstarfsmaður Sigurjóns úr kvikmyndagerð. Orð Sigurjóns sjálfs styðja þetta en í blaðaviðtali sagði hann um ástæðu fyrir hlutabréfakaup- unum: „Annars vegar er það arðsem- issjónarmiðið. Ég tel mig geta ávaxt- að mitt fé betur með því að eiga stærri hlut. Hins vegar tel ég að með því að eiga stærri hlut geti ég haft meiri ítök í félaginu." í kjölfar þessara stóratburða í ís- lensku viðskiptalífi fylgdi orðaskak og átök um meirihlutavald í stjórn ís- lenska Útvarpsfélagsins sem ekki skal fjölyrt um hér. En nýr meirihluti Sigurjóns, Jóns Ólafssonar í Skífunni, Jóhanns J. Ólafssonar og Haraldar Haraldssonar hafði undirtökin þegar upp var staðið. Þó ber að geta þess að fyrrum forráðamenn Stöðvar 2 og fleiri sökuðu Sigurjón um svik og blekkingar þegar hann keypti nær öll föl bréf í félaginu um leið og hann taldi mönnum trú um að hann væri að selja sinn hlut. Hér skal ekki lagt mat á þessar fullyrðingar en víst er að þama var á ferðinni maður sem hafði gengið í gegnum strangan skóla, fyrst hér heima og síðan í einu harðasta við- skiptaumhverfi heims þar sem það er daglegt brauð að maður vegi annan í grimmri samkeppni. EINSETTISÉR AÐ NÁ LANGT Sigurjón Sighvatsson, eða Jonni eins og vinir og kunningjar kalla hann, er fæddur á Akranesi 15. júní 1952. Ólst hann þar upp og síðar í Reykja- vík. Sigurjón komst fyrst í kastljósið sem meðlimur hljómsveitanna Flowers og Ævintýri, þar sem Björg- vin Halldórsson var í broddi fylkingar, og síðar með Brimkló. Á þessum ár- um komu nokkrir af þeim eiginleik- um, sem þykja einkenna Sigurjón, í ljós; dugnaður, sterkur vilji og stað- 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.