Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 26
Samþætting Samþætting upplýsingakerfa Bjarni Birgisson 26 Tölvumál Núorðið má telja það afar sjaldgæft að fyrir- tæki eða stofnanir láti hanna og smíða hug- búnaðarlausnir frá grunni eins og algengt var hér fyrir nokkrum árum síðan. Hraði frá kaupum að gangsetningu skiptir öllu og reynt er að sneiða hjá allri þróun og sérsmíði eins og hægt er. Það er mat flestra sem muna tímanatvenna í upplýsingatækni á Íslandi aðsíðastliðin ár hefur nýsmíðaverkefn- um í hugbúnaðargerð fækkað mikið hér á landi. Það þarf ekki að fara lengra aftur en 10 ár eða svo til að finna dæmi þar sem fyr- irtæki eða stofnanir hér á landi létu hanna og smíða umfangsmikil og stór kerfi, jafnvel voru dæmi um að heilu bókhaldskerfin væru skrifuð frá grunni. Núorðið má telja það afar sjaldgæft að fyrirtæki eða stofnanir láti hanna og smíða hugbúnaðarlausnir frá grunni eins og algengt var hér fyrir nokkrum árum síðan. Hvað veldur? Jú, flestir eru sammála um að það sé í öllum tilfellum hagstæðara að kaupa tilbúin kerfi eða einingar, yfirleitt er- lendis frá, til að leysa þær þarfir sem áður kölluðu á sérsmíðaðan hugbúnað. Á undan- förnum árum hefur framboð sértækra kerfa á mismunandi sviðum viðskipta og rekstrar einnig aukist mikið og sérsmíði því sjaldn- ast raunhæfur valkostur hvað varðar kostnað og tíma. Þessi þróun frá þvi að hanna sér- smíðuð kerfi og yfir í notkun staðlaðra kerfa má segja að hafi gerst í nokkrum skrefum. Sveigjanleg viðskiptakerfi Með tilkomu sveigjanlegra viðskiptakerfa eins og Fjölnis og Navision upp úr 1990 og síðar kerfa eins og Axapta og SAP færðist mikið af hugbúnaðargerð í viðskiptageiran- um yfir í þessi kerfi. Þau buðu upp á þann möguleika að útvíkka staðlaða virkni kerf- anna með því að nota innbyggð forritunar- mál og mögulegt var að skrifa i þeim sér- lausnir ýmiss konar sem studdust við ramma kerfanna sjálfra, hvað varðar við- mótsvirkni, gagnagrunna o.s.frv. Fjöldi lausna var og er enn útfærður í þessum kerfum og þau mynda i dag grunninn í upp- lýsingatæknilausnum flestra íslenskra fyrir- tækja. Kostir þessara kerfa eru margir, staðlað viðmót gagnvart notendum, einsleitt rekstrarumhverfi og öryggi í rekstri. Gallinn við flestar þessar lausnir er hins vegar oft sá að þær verða eðli málsins sam- kvæmt þéttofnar við það viðskiptakerfi sem þær eru skrifaðar í og erfitt getur reynst að skipta út einingum eða tengja ný kerfi þegar kemur að endurnýjun eða viðbótum. Í þeim hefur líka oft á tíðum falist talsverð sérsmíði þannig að viðhaldskostnaður er oft mikill t.d. þegar kemur að uppfærslu í nýjar útgáf- ur grunnkerfanna sem þau byggja á. Sértækar lausnir Nú á allra síðustu árum hafa stjórnendur í upplýsingatækni í ríkari mæli leitað lausna utan ramma þessara stöðluðu kerfa. Við- skiptaleg markmið og sérhæfing fyrirtækja breytast nú hraðar en áður. Fyrirtæki sækja inn á ný svið og upplýsingatæknin þarf að halda í og styðja þá þróun hraðar en nokkru sinni áður. Samhliða þessu þarf svo halda kostnaði við gangsetningu og rekstur nýrra kerfa í lágmarki. Þegar kemur að gangsetn- ingu nýrra kerfa eða endurnýjun eldri kerfa er niðurstaðan í dag oftast sú að kaupa til- búna lausn sem best styður við þau við- skiptalegu markmið sem um ræðir. Kerfin verða því sérhæfðari og gefa því gjarnan aukið samkeppnisforskot í þeim rekstri sem um ræðir. Val lausnar miðast við hversu vel hún leysir hin viðskiptalegu vandamál (e. „best-of - breed“)en tæknileg atriði eins og hvort hún notar Unix eða Windows, Oracle eða SQL Server skipta etv. minna máli. Hraði frá kaupum að gangsetningu skiptir öllu og reynt er að sneiða hjá allri þróun og sérsmíði eins og hægt er. Sérsmíði kostar dýrmætan tíma og er kostnaðarsöm. Nú er það hvergi nærri svo að öll sér- smíði hugbúnaðar sé liðin undir lok hér á landi. Enn er fjöldi sérsmíðaðra lausna í reksti víða sem haldið er við og hafa að mörgu leyti staðist tímans tönn. Eitthvað bætist við af nýjum kerfum þó að það sé í mun minna mæli en áður fyrr Þessi kerfi eiga það þó mörg sameiginlegt að vera byggð á grunni eldri kerfa að einhverju eða öllu leyti. Kerfa sem smíðuð voru frá grunni þegar aðkeyptar lausnir voru etv. ekki valkostur. Niðurstaðan er því sú víðast hvar að rekstrarumhverfi fyrirtækja verða flóknari, fleiri kerfi og lausnir eru sífellt að bætast í hóp þeirra sem fyrir eru.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.