Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 32

Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 32
PIKKU MATTI LEIKRIT GERT ÚR SÖGU EFTIR ZAKARIAS TOPELIUS FYRIR 10—11 ÁRA BÖRN UNDIRBÚNINGUR: — Hér þarf að æfa vel mismunandi aldur. Afi og amma er gamalt fólk. — 011 börnin eiga að æfa aS ganga bæði sem ungt fólk og gamalt. Þau eiga líka að læra að tala mismunandi eftir aldrinum. Leiksviðið: Venjuleg stofa. Af,i riðar net. Amma stendur við gluggann. AFI: Það er svo hljótt í stofunni. AMMA: Já, það er auðséð að Pikku Matti er úti. AFI: Eg vildi óska, að blindu augun mín fengju að sjá hann, þó ekki væri nema stundarkorn. AMMA: Það var svo gaman að sjá hann, þegar hann fór til bæjarins í gamla kjólnum mínum. (Horfir út um glugg- ann). Þarna kemur hann aftur. ■— Þú ættir að sjá hvað hann hleypur. (Hún brosir). Hann lítur alveg út eins og stelpa. AFI: Ef við hefðum efni á því, skyldi hann fá buxur úr gulli. AMMA: (Brosir). Hann mundi gera sig ánægðan með góðar ullarbuxur eins og hinir drengirnir eiga. (Pikku Matti kemur þjótandi inn. Hann er í kjól ömmu sinnar). PIKKU MATTI: (Með grátinn í háls- inum). Klæddu mig úr kjólnum. Ég vil ekki vera í honum. Ég er dyengur. AMMA: Já, auðvitað ertu það. Þegar þú verður stór, muntu sýna, að þú ert eins duglegur drengur og aðrir. (Hún klæðir hann úr kjólnum). PIKKU MATTI: Þeir kölluðu mig Mörtu litlu! AMMA: Sagðir þú ekki, að þú værir drengur? PIKKU MATTI: Ég sagði það. En allir gjörðu gabb að mér. AFI: Næst geturðu fengið buxurnar mínar. AMMA: Það líður langt þangað til. Ég býst ekki við, að Pikku Matti fari strax aftur í bæinn. Þú ert allur blár og blóðugur. PIKKU MATTI: Já, ég lenti í áflogum. AFI: Já, allir verða að læra að bíta frá sér. AMMA: (Sækir matarfat og setur á borðið). Komdu barnið mitt. Þú ert auðvitað svangur. PIKKU MATTI (í því hann sezt að borðinu): Hvers vegna var svona margt fólk á veginum? AMMA: Það fer hátt settur herramaður hér framhjá. Hann er nærri því eins fínn og kóngurinn, segir fólk, og ek- ur í gullvagni. PIKKU MATTI: Þá verð ég að vera við hliðið! 126 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.