Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 7
Orðanefnd Um fjórðu útgáfu Tölvuorðasafns Sigrún Helgadóttir Tölvumál 7 Í fjórðu útgáfunni sem er enn aukin og endurbætt frá þriðju útgáfu, eru rúmlega 6500 hugtök með um 7700 íslenskum heitum og um 8500 enskum heitum. T ölvuorðasafn er nú komið út ífjórða sinn. Hinn 24. ágúst sl. varhaldin samkoma í Þjóðmenningar- húsinu til þess að halda upp á útkomu bókarinnar. Menntamálaráðherra, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, var svo vin- samleg að sækja samkomuna og þiggja eintak af bókinni. Formaður orðanefndar- innar, Sigrún Helgadóttir sagði nokkur orð, einnig formaður Skýrslutæknifélags- ins, Svana Helen Björnsdóttir og Sigurður Líndal, forseti Hins íslenska bókmennta- félags. Eins og lesendur Tölvumála vita hefur orðanefnd starfað á vegum Skýrslutækni- félagsins frá stofnun þess 1968. Árið 1974 gaf nefndin út sem handrit tölvuprentaðan orðalista, Skrá yfir orð og hugtök varð- andi gagnavinnslu, en hafði áður sent frá sér stutta óformlega orðaskrá um sama efni. Bjarni P. Jónasson var fyrsti formað- ur nefndarinnar og starfaði með henni í tíu ár frá 1968 til ársloka 1977. Með honum störfuðu Einar Pálsson (1968–1971), Gunnar Ragnars (1968–1971), Oddur Benediktsson (1968–1971), Jóhann Gunn- arsson (1971–1978), Jón A. Skúlason (1971–1979), Þórir Sigurðsson (1971–1978) og Baldur Jónsson frá 1976. Jóhann Gunnarsson tók við formennsku í nefndinni af Bjarna og gegndi því starfi til haustsins 1978. Þá komu til liðs við nefndina Grétar Snær Hjartarson (1978–1979), Sigrún Helgadóttir, Þor- steinn Sæmundsson og Örn Kaldalóns. Sigrún Helgadóttir varð formaður nefnd- arinnar haustið 1978. Frá 1979 hafa því fjórir starfað í nefndinni, þ.e. Baldur Jóns- son prófessor, Sigrún Helgadóttir tölfræð- ingur, Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur og Örn Kaldalóns kerfisfræð- ingur. Nefndin hefur haldið fundi reglu- lega, að jafnaði um 25 sinnum á ári. Fund- ir hafa þó orðið tíðari síðustu mánuði fyrir hverja útgáfu. Eins og þegar er getið hefur Tölvuorða- safnið nú komið út í fjórum útgáfum. Það kom fyrst út 1983, og birtust þar tæplega 1000 íslensk heiti og rösklega 1000 ensk á liðlega 700 hugtökum. Í annarri útgáfu 1986 var skilgreiningum hugtaka bætt við og safnið stækkað mjög. Hugtökin voru nær 2600 að tölu, íslensk heiti þeirra um 3100 og ensk heiti nær 3400. Þriðja útgáfa var gefin út aukin og endurbætt 1998 með rösklega 5000 hugtökum með um 5800 íslenskum heitum og tæplega 6500 ensk- um. Í fjórðu útgáfunni sem er enn aukin og endurbætt frá þriðju útgáfu, eru rúm- lega 6500 hugtök með um 7700 íslenskum heitum og um 8500 enskum heitum. Hug- tökum hefur þannig fjölgað um 30% frá þriðju útgáfu. Verkið hefur því vaxið jafnt og þétt á þeim 22 árum sem hafa liðið frá fyrstu útgáfunni. Þeir sem nú eru í orða- nefnd Skýrslutæknifélagsins og hafa unn- ið að öllum fjórum útgáfunum, þ.e. Baldur Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson, Örn Kaldalóns og Sigrún Helgadóttir, hafa starfað saman að þessu málefni í 27 ár eða frá hausti 1978. Aldrei hefur fallið skuggi á það samstarf né styggðaryrði fallið á milli nefndarmanna og hygg ég að það sé einsdæmi í svo löngu samstarfi. Orða- nefndinni bættist góður liðsmaður haustið 1995 þegar Stefán Briem, eðlisfræðingur, kom til liðs við nefndina til þess að rit- stýra 3. útgáfunni. Stefán hefur einnig unnið með nefndinni að undirbúningi 4. útgáfunnar. Ég held að mér sé óhætt að segja að án hans aðstoðar hefði verið mjög erfitt að ljúka þessum verkum. Ég vil því nota þetta tækifæri til þess að þakka sam- nefndarmönnum mínum og Stefáni fyrir langt, árangursríkt og sérstaklega ánægju- legt samstarf. Fundir í orðanefndinni hafa orðið að föstum lið í tilveru okkar undan- farin 27 ár. Þegar hlé hefur orðið á fundum af einhverjum ástæðum virðast menn af- skaplega fegnir að byrja aftur. Og að sjálf- sögðu hefjast allir fundir á því að drukkið er kaffi og borðað sætabrauð um leið og heimsmálin eru leyst. Síðasta vinnulota orðanefndarinnar hófst árið 2002 en þá fékk nefndin styrk frá Nor- rænu málráði að upphæð um ein og hálf milljón króna til þess að endurskoða Tölvu- orðasafnið í orðabanka Íslenskrar mál-

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.