Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 24
Útgáfa námsefnis Engin sérstök fjárveiting til rafrænnar útgáfu Viðtal við Hildigunni Halldórsdóttur, tölvunarfræðing Halldór Jón Garðarsson 24 Tölvumál Síðustu árin höfum við einbeitt okkur að gerð efnis fyrir vef og hætt útgáfu efnis á geisladiskum. Námsgagnastofnun á lögum sam-kvæmt að sjá grunnskólum lands-ins fyrir námsefni og af því fé sem varið er til útgáfu kennsluefnis fyrir árið 2005 fara um 20% í rafræna útgáfu. Að sögn Hildigunnar Halldórsdóttur, tölv- unarfræðings hjá Námsgagnastofnun, hef- ur stofnunin unnið að þróun kennsluhug- búnaðar frá árinu 1993 og árin 1999 til 2001 veitti menntamálaráðuneytið Náms- gagnastofnun viðbótarfjármagn til að gefa út rafrænt námsefni. „Því var að mestu varið til útgáfu á kennsluforritum og námsvefjum, en frá árinu 2002 hefur stofnunin ekki fengið sérstaka fjármuni til rafrænnar útgáfu og því tekið það fjár- magn af almennri fjárveitingu til stofnun- arinnar.“ Hildigunnur telur að efni fyrir vef eigi eftir að aukast talsvert í framtíðinni á kostnað efnis á bókarformi en tekur þó fram að hún trúi því ekki að bókin eigi eft- ir að víkja þar sem bæði formin styðji hvort annað. Hár forritunarkostnaður – Ákvörðun menntamálaráðuneytis En er hagkvæmara að framleiða efni fyrir vefinn heldur en bókarform? „Það fer svo- lítið eftir því hvaða merkingu maður legg- ur í orðið „hagkvæmur“. Það er tvímæla- laust hagkvæmara fyrir Námsgagnastofn- un að gefa efni út sem .pdf skjöl en að prenta bækur. Bæði er auðvelt að uppfæra efnið og þá hverfur prentkostnaður. Stofn- unin hefur raunar verið gagnrýnd fyrir að hún sé að færa kostnað yfir á skólana og þar með frá ríkinu til sveitarfélaganna. Hins vegar er fremur dýrt að gera námsvefi og gagnvirkt efni á vef, aðallega vegna forritunarkostnaðar. Þó eru kostir þess að bjóða upp á námsefni á þessu formi ótvíræðir en það er menntamála- ráðuneytis að svara fyrir hvort fjármunir verði í auknum mæli settir í þennan mála- flokk.“ Á von á 300 þúsund notendum á þessu ári Spurð hvort grunnskólanemendur væru að nýta sér með beinum hætti námsefni sem framleitt er fyrir vefinn, t.d. við heimalær- dóm, segir Hildigunnur að ekki hafi verið gerð könnun á því. „Þó vitum við að inn- litum og fjölda notenda hefur fjölgað mjög mikið á vefsíðu Námsgagnastofnun- ar, www.nams.is, en hverjir þetta eru vit- um við ekki. Árið 2003 voru daglegir not- endur um 104 þúsund, 2004 voru þeir um 174 þúsund og það sem af er þessu ári 140 þúsund, samkvæmt skilgreiningu vef- heimsóknarsíðu Modernus. Ég á von á að á þessu ári geti þeir nálgast 300 þúsund.“ Einn starfsmaður í hugbúnaðargerðinni Hildigunnur segir að aðeins einn starfs- maður hjá Námsgagnastofnun starfi að sjálfri hugbúnaðargerðinni en ritstjórar viðkomandi námsgreina komi að undir- búningsvinnunni og gerð þarfagreiningar. Þá segir hún að stærstur hluti grafískrar vinnu fari fram utan Námsgagnastofnunar en mest af forritunarvinnunni innan stofn- unarinnar. En hvaða tækni liggur að baki hugbún- aðinum? „Síðustu ár höfum við einbeitt okkur að gerð efnis fyrir vef og hætt út- gáfu efnis á geisladiskum. Þetta hefur reynst mjög vel og kunna kennarar vel að meta að þurfa ekki að hafa áhyggjur af uppsetningum forrita en geta gengið að þeim á vefnum. Notast hefur verið við tvenns konar tækni. Annars vegar er allt gagnvirkt efni unnið í Flash en hins vegar eru stærri vefir gerðir með því að nota PHP og MySQL.“ Samstarf við UNESCO Spurð hvort aðrir hópar en grunnskóla- nemendur nýti það efni sem Námsgagna- stofnun framleiðir, segir Hildigunnur að hluti hugbúnaðarins geti nýst í leikskólum og hluti í framhaldsskólum. „Fyrir

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.