Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 3

Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 3
VORIÐ TÍMARIT FYRIR BÖRN OG UNGLINGA j^emur út ! 4 hettum ó ári, minnst 48 blaðsiður hvert hefti. — Árgangurinn ^°star kr. 75.00 og greiðist fyrir I. maí. — Útsölumenn fá 20% inn- e|nitulaun. — Útgefendur og ritstjórar: Hannes J. Magnússon, rithöf- jJtidur, Háaleitisbraut 117, Reykjavík, og Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri, vannavöllum 8, Akureyri. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f. 32. ÁRGANGUR JÚLÍ—SEPT. SIGURBJÖRN SVEINSSON, RITHÖFUNDUR Þeir, sem hafa lesið „Bernskuna“ hans Sigurbjarnar Sveinssonar, vita að þar eru margar fallegar barnasögur. Sigurbjörn Sveinsson er Húnvetningur að ætt. Hann var fæddur í Kóngsgarði í Ból- staðarhlíðarhreppi, A.-Hún., 19. október ]878. Hann ólst upja þar í sveitinni. Hann starfaði hjá Hjálpræðishernum á ísafirði eftir aldamótin, en stundaði skósmíði á Akureyri á árunum fyrir 1908. Þá gerðist hann barnakennari í Reykjavík og var það til 1919, að hann fluttist til Vestmannaeyja. Þar stundaði hann barnakennslu til 1932. Einnig kenndi hann ensku og hljóðfæraleik í einkatímum. Hann lézt í Vestmannaeyjum 2. febrúar 1950. Þetta er í stuttu máli ytri rammi um líf Sigurbjarnar. En það var ekki ^visaga hans, sem ég ætlaði að segja, heldur skýra lesendum Vorsins eitt- hvað frá barnasögunum hans hugljúfu. A árunum 1907 og 1908 eignuðust íslenzk börn skemmtilegar barnabæk- Það var Bernskan eftir Sigurbjörn Sveinsson í tveimur bindum. Síðar VORIÐ 97

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.