Tíminn - 01.07.1954, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.07.1954, Blaðsíða 6
I- TÍMINN, fimmtudaginn 1. júlí 1S54. 143. blaff. Sonur dr. Jekylls Geysilega spennandi, ný, ame- rísk mynd gerð sem framhald af hinni alþekktu sögu Dr. Jekyil og Mr. Hyde, sem ailir kannast via. Louis Hayward, Jody Lawrence, Alexander Knox. Sýnd kl. 7 cg 9. Bönnuð börnum. Sknldaskil Geysispennandi amerisk iit- mynd frá þeim tímum, sem harðgerðir menn gættu réttar dns með eigin hendi. Rudolph Scott, Margaret Shaltcn. Sýnd kl. 5. r>i NYJA BIO — lh4A — Drangahöllin j Dularfuli og æsi-spennandi am erfsk gamanmynd um drauga og afturgöngur á Kúba. Aðaihlutverk: Bob Hope, Paulette Goddard. Bðnnuð börnum yngri en 12 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍ0 Sínd 6485. Nótt í Montmartre Efnismikil og áhrifarík frönsk mynd leikin í aðalhlutverkum af hinum heimsfrægu ieikur- um: José Fernandel Simone Simon og Mynd þessi hefir hvarvetna vakið mikla athygli fyrir frá- bæran leik og efnismeðferð. Danksir skýringartextar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍQ — HAFNARFIRÐi - ANNA Btðrkostleg itölsk örvalsmynd, m fariS hefur sigurför um all- kd heim. Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landl. Danskur skýrlngartexti, Bönnuð börnun*- Sýnd kl. 7 og 9. Blikksmiðjan GLÖFAXI HEAUNTEIG 14- SÍm IttU, m mmm m*+i*~**m>*m>«+*i>m* XSERVUS^GOLD íOíOíOí] i 0.10 H0LL0V/ GROUND 0.10 / ron YELLOW BLAuE mm c^f FrœnUa Charles“ Gamanliekur í 3 þáttum. Sýning í kvöld kl. 20 Aðgöngumiðasala frá kl. 2 — Sími 3191. Allra síðasta sinn. AUSTURBÆIARBÍO Vndir dögun (Edge of Darkness) Sérstaklega spennandi og við- burðarik amerísk kvikmynd, er lýsir baráttu Norðmanna gegn hernámi Þjóðverja, gerð eftir skáldsögu eítir Williams Woods. Aðalhlutverk: Erroll Flynn, Ann Sheridan. Walter Huston. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og B. Sala hefst kl. 4 e. h. ■»»»»»»»»»»»»»i GAMLA BÍÖ — 1476 — Eimnana eiginiuaðnr (Affair with a Stranger) Skemmtileg ný amerísk kvik- mynd frá RKO Radio Pictures. Aðalhiutverk: Jean Simmons, Victor Mature, Monica Lewis. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÖ Bimi 1182. FerSin til þín (Resan till dej) Afar skemmtileg, efnisrík og hríf andi, ný, sænsk söngvamynd með ALICE BABS, JUSSI BJÖR LING og SVEN LINDBERG. — Jussi Björling hefir ekki komið fram í kvikmynd síðan fyrir síð ustu heimsstyrjöld. Hann syngur í þessari mynd: Celeste Aida (Verdi) og Til Havs (Jonathan Reuther). Er mynd þessi var frumsýnd i Stokkhólmi s. 1. vetur, gekk hún i 11 vikur. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala frá kl. 4. HAFNARBÍÓ — Sími 8444 — Næturlest til Mnnchea (Night train to Munich) Hörkuspennandi og viðburðarik kvikmynd, um ævintýralegan ílótta frá Þýzkalandi yfir Sviss í síðasta stríði. Aðalhlutverk: Rex Harrison, Margaret Lockwood, Paul Henreid. