Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 44

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 44
Útrás í UT Öflug útrás TM Software á heil- brigðissviði í Evrópu Axel Ómarsson 44 Tölvumál Útrás TM Software með heilbrigð-islausnir á Evrópumarkað hefurverið umtalsverð síðustu misseri og mikill vöxtur í starfsemi fyrirtækisins þar. Árið 2003 opnaði TM Software skrif- stofu í Tilburg í Suður-Hollandi í kjölfar þess að gerður var samningur um sölu á Theriak Therapy hugbúnaðinum fyrir 12 sjúkrastofnanir í Tilburg. Hlutverk skrif- stofunnar var tvíþætt, annars vegar að styrkja stöðu félagsins í Evrópu og hins vegar að byggja upp þjónustu við við- skiptavini í Hollandi og Þýskalandi. Á vormánuðum 2004 var undirritaður samstarfssamningur við svissneska fyrir- tækið Swisslog sem er stór framleiðandi véla til sjálfvirkrar dreifingar lyfja á sjúkrastofnunum. Swisslog rekur starf- semi í 23 löndum og tengist TM Software söluneti fyrirtækisins um allan heim. Um svipað leyti lauk afhendingu Theriak Therapy hugbúnaðarins á amtssjúkrahús- inu í Álaborg í Danmörku. Nú í október gekk TM Software frá kaupum á hol- lenska hugbúnaðarfyrirtækinu Falcon Automatisering BV en það er sérhæft í framleiðslu og sölu hugbúnaðarlausna fyr- ir heilbrigðisgeirann. Kaupin eru í fullu samræmi við þá stefnu TM Software að styrkja stöðu sína í Evrópu með því að leggja áherslu á Benelúxlöndin. Mikil samlegðaráhrif Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri TM Software í Evrópu, segir kaupin á Falcon Automatisering BV styrkja stöðu félags- ins, sem hefur markaðssett hugbúnaðar- lausnir fyrir heilbrigðisstofnanir undir vörumerkinu Theriak á Evrópumarkaði frá því árið 2001. „Falcon er vel þekkt fyrir- tæki á sínu sviði í Hollandi með góðan rekstur og vöruframboð þess fellur vel að lausnum okkar.“ Hann segir að samlegðar- áhrif með Falcon séu umtalsverð, ekki einungis í Hollandi heldur í öllum þeim löndum þar sem TM Software selji hug- búnaðarlausnir sínar. Heildarlausn Nýlega gerði TM Software viðaukasamn- ing við sjúkrahúsið í Tilburg. Sá samning- ur markar að mörgu leyti tímamót fyrir TM Software en með samningnum hefur sjúkrahúsinu verið seld heildarlausn sem felst í hugbúnaði, uppsetningu á hugbún- aði, eftirliti með kerfinu allan sólarhring-

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.