Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 34

Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 34
kemur hlaupandi inn. Á eftir honum kemur herramaðurinn. Hann nemur staðar við dyrnar). HERRAMAÐURINN: Friður Guðs sé með ykkur, vinir mínir. (Hann geng- ur í áttina til afa). Mér finnst ég þekkja þig aftur, gamli vinur. Er þetta ekki Hugg nr. 39 í herdeildinni minni? AFI: Jú, herra kapteinn. HERRAMAÐURINN: Þú þekkir mig líka? AFI (sem er blindur): Eg þekki rödd- ina. (Herramaðurinn gengur nær og faðmar afa að sér). HERRAMAÐURINN: Guði sé lof fyrir að ég hef loks fundið þig. Hefur þú gleymt, þegar þú í heitustu orrust- unni, tókst mig á bakið og óðst y£ir ána, þegar ég var særður og forðaðir mér frá því að verða tekinn til fanga? Ég hef leitað að þér, og nú skal ég sjá um þig og konuna þína og litla hnokkann þarna. (Hann klappar á kollinn á honum en þá datt stóri hatt- urinn í gólfið. Pikku Matti tók hann upp og burstaði hann). PIKKU MATTI: (Gremjulega). Nú verður afi reiður. AMMA: (Afsakandi). Hann er ekki van- ur að umgangast ókunnuga. HERRAMAÐURINN: (Brosir). Afi skal fá nýjan hatt. Og þú, kona góð, mátt ekki taka nærri þér það, sem barnið segir. Það er gott, að hann er maður fyrir sinn hatt. (Við Pikku Matti, meðan hann þreyfar á vöðvun- um hans). Ég sé, að þú verður sterk- ur eins og björn, þegar handleggirnir vaxa meira. V.iltu koma með mér og borða hvítt brauð og drekka mjólk daglega? (Pikku Matti horfir á þau eitt af öðru og felur sig svo bak við ömmu sína). PIKKU MATTI: Ég verð kyrr hjá afa og ömmu. AFI: Góði Matti. Hér hjá afa færð þú aðeins gróft brauð, vatn og saltsíld. PIKKU MATTI: (Kallar). Ég vil vera hjá afa. Ég vil ekki fara frá honum- HERRAMAÐURINN: Þú ert góður drengur. Margir hlaupa frá harða brauðinu til að fá nýjar bollur. En vertu hjá afa. Ég skal sjá um það, að ykkur líði ekki illa. AFI: (Þrýstir Pikku Matta að sér). Guð blessi þig, drengur minn. HERRAMABURINN: Og þegar þú verður stór, skal ég gefa þér jörð að plægja og skóg að höggva. Það er sama hvað þú gerir, ef þú aðeins ert góður og heiðarlegur. Heiðraðu föð- ur þinn og móður þína og þá mun þér vegna vel og þú verður langlífur J landinu. PIKKU MATTI: Þetta stendur í lær- dómskverinu. HERRAMAÐURINN: Já, en ekki alltaf í mannshjörtunum. (E. Sig þýddi.) Kennarinn var að segja börriunum frá því. hvað gerSist, þegar jörSin færist og hann dró ekki úr lýsingunni: — Eldingar lýsa í næturmyrkrinu, húsvegg' ir hrynja í smátt og sjórinn mun flæða inn yfir löndin. Þá rétti lítill drengur upp hendina. — IlvaS ætlar þú aS segja, Pétur? spurSi kennarinn. — Fáum viS leyfi úr skólanum þennan dag. kennari? 128 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.