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 0. Auglýsið í Tímanum ♦iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimnmnimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiinin I **« ... Graham Greene: 12. Stálmerkistafir tölu- og bókstafir fyrir lambamerkingar 1 nýkomið. | Verzl. Vald. Poulsen h.f. |, 1 Klapparstíg 29. Sími 3024 jj umiiniiiiiiimmMMiiiiiiiiimiimiiMiiiiimmmiiifiifit dmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimimiiiiimiiiiimiiiiii „BACHO“ rörtengur 1 margar stærðir. „BACHO“ skiptilyklar i í 4“—36” Topplyklar (sett) | Stjörnulyklar (sett) | Hallamál Járnklippur (hand) 1 ameriskar Plötujárnklippur | nýkomið. | Verzl. Vald. Poulsen h.f. i í Klapparstíg 29. Sími 3024 ! Okurstarfscmt (Framhald af 3. síðu.) hinum fyrrnefndu út úr fyr- irtækinu og breytt söluvagn- inum í söluturn, sem lifir góðu lífi í dag. Um áramótin kom svo annar söluturn, sem Guðmundur nokkur Egilsson telur sig eiga, mágur Jóns Finnbogasonar og frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Bæði Guðmundur og Ágúst eru miklir áhrifa- menn innan Sjálfstæðis- flokksins og lofa og prísa hið dásamlega lögmál um fram- boð og eftirspurn, þar sem þeir sitja yfir hlut tveggja þúsunda, sem þeir útvega matarnauðsynjar, þegar þeir vilja ekki borða í „messan- um“ hjá Hamilton. Þessir tveir söluturnar eru opnir frá kl. 6 á morgnana til kl. 1 og 2 á nóttunni og þarna er virkilega rakað inn þús- undum á degi hverjum og eftir rannffóknum, sem ég hefi gert á álagningu er hún frá 100% upp í 1100% og að meðaltali á helztu söluvör- um er álagningin 200% til 300%. Fyrst í fyrrasumar var pelaflaska af mjólk seld á kr. 3,00, eða potturinn á 12, 00 kr., en lækkaði seinna of- an í kr. 2,00 pelinn og kr. 3,00 hálfpotturinn eða sex og átta krónur potturinn eftir flöskugerð, en þó vilja flest- ir kaupa pelaflöskur. Heima bökuð kleinan kostar kr. 1,40, brauðsneiðin kostar kr. 6,50, koke kostar 3,00 innihaldið og það finnst nú kananum dýrt. Vínarbrauðið kostar 1,50, jólakakan kr. 15,00, sneiðin kr. 1,50. Tvöfaldar og fjórfaldar tertur með glass- úrdrullu kosta 10,00 kr. en heimabakaðar tertur helm- ingi stærri kr. 33.00. Fjórði hluti úr flatbrauði með rúllu pylsu kostar kr. 2,50. Snúðar kosta kr. 2,00 og gráfíkjukök ur kr. 1,75. Ö1 og gosdrykkir 0 leikMckutn — Ég hefi áhyggjur af honum. Hvernig stóð á, að þú bittir hann um kvöldið. Var hann eitthvað undarlegur? — Ég tók ekki eftir neinu athugaverðu, sagði ég. — Mig langaði til að biðja þig — ég veit, að þú átt ann- rikt. — Mig langaði til að spyrja þig, hvort þú gætir litið inn til hans við og við. Ég er hrædd um, að hann sé einmana. — Með þér? — Þú veizt, að hann hefir í raun og veru aldrei tekið eftir mér. Ekki svo árum skiptir. — Kannske hann fari að taka eftir þér, þegar hann hefir þig ekki lengur. — Ég fer lítið út nú orðið, sagði hún. Nú fékk hún hóstakast. Þegar hóstanum létti, hafði, hún hugsað næsta leik, þó að það væri ekki henni líkt að sniðganga sannleikann. — Ertu byrjaður á nýrri bók? spurði hún. Það var eins og einhver ókunnugur væri að tala við mig. Einhver, sem ég hefði hitt í hanastélshófi. Hún hafði jafnvel ekki komizt þannig að orði, þegar ég sá hana fyrstj yfir Suður-Afríku-sérriinu. — Vitanlega. — Mér geðjaðist ekki rétt vel að þeirri síðustu. — Það var erfitt að fást við skriftir þá. Nú hefir friður- inn færzt yfir... .