Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 49

Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 49
lárus og sótarinn NORSK SAGA Það sat lítill drengur í tröppunum og lék sér. Hann hét Lárus og var aðeins fjögra ára. Allt í einu kom hann auga á merki- tagan mann, sem kom til hans. Maður- inn var alveg svartur, fötin voru svört °g skórnir voru svartir. Hann kom nær °g nær. Lárus gat séð, að hann var líka alveg svartur í framan og hafði stórar, Svartar hendur. Hann hljóp eins og kann gat inn til móður sinnar. jiMamma, mamma!“ kallaði hann. ’=Leppalúði kemur! Leppalúði kemur!“ Mamma hans brosti og sagði: „Sjálf- Ur getur þú verið Leppalúði.“ »Já, mamma, ég sá hann sjálfur úti u götunni,“ sagði Lárus. Mamma leit út um gluggann. Svo örosti hún aftur og sagði: „Þetta er öara sótarinn.“ »Hvað er sótari?“ spurði Lárus. „Sótarinn hreinsar alla reykháfa í ^®num,“ sagði mamma. „Hvers vegna gerir hann það?“ spurði Lárus. „Til þess að ekki kvikni í húsunum. Laktu nú eftir. Inni í reykháfunum Safnast saman svart ryk, sem kallast sót- Ef of mikið sót safnast fyrir í skor- steininum, getur kviknað í því. Þess Vegna hreinsar sótarinn það burt v,ið og Vl®? og þess vegna verður hann svartur.“ „En ekki getur hann gengið inn í reykháfinn til að hreinsa hann?“ „Nei, það getur hann ekki,“ sagði mamma, „en þú getur sjálfur séð, hvern- ig hann gerir þetta, þegar hann kemur.“ Skömmu síðar kom sótarinn og nú var Lárus ekki lengur hræddur við hann. Fyrst klifraði sótarinn upp á þakið og hreinsaði reykháfinn með sóp, sem var festur á langa snúru. A eftir fór liann niður í kjallara og opnaði þar dálitla loku, sem var á veggnum. Þar fyrir innan var svart gat. Það var neðsti hluti skorsteinsins. Þar var mikið af svörlu sóti. Sótarinn tók það allt í svartan kassa. Svo lokaði hann lokunni aftur og kvaddi Lárus. Daginn eftir ætlaði Lárus að leika sótara. Hann opnaði lokuna. Svo stakk hann höfðinu inn í reykháfinn og fór að sópa hann. Hann hafði engan sóp, en það var vel hægt að nota hárbursta mömmu. Hann var næstum búinn, þeg- ar mamma kom. Nú var komin röðin að mömmu að verða hrædd. Lárus var allur svartur. Hárið var svart, andlitið var svart og fötin voru svört. Þú getur sjálfur gert þér í hugarlund, hvað mamma sagði og hvað hún gerð.i við Lárus sótara. E. Sig. þýddi. VORIÐ 143

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.