Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 39

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 39
Sprotafyrirtæki Betri staða sprotafyrirtækja í hugbúnaðarþróun Viðtal við Jón Helga Egilsson, framkvæmdastjóra Klaks nýsköpunarmiðstöðvar Halldór Jón Garðarsson Tölvumál 39 Staða sprotafyrirtækja í hugbúnaðar-þróun hér á landi hefur farið batn-andi á síðustu misserum og breyt- ingar í umhverfi þeirra hafa að sama skapi verið miklar. Þetta segir Jón Helgi Egils- son, framkvæmdastjóri Klaks nýsköpun- armiðstöðvar og stjórnarmaður í Samtök- um sprotafyrirtækja. Tölvumál tók Jón Helga tali þar sem hann ræðir m.a. hvern- ig sprotafyrirtækjum hafi gengið að festa rætur, vaxtarmöguleika þeirra og fjárhags- legan stuðning en hann segir að það sé nauðsynlegt fyrir þau að leita út fyrir land- steinana. Jón Helgi segir að búið sé að vinna ágætt starf í innviðum sprotafyrirtækja sem sé að byrja að skila sér. Dæmi um slíkt séu í fyrsta lagi nýtt fjármagn inn í Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, aukin framlög í samkeppnissjóði sem hafi í dag meiri burði til að styðja við áhugverð við- skiptatækifæri, m.a. í hugbúnaðarþróun, í þriðja lagi stofnun Samtaka sprotafyrir- tækja og í fjórða lagi sé verið að nýta al- þjóðlegar tengingar, s.s. Seed Forum Iceland. ,,Samtök upplýsingatæknifyrir- tækja hafa einnig unnið mjög gott starf að mínu mati sem er mikilvægt fyrir sprota- fyrirtæki sem vinna að hugbúnaðarþróun og síðan hefur tækifærum sprotafyrirtækja til að sækja sér fé í sitt þróunarstarf fjölg- að síðustu misseri og er raunar allt annað en fyrir einu ári síðan.“ Rúmlega 700 fyrirtæki í hátækni Spurður um hversu mörg sprotafyrirtæki séu í hugbúnaðarþróun hér á landi segir Jón að það fari eftir því hvernig hugtakið sprotafyriræki í hugbúnaðarþróun sé skil- greint. ,,Ef við byrjum á að skoða heildar- fjölda hátæknifyrirtækja sem verja a.m.k. 4% af veltu til rannsóknar og þróunar þá var fjöldi þeirra 708 árið 2004 samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins. Flest há- tæknifyrirtæki þurfa að fást við hugbúnað- arþróun, jafnvel þó svo að það sé ekki í þeirra kjarnastarfsemi þannig að það er ljóst að mjög stór hluti sprotafyrirtækja sem og annarra hátæknifyrirtækja fæst við hugbúnaðarþróun.“ Vandasamara að hasla sér völl Að sögn Jóns er misjafnt hvernig sprota- fyrirtækjum í hugbúnaðarþróun gangi að festa ræturnar. ,,Eftir því sem tíminn líður og hugbúnaðarþróun og -lausnir þróast þá verður eðli málsins samkvæmt erfiðara fyrir ný hugbúnaðarfyrirtæki að marka sér sérstöðu í samkeppni við stór og öflug hugbúnaðarhús. Tækifærið felst oftar en ekki í því að byggja á kjarnahæfni á öðru sviði, s.s. aðgerðagreiningu, farsímatækni, nýrri tegund viðskipta, sálfræðikennslu o.s.frv. Þá er hugbúnaðarþróun frekar sem nauðsynlegt verkfæri sem einn þáttur í því að búa til lausn. Því er síðan ekki hægt að neita að vöxtur á þessum markaði er annar en hann var fyrir þremur til fimm árum og þá þýðir að það er vandasamara að hasla sér völl og krefst meiri leikni.“ Mikilvægt að bjóða alþjóðlega lausn En eru miklir vaxtamöguleikar fyrir sprotafyrirtækja í hugbúnaðarþróun hér á landi? ,,Ég held að þeir séu til staðar ef nálgunin er rétt. Hugbúnaður er eitt, en í auknu mæli fer samkeppnisforskot að byggja á öðrum þáttum en virkni sjálfrar vörunnar þegar þrengir um aðila á mark- aði. Þá fara þættir eins þjónusta, kennsla og notendaþjónusta að skipta máli og eftir því sem samkeppni vex þá eykst áhersla á enn aðra þætti, hvort sem þeir eru áþreif- anlegir eða óáþreifanlegir. Það er vel þekkt meðal sprotafyrirtækja almennt að þessi staðreynd er oft verulega vanmetin,“ segir Jón og bætir við: ,,Þá er nauðsynlegt fyrir íslensk sprotafyrirtæki í þessum geira að leita út fyrir landsteinana. Ef fyrirtæki er ekki að bjóða alþjóðlega boðlega lausn þá getur oft verið erfitt um vik, það er engin spurning.”

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.