Ég hefði eins vel getað sagt henni, að nú væri friðurinn úti. — Stundum var ég hrædd um, að þú myndir taka aftur til við gömlu hugmyndina, þá, sem mér var svo illa við. Sum- ir hefðu gert það. — Það tekur mig ár að skrifa bók. Það er of erfitt verk til að vinna í hefndarskyni. — Ef þú vissir, hve lítils þú haföir að hefna.... — Auðvitað. Ég er að gera að gamni mínu. Við áttum unaðslegar stundir saman. Við erum fulltíða manneskjur. Við vissum, að það hlaut einhvern tíma að taka enda. Nú sérðu, að við getum hitzt eins og vinir og talað um Henry. Ég borgaði reikninginn, og við gengum út. Tuttugu metr- um neðar við götuna var hliðið og grindverkið. Ég stað- næmdist á gangstéttinni og sagði: — Ég geri ráð fyrir, að þú sért á leið til Strand? — Nei, Leicester Square. — Ég er að fara til Strand. Hún stóð í hliðinu, og gatan var mannlaus. — Ég ætla að kveðja þig hérna. Það var gaman að hitta þig. ——- Já. — Heimsæktu mig einhvern tíma, þegar þú hefir tíma til. Ég færði mig nær henni. — Sara, sagði ég. Hún sneri höfð- inu frá mér í flýti, eins og hún væri að gá, hvort einhver væri að koma, eða hvort það væri tími .... Þegar hún sneri sér að mér aftur, tók hún að hósta. Hún kúgaðist í hliðinu og hóstaði og hóstaði. Hún var rauðeygð. Hún minnti mig á smádýr í gildru, þar sem hún stóð í loðfeldinum sínum. — Fyrirgefðu. — Þú ættir að láta athuga þig, sagði ég beisklega, eins og ég hefði verið rændur einhverju. — Þetta er bara hósti. Hún rétti mér höndina og sagði: — Vertu sæll, Maurice. Þetta nafn var eins og móðgun. Ég sagði: — Vertu sæl, en tók ekki í hönd hennar. Ég gekk hratt burtu án þess að líta í kringum mig. Ég reyndi að láta svo lita út sem ég ætti annríkt og væri feginn að losna frá henni. Þegar ég heyrði hana byrja að hósta aftur, óskaði ég, að ég gæti blístrað lagstúf, eitthvað fjörlegt eða léttúðugt, en ég hef aldrei haft nokkurt eyra fyrir músík. SJÖTTI KAFLI. Þegar ungur maður temur sér fasta starfshætti, gerir hann ráð fyrir að halda þeirri venju sína lífstíð, að engar hrellingar heimsins geti breytt þar um. í rúm tuttugu ár hef ég sett mér það mark að skrifa fimm hundruð orð á dag fimm daga vikunnar. Ég get samið eina skáldsögu á ári, og þessi starfsaðferð gefur mér tíma til að leiðrétta og yfir- fara handrit mitt. Ég hef alltaf verið mjög vanafastur, og þegar ég hef lokið hinu fastákveðna verki, hætti ég jafnvei í miðri setningu. Á morgnana tel ég við og við, hvað ég hef samið mikið og geri merki við hver hundrað orð í handriti mínu. Enginn prentari þarf að gera nákvæma áætlun um orðafjölda handrits mins, því að á fremstu síðunni stendur talan 83.764. Meðan ég var ungur, gat ástarævintýri jafnvel ekki breytt áætlun minni., Ástarævintýri gat ekki hafizt fyrr en eftir hádegisverð, og hve seint sem ég komst í rúmið — svo fremi að ég svæfi í mínu eigin rúmi — þá las ég dagsverk mitt yfir og svaf á því. Styrjöldin hafði jafnvel lítil áhrif á mig. Fótlömun bjargaði mér frá hernum, og ég var í heimavarnarsveitunum. Samstarfsmenn mínir voru: ekki kosta kr. 3,00 og kr. 4,00 inni haldið eins og á Hótel Borg, og maður sötrar þetta í sig standandi við hin óhreinleg- ustu skilyrði. Þannig gæti maður haldið áfram að telja upp vöruverð og það er von flestra, að varnarmáladeild taki þarna í taumana og taki leyfið af þessum mönnum til slíks okurs, ef þeir ekki bæta ráð sitt og lækka að mun vöruverðið, það mikið, að þeir fái aðeins sanngjarna þóknun fyrir þjónustu sína. B. St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.