Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 42

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 42
Útrás í UT 42 Tölvumál Hugvit hefur alla tíð lagt gríðarlega áherslu á gæði og formlega vöruþróun, og skilgrein- ir sig sem þróunarfyrir- tæki í upplýsingatækni. Sókn á erlenda mark- aði getur gefið af sér stór verkefni sem hafa mikið vægi í rekstri ís- lenskra hugbúnaðarfyr- irtækja. að sérsvæði og sent inn umsóknir og erindi og fengið yfirlit yfir samskipti sín við bæinn. Á sama hátt hefur GoPro verið aðlagað fyrir um- sjón rannsóknarstyrkja hjá Oxford-háskóla í Bretlandi og eins fyrir samskipti skosku fé- lagsþjónustunnar bæði við almenning og allar þær stofnanir sem veita félagsþjónustu í Skotlandi, en þar er um að ræða umfangs- mestu innleiðingu sem Hugvit hefur ráðist í frá upphafi. Samstarf og markaðsþróun Í vöruþróun og markaðssetningu hefur Hugvit reynt að skapa og viðhalda góðum tengslum við erlendu risana tvo, IBM og Microsoft, sem hefur skilað fyrirtækinu sóknarfærum og arðvænlegum viðskiptatengslum á erlendum mörkuðum. Reynslan hefur samt sýnt að ekk- ert kemur af sjálfu sér, og þrátt fyrir góð tengsl og vilja allra aðila, hefst ekkert nema með sterkri vöru, þjónustu sem stenst saman- burð við það besta sem gerist í heiminum, og ástundun og áræðni í markaðssetningu. Upp- bygging á hverjum markaði fyrir sig getur tekið langan tíma og krefst þolinmæði. Svo dæmi sé tekið þá hefur Hugvit verið að vinna í breska markaðnum í fimm ár, en það er fyrst síðustu tvö ár sem sú vinna er farin að skila árangri. Á sama hátt var fyrirtækið með starfsmann í Eistlandi í þrjú ár, eingöngu til að undirvinna markaðinn. Almennt séð þarf fyrirtækið að glíma við þá staðreynd að það er lítið miðað við marga samkeppnisaðila er- lendis og markaðshlutdeild þess ekki mikil ennþá nema á Íslandi. Varan selst því augljós- lega ekki ennþá út á vörumerkið heldur þarf að sannfæra væntanlega viðskiptavini um að hún sé betri en vara samkeppnisaðilanna. Hugviti hefur reynst gríðarlega mikilvægt að nýta persónuleg viðskiptatengsl við bæði viðskiptavini og samstarfsaðila. Orðspor fyr- irtækisins sem skapast með hágæða þjónustu og vel heppnuðum innleiðingum skiptir miklu máli við markaðssetningu erlendis. Þetta hef- ur til dæmis orðið til þess að fyrirtækinu hefur tekist að fá að taka þátt í stórum útboðum op- inberra aðila í Norður-Evrópu. Alþjóðlegar viðurkenningar sem GoPro hafa hlotnast í gegnum tíðina hafa líka haft mikið að segja við að skapa fyrirtækinu nægjanlega mikið traust til að stórir og öflugir samstarfsaðilar kjósa að leita til þess varðandi lausnir fyrir sína bestu viðskiptavini. Hugvit framleiðir sjálft mest af því mark- aðsefni sem kynnir GoPro á erlendum mörk- uðum og ólíkar áherslur á mismunandi mark- aðssvæðum, bæði hvað varðar kynningu, vöruþróun og verðlagningu, eru snar þáttur í því að þróa nýja markaði. Það er mikilvægt að hafa í huga að íslensku gleraugun virka ekki alltaf og mikilvægt er að skilja hvað það er í okkar menningu sem styrkir okkur og hvað ekki. Til að ná árangri þarf fyrirtækið því að kunna að vinna á erlendum markaði og ekki festast í því að halda að það sem gildi á Ís- landi sé algilt. Hugvit er þróunarfyrirtæki Hugvit hefur alla tíð lagt gríðarlega áherslu á gæði og formlega vöruþróun, og skilgreinir sig sem þróunarfyrirtæki í upplýsingatækni. Þetta hefur verið styrkur fyrirtækisins við sókn þess á erlendum mörkuðum, þar sem það hefur stofnað til samstarfs við fyrirtæki sem sérhæfa sig í framboði á tæknilausnum og þjónustu, fremur en vöruþróun. Ör vöxtur upplýsingatæknimarkaðarins, eftir lægðina sem hann lenti í kringum árið 2000, hefur líka þýtt öra þróun krafna markaðarins. Þetta kall- ar á að fyrirtæki í hugbúnaðarþróun þurfa stöðugt að vera skrefi á undan en jafnframt taka skynsamlegar ákvarðanir út frá eigin áherslum og framtíðarsýn. Miklir möguleikar fyrir íslenska upplýs- ingatækni Það er ljóst að í heiminum öllum eru vaxandi tækifæri á sviði upplýsingatækni. Sókn á er- lenda markaði getur gefið af sér stór verkefni sem hafa mikið vægi í rekstri íslenskra hug- búnaðarfyrirtækja. Um leið er þetta íslenskum upplýsingatæknifyrirtækjum nauðsyn. Engin leið er að fjármagna hugbúnaðarþróun til framtíðar með þátttöku íslenskra fyrirtækja eingöngu nema í algerum undantekningartil- fellum. Ef íslenskur upplýsingatækniiðnaður nær að nýta sér sterka stöðu sína hvað varðar menntun, þekkingu og áræði, ætti hann að geta gripið þessi tækifæri og orðið að mikil- vægri undirstöðu íslensks efnahagslífs í ná- inni framtíð. Áki G. Karlsson er umsjónarmaður markaðsefnis hjá Hugviti hf.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.